Morgunblaðið - 24.04.2021, Page 40

Morgunblaðið - 24.04.2021, Page 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021 England Arsenal – Everton ................................... 0:1 - Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik- mannahópi Arsenal. - Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn með Everton. Staðan: Manch. City 33 24 5 4 69:24 77 Manch. United 32 19 9 4 64:35 66 Leicester 32 18 5 9 58:37 59 Chelsea 32 15 10 7 50:31 55 West Ham 32 16 7 9 53:42 55 Tottenham 33 15 8 10 56:38 53 Liverpool 32 15 8 9 54:38 53 Everton 32 15 7 10 44:40 52 Arsenal 33 13 7 13 44:37 46 Leeds United 32 14 4 14 50:50 46 Aston Villa 31 13 5 13 44:35 44 Wolves 32 11 8 13 32:41 41 Crystal Palace 31 10 8 13 33:52 38 Southampton 32 10 6 16 40:58 36 Newcastle 32 9 8 15 35:53 35 Brighton 32 7 13 12 33:38 34 Burnley 32 8 9 15 26:45 33 Fulham 33 5 12 16 25:43 27 WBA 32 5 9 18 28:62 24 Sheffield Utd 32 4 2 26 17:56 14 Þýskaland Augsburg – Köln...................................... 2:3 - Alfreð Finnbogason spilaði fyrstu 45 mínúturnar með Augsburg. Holland B-deild: Breda – Excelsior .................................... 1:2 - Elías Már Ómarsson lék allan leikinn með Excelisor. Jong Ajax – Nijmegen............................. 0:1 - Kristian Nökkvi Hlynsson kom inn á hjá Jong Ajax á 70. mínútu. Danmörk B-deild: Silkeborg – Viborg.................................. 2:0 - Patrik Gunnarsson og Stefán Teitur Þórðarson léku allan leikinn með Silke- borg. Helsingör - Esbjerg ................................. 1:0 - Andri Rúnar Bjarnason var á vara- mannabekk Esbjerg en Kjartan Henry Finnbogason var ekki með vegna meiðsla. Ólafur Kristjánsson þjálfar liðið. Pólland Podbeskidzie – Lech Poznan ................. 1:0 - Aron Jóhannsson kom inn á hjá Lech Poznan á 80. mínútu. Svíþjóð Häcken – Växjö........................................ 2:0 - Diljá Ýr Zomers var á varamannabekk Häcken. - Andrea Mist Pálsdóttir kom inn á hjá Växjö á 84. mínútu. Mjólkurbikar karla 1. umferð: Tindastóll – Völsungur............................. 0:2 KB – Þróttur R ......................................... 1:6 Smári – Grindavík .................................... 1:4 KV – Þróttur V ......................................... 1:3 Léttir – Víðir............................................. 1:2 Elliði – ÍR.................................................. 2:3 Hvíti riddarinn – Árborg ......................... 4:1 KFG – Álftanes......................................... 0:2 Björninn – KÁ........................................... 0:3 Mídas – Augnablik ................................. 0:12 Úlfarnir – Ísbjörninn ............................... 2:0 >;(//24)3;( Þýskaland Aue – Konstanz.................................... 27:27 - Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði ekk- ert mark fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson varði 2 skot í marki liðsins. Rúnar Sig- tryggsson þjálfar Aue. E(;R&:=/D KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Sauðárkrókur: Tindastóll – Þór Þ .... S18.15 DHL-höllin: KR – Haukar ................ S19.15 Origo-höllin: Valur – Þór Ak............. S20.15 Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Ásvellir: Haukar – Breiðablik ............... L16 Blue-höllin: Keflavík – Snæfell ............. L16 DHL-höllin: KR – Skallagrímur ........... L16 Dalhús: Fjölnir – Valur ..................... L19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: TM-höllin: Stjarnan – Afturelding... L19.30 Hleðsluhöllin: Selfoss – ÍR..................... S16 Höllin Ak.: Þór – Valur ........................... S16 Ásvellir: Haukar – KA............................ S16 Framhús: Fram – ÍBV ........................... S16 ÍSHOKKÍ Oddaleikur um meistaratitil kvenna: Akureyri: SA – Fjölnir ........................... L21 Fyrsti leikur um meistaratitil karla: Akureyri: SA – Fjölnir ........................... L16 SUND Íslandsmeistaramótið í 50 m laug heldur áfram í Laugardalslaug. Keppt er til úrslita kl. 16 til 17.30 báða dagana. UM HELGINA! KÖRFUBOLTI Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Sóttvarnahléið hefur ekkert truflað topplið Keflavíkur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik en liðið vann öruggan 100:81-heimasigur á Stjörnunni, sem situr í 3. sæti, í gær- kvöldi. Keflvíkingar eru nú búnir að vinna sjö leiki í röð og eru með 30 stig á toppnum, sex stigum á undan Þór frá Þorlákshöfn þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. Þá hefur sigurinn verið sérlega sætur fyrir Suðurnesinga eftir að þeir fengu slæma útreið í Garðabænum fyrr í vetur. Stjarnan vann fyrri leik lið- anna 115:75 í janúar á þessu ári. Dean Williams átti stórleik, skor- aði 26 stig og tók 14 fráköst fyrir heimamenn sem voru strax komnir í átján stiga forystu í hálfleik, 59:41. Dominykas Milka var sömuleiðis drjúgur að vanda, skoraði 21 stig. Keflavík hefur ekki orðið Íslands- meistari síðan 2008 og ekki leikið til úrslita síðan 2010 en félagið er eitt það sigursælasta á landinu, hefur orðið meistari alls níu sinnum. Undir stjórn Hjalta Þórs Vilhjálmssonar virðist hins vegar vera kominn lang- þráður stöðugleiki í Keflavík en hann er á sínu öðru ári með liðið. Keflvíkingar hafa verið óþarflega duglegir við að skipta um þjálfara á undanförnum árum. Þótt Stjarnan hafi komið illa út úr þessum stórleik verða Garðbæingar þó seint afskrif- aðir þegar í úrslitakeppni er komið. Dýrmæt stig til Njarðvíkur Njarðvík vann dýrmætan 94:91- sigur á nágrönnum sínum í Grinda- vík á útivelli í gærkvöldi. Njarðvík- ingar hafa verið í bullandi fallbar- áttu á tímabilinu og ekki unnið nema þrjá af síðustu tólf leikjum sínum en tveir þeirra hafa komið gegn Grindavík. Fyrir leikinn voru gest- irnir ekki nema tveimur stigum frá fallsæti og í hálfleik var útlit fyrir að Njarðvíkingar yrðu að horfa um öxl á næstunni. Grindavík var með for- ystu framan af leik og virtust heima- menn sjálfir ætla að næla í mik- ilvægan sigur, enda sitja þeir í 8. sæti deildarinnar og berjast um að komast í úrslitakeppnina. Njarðvík sneri hins vegar taflinu við á loka- mínútunum þar sem Maciek Stan- islav var atkvæðamikill eins og oft áður. Hann skoraði 26 stig en Dagur Kár Jónsson skoraði 22 fyrir heima- menn. Njarðvík mætir næst Þór frá Þor- lákshöfn sem er í öðru sæti eftir frá- bæran vetur. Grindvíkingar mæta Völsurum sem eru í 5. sæti með 18 stig, en baráttan um miðja deild er bæði hörð og jöfn. Keflavík óstöðvandi - Njarðvík lyfti sér frá neðstu sætum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Atkvæðamikill Deane Williams var erfiður viðureignar í gærkvöldi. Hilmar Árni Halldórsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Stjörnunnar í Garðabæ til þriggja ára. Hilmar kom til Stjörnunnar frá uppeldisfélagi sínu Leikni í Reykja- vík fyrir tímabilið 2016. Síðan þá hefur Hilmar Árni sett mikinn svip á lið Stjörnunnar. Hann er orðinn næstmarkahæsti leikmaður félags- ins í efstu deild frá upphafi með 53 mörk í 103 leikjum en áður skoraði hann fjögur mörk í 22 leikjum Leiknis í deildinni tímabilið 2015. Hilmar á að baki fjóra A-landsleiki. Framlengdi við Stjörnuna Morgunblaðið/Hari Garðabær Hilmar Árni virðist kunna vel við sig í Stjörnunni. Knattspyrnumaðurinn Valgeir Val- geirsson mun spila með HK á Ís- landsmótinu í sumar en hann hefur undanfarna mánuði verið á mála hjá enska félaginu Brentford að láni. Valgeir er aðeins 18 ára gam- all en hefur engu að síður náð að spila 35 úrvalsdeildarleiki með HK og skorað í þeim sjö mörk. Hann var lánaður til Brentford síðasta haust þar sem hann hefur spilað með B-liði félagsins og skorað fjög- ur mörk í 15 leikjum. Það er mikill fengur fyrir HK að fá Valgeir aftur í sínar raðir. Valgeir snýr aftur í Kópavoginn Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Efnilegur Valgeir Valgeirsson í leik með HK gegn Fylki á síðasta ári. Everton er komið aftur á sig- urbraut og á enn möguleika á Meistaradeildarsæti eftir frækinn 1:0-sigur á útivelli gegn Arsenal í úrvalsdeildinni ensku í knattspyrnu í gærkvöldi. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og lék allan leikinn en hann átti bestu marktilraun leiksins. Sneri boltann í þverslá af 30 metra færi úr auka- spyrnu. Sigurmarkið var svo lygi- legt. Brasilíumaðurinn Richarlison komst upp að endamörkum og gaf knöttinn fyrir, á milli fóta Bernd Leno í marki Arsenal og í netið. Hræðilegt sjálfsmark sem reyndist sigurmarkið. Everton er nú með 52 stig í 8. sæti, stigi á eftir Liverpool og Tottenham og tveimur á eftir West Ham og Chelsea. Sex umferð- ir eru eftir og verður baráttan um fjórða sætið æsispennandi. AFP Emirates Gylfi Þór Sigurðsson tekur við boltanum í leiknum gegn Arsenal í gærkvöldi. Íslenski landsliðsmaðurinn var í byrjunarliði Everton að vanda. Hræðilegt sjálfsmark dugði Everton til sigurs Eitt Íslandsmet var sett í gær á fyrsta degi Íslandsmeistaramótsins í sundi í 50 metra laug sem fram fer í Laugardalslaug nú um helgina. Fjölnismaðurinn Viktor Forafonov setti það í 400 metra skriðsundi en hann synti á tímanum 4:05,24 mín- útum. Sterkt sundfólk er á meðal kepp- enda og má þár nefna EM-farana Jóhönnu Elínu Guðmundsdóttur og Dadó Fenri Jasminuson úr Sund- félagi Hafnarfjarðar. Jóhanna varð fyrst í mark í 50 metra skriðsundi á tímanum 26,36 sekúndum en Stein- gerður Hauksdóttir var önnur og Dagbjört Hlíf Ólafsdóttir þriðja. Þá varð Dadó Fenrir fyrstur í mark í 50 metra skriðsundi karla en hann synti á tímanum 23,47 sekúndum. Símon Elías Statkevicius var annar og Kristinn Þórarinsson þriðji. Íslandsmet á fyrsta degi í Laugardalslaug Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Laugardalslaug Keppendur stinga sér til sunds í 50 metra skriðsundi karla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.