Fréttablaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 74
Elskulegur bróðir okkar og faðir,
Jón Björn Friðriksson
málarameistari í Reykjavík,
frá Ísafirði,
lést á Landspítalanum 13. september sl.
og hefur útförin farið fram í kyrrþey.
Við þökkum starfsfólki á gjörgæsludeild og A7 yndislega
umönnun og vinum hans fallega vináttu.
Bjarndís, Steinþór, Helgi Mar,
Nína M. Jónsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Árni Sigurðsson
bifreiðastjóri,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk
laugardaginn 18. september sl.
Útför fór fram í kyrrþey að ósk Árna.
Anna Guðmundsdóttir
Una Árnadóttir Jóngeir Eyrbekk Sigurðsson
Sigrún Árnadóttir Andri Árnason
Guðmunda Árnadóttir Ólafur Ellertsson
afa- og langafabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Kristín Kristjánsdóttir
Kirkjuvegi 1, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
þriðjudaginn 28. september.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju,
föstudaginn 8. október klukkan 12.00.
Guðmundur H. Pétursson
Magnús B. Sveinsson Inga María Magnúsdóttir
Ingólfur Kr. Guðmundsson Diana Espinosa
Ragnar Már Guðmundsson Jóna Margrét Jónsdóttir
og barnabörn.
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir
síðan 1996
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæra
Hjálmars Jóhannessonar
Siglufirði.
Kolbrún Friðriksdóttir og fjölskylda.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Björgvin Runólfsson
bóndi á Dvergasteini,
Lindasíðu 2, Akureyri,
lést sunnudaginn 19. september á
Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram
frá Glerárkirkju mánudaginn 4. október klukkan 13.00.
Benedikt Björgvinsson
Vilborg Björgvinsdóttir Davíð Stefánsson
Jón Björgvinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Bjórhátíðin Af því bara stendur
yfir í Borgarnesi um helgina.
Skipuleggjandi segir mikla gerjun
í bjórmenningu á Íslandi.
arnartomas@frettabladid.is
Útihátíðargestir, sem urðu munaðar-
lausir eftir takmarkanir sumarsins, geta
tekið gleði sína á ný því bjórhátíðin Af
því bara hófst í Borgarnesi í gærkvöldi
og stendur yfir um helgina. Þessi sjálf-
skipaða síðasta útihátíð sumarsins er
samvinnuverkefni BARA – Ölstofu lýð-
veldisins, þar sem hátíðin fer fram, og
netverslunarinnar Bjórlands.
„Við höfum verið í sambandi um
nokkurt skeið og átt ánægjulegt sam-
starf,“ segir Þórgnýr Thoroddssen,
annar eigandi Bjórlands. „Þeirra hug-
mynd er að vera eingöngu með bjór frá
litlu brugghúsunum og þeim datt í hug
að halda sambærilega bjórhátíð og við
vorum með á KEX í vor. Það er auðvitað
fátt skemmtilegra en að halda hátíð.“
Þórgnýr segir að boðið verði upp á
bjór á átta til níu krönum, sem eru fleiri
kranar en hafa sést í héraðinu áður. Sér-
tækari bjórar verða á flöskum og dósum
fyrir ævintýragjarnari gesti. „Það verður
svo ýmislegt í gangi þarna, tónlist, matur
og annað,“ segir Þórgnýr. „Í dag verður
svo haldið héraðsmeistaramót í hnífur-
skæri-blað, svo það verður til mikils að
vinna!“
Þótt hátíðin hafi ekki verið hugsuð
sem íslensk útgáfa af Októberfest segir
Þórgnýr að það lýsi henni ágætlega. „Í
mínum vinahóp forðum daga var það
alltaf þannig að síðasta útipartí ársins
var haldið í október, svo mér fannst
það liggja vel við höggi að halda hana á
þessum tíma.“
Gorkúlur byltingarinnar
Mikil endurreisn hefur átt sér stað í
bjórmenningu Íslendinga á undan-
förnum árum og segir Þórgnýr að ný
brugghús spretti upp eins og gorkúlur.
„Maður heyrir af nýju bruggverkefni
mánaðarlega,“ segir hann. „Sum þeirra
eru innanhúss-brugghús eins og Drengs-
son á Vogum á Vatnsleysuströnd, önnur
eru minni háttar brugghús eins og 6a á
Akureyri, sem er að brugga í 100 lítra
upplagi. Þetta eru allt brugghús sem eru
að brugga stórkostlega stóra bjóra, en
þau þurfa ekki að verða það stór til að
ná nokkurri dreifingu.“
Eins og svo margar aðrar breytingar á
Íslandi segir Þórgnýr að endurreisnina
megi rekja til Bandaríkjanna.
„Þetta er hluti af þessari craft-byltingu
sem átti sér stað þegar Kaninn ákvað að
fara að brugga meiri bjór að sínu skapi
með amerískum humlum. Þá varð þessi
handverksbrugghúsa-sena til,“ útskýrir
hann. „Þar sem Ísland er smá afdalur í
veröldinni þá fór þetta aðeins seinna af
stað hjá okkur en er komið á fullt f lug
núna.“
Upphafið á bruggbyltingu landans
er venjulega miðað við stofnun Kalda
brugghúss, en á fimmtán árum eru þau
orðin á þriðja tug.
„Það er full vinna að fylgjast með
þessu, sem er kannski sú þjónusta sem
við hjá Bjórlandi erum að bjóða upp á,“
segir Þórgnýr. „Við erum með yfirsýn og
tengingar og getum skaffað þá yfirsýn
sem veitingastaðir þurfa að hafa yfir
úrvalið hjá sér.“ ■
Kraftmikil útihátíð
BARA -
Ölstofa
lýðveldisins
opnaði fyrr
í sumar og
stendur þar
sem Dússabar
var til húsa.
MYND/AÐSEND
Þórgnýr segir bjórmenningu Íslands blómstra og ný brugghús spretti upp eins og gorkúlur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Maður heyrir af nýju
bruggverkefni mánaðar-
lega.
38 Tímamót 2. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐTÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 2. október 2021 LAUGARDAGUR