Fréttablaðið - 02.10.2021, Qupperneq 84
Yfirlitssýning á verkum
Muggs verður opnuð í dag,
laugardaginn 2. október, í
Listasafni Íslands. Sýningar-
stjóri er Kristín G. Guðna-
dóttir.
Guðmundur Thorsteinsson, alltaf
kallaður Muggur, fæddist árið 1891.
Hann nam myndlist við Konung-
lega listaháskólann 1911-1915. List-
ferill hans að námi loknu spannaði
einungis tæp tíu ár, en hann lést úr
berklum árið 1924.
Auk þess að fást við myndlist var
Muggur einnig leikari og söngvari.
Hann lék á sviði og söng gaman-
vísur en einnig lék hann aðalhlut-
verkið í kvikmyndinni Saga Borgar-
ættarinnar sem frumsýnd var árið
1920.
Verkin á sýningunni, sem hefur
yfirskriftina Muggur, eru í einka-
eign og úr safneign Listasafns
Íslands, en árið 1958 fékk safnið
46 myndverk eftir Mugg að gjöf frá
danska listmálaranum Elof Risebye.
Allir þættir myndsköpunar
„Með þessari sýningu viljum við
gefa breiðari og dýpri mynd af
verkum Muggs en tíðkast hefur.
Það eru 30 ár síðan síðast var haldin
yfirlitssýning á verkum hans og þá
var hann talinn svo slakur lands-
lagsmálari að landslagsmyndir
hans rötuðu ekki á sýninguna. Nú
gerum við öllum þáttum mynd-
sköpunar hans skil,“ segir Kristín
Guðnadóttir sýningarstjóri.
„Þarna eru landslagsmyndir,
þjóðlífsmyndir, ferðamyndir og
myndskreytingar á þjóðsögum og
ævintýrum, eins og Dimmalimm,
og trúarleg verk. Síðast en ekki
síst er á sýningunni heilmikið af
útsaumsverkum og verkum sem
Muggur vann í óhefðbundið efni.
Á einni sýningu voru til dæmis
dúkkur sem hann bjó til og það
þótti ekki karlmannleg iðja að karl-
menn sætu og saumuðu dúkkur.
Þess vegna var Muggur talinn vera
dútlari. Hann var jafnvel ekki tek-
inn alvarlega sem myndlistarmað-
ur, sem er kolrangt mat því hann
var á undan sinni samtíð. Verkið
Flyðra á þessari sýningu er dæmi
um framsækið verk Muggs, en það
er búið til úr moldvörpuskinni og
er eins og það hafi verið gert í gær.
Muggur var frásagnarmaður í
eðli sínu og vildi segja sögu í verk-
um sínum en ekki mála olíulands-
lagsmyndir eins og kollegar hans
gerðu. Hann var skammaður fyrir
að vera ekki eins og hinir. Á þann
hátt naut hann ekki sannmælis.
Hann var ekki metinn að verð-
leikum sem landslagsmálari fyrr
en seint og um síðir.“
Fékkst við margt
Kristín leggur ríka áherslu á hversu
fjölhæfur Muggur var. „Ég sé hann
sem fyrsta íslenska fjöllistamann-
inn. Hann fékkst við svo gríðarlega
margt. Hann var myndlistarmaður
en hann var líka skemmtikraftur,
söng og lék á sviði. Eitt sinn dans-
aði hann dúkkudans, hann gerði
margt áhugavert fyrir krakka og
var á sinn hátt frumkvöðull í barna-
menningu.“
Muggur lést fyrir aldur fram.
Hvernig hefði list hans mögulega
þróast hefði honum enst líf? „Undir
það síðasta var hann kominn út í
trúarlega myndlist og henni eru
gerð góð skil á sýningunni. Ég sé
Fyrsti íslenski
fjöllistamaðurinn
Helgi Már
Kristinsson
sýningarhönn-
uður og Kristín
G. Guðnadóttir
sýningarstjóri.
RÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
Tvær rauðklæddar konur 1917.
Hin ungu lista-
systkin, 1915.
Kolaburður í Reykjavík, 1919.
Með þessari sýningu
viljum við gefa breið-
ari og dýpri mynd af
verkum Muggs en
tíðkast hefur.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
hann fyrir mér á þeim vettvangi,“
segir Kristín og bætir við: „Að sumu
leyti átti hann persónulega erfitt.
Hann ólst upp við gott atlæti, faðir
hans var einn af ríkustu mönnum
landsins og kostaði hann til náms.
Svo fór faðir hans á hausinn og þá
varð lífið Muggi mjög erfitt því
hann var ekki vanur að þurfa að
sjá sér farborða. Skemmtanalífið
tók toll af honum og hann glímdi
við áfengisvanda. Þannig að það er
erfitt að segja til um hver framtíð
hans hefði orðið.“
Þess má geta að glæsileg og ríku-
lega myndskreytt bók með texta
Kristínar um líf og list Muggs kemur
út í tengslum við sýninguna. n
48 Menning 2. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 2. október 2021 LAUGARDAGUR