Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.10.2021, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 02.10.2021, Qupperneq 52
Skipulags- og umhverfisfulltrúi Vestmannaeyjabæjar Laust er til umsóknar starf skipulags- og umhverfisfulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Um er að ræða 100% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum aðila til að stýra fjölbreyttum verkefnum í skipulags- og umhverfismálum sveitarfélagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Skipulags –og umhverfisfulltrúi hefur umsjón með skipulags-, umhverfis- og náttúruverndarmálum sveitarfélagsins, þjónus- tu við íbúa og ráðgjöf fyrir bæjarstjórn, fagráð og nefndir og vinnur skv. samþykktum þeirra. skipulags- og umhverfisfulltrúi hefur eftirlit og ábyrgð með því að lögum og reglugerðum um umhverfis- og skipulagsmál sé framfylgt. Eftirfarandi heyrir m.a. undir verkefna- og ábyrgðarsvið skipulags- og umhverfisfulltrúa Vestmannaeyjabæjar: • Skipulagsgerð og útgáfa framkvæmdaleyfa. • Umsjón með umferðar- og samgöngumálum. • Umsjón með umhverfis- og hreinlætismálum sveitar- félagsins. • Umsjón með náttúruverndarmálum í sveitarfélaginu. • Umsjón með opnum svæðum, gróðursetningu og upp- græðslu. • Umsjón með merkingu og kortlagningu útivistarsvæða og gönguleiða í sveitarfélaginu. • Umsjón verkefna er varða gróðurvernd. • Gerð starfs- rekstrar-, og framkvæmdaáætlana fyrir þá málaflokka sem undir hann heyra. Skipulags- og umhverfisfulltrúi ber ábyrgð á meðferð og varðveislu gagna, úrvinnslu og upplýsingagjöf, stefnumótun, þróun verklags og þjónustugæða. Skipulags- og umhverfis- fulltrúi er starfsmaður Umhverfis- og skipulagsráðs. Skipulags- og umhverfisfulltrúi starfar á umhverfis- og fram- kvæmdasviði og lýtur stjórn framkvæmdastjóra. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun og viðeigandi réttindi til að annast skipu- lagsgerð skv. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er skilyrði. • Þekking og reynsla af skipulags- og umhverfismálum er æskileg. • Reynsla af störfum í opinberri stjórnsýslu er kostur. • Reynsla af þátttöku í stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana er æskileg. • Færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. • Góð tölvu og enskukunnátta Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs á net- fanginu olisnorra@vestmannaeyjar.is Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkom- andi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðning- ur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skulu sendar á netfangið olisnorra@vestmannaeyjar.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin Umsóknarfrestur er til og með 4. október 2021. Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Verkefnastjóri Borgarlínu Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Áhugasamir eru beðnir að sækja um starfið á www.vegagerdin.is Starf verkefnastjóra Borgarlínu er laust til umsóknar. Um 100% starf er að ræða. Verkefnastjóri Borgarlínu ber ábyrgð á verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni í Garðabæ og þeim verkum sem eru unnin þar. Verkefnastofa Borgarlínu heyrir undir höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar. Verkefnastjórinn ber ábyrgð á undirbúningi og áætlanagerð vegna framkvæmda tengdri Borgarlínu, samþættingu verkefnisáætlana, yfirsýn og stýringu mannafla. Einnig upplýsingagjöf til stjórnenda og hagsmunaaðila. Verkefni Borgarlínu falla undir Samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga og eru samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Betri samgangna. Umsókn skal fylgja ferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknarfrestur er til og með 4. október 2021. Menntunar- og hæfniskröfur → Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg → Víðtæk og árangursrík reynsla af því að stýra umfangsmiklum verkefnum með ólíkum hagaðilum. → Farsæl reynsla af undirbúningi framkvæmda og áætlanagerð stórra verkefna → Framúrskarandi leiðtogi með góða samskiptahæfileika og reynslu í að stýra teymum. → Sjálfstæð vinnubrögð, lausnamiðuð nálgun og færni til að sjá heildarmyndina. → Þekking á opinberri stjórnsýslu. → Reynsla í að koma fram og kynna flókin verkefni → Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti. Nánari upplýsingar um starfið veitir Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins í síma 522 1000. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. intellecta.is RÁÐNINGAR Þátttakandi í íslensku atvinnulífi í 50 ár hagvangur.is 18 ATVINNUBLAÐIÐ 2. október 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.