Morgunblaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 46
46 ÚTVARP | SJÓNVARP
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021
101.9
AKUREYRI
89.5
HÖFUÐB.SV.
Retro895.is
ÞÚ SMELLIR
FINGRUM Í TAKT
MEÐ RETRÓ
‘70,‘80 OG ‘90 STÖÐIN
Á sunnudag: Breytileg átt 3-8 m/s
og víða rigning með köflum, en
snýst í norðan 5-10 eftir hádegi og
styttir upp um landið S- og V-vert.
Hiti 3 til 12 stig, hlýjast sunnan
heiða. Á mánudag: Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 og víða bjart veður, en dálitlar
skúrir eða él A-til á landinu. Hiti 5 til 12 stig yfir daginn, en 0 til 4 stig N- og A-lands.
RÚV
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Rán – Rún
07.21 Poppý kisukló
07.32 Lundaklettur
07.39 Tölukubbar
07.44 Eðlukrúttin
07.55 Bubbi byggir
08.06 Millý spyr
08.13 Unnar og vinur
08.35 Stuðboltarnir
08.46 Hvolpasveitin
09.09 Grettir
09.21 Söguspilið
09.45 Húllumhæ
10.00 Gettu betur – Bransastríð
11.05 Hvað getum við gert?
11.20 EM í fimleikum
14.15 Íþróttaafrek sögunnar
14.45 Kiljan
15.30 Íþróttaafrek sögunnar
16.00 Íslandsmeistaramótið í
sundi
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Fótboltastrákurinn Jamie
18.29 Herra Bean
18.40 Hjá dýralækninum
18.45 Landakort
18.53 Lottó
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Veður
19.45 Barnamenningarhátíð
heim til þín
20.20 Alla leið
21.35 Tracey Ullman tekur
stöðuna
22.05 Bíóást: Gengin í New York
22.10 Gengin í New York
00.50 Dagskrárlok
Sjónvarp Símans
11.15 The Block
12.13 House of Cardin
13.51 Hækkum rána
15.03 Karl Orgeltríó og RAK-
EL á tónleikum
16.10 The King of Queens
16.30 Everybody Loves Raymond
16.55 The Bachelor
18.20 For the People
19.05 The Block
20.10 About a Boy
21.55 Ömurleg brúðkaup 2
23.40 RED 2
01.35 Self/less
03.25 The Walking Dead
Stöð 2
Hringbraut
Omega
N4
Rás 1 92,4 . 93,5
08.00 Laugardagssögur
08.01 Sögur af svöngum
björnum
08.05 Örstutt ævintýri
08.10 Ég er kynlegt kvikyndi
08.12 Örstutt ævintýri
08.14 Risastóra næpan
08.17 Greinda Brenda
08.20 Börn sem bjarga heim-
inum
08.24 Lærum og leikum með
hljóðin
08.25 Vanda og geimveran
08.34 Monsurnar
08.45 Tappi mús
08.55 Víkingurinn Viggó
09.05 Heiða
09.30 Latibær
09.40 Blíða og Blær
10.05 Leikfélag Esóps
10.10 Angry Birds Toons
10.15 Mia og ég
10.40 Lína langsokkur
11.05 Angry Birds Stella
11.10 Angelo ræður
11.15 Hunter Street
11.45 Friends
12.05 Bold and the Beautiful
13.30 Modern Family
14.15 The Office
14.35 Won’t You Be My Neig-
hbor
16.10 Heimsókn
16.35 Skítamix
17.10 The Masked Singer
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.40 Sportpakkinn
18.53 Lottó
18.55 Blindur bakstur
19.20 Mr. Peabody & Sherm-
an
20.55 Neighbors
22.30 Spy
00.25 American Animals
19.00 Markaðurinn (e)
19.30 Saga og samfélag (e)
20.00 Matur og heimili (e)
20.30 Heima er bezt (e)
21.00 Hin rámu regindjúp (e)
Endurtek. allan sólarhr.
19.00 Country Gospel Time
19.30 United Reykjavík
20.30 Blandað efni
21.30 Trúarlíf
22.30 Blönduð dagskrá
23.30 Michael Rood
24.00 Gegnumbrot
01.00 Tónlist
20.00 Fiskidagstónleikar 2017
22.00 Mín leið; Þáttur 1
22.00 Þegar – Nour Moha-
mad Naser
22.30 Að austan – 22/04/21
Endurtek. allan sólarhr.
06.55 Morgunbæn og orð
dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Vinill vikunnar.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Móses og Jón Taylor.
09.00 Fréttir.
09.03 Á reki með KK.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Orðin sem við skiljum
ekki.
11.00 Fréttir.
11.03 Vikulokin.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Heimskviður.
13.15 Gestaboð.
14.05 Er þetta dónalegt?.
15.00 Flakk.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Fjöllin hafa vakað.
17.00 Tónlist frá A til Ö.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Í ljósi sögunnar.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Sveifludansar.
20.50 Úr gullkistunni.
21.15 Bók vikunnar.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.15 Litla flugan.
23.00 Vikulokin.
24.00 Fréttir.
00.05 Næturútvarp Rásar 1.
24. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:23 21:30
ÍSAFJÖRÐUR 5:15 21:48
SIGLUFJÖRÐUR 4:57 21:31
DJÚPIVOGUR 4:49 21:03
Veðrið kl. 12 í dag
Suðaustan 5-13 m/s og rigning eða súld með köflum, en hægari og þurrt norðaustan- og
austanlands. Hiti víða 6 til 12 stig yfir daginn.
Fyrir áramót var ég að
rúnta á milli staða og
heyrði að um Ludwig
van Beethoven var
fjallað á Rás 1. Ég
fletti því upp á ruv.is
og sá að þar var að
finna sjö þætti sem
gerðir voru í tilefni
þess að 250 ár voru lið-
in frá fæðingu tón-
skáldsins. Þegar ég
gaf mér tíma til að
hlusta á þættina þá þótti mér þeir vera afskaplega
vel unnir en Árni Heimir Ingólfsson hafði umsjón
með þáttagerðinni. Orri Huginn Ágústsson er les-
ari/sögumaður og gerir það áreynslulaust.
Eins og við er að búast kemst maður að ýmsu
þegar maður hlýðir á efni sem þetta. Mér hefur
þótt áhugavert að eitt mesta tónskáld mannkyns-
sögunnar skuli hafa samið áhrifaríka tónlist eftir
að hafa misst heyrnina. Skynjun sem ég hefði
haldið að nauðsynlegt væri að búa yfir við tónlist-
arflutning. En hvað veit ég svo sem. Fróðlegt er
að heyra í þáttunum um tilgátur sem settar hafa
verið fram um mögulegar ástæður þess að
Beethoven varð fyrir því að missa heyrnina. Í
sama þætti er einnig sagt frá því að hárlokkar
Beethovens hafi gengið kaupum og sölum hjá
uppboðshöldurum í gegnum áratugina. Atburða-
rásin hófst með því að tónlistarnemi á unglings-
aldri klippti hárlokk af líkinu skömmu eftir að
Beethoven sálaðist.
Í þáttunum kemur fram að vitað sé að Mozart
og Beethoven hafi hist. Alla vega einu sinni. Tæp-
lega hefur verið pláss fyrir fleiri í herberginu.
Ljósvakinn Kristján Jónsson
Af hárlokkum og
heyrnarleysi
Bros Árni Heimir á heið-
urinn að þáttunum.
Morgunblaðið/Eggert
09.00 - 12.00 Helgarútgáfan
Einar Bárðarson og Anna Magga
vekja þjóðina á laugardags-
morgnum ásamt Yngva Eysteins.
Skemmtilegur dægurmálaþáttur
sem kemur þér réttu megin inn í
helgina.
12.00 - 16.00 Yngvi Eysteins
Yngvi með bestu tónlistina og létt
spjall á laugardegi.
16.00 - 19.00 Ásgeir Páll
Algjört skronster er partýþáttur
þjóðarinnar. Skronstermixið á slag-
inu 18.00 þar sem hitað er upp fyrir
kvöldið.
20.00 - 00.00 Þórscafé með Þór
Bæring. Á Þórskaffi spilum við göm-
ul og góð danslög í bland við það
vinsælasta í dag - Hver var þinn
uppáhaldsskemmtistaður? Var það
Skuggabarinn, Spotlight, Berlín,
Nellys eða Klaustrið?
„Já, það var rosa-
lega góð hugmynd
þá stundina. Ég fór
haustið 2019 eða
eiginlega bara í
desember, bara
kortér í Covid, og
fór þangað einmitt til þess að
stunda uppistand,“ segir Hugleikur
Dagsson sem flutti til Berlínar fyrir
rúmlega einu og hálfu ári. Hugleikur
er kominn heim til Íslands í smá frí
en viðurkennir þó að hann hafi ekki
bókað sér miða til baka alveg strax.
Hann segist hafa flutt til Berlínar til
þess að stunda uppistandið og
borða á veitingahúsum. Planið hafi
hins vegar allt farið í vaskinn tveim-
ur mánuðum eftir að hann flutti út.
Hugleikur segir uppistandssenuna í
Berlín vera skemmtilega en hún geti
verið erfið fyrir byrjendur. Hann
segir mikilvægt fyrir fólk að efast
um sjálft sig. Það sé fyrst þá sem
það gagnrýni sjálft sig og reyni að
bæta. Viðtalið við Hugleik má nálg-
ast í heild sinni á K100.is.
Mikilvægt að efast
um sjálfan sig
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 10 alskýjað Lúxemborg 14 heiðskírt Algarve 20 léttskýjað
Stykkishólmur 7 rigning Brussel 15 heiðskírt Madríd 16 skýjað
Akureyri 11 léttskýjað Dublin 14 heiðskírt Barcelona 17 heiðskírt
Egilsstaðir 10 heiðskírt Glasgow 17 alskýjað Mallorca 18 léttskýjað
Keflavíkurflugv. 8 alskýjað London 13 heiðskírt Róm 16 rigning
Nuuk 0 skýjað París 18 heiðskírt Aþena 20 léttskýjað
Þórshöfn 9 skýjað Amsterdam 12 léttskýjað Winnipeg -2 alskýjað
Ósló 8 alskýjað Hamborg 11 léttskýjað Montreal 10 skýjað
Kaupmannahöfn 9 skýjað Berlín 13 heiðskírt New York 12 heiðskírt
Stokkhólmur 7 heiðskírt Vín 14 heiðskírt Chicago 14 léttskýjað
Helsinki 4 skýjað Moskva 7 rigning Orlando 24 léttskýjað
DYk
U
Gamanþættir með leikkonunni Tracey Ullman þar sem hún tekur heimaland sitt,
Bretland, fyrir og gerir því skil í gegnum alls kyns óborganlegar persónur. Þætt-
irnir hafa verið tilnefndir til Emmy-verðlauna.
RÚV kl. 21.35 Tracey Ullman tekur stöðuna