Morgunblaðið - 24.04.2021, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 24.04.2021, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021 Reynir Ásberg Níelsson, rafvirkja- meistari í Borgar- nesi, lést 12. apríl og vantaði þá tvær vikur í nírætt. Reynir Ásberg var hálfbróðir Indriða Níelssonar, föður okkar systkinanna. Árið 1949 hóf Reynir nám í rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík og fluttist þá og bjó hjá okkur á Flókagötunni með- an á námi stóð. Þetta voru fyrstu kynni þeirra hálfbræðra. Hjá okkur bjó hann þar til hann hlaut meistararéttindi í rafvirkj- un 1955. Þannig eignuðumst við börnin nokkurs konar stóra bróður, sem við öll hændumst að. Reynir var hæglátur og orð- var og hafa þessi nýju heim- kynni vafalaust reynt nokkuð á piltinn. En við kynnin kom í ljós ljúfurinn sem hann var og húm- oristinn þegar við átti. Reynir Ásberg Níelsson ✝ Reynir Ásberg Níelsson fædd- ist 26. apríl 1931. Hann lést 12. apríl 2021. Útförin fór fram 23. apríl 2021. Á námstímanum tileinkaði Reynir sér ýmsar tækni- nýjungar, sem við krakkarnir bæði undruðumst og hrifumst af. Þar á meðal útbjó hann fyrsta myndvarp- ann sem við syst- kinin sáum, skyndi- lega var komin stór mynd á vegg af litlu blaði sem hann renndi undir tækið. Hann kom heim með nokkuð sem kallað var stálþráð- ur, og bæði spilaði tónlist og tók upp tal við mikla hrifningu okk- ar krakkanna. Fyrir okkur voru þetta magnaðir töfrar. Að loknu námi og samhliða vinnu í faginu kvæntist Reynir Karólínu Rut Valdimarsdóttur, sem við kölluðum Kaju, og flutt- ust þau í Borgarnes. Þau eign- uðust 6 börn; Kristján, Þórdísi, Kristínu, Sigurlaugu, Þorleif og Karl. Allan sinn starfaldur átti Reynir heima í Borgarnesi og stofnaði þar og rak alla tíð fyrir- tækið Rafblik. Farsæll og ábyggilegur reyndist hann ávallt í starfi. Alla tíð áttum við gott fjöl- skyldusamband við Reyni. Ófáar heimsóknir fékk hann frá okkur systkinum á árunum í Borgar- nesi og reyndist þá ávallt úr- ræðagóður ef eitthvað kom upp á hjá okkur, t.d. bílabasl. Á Flókagötuárum okkar kynntumst við einnig Oddfrey Ásberg, albróður Reynis og hálfbróður föður okkar. Gaman var að fá þennan glaðværa og vakandi frænda í heimsókn, en hann dó fyrir aldur fram. Síðustu árin var Reynir í sambúð með Fríði Ester Péturs- dóttur. Við vottum ykkur, börnum Reynis og afkomendum, inni- lega samúð við fráfall Reynis. Hans, Níels, Indriði, Gunnar og Ragnheiður Indriðabörn. Mér er ljúft að minnast frá- bærs frænda sem nú er látinn aðeins nokkrum dögum fyrir af- mælisdaginn 26. apríl en þá hefði hann orðið níræður. Við kynntumst þegar Reynir bjó hjá Indriða bróður sínum og Ing- unni konu hans á Flókagötu og var hann þá að ljúka námi sem rafvirki. Reynir var ellefu árum eldri en ég og var einstaklega ljúfur og viðfeldinn frændi en hann var móðurbróðir minn. Ég leit upp til þessa eldri frænda og ekki síst fyrir það að hann átti flottan Opel-bíl sem hann var búinn að gera mjög vel upp. Hann bauð okkur yngri frænd- um sínum gjarnan í bíltúr og var það vel þegið. Að námi loknu flutti Reynir fljótlega upp í Borgarnes og setti þar á stofn fyrirtækið Rafblik. Hann starf- rækti það áratugum saman og tók að sér verkefni af ýmsum toga auk þess sem hann kenndi mörgum ungum mönnum raf- virkjun. Sumarið 1959 kom ég í heimsókn til ömmu minnar Soffíu og afa míns Níelsar en þau bjuggu líka í Borgarnesi ásamt Bebí systur mömmu og Guðna syni hennar. Ég var þá sautján ára og nýkominn með bílpróf og höfðu foreldrar mínir lánað mér bíl sinn og ég boðið Soffíu systur minni og tveimur frændum þeim Hans og Níelsi með í ferðina. Eftir heimsókn í Borgarnes lögðum við næsta dag af stað í ferðalag og vorum rétt komin út fyrir Borgarnes þegar við mættum bíl og frá honum skaust steinn í framrúðu á okkar bíl og braut hana mélinu smærra og endaði steinninn í öxl Soffíu sem sat í aftursætinu. Við snerum við og ókum til baka í Borgarnes og beint í Rafblik til Reynis. Hann kom út til okkar frændsystkina og skoðaði bílinn og sagði svo: „Palli minn, það er svo gott veður. Viltu ekki bara fá jeppann minn lánaðan og ég skal sjá um þinn bíl á meðan.“ Þessi viðbrögð lýsa Reyni mjög vel. Hann var einstaklega hjálp- samur og fús til að leysa allra vanda og kunni ráð við flestu sem aflaga fór. Ég þakka honum kærlega samfylgdina og kveð með vin- áttu og virðingu. Páll Stefánsson. Mig langar að minnast þess manns sem ég á kannski einna mest að þakka og var mín stoð og stytta vel framan af ævi minni en það var Reynir Ásberg Níelsson sem lést 12. apríl sl. Reynir var móðurbróðir minn. Samband okkar varð enn nánara þegar ég komst á unglingsár og hóf 16 ára að vinna á verkstæði hans Rafbliki í Borgarnesi. Ég ákvað síðan 17 ára að feta í fót- spor hans og verða rafvirki. Næstu fjögur árin lærði ég ekki bara mikið í rafmagnsfræðum heldur alls konar verklag og skipulag og síðast en ekki síst framkomu við viðskiptavini. Að námi loknu vann ég í mörg ár í Rafbliki hjá Reyni þar til ég fór að starfa sjálfstætt. Einn þáttur í fari Reynis sem ég dáðist að var áhugi hans á bílum en ég held ég hafi fæðst með bíladellu. Fyrsti bíll Reynis var Opel, ár- gerð 1938, sem hann gerði upp en næstur í röðinni var Rússa- jeppi GAS 69 árgerð 1957 með blæju. En þann bíl byggði hann yfir á verkstæði sínu með dyggri aðstoð Níelsar, föður síns og afa míns. Ég keypti mér seinna rús- sajeppa eftir að hafa kynnst jeppanum hans Reynis. Við frændur fórum stundum saman í nokkurra daga vinnuferðir um sveitir héraðsins og var þá oft glatt á hjalla því Reynir hafði mjög gott skopskyn og var iðu- lega til í alls kyns uppátæki, glens og gaman. Við fórum líka stundum í veiðiferðir og þá helst upp á Arnarvatnsheiði og kom sér þá vel að eiga góðan jeppa. Einnig gengum við stöku sinn- um til rjúpna og fórum í lengri ferðir um okkar fagra land og þá náttúrlega í ýmsum veðrum en alltaf var jafn skemmtilegt að ferðast með Reyni og á ég marg- ar frábærar minningar úr þess- um ferðum. Ég heimsótti Reyni nokkrum dögum áður en hann lést og hann var ótrúlega hress og minnið býsna gott. Þegar ég kvaddi sagði hann: „Guðni minn, þú mættir gjarnan koma oftar.“ Kæri frændi, ég þakka sam- veruna og sendi öllum afkom- endum og skyldfólki innilegar samúðarkveðjur. Guðni Haraldsson. Elsku amma mín. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann þegar ég hugsa til þín er raulið þitt, heimsins besti ömmufiskur og sagógrjónagrautur á eftir. En það sem er mér líka minn- isstætt um þig er hversu já- kvæð og ótrúlega sterk þú varst! Langar mig því að segja frá minningarbroti um þig sem lýsir þér svo vel. Ég var á leið- inni upp á spítala að hitta þig þegar þú varst í krabbameins- meðferð. Ég var hálfsmeyk og stressuð, vissi ekkert hvernig ég ætti að vera. En þegar ég kom inn í herbergið og sá þig hlæjandi með afa við hlið þér varð allt miklu léttara. Þú varst búin að missa allt hárið en það var farið að sjást í ör- litla brodda á hausnum á þér. Við spjölluðum saman um tíma og þú alltaf jafn hress og já- kvæð, þú horfðir á mig, spurð- ir svo hvort þú ættir að fá þér permanent eða strípur. Skellt- ir svo upp úr og hlóst í dágóða Guðbjörg Kristinsdóttir ✝ Guðbjörg Krist- insdóttir fædd- ist 17. febrúar 1937. Hún andaðist 9. apr- íl 2021. Útför fór fram 23. apríl 2021. stund. Ó elsku amma það sem ég mun sakna þín mikið, en ég veit að afi beið eftir þér hinum megin og nú eruð þið saman. Helga Dögg Lárusdóttir. Kæra tengda- mamma. Það er margt sem er eftir í minninu þegar ástvinur fer frá manni. Eitt sem verður eftir hjá mér er hvernig þú tókst á við hlutina þegar eitt- hvað reyndist erfitt – þú þurft- ir t.d. að redda óvænt mat- arboði fyrir margt fólk eða flýta þér að klæða þig, sem var alltaf mjög erfitt út af mæð- inni. En þá varstu með svo skemmtilegan kæk; þú fórst að flauta! Varla náðir þú andanum til að gera það sem þurfti en lagið sem var á vörunum hjá þér komst samt alltaf til skila. Með lag á vörunum þarf maður ekki að ná andanum! Ein af síðustu orðum þínum voru: Syngið þið! Hvernig get ég verið sorg- mædd? Ég fékk að kynnast þér og þinni aðferð við að takast á við lífið! Takk fyrir það! Kathrin Schmitt. Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru ÞÓRUNNAR I. INGVARSDÓTTUR, Hrauntúni 49, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja fyrir góða og kærleiksríka umönnun. Eðvald Sigurðsson og fjölskylda Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GRÓU JÓHÖNNU FRIÐRIKSDÓTTUR, Hraunbæ 103, Reykjavík. Sérstakar þakkir til heilbrigðisstarfsfólks á Landspítala Fossvogi fyrir hlýja og einstaka umönnun. Auðbjörg Bergsveinsdóttir Jón Baldur Þorbjörnsson Friðrik Már Bergsveinsson Júlíana Sóley Gunnarsdóttir Berglind Bergsveinsdóttir Guðjón Grétar Engilbertsson Árni Örn Bergsveinsson Sólrún Axelsdóttir ömmu- og langömmubörn FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 11-16 virka daga Okkar ástkæra GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR leikskólakennari, Gnoðarvogi 68, Reykjavík, lést á Landspítalanum 16. apríl. Útförin fer fram í Langholtskirkju þriðjudaginn 27. apríl klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða einungis ættingjar og vinir viðstaddir. Hlekk á streymi er hægt að nálgast á mbl.is/andlat Einar Vignir Sigurðsson Kristín Guðnadóttir Kristján Páll Ström Guðrún K.J. Gísladóttir Herdís Ström Donald Þór Kelley Bjarni Ström og fjölskyldur Í dag kveðjum við elsku pabba. Á svona stundum leitar hugurinn til baka og þá rifjast upp margar góðar og skemmtilegar minning- ar sem er jú það sem við eigum eftir þegar ástvinur kveður. Við minnumst þess sem börn að koma heim úr skólanum og heyrðum pabba að syngja Ó sóle míó, þá vissum við að það var komin helgi með kótelettum og tilheyrandi. Vallakot er brunnur minninga en þangað var farið eins oft og hægt var og þá skipti veðurspá og færð engu máli, það var farið. Jafnvel í brjálaðri stórhríð var gamli Wolkswagen hlaðinn og honum rennt í gegnum skaflana og í minningunni er það þannig að við komumst alltaf á áfanga- stað. Margar minningar frá þessum tíma tengjast veiðiferðum með pabba en þær voru hans ær og kýr, Laxá, Fljótið, Selá og marg- ar aðrar góðar ár sem við heim- sóttum. Hugur hans dvaldi við veiði alveg fram á seinasta dag og talaði hann oft um að núna yrðum við að fara saman í veiðitúr, þrátt fyrir að líkamleg heilsa hans leyfði það ekki. Fermingarárið hennar Rann- veigar gerði hann okkur þann grikk að kaupa jörð í Eyjafjarð- arsveit, sem þegar upp er staðið reyndist mikill örlagavaldur í lífi okkar systkinanna. Rannveigu sérstaklega fannst þetta ekki gott ráðslag, en eftir að hún byrj- aði í Hrafnagilsskóla og hitti hann Ingva sinn þá var þeim gamla snarlega fyrirgefið og ekki Árni Kristján Aðalsteinsson ✝ Árni Kristján Aðalsteinsson fæddist 7. nóv- ember 1935. Hann lést 18. mars 2021. Útför Árna fór fram 15. apríl 2021. varð gleðin minni þegar örlagadísirn- ar leiddu svo Adda og Guðrúnu saman. Þessi ár í sveitinni verða að mörgu leyti að teljast þau bestu í okkar upp- vexti, þarna var pabbi sjálfs sín herra að gera það sem honum fannst skemmtilegast, það er að sinna bústörfum. Hann flutti til Reykjavíkur 1974 og seinustu ár ævinnar bjó hann með Rannveigu og Ingva í Kaldaselinu. Með þeim ferðaðist hann víða og fannst honum hitinn og sólin sérlega heillandi. Hann fann líka gleði í að horfa á íþrótt- ir, hlusta á góða tónlist og borða góðan mat. Skemmtilegt fannst honum þegar Addi, Ingvi og strákarnir komu til þess að horfa á fótbolta og þá sérstaklega þegar Liver- pool var að gera góða hluti, við þetta tækifæri var kaldur í ís- skápnum lágmarksstandard. Pabbi var mikill dýravinur og átti til margra ára hund sem var hans besti vinur og sálufélagi og sagan segir að seppi hafi jafnvel fengið að næla sér í matarbita af diski gamla þegar við systkinin sáum ekki til. Enn þann dag í dag finnum við pípulyktina í Kaldaselinu þó svo að hann hafi verið síðustu tvö ár ævi sinnar á dvalarheimilinu Skógarbæ. Við fjölskyldan kveðjum hér ástkæran vin, pabba, tengda- pabba, afa og langafa, mann sem ekki bar tilfinningarnar utan á sér en var þó mikill fagurkeri sem meðal annars safnaði postu- línsuglum og vildi alltaf hafa allt hreint og snyrtilegt í kringum sig. Hvíldu í friði, elsku pabbi, og við hlökkum til að hitta þig í sum- arlandinu, þegar stundin kemur. Aðalsteinn og Rannveig. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.