Morgunblaðið - 24.04.2021, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021 33
Stjórnarráð Íslands
Dómsmálaráðuneytið
Lögfræðingar í
dómsmálaráðuneytinu
Dómsmálaráðuneytið leitar að metnaðarfullum og drífandi lögfræðingum sem hefur áhuga á að starfa með
öflugum hópi starfsmanna að málum á sviði almanna- og réttaröryggis. Skrifstofa almanna- og réttaröryggis hefur
umsjón með þeim málaflokkum í íslenskri stjórnsýslu er varða með einum og öðrum hætti öryggi almennings og
réttaröryggi í landinu. Þannig sinnir skrifstofan stefnumótun og úrlausn mála í eftirtöldum málaflokkum: löggæsla,
málefni landamæra, ákæruvald, fullnusta refsinga, landhelgisgæsla, almannavarnir og alþjóðleg réttaraðstoð,
ásamt aðgerðum gegn ýmis konar brotastarfsemi, s.s. peningaþvætti, skipulagðri brotastarfsemi, mansali,
tölvuglæpum og hryðjuverkum. Skrifstofan sinnir jafnframt umfangsmiklu alþjóðasamstarfi á þeim sviðum sem
undir hana heyra.
Menntunar– og hæfniskröfur
• Fullnaðarnám í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi
• Að minnsta kosti þriggja ára starfsreynsla sem lögfræðingur
• Þekking og reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar æskileg
• Þekking og reynsla af málefnasviði ráðuneytisins kostur
• Þekking eða reynsla af stefnumótun og verkefnastjórnun kostur
• Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Mjög góð enskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Góð kunnátta á einu Norðurlandamáli er kostur
• Frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni
• Mjög góð forystu- og samskiptahæfni
Nánari upplýsingar veitir Ragna Bjarnadóttir, skrifstofustjóri í síma 545 9000.
Um fullt starf er að ræða. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna
Stjórnarráðsins og fjármálaráðherra.
Sótt er um starfið rafrænt á Starfatorg.is og er umsóknarfrestur til 3. maí nk. Umsókn skal fylgja prófskírteini,
ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í
starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Athygli er vakin á því að umsóknir
munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Að gera betur í dag en í gær
er drifkraftur nýrra hugsana
og betri árangurs.
Starfsmenn eru lykill
að árangri allra fyrirtækja.
Rannsóknir auka þekkingu
og gera ákvarðanir markvissari
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum
við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan
bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini
til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri.