Morgunblaðið - 24.04.2021, Side 48
LÆGSTA
VERÐIÐ
Stykkishólmur
Hafnarfjörður
Reykjanesbær
Hveragerði
Kópavogur
Egilsstaðir
Borgarnes
Ísafjörður
Reykjavík
Akureyri
Akranes
Selfoss
Vík
Ódýrt fyrir alla
Orkan býður lægsta eldsneytisverðið víða
um land. Finndu þína Orkustöð á orkan.is
og fylltu á bílinn þar sem þú færð meira
fyrir peninginn. Sjáumst á Orkunni!
Plægðu í því! (Óvelkomnar hugsanir) nefnist sýning
Skarphéðins Bergþórusonar og Svavars Péturs Ey-
steinssonar sem opnuð verður í dag kl. 14-18 í Gallery
Porti við Laugaveg. Er hún afrakstur samstarfs sem
hófst árið 2008 austur á fjörðum. „Í verkunum á sýn-
ingunni brjótast fram óvelkomnar hugsanir og hug-
myndir, margar gamlar og þvældar, skríða undan skel
sjálfsefa og úr þráhyggjuþokunni upp á veggi,“ segir
um sýninguna á Facebook og spurt hvernig sé best að
losa sig undan áþján hugmyndanna.
Óvelkomnar hugsanir brjótast fram
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 114. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.268 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Tveir leikir fóru fram í Dominos-deild karla í körfu-
knattleik í gærkvöldi þar sem Keflavík og Njarðvík inn-
byrtu mikilvæga sigra. Keflavík vann stórleik kvöldsins
og náði fram hefndum gegn Stjörnunni og Njarðvík
sótti dýrmæt stig í nágrannaslag gegn Grindavík. »40
Keflavík óstöðvandi á toppnum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Donald K. Johnson, Kanadamaður af
íslenskum ættum, sendi nýverið frá
sér bókina Lesson Learned on Bay
Street. The Sale Begins When the
Customer Says No. Bókin hefur vak-
ið athygli vestra rétt eins og höfund-
urinn á liðnum áratugum. „Tilgang-
urinn með bókinni er að deila með
lesendum því sem ég hef lært á 85 ár-
um í þeirri von að sá lærdómur geti
gagnast þeim,“ segir hann.
Foreldar Dons, eins og hann er
gjarnan kallaður,
voru íslenskir í
báðar ættir. Páll
Björn Jónsson,
faðir hans, fæddist
á Íslandi og flutti
með foreldrum sín-
um til Lundar í
Manitoba, um 100
km norður af
Winnipeg, 1894.
Fjóla Kristjánsson, móðir hans,
fæddist í Otto í Manitoba. Don segist
þakklátur fyrir að hafa alist upp í ís-
lensku samfélagi og íslenski upprun-
inn hafi eflt hann til góðra verka og
vísað honum réttu leiðina. „Ég er
FBI,“ segir hann hreykinn; „Full
Blooded Icelander!“
Góðgerðarmálin mikilvægust
Að loknu háskólanámi, fyrst í raf-
magnsverkfræði og síðan í markaðs-
og fjármálum, var Don atkvæðamikill
í fjármálaheiminum, meðal annars
sem varaformaður fyrirtækisins
BMO Nesbitt Burns, og er með um
hálfrar aldar starfsferil að baki hjá
kanadískum og alþjóðlegum fjárfest-
ingarbönkum. Barátta hans fyrir því
að afnema skatta af styrkjum ein-
staklinga og fyrirtækja til góðgerð-
armála og stofnana í Kanada hefur
skilað ótrúlegum árangri, en auk þess
hefur hann sjálfur sérstaklega styrkt
íslenska samfélagið í landinu. Styrkir
hans hafa til dæmis gert Þjóðræknis-
félagi Íslendinga í Vesturheimi
mögulegt að sýna eða stuðla að sýn-
ingu á íslenskum kvikmyndum víða
vestra og er verkefnið nefnt eftir hon-
um (The Donald K. Johnson INLNA
Film Screening Series). Hann var
maðurinn á bak við uppbyggingu
bókasafnsins í Lundar sem er kennt
við Pauline Johnson, kennara hans í
barnaskóla, hefur stutt dyggilega við
Íslendingadagsnefndina á Gimli, ís-
lenskudeild Manitoba-háskóla og
Stephan G. Stephansson-styrktar-
sjóðinn, sem er í vörslu Háskóla Ís-
lands, svo dæmi séu tekin. Hann var
sæmdur Kanadaorðunni 2004, ridd-
aratign hennar 2009 og heiðursmerki
hinnar íslensku fálkaorðu 2019.
„Ég á engin önnur áhugamál en
þau sem tengjast starfinu á einn eða
annan hátt, vinn alla daga vikunnar
og á aldrei frístund,“ segir Don á
léttu nótunum, en hann hefur búið í
Toronto síðan 1957 og situr í stjórn-
um sex fyrirtækja og stofnana.
Í bókinni tiltekur Don ýmsa þætti
sem hafa mótað hann á langri lífsleið.
Hann nefnir sérstaklega hvað andleg
og líkamleg heilsa skipti miklu máli,
leiðina að því að velja rétta starfsvett-
vanginn og mikilvægi þess að gefa
aftur til baka til þeirra sem hafa gert
vegferðina mögulega, ekki síst til
æskustöðvanna og nánasta umhverf-
is. Hann segir líka mikilvægt að ein-
beita sér að ákveðnu máli, þar sem
megi hafa áhrif til hins betra, bendir
á að þrautseigju og aga þurfi til að ná
árangri og útskýrir hvernig ná megi
samningum í fjármálaheiminum. Enn
fremur gerir hann grein fyrir hvernig
beri að haga sér til þess að koma mik-
ilvægu baráttumáli í gegn hjá rík-
isstjórn og vísar í fyrrnefnda vegferð
í sambandi við styrki og skattaafslátt.
„Bókin á erindi til allra,“ leggur hann
áherslu á.
Lætur gott af sér leiða
- Donald K. Johnson bendir á leiðir til árangurs í nýrri bók
Sómi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi Donald K. Johnson
fálkaorðunni 2019. Janis Guðrún Johnson, fyrrverandi öldungadeildar-
þingmaður á kanadíska þinginu, stendur á milli þeirra.
Í heimabyggð Don við bókasafnið í Lundar í Manitoba.