Fréttablaðið - 02.10.2021, Side 43

Fréttablaðið - 02.10.2021, Side 43
Skjalastjóri Stórt og öflugt fyrirtæki leitar að metnaðarfullum skjalastjóra til að halda áfram uppbyggingu og þróun í skjalamálum fyrirtækisins. Viðkomandi starfar á fjármála- og mannauðssviði og fer fyrir teymi á sviði skjalastjórnunar, hefur umsjón með skjalastefnu og daglegum rekstri skjalasafnsins. Um er að ræða spennandi starf hjá framsæknu fyrirtæki sem setur fyrirtækjamenningu og þjónustu viðskiptavina í fyrsta sæti. Góð laun í boði. Helstu verkefni: • Ábyrgð og umsjón með þróun skjalastefnu og verklagi við skjalastjórnun. • Skipulag og umsjón með skjalasafni fyrirtækisins. • Ábyrgð og þróun rafræns skjalastjórnunarkerfis. • Tryggja að skjalavarsla og skjalastjórn félagsins uppfylli ytri kröfur. • Skipulagning og framkvæmd fræðslu um skjalamál. • Ráðgjöf og stuðningur við starfsmenn um notkun skjalavistunarkerfis og verklag við skjalamál. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði upplýsingafræði með áherslu á skjalastjórnun. • Reynsla af One Systems skjalavörslukerfinu er kostur. • Hæfni til að leiða öflugt teymi á sviði skjalastjórnunar. • Mjög góð alhliða þekking og reynsla á sviði tölvu- og upplýsingatækni. • Reynsla af sambærilegu starfi. • Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Framúrskarandi samskipta- og samvinnuhæfni. Umsóknarfrestur er til og með 7. október nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsjón með starfinu hafa Jensína K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og Hildur J. Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is). Metnaðarfull uppbygging hjá framsæknu fyrirtæki Sjóvá 440 2000 Ert þú snillingur í skjalastjórn? Við leitum að einstaklingi með › menntun á sviði tölvunarfræði, bókasafns- og upplýsingafræði eða aðra menntun og reynslu sem nýtist í starfi › þekkingu á ISO 15489 skjalastjórnarstaðlinum, þekking á ISO 27001 öryggisstaðlinum er kostur › góða þekkingu á skjalalausnum frá Microsoft › nákvæm vinnubrögð, lausnamiðaða hugsun og færni í að vinna sjálfstætt › ríka þjónustulund og færni í að miðla þekkingu Starfið felur meðal annars í sér › verkefnastýringu við hönnun, þróun og innleiðingu skjalakerfa › umsjón með flæði skjala, vistun þeirra, líftíma og förgun › ábyrgð á því að lögum og reglum sem varða skjalastjórnun sé fylgt › viðhald skjalavistunaráætlunar og annarra lýsigagna › skipulag og rekstur skjalasafna, sem og kennslu og ráðgjöf til starfsfólks › vinnu tengda áhættustýringu, ferla- og gæðamálum Við leitum að sérfræðingi í skjala stjórn til að starfa í deild áhættustýringar og gæðamála. Viðkomandi mun leiða verkefni á sviði skjalastjórnar, vinna með skýja lausnir Microsoft og koma að þróun skjalastýringarkerfis okkar. Hjá Sjóvá starfar sterkur og skemmtilegur hópur fólks sem kappkostar að veita viðskiptavinum afburða­ þjónustu. Við erum efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni og kannanir sýna að starfs ánægja hjá okkur er með því mesta sem gerist hérlendis. Nánari upplýsingar um starfið veita Gísli Halldór Ingimundarson, forstöðumaður áhættustýringar og gæðamála, gisli.ingimundarson@sjova.is, og Erla Björk Gísladóttir, mannauðssérfræðingur, erla.gisladottir@sjova.is. Umsóknarfrestur er til og með 11. október. Sótt er um starfið á sjova.is/starfsumsoknir. Efst tryggingafélaga í Ánægjuvoginni Framúrskarandi fyrirtæki í flokki stærri fyrirtækja Jafnlaunamerki forsætisráðuneytisins

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.