Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.10.2021, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 02.10.2021, Qupperneq 68
Það myndast einhver samorka sem vantar kannski upp á þegar menn vinna hver í sínu horni. Daníel Ágúst Við bjugg- umst eiginlega ekkert við þessu, vorum ekki að pæla í því að við myndum meika það. Magnús Daníel Ágúst Haraldsson og Magnús Jónsson unnu fyrst saman að tónlist fyrir 26 árum, þegar þeir voru saman í GusGus. Þar kynntust þeir heimi raftónlistar sem þeir segja hafa veitt sér frekara frelsi til sköpunar. Leiðir þeirra liggja nú saman að nýju með útgáfu nýrrar smá- skífu, Miracle. Daníel Ágúst Haraldsson og Magnús Jónsson voru báðir kallaðir til í tökur á stuttmyndinni Nautn árið 1995, úr verkefninu varð til fjöllistahópur- inn GusGus þar sem Daníel Ágúst og Magnús kynntust raftónlist í fyrsta sinn. Leiðir þeirra liggja nú aftur saman í nýju tónlistarverk- efni, Dynomatic, og gáfu þeir út lagið Miracle í vikunni. „Maggi hringdi í mig og sagðist vera með lag sem hann hefði áhuga á að ég syngi með honum og ég sagði náttúrulega að það væri sjálfsagt mál að kanna það og ég tengdi við lagið,“ segir Daníel Ágúst aðspurður um hvernig samstarf þeirra Magn- úsar hafi komið til. „Svo fórum við að kasta fram hugmyndum um það hvernig þetta ætti að vera og unnum þetta saman. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu gaman það var að vinna bara tveir saman að þessu,“ segir Magnús. „Ég hugsaði bara: Djöfull er þetta geggjað. Það kom einhver neisti á milli okkar og samvinnan var ótrú- lega skemmtileg,“ bætir hann við. Magnús og Daníel voru vanir að vinna saman í stærri hópi en þegar GusGus var stofnuð taldi hópurinn um tíu til fimmtán manns. „Þetta var bara eins og fullskipaður hand- boltaflokkur,“ segir Daníel og hlær. GusGus fyrir tilviljun „Það verður til allt önnur dýnamík og allt annað andrúmsloft þegar einhver einn kemur með lag og leggur það á borðið og lagið fær ein- hverja meðhöndlun eins og þetta var í GusGus heldur en þegar þetta er gert svona. Þá myndast einhver samorka sem vantar kannski upp á þegar menn vinna hver í sínu horni,“ segir Daníel og Magnús tekur undir. „Ég finn oft fyrir því að því fleiri sem koma að hugmynd, því almenn- ari verður hún og ég hef minni áhuga á henni því það er verið að sætta svo mörg sjónarmið og kjarninn fer úr,“ segir hann. „Þess vegna finnst mér gaman að vinna svona náið, það verður til einstök nánd.“ GusGus var stofnuð sem fjöllista- hópur árið 1995 og þróaðist þaðan í að verða hljómsveit sem gefið hefur út fjöldann allan af plötum og lögum. Hljómsveitin er ein ást- sælasta hljómsveit landsins og eru Magnús og Daníel Ágúst sammála um að þeir hafi lært mikið á veru sinni í hljómsveitinni. „Við vorum báðir fengnir til að taka þátt í stuttmyndinni Nautn. Arni & Kinski leikstýrðu þeirri mynd og Siggi Kinski var skólafélagi minn í MR og fékk mig til að taka þátt. Ég var enginn leikari eða alla- vega óreyndur, hafði verið í Herra- nótt og Stúdentaleikhúsinu og eitt- hvað svona,“ segir Daníel. „Þeir höfðu leikstýrt myndbandi með mér þegar ég var í hljómsveit- inni Silfurtónum og þar kynntist ég þeim og við urðum ágætis félagar. Ég var fenginn til að leika í þessari mynd á þeim forsendum,“ segir Magnús sem var þó einnig útskrif- aður leikari á þessum tíma. „Það var fyrir röð tilviljana að við lékum í myndinni, svo út frá því fórum við að gera tónlist,“ segir Daníel. Fyrsta útgáfa fyrstu hljóm- plötu GusGus varð til árið 1995, ári síðar fékk hljómsveitin samning við breskt plötufyrirtæki. „Fram að því höfðum við bara gefið út sjálf,“ segir Daníel. „Já, og við bjuggumst eiginlega ekkert við þessu, vorum ekki að pæla í því að við myndum meika það eftir þessa Fundu neistann saman Magnús Jónsson á GusGus-árunum. MYND/AÐSEND Daníel Ágúst á tónleikum með GusGus í Hörpu. Hann hefur verið í sveitinni frá því hún var stofnuð árið 1995. Leikstjórarnir Arni & Kinski fengu Daníel Ágúst og Magnús til liðs við GusGus. plötu. Ég f lutti til L.A. og bjó þar þangað til ég fékk símtal um að við værum komin með samning og skildi eiginlega ekkert í þessu,“ segir Magnús. Þeir eru sammála um að heiður- inn af plötusamningnum eigi Baldur Stefánsson. „Hann bara fór og bankaði á dyr í London með gripinn og við vissum ekkert fyrr en samningurinn var kominn, ef ég man rétt. Þessi tími er þó nokkuð þokukenndur hjá mér og frekar langt um liðið og ég man ekki hvernig nákvæmlega þetta bar að,“ segir Magnús. Allt breyttist Á þessum tíma voru Daníel Ágúst og Magnús tæplega þrítugir og líf þeirra tók miklum breytingum. „Við þurftum aðeins að föndra við plötuna vegna þess að við höfðum stolið nokkrum tónum frá öðrum listamönnum og þurftum að semja um það. Við gáfum eftir höfundar- rétt í nokkrum lögum en svo voru nokkur sem ekki samdist um og við þurftum að búa til nýjar útgáfur. Warner Brothers gáfu svo plötuna út árið 1997, svo þetta tók heilt ár,“ útskýrir Daníel. Þegar platan kom út fór GusGus í tónleikaferð um Bandaríkin og Evrópu. „Svo fórum við til Mexíkó og þetta var stórkostlegt ævintýri og mjög skemmtilegt,“ segir Daníel Ágúst og Magnús er sammála. „Svo eftir aðra plötuna var komin þreyta í suma,“ segir Magnús. Þeir segja að upp hafi komið listrænn og tónlistarlegur Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is  Þeir Magnús Jónsson og Daníel Ágúst lentu fyrir tilviljun saman í hljómsveit fyrir 26 árum, nú leiða þeir aftur saman hesta sína í Dynomatic. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 32 Helgin 2. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.