Fréttablaðið - 02.10.2021, Síða 90
Það er mikið hjarta í
þessu og líka gaman að
hafa leikið efni í Stund-
inni okkar.
Nilli
Það sem gerir barna-
efni gott að mínu mati
er að í því sé húmor og
hjarta.
Ásthildur
stod2.is
Tryggðu þér áskrift
Í KVÖLD
toti@frettabladid.is
Stundin okkar hefur göngu sína
að loknu hefðbundnu sumarhléi
sunnudaginn 10. október og þaðan
telst helst til tíðinda að leikið efni
eftir unga handritshöfunda verður
áberandi þegar álfarnir Bjalla
og Bolli mæta til leiks með það
fyrir augum að gera þáttinn þann
skemmtilegasta sem sögur fara af í
mannheimum.
Þeir Mikael Emil Kaaber, Arnór
Björnsson og Óli Gunnar Gunnars-
son skrifa leikna hluta Stundarinnar
þar sem Ásthildur Úa Sigurðardóttir
og Níels Thibaud Girerd, ekki síður
þekktur sem Nilli, eru í aðalhlut-
verkum í leikstjórn Stundargoð-
sagnarinnar Gunnars Helgasonar.
„Við erum að vinna saman að
annars konar barnaefni fyrir RÚV
en í kjölfar þeirrar vinnu kviknaði
sú hugmynd hjá RÚV að fá okkur
þrjá, svona unga og efnilega hand-
ritshöfunda, til að skrifa Stundina
okkar og fá Gunna Helga til að leik-
stýra,“ segir Mikael Emil sem margir
þekkja úr Krakkafréttum auk þess
sem hann hefur komið að gerð
Krakkaskaupsins síðustu tvö ár.
Heill heimur á skrifborði
Þremenningarnir halda sig bak við
tjöldin, eins og handritshöfunda er
von og vísa, en tefla fram tveimur
ólíkum álfum.
„Þessir álfar heita Bolli og Bjalla.
Bolli er húsálfur og býr á skrifborði
hjá hinum ellefu ára gamla Bjarma.
Hann vaknar einn góðan veðurdag
við að það er komið pennaveski á
skrifborðið og þar með skógarálfur-
inn Bjalla f lutt inn til hans á skrif-
borðið,“ heldur Mikael áfram og
bætir við að þarna séu þeir félagar
að leika sér með andstæðupar.
„Bolli stendur fyrir allt sem
maður gerir heima hjá sér, eins og að
slaka á, fá sér te og lesa bækur. Hann
er samt smá prakkari og finnst
gaman að nappa og stela hlutum
sem eru í herberginu.
Bjalla er aftur á móti mjög skipu-
lögð og elskar að læra. Þannig að þau
læra mikið hvort af öðru.“ Mikael
bendir á að höfundarnir vonist
til þess að krakkarnir geti um leið
lært sitthvað af álfunum. „Með því
að láta álfana gera mistök og læra
hvorn af öðrum. Vegna þess að veik-
leikar Bolla eru styrkleikar Bjöllu
og veikleikar Bjöllu eru styrkleikar
Bolla.“
Stundin rokkar
Bolli og Bjalla ákveða að búa til
skemmtilegasta sjónvar psþátt
veraldar: Stundina okkar. Þar slá
krakkar í gegn, hvort sem það er
í spurningakeppninni Frímó, við
bakstur eða með ofursvala bílskúrs-
bandinu Stundin rokkar.
Hlutverk álfanna eru í höndum
nýútskrifuðu leikaranna Ásthildar
Úu og Nilla. „Þetta er búið að vera
æðislegt og rosalega skemmtilegt
ferli,“ sagði Ásthildur þegar Frétta-
blaðið tafði hana frá æfingu á Emil
í Kattholti í Borgarleikhúsinu. „Það
er líka svo stórt að fá að taka þátt í
að gera íslenskt, leikið barnaefni.
Eiginlega svolítill draumur.“
Kynslóðin hans Kela
Þær eru orðnar allnokkrar kynslóð-
irnar sem eiga ljúfar bernskuminn-
ingar tengdar Stundinni okkar og
Ásthildur tilheyrir svo sannarlega
einni af þeim. „Það er einmitt þetta
leikna efni sem situr í manni. Það
eru persónurnar sem maður man
ennþá eftir,“ segir Ásthildur sem er
af kynslóðinni sem má kenna við
Gunna og Felix annars vegar og Ástu
og köttinn Kela hins vegar.
„Það er svona mín kynslóð og
ég horfi alveg rosalega mikið á
þetta. Og Bólu. Hún var leikið efni í
Stundinni okkar og er svolítið mikið
uppáhaldið mitt. Ég gæti bara enn
þá horft á þetta í dag. Í alvörunni.
Og mér finnst alger heiður að fá að
taka þátt í að gera nýtt þannig efni.
Það er búið að vera rosa gaman að fá
að skapa þetta og taka þátt í að gera
það að veruleika.“
Framtíðarklassík
Ásthildur útilokar alls ekki, og
vonar í raun, að Bjalla og Bolli muni
lifa með þessarar Stundar-kynslóð
eins og Bóla hefur fylgt henni.
„Ég vona það innilega af því að
mér fór sjálfri að þykja rosalega
vænt um þessa álfa og mína Bjöllu
í ferlinu. Vegna þess að handritið
er mjög gott. Ég er mjög hrifin af
því. Það er ótrúlega fyndið og það
er risastórt hjarta í því,“ segir Ást-
hildur. „Það sem gerir barnaefni gott
að mínu mati er að í því sé húmor
og hjarta og ég vona bara að það
skili sér heim í stofu. Vegna þess
að þessar persónur voru farnar að
skipta mann mjög miklu máli og
þetta eru bara alvöru tilfinningar og
alvöru mál sem þær eru að ganga í
gegnum,“ segir Ásthildur.
Nilli búálfur
„Ég er búálfur,“ segir Nilli. „Búálfar
eru náttúrlega bara einstakt fyrir-
brigði. Þeir eru heimakærir og
stundum frekir en samt býr eitt-
hvað gott í þeim og það var gaman
að leika þetta. Mjög skemmtilegt,“
segir Nilli og er sammála Ásthildi í
grundvallaratriðum.
„Það er mikið hjarta í þessu og
líka gaman að hafa leikið efni í
Stundinni okkar og taka þátt í því,“
segir Nilli sem er af sömu kynslóð og
Ásthildur. „Ásta og Keli voru þegar
ég var. Það er mín kynslóð. Það var
alveg yndislegt sjónvarp, huggulegt
og fallegt.“
Þá áréttar mennskur talsmaður
Bolla að það megi aldrei gera grín að
álfum. „Þetta eru skrítnar verur sem
við skiljum ekki og þess vegna er
nauðsynlegt að bera virðingu fyrir
þeim. Þeir hafa einhvern veginn
verndað náttúruna okkar í öll þessi
ár og þegar maður kynnir þá fyrir
börnum skulum gæta þess sérstak-
lega að fara ekki með rangt mál.“ n
Álfarnir Bjalla og Bolli taka Stundina okkar yfir
Stundin okkar snýr aftur eftir
sumarfrí með breyttu sniði
þar sem álfarnir Bjalla og Bolli
verða frekir til fjörsins og ætla
að gera þennan elsta sjón-
varpsþátt landsins að þeim
skemmtilegasta í heimi með
aðstoð ungra og efnilegra
leikara og handritshöfunda.
Bjalla og Bolli ætla sér stóra hluti og gera Stundina okkar að skemmtilegasta sjónvarpsþætti heims. MYND/RÚV
Unga fólkið með Gunnari Helgasyni. „Hann er kóngurinn náttúrlega og því-
líkur draumur að hann sé að leikstýra þessu,“ segir Mikael. MYND/RÚV
54 Lífið 2. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 2. október 2021 LAUGARDAGUR