Fréttablaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 24
sem fékk nóg af því að sjá nauðg- ara ganga lausa. „Henni var ekki bara nauðgað heldur táningsdóttur hennar líka, fyrir framan hana, og dóttir henn- ar kenndi henni alltaf um það því þær höfðu f lutt aftur heim,“ segir Christina. Bakira Hasecic fór að vinna að því með öðrum fórnarlömbum að finna nauðgara, hvar þeir eiga heima og taka myndir af þeim og afhentu þau lögreglunni og ákæruvaldinu upp- lýsingarnar. „Nú er búið að sækja fleiri en 100 karlmenn til saka. Það er ótrúlegt,“ segir Christina af mikilli aðdáun. Vilja réttlæti og viðurkenningu Þannig að þó það sé langt um liðið, þá skiptir það miklu máli fyrir konur að fá einhvers konar réttlæti, er það ekki? „Jú, allar konur sem ég hef talað við. Þegar ég spurði þær hvað þær vildu, sögðu þær allar réttlæti. En þær meintu ekki endilega allar það sama. Þær vildu ekki endilega fara með málið fyrir rétt og horfa fram- an í geranda sinn og fá hann sak- felldan. Oft meintu þær bara að fá viðurkenningu á því að þetta hefði komið fyrir þær,“ segir Christina. Hún tekur sem dæmi svokallaðar „fróunarkonur“ [e. comfort women] sem voru teknar frá Filippseyjum og öðrum löndum sem börn og fluttar til Japans í seinni heimsstyrjöldinni til að þjónusta hermenn. „Það eru 75 ár síðan og þeim var nauðgað aftur og aftur. Þegar þær voru loks frelsaðar töluðu þær ekki um það, því það var mikil skömm í kringum þetta meðal fjölskyldna þeirra og samfélagsins. Það var ekki fyrr en ein þeirra steig fram fyrir um 25 árum og talaði um þetta að aðrar stigu fram. Núna eru þær orðnar gamlar, margar á níræðisaldri, og ekki margar eftir. Þær hafa næstum alla sína ævi þurft að búa við þögg- un og skömm og eru ekki einu sinni nefndar í sögubókum. Þessar konur vita að þær munu deyja án þess að fá nokkurt réttlæti. Í einhverjum tilfellum eru afkomendur þeirra að vinna að því en tilhugsunin um að lifa í 75 ár án þess að geta talað um þetta er hryllileg.“ Þetta gerist alls staðar Kynferðislegt of beldi hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár í tengslum við #metoo-hreyfinguna, en ekki endilega þessi angi þess, sem Christina hefur fjallað og skrif- að um í 30 ár. Hún segir að það megi ekki gleyma því að stríðsnauðganir eigi sér stað alls staðar í heiminum. „Fólk segir við mig reglulega að þetta gerist aðeins í löndum langt í burtu. En ég ferðaðist til fimm heimsálfa til að skrifa þessa bók, tólf landa. Þetta gerist alls staðar. Sjáum Þýskaland við lok seinni heims- styrjaldarinnar. Þetta er vopn sem er notað í átökum um allan heim, af mismunandi ástæðum, trúarlegum, í ættflokkadeilum, efnahagslegum, eða tengt hefnd.“ Þú hefur séð það versta sem þessi heimur hefur upp á að bjóða og talað við fólk sem hefur upplifað það. En hefurðu enn von? „Fólk segir oft við mig að því finn- ist það sem ég geri niðurdrepandi. Ég fer á alla þessu slæmu staði og sé hræðilega hluti. Sem er satt. En að einhverju leyti fær maður meiri trú á mannkynið því á öllum þessum slæmu stöðum finnur maður fólk „Fólk segir við mig reglulega að þetta gerist aðeins í löndum langt í burtu. En ég ferðaðist til fimm heimsálfa til að skrifa þessa bók, tólf landa. Þetta gerist alls staðar,“ segir Christina. MYND/GETTY sem er að gera ótrúlega hluti,“ segir Christina og segir Malölu gott dæmi um það. „Ung stúlka sem stóð upp gegn talibönum og hætti lífi sínu. Það voru mikil forréttindi að fá að vinna að bókinni. Ég sé það í starfi mínu að menntun stúlkna er eitt af því sem breytir mestu. Það var því frábært að vinna með henni að þessu, því það er það sem hún berst fyrir. Það er svo auðvelt að vera niðurdregin yfir hörmungum heimsins, en Malala sýnir manni að ein manneskja getur breytt miklu. Eins og hún sagði hjá Sameinuðu þjóðunum: Eitt barn, einn kennari, ein bók og einn penni, geta breytt heiminum,“ segir Christina og að hún hafi þannig von vegna venju- legs fólks en að ríkisstjórnir valdi henni sífellt meiri vonbrigðum. Áhyggjur af Afganistan ekki nóg Christina er sjálf nýkomin frá Afganistan og segir að það sé eitt af því sem hún og Malala deili reglu- legum skilaboðum um og miklum áhyggjum. Hún segir sigur talibana niðurlægjandi fyrir Vesturlönd og hefur miklar áhyggjur af því að þessu verði sópað undir teppið. „Þetta er svo mikil niðurlæging fyrir Vesturlönd. Allir peningarnir sem fóru í þetta og allir sem týndu lífi sínu, Afganar og vestrænir her- menn. Fyrir hvað? Svo að talibanar gætu tekið yfir aftur? Það er erfitt að ná utan um þetta. Ég fór til Afgan- istan og það var erfitt að komast þangað svo öll mín athygli og orka fór í það. Ég byrjaði að skrifa um leið og ég kom, en svo þyrmdi allt í einu yfir mig. Ég get ekki hugsað um neinn annan stað sem ég hef skrifað um sem hefur breyst svona mikið á stuttum tíma til hins verra. Allir sem ég þekkti þarna voru í felum eða flúnir,“ segir Christina. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu hratt talibanar unnu en segir að þó svo að hertakan sjálf hafi tekið um tíu daga, hafi þetta verið miklu lengur í undirbúningi. „Það er langt tímabil þar sem voru teknar margar slæmar ákvarðanir og það er það sem er mest niður- drepandi við þetta. Að vestrænir leiðtogar virðast gera sömu mistök- in aftur og aftur í þessum aðstæð- um. Sama hvort það er Afganistan, Íran, Líbía, eða Sýrland. Og mis- tökin má eiginlega alltaf rekja til þess að það var ekki hlustað á fólkið á staðnum eða á hvað það þurfti á að halda, en okkar hugmyndum þröngvað upp þá það. Þetta er mest niðurdrepandi umfjöllun sem ég hef skrifað í mörg ár.“ Lamb er væntanleg til landsins í næstu viku til að tala á málþingi UN Women á Íslandi. Þar mun Lamb fjalla um nýjustu bók sína, Líkami okkar, þeirra vígvöllur, eða Our bodies their battlefield. nTil að sinna starfi sínu þarf Christina stundum að verja sig vel. MYND/AÐSEND Það hafði verið kveikt í kynfærum þeirra og hann hafði aldrei séð neitt þessu líkt.  græn vetnisvinnsla Í sterkri stöðu fyrir orkuskipti Grænt vetni er umhversvænn orkugja sem má nota til að knýja bíla, skip og ­ugvélar og við búum yr þeirri þekkingu sem þarf til framleiðslunnar. landsvirkjun.is/framtidin 24 Helgin 9. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.