Morgunblaðið - 24.04.2021, Síða 45

Morgunblaðið - 24.04.2021, Síða 45
Arngunnur Árnadóttir Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir ljóðadagskrá í Lista- safni Einars Jónssonar í dag, laugardag, kl. 16 sem nefnist Ljóð- list yfir tímans haf. „Þar koma fram þrjú skáld af yngri kynslóðinni og flytja frumsamin ljóð, sem þau hafa samið undir áhrifum sálmaskálda frá fyrri öldum. Skáldin sem fram koma eru Arngunnur Árnadóttir, Fríða Ísberg og Ægir Þór Jähnke, auk Aðalsteins Ásbergs Sigurðs- sonar sem flytur inngang að dag- skránni,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að tímasetning dag- skrárinnar sé tengd viku bókar- innar sem nú standi yfir en alþjóð- legur dagur bókarinnar var í gær, 23. apríl. „Björg Brjánsdóttir flautuleikari leikur einleik milli dagskráratriða. Dagskráin verður í græna salnum niðri, og gætir safnið vel að öllum sóttvarnareglum og verður stillt upp númeruðum sætum. Gestir sem vilja tryggja sér aðgang eru vin- samlegast beðnir að skrá sig fyrir fram með nafni og símanúmeri á: Flautuleikari Björg Brjánsdóttir. Ægir Þór Jähnke Fríða Ísberg Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Ljóðlist yfir tímans haf list@hallgrimskirkja.is svo hægt sé að taka frá sæti. Aðgangur er ókeypis og einnig býðst gestum ljóðadagskrárinnar að skoða safnið án endurgjalds fyrir viðburðinn.“ MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021 R étt áður en öllu var skellt í lás í mars út af kórónu- veirufaraldrinum frum- sýndi Þjóðleikhúsið leik- ritið Kafbátur eftir Gunnar Eiríks- son í leikstjórn Hörpu Arnardóttur og ljómandi íslenskri þýðingu Berg- sveins Birgissonar. Leikritið var, ásamt verki eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur, valið úr 150 inn- sendum umsóknum í fyrra þegar Þjóðleikhúsið auglýsti eftir nýjum leikritum fyrir börn. Gunnar gerði sér síðan lítið fyrir, síðasta sumar, og leikstýrði eigin verki hjá Haugesund-leikhúsinu í Noregi, þar sem hann býr og starfar. Það er auðvelt að skilja hrifningu leikhússins á verki sem byggist á ævintýralegum vísindaskáldskap í anda Jules Verne. Kafbátur gerist í fjarlægri framtíð þar sem heimurinn er allur sokkinn í sæ og loftið við yfirborðið svo eitrað að ekki er hægt að anda því að sér. Í upphafi verks kynnumst við hinni tíu ára gömlu Argentínu (Birgitta Birgisdóttir) sem býr ásamt pabba sínum (Björn Ingi Hilmarsson) og hrökkálnum Lúkar (Þröstur Leó Gunnarsson) í farartæki sem sá fyrrnefndi smíðaði fyrir margt löngu. Argentína þekkir ekki annan veruleika en þann að líf- inu sé lifað neðansjávar, sem getur hæglega reynst einmanalegt þótt pabbi sé duglegur að segja sögur. Hún elur með sér draum um að þeim feðginum takist að finna sjöunda og síðasta ferðaklumpinn sem þarf til að koma í gang tímavélinni um borð í bátnum sem mamma Argentínu fann upp áður en hún hvarf spor- laust. Í leit sinni að ferðaklumpinum tekur þríeykið um borð í bátinn ísklump sem reynist innihalda vík- inginn Steinunni langöxi (Guðrún S. Gísladóttir) sem lifnar óvænt við eft- ir þúsund ára dvala í ísnum. Í dval- anum hefur hún glatað langöxi sinni og brátt þarf hún einnig að láta frá sér steininn sinn, sem henni finnst grábölvað því þar með myndi hún einnig glata báðum kennimerkjum sínum. Skömmu síðar festist í vatns- síu bátsins vélmennið Anon (Kjartan Darri Kristjánsson) sem skapaður var fyrir meira en fimm hundruð ár- um til að vera vinur. Með gestunum tveimur breytist dýnamíkin í sam- skiptum bátsverja, Argentína fær vin á líku reki og pabbinn veðrast allur upp í samskiptunum við kven- skörunginn úr ísnum. Í samtölum Argentínu og Anons kemst stúlkan að því að heimurinn eins og hún þekkir hann hefur ekki alltaf verið svona, heldur hafi fólk og dýr búið á þurru landi og getað andað að sér hreinu lofti. Argentína skilur eðli- lega ekki hvers vegna pabbi hennar hefur aldrei sagt henni frá þessu og það er ekki laust við að áhorfendur deili þeirri spurningu með henni. Til að sanna mál sitt fær Anon Argent- ínu til að stýra bátnum að öruggum stað sem geymi mestu verðmæti heimsins, þ.e. fræ af öllum plöntum og trjám heims sem bíða þess að jörðin verði heimt úr syndaflóðinu og hægt verði að byrja allt upp á nýtt. Þegar Argentína áttar sig á því hversu fallegur heimurinn var í gamla daga og lífríkið fjölbreytilegt stendur hún frammi fyrir erfiðu vali: hvort á hún að nota tímavélina til að ferðast aftur í tímann og endur- heimta mömmu sína eða ferðast enn þá lengra aftur til þess tíma þegar jörðin var enn heilbrigð og freista þess að bjarga bláu plánetunni. Vandinn er nefnilega sá að tímavélin leyfir aðeins eitt ferðalag. Sýningin veltir upp áhugaverðum spurningum um það hvernig við för- um með jörðina, hvað bíður okkar ef við breytum ekki háttum okkar, hver er fórnarkostnaður þess að skrökva hvort heldur er að sjálfum okkur eða öðrum, getum við saknað einhvers sem við höfum aldrei átt, hvernig manneskjur við viljum vera og hvernig getum við getum lagt okkar af mörkum. Á móti alvarlegu umfjöllunarefninu er boðið upp á margvíslegt sprell og orðaleiki sem vekur kátínu áhorfenda. Umgjörðin öll er vönduð, hvort heldur snýr að fínum búningum Ásdísar Guðnýjar Guðmundsdóttur, góðri lýsingu Ólafs Ágústs Stefáns- sonar og Jóhanns Friðriks Ágústs- sonar, flottri myndbandshönnun Heimis Freys Hlöðverssonar, ljóm- andi tónlist Magnúsar Trygvasonar Eliassen og Steingríms Teague, sem jafnframt annast hljóðhönnun ásamt Aroni Þór Arnarssyni, eða hugvits- samlegri leikmynd Finns Arnars Arnarsonar sem sannarlega gleður augað með öllum sínum duldu smá- atriðum. Að forskrift höfundar leika hljóðfærin stórt og skemmtilegt hlutverk um borð í kafbátnum þar sem orgel þjónar hlutverki stjórn- stöðvar um borð og barítónhorn nýt- ist til að hella upp á ýmsa drykki. Gaman hefði verið að sjá hvaða leyndardóm saxófónninn, sem stað- settur var fremst á sviðinu, býr yfir. Björn Ingi Hilmarsson var sann- færandi pabbi í samskiptum sínum við Argentínu og ekki við hann að sakast hversu fljótt hann virtist gleyma konunni sinni, sem hvarf sporlaust, þegar önnur ný birtist óvænt. Birgitta Birgisdóttir fór fal- lega með hlutverk hinnar lífsglöðu og forvitnu Argentínu. Guðrún S. Gísladóttir fékk það vandasama hlutverk að túlka hina skapstóru Steinunni, sem lumar samt á mjúkri hlið þegar á reynir, en stórgerður leikstíllinn var nokkuð á skjön við aðra í leikhópnum. Þröstur Leó Gunnarsson var dásamlega fyndinn í hlutverki sínu sem hrökkállinn Lúkar sem aðeins hafði eitt orð í forða sínum. Undirrituð hefði aldrei trúað því að hægt væri að segja „búðingur“ með svo blæbrigðaríkum hætti og að svona margvíslega merkingu mætti leggja í orðið. Raf- mögnun Lúkars var einstaklega skemmtilega útfærð og gaman að fylgjast með tilraunum hópsins til að koma tungumálatöflum ofan í Stein- unni til að gera hana skiljanlega, en óneitanlega flögraði sú spurning að rýni hvers vegna feðginunum hefði aldrei dottið í hug að gefa Lúkar eina slíka töflu þegar þau eiga hvað erfiðast með að skilja tal hans. Senu- þjófur sýningarinnar var hins vegar Kjartan Darri Kristjánsson sem fór á kostum sem vélmennið Anon, ekki síst meðan hann var bilaður eftir volkið í sjónum. Kafbátur er vönduð sýning með fallegan boðskap. Hún spyr erfiðra spurninga og vekur í raun fleiri spurningar en hún reynir að svara. Þannig geta áhorfendur hæglega spunnið framhaldssöguna um hvað hafi hugsanlega tekið við þegar ferðalagi kafbátsins loks lauk. Má snúa hjóli tímans við? Ljósmynd/Hörður Sveinsson Volk „Senuþjófur sýningarinnar var hins vegar Kjartan Darri Kristjánsson sem fór á kostum sem vélmennið Anon, ekki síst meðan hann var bilaður eftir volkið í sjónum,“ segir meðal annars í rýni um sýninguna Kafbátur. Þjóðleikhúsið Kafbátur bbbmn Eftir Gunnar Eiríksson. Íslensk þýðing: Bergsveinn Birgisson. Leikstjórn: Harpa Arnardóttir. Söngtextar: Gunnar Eiríks- son, Bergsveinn Birgisson og Harpa Arnardóttir. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: Ásdís Guðný Guð- mundsdóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stef- ánsson og Jóhann Friðrik Ágústsson. Tónlist: Magnús Trygvason Eliassen og Steingrímur Teague. Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson, Magnús Trygvason Eliassen og Steingrímur Teague. Mynd- bandshönnun: Heimir Freyr Hlöðvers- son. Leikarar: Birgitta Birgisdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Guðrún S. Gísla- dóttir, Kjartan Darri Kristjánsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Frumsýning í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu 20. mars 2021. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST SMARTLANDSBLAÐIÐ kemur út 5. maí –– Meira fyrir lesendur Tískan 2021 í förðun, snyrtingu, útliti og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, heilsu, og margt fleira. Tryggðu þér sýnileika í þessu glæsilega Smartlandsblaði Auglýsendur athugið að pöntun auglýsinga er til 29. apríl. Katrín Theódórsdóttir S. 569 1105 – kata@mbl.is Smartland 10 ára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.