Morgunblaðið - 24.04.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021
Öflugra
heilbrigðiskerfi
Heilbrigðiskerfið verður
öflugra með samstarfi ríkis og
sjálfstætt starfandi einkaaðila.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hef-
ur hafnað áskorun Samhjóls, sam-
taka hjólhýsaeigenda á Laugarvatni,
um að lengja gildistíma þeirra samn-
inga um leigu lands í hjólhýsahverf-
inu sem renna út í lok ársins. Vísar
sveitarstjórnin til þess að hjólhýsa-
byggð eins og er á Laugarvatni sé
ekki heimil samkvæmt gildandi lög-
um og reglum. Stendur sveitar-
stjórnin því við ákvörðun sem tekin
var í september á síðasta ári um að
loka byggðinni þegar samningar
renna út.
Um 200 lóðir eru leigðar út í hjól-
hýsabyggðinni á Laugarvatni og hafa
þeir sem lengst hafa verið með hýsi
þar verið þar frá upphafi, árið 1980.
Fulltrúar lögreglustjórans á Suð-
urlandi og Brunavarna Árnessýslu
skoðuðu hjólhýsasvæðið í maí á síð-
asta ári og gerðu margvíslegar at-
hugasemdir við byggðina, sérstak-
lega eldvarnir. Í skýrslu þeirra
kemur fram að fjarlægðarmörk eru
ekki virt og pallar og skjólveggir
tengist víða. Þá sé trjágróður mikill
og auki sambrunahættu til muna.
Vakin er athygli á að eldur hafi komið
upp á svæðinu í nokkur skipti en
lukka hafi ráðið því að ekki fór illa.
Kröfðust embættin úrbóta.
Óheimil byggð
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
svaraði fyrirspurn Bláskógabyggðar
þannig að reglurnar væru skýrar;
óheimilt væri að hafa svona byggðir,
jafnvel þótt þær hafi þegar verið
byggðar.
Niðurstaða sveitarstjórnar var að
loka þyrfti hjólhýsahverfinu. Það var
gert með því að tilkynna lóðarhöfum
að samningar myndu ekki verða
framlengdir, þegar þeir renna út. Er
fólkinu gert að fjarlægja allt sitt haf-
urtask fyrir þann tíma, samkvæmt
ákvæðum í leigusamingum. Samn-
ingar flestra renna út í lok þessa árs
en einhverjir eftir tvö ár. Hefur sveit-
arstjórn ákveðið að standa við þessa
ákvörðun og breytti áskorun Sam-
hjóls engu í því efni.
„Þetta var erfið ákvörðun. Þetta
hefur verið gott samfélag og staðið í
langan tíma og fólkinu liðið vel. Þrátt
fyrir kynslóðaskipti hefur sami góði
andinn haldist,“ segir Helgi Kjart-
ansson, oddviti Bláskógabyggðar.
Fjölgun á Flúðum
Skógrækt ríkisins ákvað á síðasta
ári að loka hjólhýsahverfinu í Þjórs-
árdal. Þar eru á annað hundrað hjól-
hýsi og er eigendum gert að fjar-
lægja þau fyrir lok maí. Aftur á móti
hefur hjólhýsahverfi á Flúðum
stækkað og er þar komið upp mynd-
arlegt hverfi. Sami sýslumaður og
slökkviliðsstjóri er á öllum þessum
svæðum og sömu lög og reglur gilda
um allt land.
Hvika ekki frá fyrri ákvörðunum
- Leigjendur í hjólhýsahverfinu á Laugarvatni þurfa að fjarlægja vagna sína, palla og skúra þegar
samningar renna út - Flestir samningar eru úti um áramót en einhverjir gilda í tvö ár enn
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Hjólhýsabyggð Hátt í 200 hjólhýsi eru í hverfinu á Laugarvatni.
Félag atvinnurekenda hefur sent
kvörtun til umboðsmanns Alþingis
vegna þeirrar ákvörðunar Póst- og
fjarskiptastofnunar að veita Íslands-
pósti viðbótarframlag árið 2020.
Með ákvörðuninni var ríkinu gert
að leggja Póstinum til 509 milljónir
vegna hreins kostnaðar fyrir veitta
þjónustu á árinu 2020, að frádregnu
250 milljóna króna viðbótarframlagi.
Rifjað er upp í kvörtun FA til um-
boðsmanns að með ákvörðuninni
hafi Póst- og fjarskiptastofnun fall-
ist á að ákveða framlag á grundvelli
gjaldskrár sem tók gildi 1.1. 2020.
Sú gjaldskrá hefur verið umdeild
en með henni varð landið að einu
gjaldsvæði, í stað fjögurra, og með
því lækkaði verð á sendingum Pósts-
ins út á land mikið. Miðast gjald-
skráin við pakka upp að 10 kg.
Fulltrúar einkafyrirtækja hafa
sakað Póstinn um að niðurgreiða
með þessu sendingar út á land en í
póstlögum – 3. mgr. 17. greinar –
stendur að gjaldskrá skuli endur-
spegla raunkostnað að viðbættum
hæfilegum hagnaði.
Ekki að öllu leyti virkt
Fram kom í svari samgöngu-
ráðuneytisins við fyrirspurn Morg-
unblaðsins 4. mars sl. að ein afleið-
ing 2. mgr. sömu lagagreinar, að
gjaldskrá fyrir alþjónustu skuli vera
sú sama um allt land, sé að „ákvæði
3. mgr. um raunkostnað að við-
bættum hæfilegum hagnaði [sé] ekki
að öllu leyti virkt“.
Ólafur Stephensen, fram-
kvæmdastjóri Félags atvinnurek-
enda, vísar meðal annars til þessarar
túlkunar á lög-
unum er hann
gerir grein fyrir
kvörtuninni til
umboðsmanns.
„Við kærum
það til umboðs-
manns að Póst-
og fjarskipta-
stofnun virðist
hafa tekið það sér
fyrir hendur upp
á eigin spýtur að ákveða að lykil-
ákvæði í póstlögunum sé ekki virkt.
Það er kjarni málsins. Slíkt geta
opinberar stofnanir ekki leyft sér.
Ástæðan fyrir því að við stígum
þetta skref er að það blasir við að
þarna eru stofnanir framkvæmda-
valdsins, samgönguráðuneytið, fjár-
málaráðuneytið og Póst- og fjar-
skiptastofnun, að ganga út frá því að
póstlögin virki öðruvísi en Alþingi
samþykkti þau, sem fer gegn stjórn-
arskránni. Það er sem sagt gengið út
frá því sem gefnu að undir-
verðlagning á þessari pakka-
verðskrá Póstsins frá ársbyrjun
2020 sé í samræmi við lög, sem hún
getur ekki verið, vegna þess að í
póstlögunum er þetta skýra ákvæði
um að gjaldskrá fyrir alþjónustu
skuli taka mið af raunkostnaði. Póst-
og fjarskiptastofnun virðist hafa
staðfest skriflega við ráðuneytið að
hún líti svo á að þetta ákvæði póst-
laganna sé ekki virkt. Við teljum að
ráðuneytið hefði þá strax átt að
grípa til einhverra aðgerða, því að
það á að hafa eftirlit með því að
stofnunin starfi samkvæmt lögum,“
segir Ólafur. baldura@mbl.is
Kvarta undan ríkisstuðningnum
- Félag atvinnurekenda kvartar til umboðsmanns Alþingis vegna Póstsins
- Framkvæmdastjóri FA segir stofnanir ekki geta farið gegn póstlögunum
Ólafur
Stephensen
Samið hefur verið um kaup ríkisins á
130 hekturum lands á Keldum á
Rangárvöllum. Tilgangurinn er að
varðveita menningarminjar á bænum
við sem bestar aðstæður og gera þær
aðgengilegar almenningi. Með kaup-
unum eru tryggð lóðarréttindi og
verndarsvæði í næsta nágrenni bæj-
arins, það er að segja menningar-
landslagið í heild með búsetuminjum,
húsum og rústum húsa.
Keldur eru einstakur sögustaður
og einn af merkustu minjastöðum
landsins, að því er segir í tilkynningu
frá Þjóðminjasafninu, en ætla má að
þar hafi orðið byggð stuttu eftir land-
nám.
Bæjarhúsin eru af elstu varðveittu
gerð torfhúsa í landinu.
Ríkið festi kaup á hluta bæjarhús-
anna á árinu 1942 og hefur síðan eign-
ast fleiri mannvirki. Þessi hús eru öll í
umsjá Þjóðminjasafnsins og hluti af
húsasafni þess. Núverandi bændur
eru að láta af búskap og selja hluta
jarðarinnar.
Lengi hefur verið áformað að til-
nefna torfhúsaarf Íslands á heims-
minjaskrá UNESCO. Keldur eru
mikilvægur hluti þeirrar tilnefningar.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Keldur Bær af fornri gerð, byggður á 17. öld. Timburgrind með stafverki.
Ríkið kaupir meira
land á Keldum
- Menningarminjar aðgengilegar
Engin áform eru uppi um hertar
sóttvarnaaðgerðir innanlands að
sögn Svandísar Svavarsdóttur heil-
brigðisráðherra. Tíu innanlands-
smit greindust í fyrradag og
greindist eitt þeirra utan sóttkvíar.
Daginn þar áður voru innanlands-
smitin 17, þar af 8 utan sóttkvíar.
Fram undan er stór bólusetning-
arvika þar sem til stendur að bólu-
setja um 23 þúsund manns með
bóluefnum frá Pfizer, AstraZeneca
og Janssen. Um er að ræða stærstu
vikuna í bólusetningu á Íslandi við
Covid-19 frá upphafi.
16 þúsund skammtar af bóluefni
AstraZeneca, sem Norðmenn lána
Íslendingum, bárust til landsins í
gær. Þeir eru meðal þeirra 23 þús-
und skammta sem gefnir verða í
næstu viku.
Flestir í
sóttkví við
greiningu