Morgunblaðið - 24.04.2021, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 24.04.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Pils • Vesti • Tunikur • Blússur Bolir • Kjólar • Peysur Buxur • Töskur Verið velkomin Nýjar sumarvörur Snyrtivörumerkin okkar eru: M a d e i n I c e l a n d VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is GLEÐILEGT SUMAR Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is NÝ SENDING Góð staða í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, ritaði grein í Morgun- blaðið sl. miðvikudag um rekstrar- niðurstöðu Hafnarfjarðarbæjar, sem hún segir ekki hafa verið traust- ari í áratugi. Graf vantaði með grein- inni og er það birt hér. Beðist er vel- virðingar á þeim mistökum. LEIÐRÉTT Allt um sjávarútveg Framkvæmdir hafa staðið yfir und- anfarnar vikur við gerð göngu- og hjólastíga meðfram Hæðargarði og Álmgerði í Bústaðahverfi, á milli Réttarholtsvegar og Háaleitis- brautar. Liggur stígurinn til hliðar við og ofan á núverandi hitaveitu- stokki. Meðfram stígnum verður einnig gengið frá nýrri lýsingu. Verktakinn Bjössi ehf. vinnur verkið fyrir Reykjavíkurborg en áætlaður kostnaður er um 100 millj- ónir króna. Einnig eru kantsteinar endurnýjaðir og færa hefur þurft til brunna og loftunarrör hitaveitu sem lenda í nýju stígsstæði. Framkvæmdin er hluti af nýrri hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2021-2025. Samkvæmt upplýsingum frá borginni mun bíla- stæðum ekki fækka við göturnar en íbúar við Hæðargarð hafa haft sam- band við blaðið og kvartað undan þrengslum í götunni eftir stígagerð- ina, einkum á morgnana og síðdegis við leikskólann Jörfa. Verkefnis- stjóri framkvæmdarinnar sagði göt- una ekki hafa þrengst, aðeins beri á því á meðan verktakinn þurfi að at- hafna sig. Hámarkshraði hefur verið 30 km í Hæðargarði og ekki stendur til að breyta honum. Foreldri sem á barn í leikskólanum, og blaðið ræddi við, sagði að nokkuð hefði borið á hrað- akstri eftir götunni og því hefði verið nauðsynlegt að þrengja hana þar sem gangbrautir eru í nágrenni við skólann. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hæðargarður Tvístefnuakstur er áfram á götunni þrátt fyrir nýjan hjóla- og göngustíg. Hæðargarður hefur einnig verið þrengdur við gangbrautir en leikskólinn Jörfi er við Hæðargarð og hefur verið í fréttum af öðru tilefni. Hjóla- og göngustígur lagður við Hæðargarð - Framkvæmdin hluti af nýrri hjólreiðaáætlun borgarinnar Veiðidögum á grásleppu í ár verður fækkað um fimm frá því sem áður hafði verið ákveðið, verða 35 í stað 40. Breytingunni er ætlað að tryggja öllum sem stunda grá- sleppuveiðar jafn marga daga. Greint er frá þessari breytingu á reglugerð á heimasíðu Lands- sambands smábátaeigenda. Að lokinni löndun á fimmtudag, sumardaginn fyrsta, var heildar- veiðin komin í 2.815 tonn hjá þeim 123 bátum sem byrjaðir voru. Veiði á hvern bát á dag að meðaltali á vertíðinni, sem hófst hinn 23. mars, slær öll fyrri met og er meðaltalið 1.342 kíló, en var á sama tíma í fyrra 750 kíló. Sigurey ST er afla- hæst með tæplega 75 tonn af heilli grásleppu. Alls voru níu bátar komnir með meira en 50 tonna afla á fimmtudag. Verði aflabrögð áfram með sama hætti og 150 bátar taki þátt í veið- unum má áætla að afli þeirra verði um sjö þúsund tonn eða það sem leyfilegt er að veiða á öllum svæð- um að undanskildu svæði B. Á því svæði er leyfilegur heildarafli 1.988 tonn, að því er segir á vef LS. Metafli á grásleppu og veiðidögum fækkað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.