Fréttablaðið - 09.10.2021, Side 12
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Sif
Sigmarsdóttir
n Mín skoðun
n Gunnar
Brexit-
sinnar
segjast ekki
hafa fengið
sitt Brexit.
Og Brexit-
andstæð-
ingar segja
verstu
sviðs-
myndina
hafa ræst.
Í ljós kom
að þótt
fylgst væri
með fólki
svindlaði
það ekkert
síður.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser@frettabladid.is
Stjórnmálafræðingurinn knái Hannes Hólm
steinn Gissurarson hélt fyrirlestur í vikunni
þar sem hann sagði skattasniðgöngu vera
dyggð. Byggði hann ályktunina á siðferðis
kenningum heilags Tómasar af Aquino, þrett
ándu aldar munks og guðfræðings.
Á sama tíma bárust fréttir af vafasömum
fjármálagjörningum kaþólsku kirkjudeildar
innar Hersveitar Krists, trúarreglu sem þekkt
er fyrir stórtækt barnaníð. Í Pandóruskjöl
unum, stærsta leka á fjármálaupplýsingum í
sögunni, sést að Hersveitin átti háar fjárhæðir
í leynilegum aflandssjóðum.
Öldum saman hafa heimspekingar leitað
að upptökum siðferðisins, lögmálum þess og
tilgangi. Svo torskildar eru tilfinningarnar
sem bærast með okkur þegar við stöndum
frammi fyrir spurningum um rétt og rangt
að margir hafa dregið þá ályktun að siðferði
hljóti að vera einhvers konar yfirnáttúrleg lög
að ofan.
Nichola Raihani er dýrafræðingur sem
stundar rannsóknir á þriflum, lítilli fiskteg
und sem lifir við kóralrif og nærist á sníkju
dýrum og dauðum hreisturflögum annarra
fiska. Þrifillinn og „viðskiptavinurinn“ njóta
góðs af samstarfi þar sem annar fær máltíð,
hinn húðsnyrtingu. Einn hængur er þó á.
Þriflinum finnst betra að snæða lifandi
líkamsvef viðskiptavinarins. Hvernig er
samstarfi viðhaldið þegar annars aðilans er
stöðugt freistað að svindla?
Raihani komst að því að það er gert með
tvennu móti. Annars vegar með refsingu:
Þegar hópur þrifla hreinsar viðskiptavin og
einn bítur, syndir viðskiptavinurinn í burtu
og allir verða af máltíðinni; þeim sem beit
er refsað af hinum þriflunum. Hins vegar
álitshnekki: Fylgist tilvonandi viðskiptavinur
með störfum þrifils, vandar hann sig betur
við að styggja ekki núverandi viðskiptavin.
Í nýútkominni bók sinni heldur Raihani
fram að þær aðferðir sem tíðkast í samskipt
um þrifla og viðskiptavina séu í raun það sem
heimspekingar hafa öldum saman kallað
siðferði í mannlegu samfélagi. Raihani er ekki
ein þessarar skoðunar. Hæfni mannsins til að
vinna saman í stórum hópum er lykillinn að
yfirburðum hans. Mannfræðingurinn Oliver
Scott Curry skoðaði siðferðisgildi í sextíu
samfélögum. Niðurstöðurnar sýndu að öll
samfélög fylgdu sömu siðferðisreglunum,
óháð trúarbrögðum. Curry segir samstarf og
siðferði það sama; siðferði sé lausn mann
kynsins á vandamálum sem koma upp við
samvinnu þess.
Annars konar dýrlingar
Uppljóstranir í Pandóruskjölunum um
skattasniðgöngu, misbjóða nú siðferðis
vitund fólks um heim allan. Tony Blair notaði
aflandsfélag til að kaupa fasteign í London
og spara sér 55 milljónir íslenskra króna í
stimpilgjald. Konungur Jórdaníu á í laumi
lúxushúseignir í London og Malibú þótt land
hans reiði sig á þróunaraðstoð.
Við háskólann í Amsterdam var nýverið
gerð rannsókn þar sem þátttakendur köstuðu
teningi og unnu fé. Því hærri tölu sem þeir
sögðust hafa fengið því hærri upphæð unnu
þeir. Aðstæður voru með þrennu móti: 1)
Ekki var fylgst með teningakastinu svo þátt
takandi gat svindlað að vild. 2) Fylgst var með
en trúnaði heitið. 3) Fylgst var með og þátt
takanda sagt að upplýsingum um framferði
hans yrði deilt með öðrum. Í ljós kom að þótt
fylgst væri með fólki svindlaði það ekkert
síður. Þegar þátttakendur áttu hins vegar á
hættu að hegðun þeirra fréttist, snarminnk
aði svindlið.
Að gefa sér þær forsendur að kaþólskur dýr
lingur sé gild heimild um rétt og rangt er eins
og að leita í smiðju Svarthöfða að uppeldis
ráðum handa nýbökuðum feðrum.
Pandóruskjölin sýna að það eru annars
konar dýrlingar sem veitt geta aðhald þeim
„þriflum“ meðal okkar sem falla nú í freistni:
Þeir kallast uppljóstrarar. ■
Svindlarar og siðferði
Alþjóðleg fjármálafyrirtæki eru að flýja Bretland. Því er spáð að helsta kaupahéðnahverfið í Lundúnum verði brátt ekki svipur hjá sjón. Fyrirtækin sem þar hafa verið eru
lögð á flótta til Lúxemborgar, Frankfurt og
Sviss.
Veitingahúsakeðja í Bretlandi sem selt hefur
mexíkóska kjúklingarétti um árabil hefur
ákveðið að loka 48 stöðum. Ástæðan er einföld.
Það er kjötskortur í landinu, svo alvarlegur
að forráðamenn keðjunnar sjá ekki fram úr
vandanum.
Íslensk kona sem lengi hefur verið búsett í
Lundúnum man ekki eftir öðrum eins vöru
skorti í hverfinu sínu frá því hún settist þar að. Í
samtali við Fréttablaðið segir hún að þá sjaldan
bensínstöðin í grennd sé opin myndist röð upp
alla götuna.
Það er verið að sjúga vitið úr gömlu heims
veldi sem er heimaskítsmát eftir fölskustu
þjóðar atkvæðagreiðslu sem nokkurt þjóð
ríki hefur staðið fyrir á síðustu tímum. Og
landsmenn eru að átta sig á stöðu mála, jafnt í
hverfinu sínu og atvinnulífinu – og ónefnd eru
þá háskólasamfélögin um allt land sem eru að
tapa styrkjum og nemendum.
„Þetta er búið að vera hægfara bílslys síðan
2016,“ sagði íslenski viðmælandinn í téðri frétt
blaðsins, um óánægjuna með Brexit sem fer
hratt vaxandi á meðal almennings. Ný könnun
YouGov sýnir að 18 prósent Breta eru nú sátt
við Brexit, en voru 38 prósent í júní.
Frá byrjun sumars hefur þeim Bretum sem
ósáttir eru við útgönguna sem kosið var um
fyrir fimm árum fjölgað um 15 prósent. Nú
segja 53 prósent þeirra að hún hafi misheppn
ast. Og það eru allir reiðir. Brexitsinnar segjast
ekki hafa fengið sitt Brexit. Og Brexitandstæð
ingar segja verstu sviðsmyndina hafa ræst.
Bretland var auðvitað aðili að fjórfrelsinu
með fulltingi ESBaðildar. Einn þáttur þess er
frjáls för og búseta íbúa innan sambandsins og
fullt frelsi til starfa á við heimamenn í hvaða
aðildarlandi sem er.
Hátt í þrjár milljónir AusturEvrópubúa,
einkum Pólverjar, fluttu til Bretlands eftir að
austrið bættist í ESBhópinn og tóku þar að
sér erfiðustu og verst launuðu störfin, svo sem
í flutningageiranum, landbúnaði og verka
mennsku hvers konar.
Eftir Brexit hefur þetta fólk hrakist til baka
þar sem það fékk ekki lengur dvalar og starfs
leyfi. Og það sem Brexitforkólfar héldu fram, að
heimamenn myndu fylla í störfin, hefur einfald
lega ekki gerst. En, guð blessi drottninguna. ■
Heimaskítsmát
Brautirnar
eru
fáanlegar
með
mjúklokun
Mikið úrval
rennihurðabrauta frá
Þýsk gæðavara.
Skútuvogi 1h - Sími 585 8900
www.jarngler.is
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2021 LAUGARDAGUR