Morgunblaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tilraun nokk-urra stórrafélaga til að búa til nýja ofur- deild í fótbolt- anum í Evrópu reyndist skamm- vinn. Vart höfðu liðin tilkynnt áform sín fyrr en þau fengu yfir sig holskeflu gagnrýni. Nánast um leið fór að kvarnast úr samstöðunni milli forsprakka ofurdeild- arinnar og áður en tveir sólar- hringar voru liðnir var hún fallin um sjálfa sig. Vinsældir fótboltans eru gríðarlegar nánast alls staðar í heiminum. Velgengni í fót- bolta getur haft áhrif á sálarlíf heilla þjóða. Sagt er að lands- framleiðsla í landi sem verður heimsmeistari í fótbolta aukist um eitt prósentustig það árið. Bestu knattspyrnumenn- irnir eru hylltir sem goð og fé- lagslið geta átt sér aðdáendur í fjarlægum löndum þótt þau séu í borgum sem þeir hafa aldrei komið til. Fótboltinn er þess eðlis að allir geta spilað hann og haft gaman af, jafnvel þótt lítið fari fyrir getunni. Það gerir líka knattspyrnuna heillandi að ekki er hægt að bóka úrslit. Lítilmagninn á alltaf mögu- leika – ef hann bara fær hann – og sumir myndu segja að í því felist fegurð fótboltans. Sú er raunin enn þegar kemur að keppni landsliða. Ís- land getur dregist á móti Þýskalandi og Lúxemborg gegn Spáni. Sú var einnig tíðin í keppni félagsliða þegar hald- in var Evrópukeppni meist- araliða. Þá gat Valur dregist gegn Benfica frá Portúgal, sem var með Eusebio, einn besta leikmann heims á þeim tíma, innan sinna raða, og síð- ar gegn Juventus með þá Michel Platini og Michael Laudrup innan borðs. Það er ekki hægt lengur. Til þess að komast í meist- aradeild Evrópu þarf að kom- ast í gegnum erfiða forkeppni og það hefur ekki gengið hing- að til. Meistaradeildin tryggir að frá hverju þeirra landa, sem eru með sterkustu deildirnar í Evrópu, geta nokkur lið tryggt sér sæti. Fjöldinn fer eftir styrkleika deildanna og gengi liðanna sem tryggja sér réttinn til þátttöku. Oftast eru það sömu liðin sem tryggja sér réttinn ár eftir ár, en þó ekki alltaf. Það finnst hins vegar ekki öllum nóg. Liðin sem eiga mestum vinsældum að fagna í heiminum vilja fá stærri sneið af kökunni. Að auki getur það haft háskalegar afleiðingar takist ekki að tryggja sér sætið í meistara- deildinni. Þá hrynja tekjurnar og lið geta jafnvel farið á haus- inn eins og komið hefur fyrir. Í nýju deildinni áttu liðin sem að henni stóðu alltaf að eiga rétt á að leika í henni, al- veg sama hvernig þeim vegn- aði heima fyrir. Þau væru svo vinsæl og dáð um allan heim að þau ættu ekki að þurfa að hafa fyrir því að tryggja sér þátttökurétt. Áformin um ofurdeildina féllu um sjálf sig vegna þess að undirbúningurinn virðist hafa verið í molum. Meira að segja þjálfarar og leikmenn liðanna sem ætluðu að standa að nýju deildinni gagnrýndu áformin. Það gerðu einnig þjóðar- leiðtogar. Knattspyrnuhreyf- ingin brást einnig ókvæða við og hótaði meira að segja taf- arlausum refsiaðgerðum ef af yrði, þar með talið að liðunum yrði hent út úr meistaradeild Evrópu héldu þau sig við áformin. En það voru fyrst og fremst viðbrögð reiðra stuðnings- manna sem gerðu útslagið. Þeir voru ósáttir við að búa ætti til nýja deild þar sem þeirra lið yrðu yfir önnur lið hafin og þyrftu ekki að hafa fyrir hlutunum. Engin eftir- spurn reyndist vera eftir nýju deildinni. Vel getur hins vegar verið að ofurdeildin hefði náð flugi hefði hún verið kynnt til sög- unnar með öðrum hætti. Í raun er fyrirkomulagið í ætt við það sem tíðkast í Banda- ríkjunum. Þar mæta alltaf sömu liðin til leiks á nýju keppnistímabili og reynt er að gæta þess að einstök lið nái ekki of miklu forskoti með því að setja þak á laun og búa til nýliðaval þar sem lélegustu liðin fá að velja fyrst. Það er heldur ekki hægt að segja að fótboltinn hafi glatað sakleysi sínu við áætlanirnar um að stofna ofurdeildina. Í huga aðdáendanna hefur þó alltaf verið vilji til að skilja á milli umgjarðarinnar og þess sem gerist inni á vellinum. Þeim ofbauð hins vegar hug- myndin um ofurdeild þar sem hinir útvöldu gætu sparkað boltanum á milli sín án þess að eiga á hættu að minni spá- menn og óverðugri steyptu þeim af stalli, jafnvel þótt þeirra lið ættu í hlut. Áformin um að stofna ofurdeild höfðu vart verið kynnt þegar þau koðnuðu niður} Skammlíf ofurdeild Í gær, þann 23. apríl 2021, höfðu sam- tals 80.721 manns fengið fyrsta eða báða skammta bóluefnis gegn Co- vid-19. Það eru rétt tæplega 29 pró- sent af heildarfjölda þeirra sem fyr- irhugað er að bólusetja hér á landi. Þeir sem eru fullbólusettir voru í gær 32.609 ein- staklingar, eða tæp 12% þeirra sem áætlað er að bólusetja. Í næstu viku, frá 26. – 30. apríl, munu tæplega 23.000 einstaklingar fá fyrri bólusetningu með bóluefnum Pfizer, AstraZeneca og Janssen. Í heildina verða gefnir um 25.000 skammtar í þeirri viku, sem verður stærsta vikan í bólusetningum á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi. Um mánaðamótin apríl/maí munu því um 104.000 einstaklingar hafa fengið að minnsta kosti einn skammt bóluefnis. Eftir því sem bólusetningum vindur fram komum við fleirum í skjól fyrir veirunni og áhrifum hennar. Nú höfum við bólu- sett elstu aldurshópana, íbúa hjúkrunarheimila og er- um byrjuð á þeim sem hafa undirliggjandi langvinna sjúkdóma, sem er mjög mikilvægur áfangi. Það er því óhætt að segja að bólusetningar gangi vel. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og aðrir aðilar sem koma að framkvæmd bólusetninga eiga hrós skilið fyrir vaska og góða vinnu við skipulagningu og fram- kvæmd. Fyrsta sending af bóluefni við Covid-19 barst til landsins 28. desember á síðasta ári og hófst bólusetning daginn eftir. Við lok fyrsta árs- fjórðungs ársins 2021, í lok mars, höfðu 49.300 einstaklingar verið bólusettir með a.m.k. fyrri skammti bóluefnis. Það er í samræmi við áætlanir heilbrigðisráðuneyt- isins um afhendingar bóluefna á því tíma- bili. Á öðrum ársfjórðungi ársins, þ.e. í apríl, maí og júní, munu bóluefni berast okkur enn hraðar en á þeim fyrsta. Spár gera ráð fyrir því að við lok annars ársfjórðungsins, þ.e. 1. júlí 2021, hafi allir sem eru 16 ára og eldri fengið a.m.k. fyrri skammt bóluefnis gegn Covid-19. Í byrjun maí gerum við ráð fyrir að allir sem eru yfir 60 ára hafi fengið að minnsta kosti fyrri skammt bóluefnis og þann 1. júní áætlum við að allir sem eru yfir 50 ára hafi fengið a.m.k. fyrri skammtinn. Bólusetning eldri hópa dregur úr hugsanlegum bein- um afleiðingum faraldurs, þar sem líkur á alvarlegum veikindum aukast í takti við aldur. Framgangur bólu- setninga hefur því afgerandi áhrif á það hversu hratt við getum farið að lifa eðlilegra lífi, án þess að íþyngj- andi reglur um samkomutakmarkanir séu í gildi. Það er því fagnaðarefni að bólusetningar ganga vel og að við sjáum fram á bjartari tíma. Gleðilegt sumar! Svandís Svavarsdóttir Pistill Næsta vika metvika í bólusetningum Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is L andslagið í fiskveiðum í Norður-Atlantshafi er á margan hátt breytt eftir að Bretar gengu úr Evrópu- sambandinu. Veiðar á þorski við Sval- barða tengjast þeirri stöðu og hafa ver- ið deiluefni Norðmanna og Evrópu- sambandsins undanfarnar vikur. Makrílveiðar Norðmanna og Fær- eyinga við Bretland eru í lausu lofti eft- ir að Bretar urðu sjálfstætt strandríki frá áramótum. Rætur deilna um veiðar við Sval- barða má rekja til þess að við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu ákvað Noregur að draga kvóta Breta frá afla- heimildum ESB, eins og komið hefur fram í norskum fjölmiðlum undanfarið. Sambandið fékk 17.885 tonn og Bret- land 5.500 tonn. Þessari skiptingu hafnaði Evrópusambandið sem ákvað eigin kvóta upp á 28.431 tonn í ár. ESB heldur því fram að Norðmenn hygli eigin skipum og Rússum. Hótanir á báða bóga Norðmenn hafa hótað að færa þau skip til hafnar sem veiða umfram þær heimildir sem Noregur ákvað. Litið verði á slíkt sem ólöglegar veiðar og norska strandgæslan verði á varðbergi. Evrópusambandið telur slíkt ólöglegt og brot á þjóðarétti. Norðmenn mis- muni þjóðum skipulega og Evrópu- sambandið muni bregðast við á nauð- synlegan hátt til að tryggja hagsmuni sambandsins. Fundað hefur verið í deilunni síð- ustu mánuði og forræði málsins verið hjá utanríkisráðuneytum. ESB heldur því fram að ákvörðun Norðmanna stríði gegn Svalbarðasamningnum frá 1920 en því eru Norðmenn ósammála. Inn í deilurnar hafa einnig blandast umræður um fiskverndarsvæðið við Svalbarða, 12 mílna landhelgi og 200 mílna efnahagslögsögu, hafrétt og þjóðarétt. Hafa ekki lengur aðgang Fyrir Noreg og Færeyjar skipta makrílveiðar við Bretland miklu máli. Norðmenn veiddu um 90% makrílafla síns þar í fyrra og Færeyingar um þriðjung. Eftir að Bretar fóru út úr Evrópusambandinu hafa þeir ekki samið við þessar þjóðir um aðgang og hafa viljað halda aðgangsmálum utan við samninga um skiptingu stofna. Þeir hafa haldið spilunum þétt að sér og telja eflaust að þeir séu með tromp á hendi. Aðgangur að gjöfulum miðum er lykilatriði í þessum efnum og í Fisk- aren var nýlega spurt hvort Norðmenn hefðu gert mikil mistök í fyrra er þeir veiddu lítið af makríl í eigin lögsögu. Margoft hafi verið spurt í haust hvort rétt hafi verið að veiða svo mikið í lög- sögu ESB, eins og það hét þá, en núna breskri, en leggja minni áherslu á makrílveiðar meðan fiskinn var að finna nær Noregi. Fjöldi funda síðustu mánuði Norðmenn, og reyndar Færey- ingar líka, höfðu greiðan aðgang til makrílveiða við Hjaltlandseyjar á grundvelli þess markrílsamkomulags sem gert var árið 2014 og rann út um síðustu áramót, en núna er slíku ekki til að dreifa. Þrátt fyrir fjölda fjarfunda síðustu mánuði er ekki kominn á samn- ingur um veiðar á milli Breta og Norð- manna og ekki hefur heldur gengið saman um veiðistjórnun á makríl. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Bretar vilji aðeins gera fiskveiðisamn- ing við Norðmenn gegn þorskkvóta frá Norðmönnum í skiptum fyrir aðgang norskra skipa að makrílmiðum við Hjaltlandseyjar og aðgang að breskum mörkuðum fyrir norskan þorsk. Í vikunni funduðu sjávarútvegs- ráðherrar Bretlands og Noregs um markaðsmál og fríverslun. Í tilkynn- ingu Odd Emil Ingebrigtsen, sjávar- útvegsráðherra Noregs, var lögð áhersla á samstarf og að finna lausnir. Aðgangur að veiðisvæðum og kvóta- skipti voru einnig til umræðu og haft er eftir Ingebrigtsen í Fiskaren að Nor- egur vilji styrkja samstarf þjóðanna. Erfið staða í fiskveiði- stjórnun eftir Brexit Morgunblaðið/RAX Ágreiningur Þorskveiðar við Svalbarða eru deiluefni Noregs og ESB og sér ekki fyrir endann á málinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.