Morgunblaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021
ÁSTJARNARKIRKJA | Stuttri guðsþjónustu verður
streymt á fésbókarsíðu Ástjarnrakirkju kl. 11.
Davíð Sigurgeirsson, tónlistarfólk frá Víalínskirkju og
Örn Arnarson annast tónlist. Hjalti Skaptason og
Bjarni Jónsson tala um vatnið, Inga Rut Hlöðversdóttir
fer með bæn og sr. Kjartan Jónsson prédikar. Guðs-
þjónustan mun verða áfram á síðunni.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur
er Magnús Björn Björnsson. Organisti er Örn Magn-
ússon. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur, og
Halldór Sighvatsson leika dúetta á saxófóna.
Alþjóðlegi söfnuðurinn. Guðsþjónusta á farsi. Prestur
er Soroush Hojati.
BÚSTAÐAKIRKJA | Í ljósi aðstæðna í hverfinu verður
ekki helgihald sunnudaginn 25. apríl. Æskulýðs- og
unglingastarf og starf eldri borgara er einnig sett á bið,
þar til ástandið breytist.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11 Sr. Jón
Ómar Gunnarsson þjónar og predikar. Félagar úr kór
kirkjunnar syngja. Organisti er Arnhildur Valgarðsdótt-
ir. Virðum sóttvarnir og fjöldatakmörk.
GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 25. apríl
verður kirkjan opin kl. 11-12 til bænar og íhugunar.
Sr. Grétar Halldór Gunnarsson hefur umsjón. Heitt á
könnunni!
KÁLFATJARNARKIRKJA | Tvær fermingarguðsþjón-
ustur kl. 11 og 12. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir
stjórn Davíðs Sigurgeirssonar. Prestar eru Arnór Bjarki
Blomsterberg og Kjartan Jónsson.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 í safn-
aðarheimilinu Borgum þar sem kirkjan er lokuð vegna
viðgerða. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir
altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir
stjórn Lenku Mátéová kantors kirkjunnar.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Aldís
Rut Gísladóttir prestur þjónar, Nobili-kórinn syngur
undir sjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur og Magnúsar
Ragnarssonar organista.
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í safnaðar-
heimili Langholtksirkju og taka Marta og Pétur á móti
börnunum og foreldrum þeirra.
MOSFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta verður send út
25. apríl kl. 11.
Prestur er Ragnheiður Jónsdóttir.
Bryndís Böðvarsdóttir guðfræðingur prédikar. Þórður
Sigurðarson spilar á orgel og stjórnar kirkjukór Lága-
fellssóknar. Sjá nánar www.lagafellskirkja.is
NESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl.
11. Við guðsþjónustu leiða félagar úr Kór Neskirkju
söng við undirleik Steingríms Þórhallssonar organista.
Prestur er Skúli S. Ólafsson. Sunnudagaskólinn er í
safnaðarheimili og er gengið beint þangað inn. Hilda
María Sigurðardóttir og Hrafnhildur Guðmundsdóttir
stýra honum ásamt Ara Agnarssyni undirleikara.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Vegna aðstæðna í þjóð-
félaginu verður aðeins vefmessa hinn 25. apríl kl.
14,en streymt verður frá athöfninni í kirkjunni á vef-
svæðinu ohadisofnudurinn.is. Séra Pétur Þorsteins-
son þjónar og Kristján Hrannar sér um tónlistina. Aðal-
fundi safnaðarins, sem vera átti eftir athöfnina, verður
frestað til hausts.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl.
10. Júditarbók í fornri þýðingu. Dr. Svanhildur Ósk-
arsdóttir rannsóknarprófessor talar. Sunnudagaskóli
og helgistund kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar.
Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Þóra H. Pas-
sauer syngur. Hjördís Vilhjálmsdóttir og Anton Sigurðs-
son lesa ritningarlestra og bænir. Fólk skráir sig við
innganginn. Streymt er frá helgistundinni á fésbók-
arsíðu Seltjarnarneskirkju. Tæknimaður er Sveinn
Bjarki Tómasson. Þriðja hólfið er á neðri hæð kirkj-
unnar.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jóna Hrönn
Bolladóttir þjónar, félagar úr kór Vídalínskirkju syngja.
Organisti: Jóhann Baldvinsson. Messunni verður
streymt.
Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10 og kl. 11 í Ví-
dalínskirkju, ath. gengið inn um safnaðarheimili.
Biblíusögur, brúðuleikhús og söngur.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Papeyjarkirkja
✝
Jón Bjarnason
bóndi í Fremri-
Hvestu fæddist 13.
janúar 1955 í
Fremri-Hvestu,
Arnarfirði. Hann
lést á heimili sínu
12. apríl 2021. For-
eldrar hans voru
Bjarni Símonarson
Kristófersson,
bóndi Fremri-
Hvestu, f. 27. sept-
ember 1927, d. 6. júní 1994, og
Ragnhildur Gíslína Finn-
bogadóttir húsmóðir, f. 24. febr-
úar 1924, d. 9. nóvember 2009.
Systkini Jóns eru: Sigríður, f.
1945, Finnbogi, f. 1946, d. 2004,
Guðbjartur Ingi, f. 1948, d. 2005,
Margrét, f. 1950, Guðbjörg, f.
1952, Kristófer, f. 1953, d. 2017,
Marinó, f. 1953, Ingibjörg Hall-
maí 2008, og Ásthildur Halla, f.
31. desember 2011. 3) Símon
Freyr, f. 9. september 1983, eig-
inkona hans er Sunna Mjöll
Magnúsdóttir, f. 4. júní 1993,
barnsmóðir Ewa Kulesza, f. 27.
júlí 1977, börn þeirra Aleksandra
Seselía, f. 25. ágúst 1997, unnusti
hennar er Óli Sigurður Jóhanns-
son, f. 31. mars 1996, sonur
þeirra er Eiður Sölvi, f. 28. jan-
úar 2020. Kamilía, f. 18. sept-
ember 1998, unnusti hennar er
Hermann Gunnar Gunnarsson, f.
22. október 2001. Mikael Freyr, f.
2. febrúar 2005. Bjarni Kristófer,
f. 30. september 2008.
Útför Jóns fer fram í dag, 24.
apríl 2021, en vegna sam-
komutakmarkana verða einungis
nánustu aðstandendur við-
staddir.
Útförinni verður streymt á
Youtube: Bíldudalskirkja, útför
Jóns Bjarnasonar.
Streymishlekk má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
dóra, f. 1956, Elín, f.
1958, Gestný, f.
1959, Katrín, f. 1960,
Gestur, f. 1962, d.
2005, Dagur, f. 1963,
og Ragnar Gísli, f.
1965.
Sambýliskona
Jóns heitir Halla
Hjartardóttir, fædd
á Patreksfirði 31.
ágúst 1956. Börn
þeirra eru: 1)
Sandra Dögg, f. 27. mars 1974,
sonur hennar er Jón Pétur
Söndruson, f. 7. október 2001,
sambýliskona hans er Fanný Ruth
Marinósdóttir, f. 24. júlí 2001. 2)
Ragna Berglind, f. 20. september
1977, eiginmaður hennar er Guð-
mundur Hjalti Jónsson, f. 12. des-
ember 1970, börn þeirra eru Pat-
rekur Sölvi og Tristan Elí, f. 16.
Elsku pabbi minn. 12. apríl
2021, sá dagur líður mér seint úr
minni. Hugur minn fer stundum
á fullt og ég hugsa: Bara ef ég
hefði komið aðeins fyrr … þá
hefði ég getað hjálpað þér. En
innst inni veit ég að það hefði
engu breytt. Þú gast ekki meir.
Sársaukinn var orðinn of mikill
og þú sást ekki til sólar. Og ég
skil þig elsku pabbi minn. En það
sem ég sakna þess að geta ekki
talað við þig, þó ekki væri nema
einu sinni enn. Svo ég hefði getað
sagt þér að ég elskaði þig, bara
einu sinni enn. Barnabörnin
sakna þín sárt en þau eru svo
sterk og við tölum mikið um þig
við þau og útskýrum fyrir þeim
að þetta var þín leið, sú eina sem
þú sást, og þau skilja. Hjartað
mitt er í þúsund molum en sagt
er að tíminn lækni öll sár svo ég
verð að vera þolinmóð.
Ég veit að nú líður þér vel, þú
ert laus undan þrautunum sem
buguðu þig að lokum. Það hefur
verið glatt á hjalla þegar þið
bræður hittust í sumarlandinu,
mikið hlegið og mikið drukkið af
kaffi. Ég vil þakka þér fyrir allt
sem þú hefur kennt mér og allt
sem þú hefur fyrir mig gert.
Þar til við hittumst á ný.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Þín dóttir,
Ragna Berglind.
Mér ennþá finnst erfitt að skilja
Þín ótrúlega ég sakna
Oft skynja ég lífið sem ljótan draum
Og leita þín er ég vakna
Það er ekkert sem hefði getað
búið mig undir þetta hryllilegasta
símtal lífs míns. Ég þekkti núm-
erið, en hafði enga hugmynd hver
var að tala. „…pabbi…er…dá-
inn!“ náði ég loks að skilja á milli
ekkasoganna.
Pabbi var ótrúlegur náungi
sem sem tókst á við lífið og áskor-
anir þess af ofurmannlegum
dugnaði og vinnusemi. Ekki há-
vaxinn en stór kall. Traustur og
þrjóskur.
Mér fannst hann oft erfiður og
við vorum stundum hressilega
ósammála, en í okkur vorum við
að svo mörgu leyti lík.
Hann var mikið náttúrubarn,
enginn eins eftirtektarsamur um
smáatriði í umhverfinu: fyrsta
blómið, fyrstu eggin að vori – vor-
ið var hans tími, þá var hann í ess-
inu sínu.
Í fyrravor þegar ég dvaldi hjá
honum í sveitinni lét hann mig
alltaf vita þegar hann fann fyrstu
hreiðrin. Hann vísaði mér leiðina
að þeim og spurði svo oft seinna
„fannstu það ekki?"
Pabbi sat langtímum við
gluggann sinn í eldhúsinu og
fylgdist með dalnum sínum, lífrík-
inu og birtunni. Hann var dalur-
inn og dalurinn var í honum.
„Sandra hlauptu út það er allt
vaðandi í norðurljósum núna“
kallaði hann eitt sinn fyrir nokkr-
um árum þegar ég var á leið inn í
rúm. Ég hentist í snjógallann ut-
anyfir náttfötin og á litlu svölun-
um upplifði ég einhverja þá al-
mögnuðustu norðurljósadýrð sem
ég hef séð fram til þessa dags.
Pabbi var einstaklega fundvís á
flotta steina, bein og aðra áhuga-
verða hluti. Hann var með sjón
eins og haförn og las náttúruna
svo ótrúlega vel. Í fjöruferðum
okkar í Bakkadalnum fann eng-
inn fallegri skeljar og steina.
Pabbi barðist hraustlega við
erfið veikindi árum saman og
hafði oft betur þrátt fyrir að lík-
urnar væru ekki honum í hag.
Hann hafði margan bardagann en
stríðið varð ekki unnið. Eftir öll
þessi ár var hann þreyttur og slit-
inn fyrir aldur fram af baráttunni
og erfiðisvinnu í gegnum lífið.
Af miklu hugrekki, styrk og
krafti barðist hann, féll oft við kné
til þess eins að rísa jafnskjótt upp
aftur. Hann stóð uppi í hringnum
mörgum lotum eftir að flestir
hefðu gefist upp. Í lokin var hann
særður svo mörgum sárum hann
náði ekki nema upp á hnén.
Pabbi minn yfirgaf þessa til-
veru þriðjudaginn 12. apríl. Bana-
mein hans var alkóhólismi, sárs-
auki og sorgir.
Sandra Dögg Jónsdóttir.
Mig langar hér að minnast
Jóns frænda míns sem var átt-
undi í röð fimmtán systkina og
var móðir mín elst. Jón var Vest-
firðingur með Breiðarfjarðarlag-
inu, stuttur á fótinn, þrekinn og
mikill að afli. Hann var skapmað-
ur, hafði skoðun á mörgu og sat
ekki alltaf á þeim skoðunum sín-
um, þó svo þær væru ekki allra.
Jón var jafnframt viðkvæmur,
eins og margir í okkar ætt og
ekki góður í að ræða og leysa
ágreiningsatriði, sem er einnig
ættarfylgja. Jón gat verið hrjúfur
í tilsvörum, en ég upplifði alltaf
mikla væntumþykju undir oft
hrjúfu yfirborðinu.
Eins og margir af minni kyn-
slóð var ég sendur í sveit. Fyrsta
árið var ég sendur til ömmu og
afa í Hvestu, en sumarið eftir, lík-
lega vegna þess hversu óþægur
ég var, var ég sendur til Höllu og
Jóns í Grænuhlíð. Þetta var sum-
arið 1979 og ég á áttunda ári. Jón
og Halla tóku við mér sem sínum
syni og bættist ég í fjölskylduna
ásamt Söndru og Rögnu Berg-
lindi, seinna bættist svo Símon
Freyr við. Ég fékk svo að fylgja
fjölskyldunni næstu sumur fram
á unglingsár. Þar undi ég mér
vel, tók þátt í ýmsum verkum og
fylgdist með Höllu og Jóni
byggja upp og bæta jörðina.
Seinna tóku þau við búi afa míns í
Fremri-Hvestu og héldu þá
áfram uppbygging og fram-
kvæmdir, t.d. með byggingu
virkjana.
Frá mínum fyrstu kynnum var
ég hændur að Jóni og vildi helst
fara með honum hvert sem hann
fór. Hann var uppáhaldsfrændi
minn og hefur verið síðan. Hann
kenndi mér fjölmargt og ég held
að ég megi þakka honum ýmis-
legt í mínu lífi og hvernig ég hef
orðið sem fullorðinn einstakling-
ur. Eftir að ég hóf skólagöngu og
mín störf í framhaldi af því þá
hittumst við því miður allt of
sjaldan, og sé ég eftir að hafa
ekki sett það í forgang að hitta
Jón.
Ég hef verið ákaflega glaður
þegar ég hef hitt Jón fænda
minn. Samskiptin hófust yfirleitt
við að Jón sagði „helvíti ertu ljót-
ur“ eða „helvíti ertu feitur“ og ég
svaraði „þú líka“, síðan var tekið
upp léttara hjal. Ég skildi alltaf
orðin sem „mér þykir vænt um
þig“ og klárlega var það þýðing
minna orða. Síðast hitti ég Jón í
september. Ég var í ferð með
vinnunni, en gerði mér ferð í
Hvestu. Þar hitti ég Jón í ör-
stutta stund, þar sem hann var á
fullu að brasa. En við áttum þétt
handtak og horfðumst djúpt í
augu. Það var með ákveðinn
trega í hjarta sem ég keyrði í
burtu með söknuð eftir okkar
fyrri kynnum og væntumþykju
gagnvart uppáhaldsfrænda mín-
um.
Jón fór ekki auðveldustu leið-
ina í gegnum lífið. Hann var mik-
ið þrekmenni og fór margt á hnú-
unum. Kraftur hans sást vel
þegar hálffullur heyhleðsluvagn
féll yfir Jón og Hjört tengdaföður
hans og Jón lyfti vagninum af
þeim. Síðustu árin hefur Jón
þurft að berjast við ýmiss konar
heilsubrest sem hafði afgerandi
áhrif á líf hans, þar á meðal barð-
ist hann við ættardrauginn alkó-
hólismann sem að lokum dró
hann til dauða.
Ég er þakklátur fyrir það að
hafa verið alinn upp að hluta til af
Jóni frænda mínum og hafa átt
hann sem vin í gegnum ævina. Ég
sakna hans og mun gera áfram.
Ég vil votta öllum ættingjum
mína innilegustu samúð á þessum
erfiðu tímum.
Bjarni Kristófer
Kristjánsson.
Margs er að minnast við andlát
Jóns Bjarnasonar, bónda í
Hvestu. Margan greiða gerði
hann mér og Helga heitnum, eig-
inmanni mínum, í sumarbúskap-
arbrasi okkar og bralli vestur í
Arnarfirði, þann stærstan að
leyfa okkur að setja niður litla
bústaðinn okkar í landi sínu í
Hvestu fyrir tuttugu árum. Jón
var ekki maður margra orða þeg-
ar þeirra þurfti ekki nauðsynlega
með en gekk rösklega í málin og
lét verkin tala, hvort heldur var
að skreppa kvöldstund með gröf-
una og ryðja upp vegarspotta,
rista upp svörð fyrir gróðursetn-
ingu runna eða vísa á tæra lind í
hlíð. Jón var ekki allra en fátt fór
fram hjá hans íhugulu bláu aug-
um og þeir sem kynntust honum
vissu ætíð hvar þeir höfðu hann.
Hin seinni sumur fækkaði kvöld-
stundum við kaffibolla og skraf í
eldhúsinu hjá Jóni og Höllu í
Hvestu. Nú hefur hljóðnað enn
meira yfir dalnum um hríð, en
vorið og sumarið er á næsta leiti,
jörð grænkar og fuglar verpa,
lömb verða borin í heiminn. Lífið
heldur áfram.
Ég þakka vináttu og tryggð
undanfarna áratugi. Höllu og
börnunum; Söndru, Rögnu og
Símoni, og fjölskyldum þeirra
votta ég innilega samúð og bið
þeim guðs blessunar.
Veri Jón Bjarnason kært
kvaddur.
Ferð þín er hafin.
Fjarlægjast heimatún.
Nú fylgir þú vötnum
sem falla til nýrra staða
og sjónhringar nýir
sindra þér fyrir augum.
(Hannes Pétursson)
Anna Sigríður Einarsdóttir.
Vinur minn Jón í Hvestu hefur
kvatt. Ég hef átt vináttu hans alla
ævi, erfði hana frá ömmu minni
og afa Sólveigu og Hannibal, og
svo í gegnum Ólaf pabba minn.
Og nú eru kynslóðirnar orðnar
fjórar sem hafa átt vináttu
Hvestufólksins, sem verður að
teljast næst því að vera fjöl-
skylda.
Þessi bönd voru tryggð enn
frekar þegar pabbi tók við búi í
Selárdal og við systkinin áttum
þar okkar annað heimili. Þeir
Bakkabræður Jón og Ingi voru
stærstu bakhjarlar pabba í bú-
skapnum hvort sem það sneri að
vélum, veiðum, refarækt eða hús-
byggingum, og þeir þrír saman
nýttu helstu styrkleika hver ann-
ars til þess að gera byggð í Ket-
ildölum lífvænlegri. Með eljusemi
þeirra og eftirfylgni var leitt raf-
magn í hreppinn og landlína tók
við af sveitasímanum. Pabbi tók
slaginn við yfirvöld og skrif-
finnskubáknið, og Jón og Ingi
gerðu allt annað.
En þótt samskiptin hafi
minnkað eftir að pabbi brá búi
1987 var væntumþykjan alltum-
lykjandi, og Ketildalirnir og fólk-
ið fyrir vestan togaði í mann. Ég
held ég hafi aldrei misst úr sumri
að skreppa í Arnarfjörðinn og þá
var alltaf komið við í Hvestu. Eft-
ir að við systur komum okkur upp
samastað í Selárdal fyrir nokkr-
um árum fjölgaði ferðunum og
heimsóknunum, og mökum og
börnum var líka tekið opnum
örmum.
Jón var kjarnyrtur og bein-
skeyttur og talaði aldrei undir
rós. En undir hrjúfu yfirborðinu
sló gullhjarta og börnin í kring-
um hann skynjuðu það best. Ég
sé fyrir mér litla systurdóttur
lauma hendi í lófa hans á leið út í
fjárhús að skoða lömbin og eft-
irvæntinguna í andliti sonar míns
í hvert sinn þegar tekið var hús á
Hvestu. Jón gat alltaf boðið upp á
eitthvað óvænt, kálfa, grís eða
yrðlinga, og seint verða toppaðar
ferðirnar á fjórhjólinu sem fengu
mömmuhjartað til að missa úr
slag.
Heldur hefur hallað á okkur í
þessum vinskap við Jón og Höllu
– við höfum oftast verið í hlut-
verki þiggjandans. Þau lánuðu
okkur bíl og kerru til að flytja
efni, möl og steypu, og gáfu okk-
ur ráð. Fyrir tæpu ári fengum við
Jón í jarðvegsvinnu, og aldrei var
neitt gefið eftir – hann hoppaði í
og úr gröfunni, ofan í og upp úr
skurðum, handmokaði með okkur
og djöflaðist þar til verkið klár-
aðist og við vorum úrvinda.
Ketildalir verða aldrei samir
án Jóns í Hvestu.
Elsku Halla, Sandra Dögg,
Ragna Berglind, Símon og fjöl-
skyldur, guð gefi ykkur styrk.
Takk fyrir okkur.
Sólveig Ólafsdóttir og
fjölskyldan úr Selárdal.
Jón Bjarnason
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
JENSÍNA KOLBRÚN RAGNARSDÓTTIR
SIGURÐSSON,
Burnsville, Minnesota,
lést sunnudaginn 18. apríl.
Jón Sigurðsson
Linda Paulsen Frank Paulsen
Ragna Björk Sigurðsson og fjölskyldur
Okkar ástkæra og yndislega móðir,
tengdamamma, amma og langamma,
ÁRSÓL MARGRÉT ÁRNADÓTTIR,
Árskógum 6,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
2. apríl. Útför Ársólar fór fram í kyrrþey.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu fjölskyldunni samúð og hlýju
við andlát og útför. Fjölskyldan sendir sérstakar þakkir til
starfsfólks Heimaþjónustunnar í Reykjavík og
Hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar.
Aðstandendur