Fréttablaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 66
Frammistaða Lennon í trúarbragðafræði þótti algerlega ófullnægjandi, og stærðfræðikennarinn hans sagði að drengsins hlyti að bíða glötun, miðað við hegðun hans. Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir síðan 1996 Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóri Jón G. Bjarnason útfararstjóri Fjórtán ár eru frá því fyrst var kveikt á Friðarsúlunni í Viðey. Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri ræðir kynni sín við Yoko Ono sem er einn af heiðurs- borgurum Reykjavíkur. elinhirst@frettabladid.is ,,Friðarsúlan hefur farið frá því að vera frá- bært listaverk í það að vera eitthvað enn þá meira og eiga sér vísan stað í hjarta fjölmargra borgarbúa. Það er mjög hátíðleg stund að tendra hana,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem kveikir á friðarsúlunni í Viðey í kvöld klukkan 20, undir lagi Johns Lennon, Imagine. ,,Ég hef fengið bréf fá fólki í sorgarferli sem sækir styrk í friðarsúluna og mér finnst hún verða fallegri og fallegri með hverju árinu sem líður.“ Þú kveikir sjálfur á súlunni klukkan 20 í kvöld? ,,Já, það er alltaf sérstök stund, en kannski aldrei sérstakari en í fyrra, því þá vorum við Arna konan mín og krakkarnir og ferjumaður og tæknimenn ein viðstödd athöfnina vegna Covid-19. Það var alveg mögnuð stund og stillt veður og heiður himinn, nánast eins og óraun- verulegur atburður. Hefur þú eitthvað samband við Yoko Ono? ,,Fyrst og fremst í tengslum við tendrun súlunnar, en það hefur alltaf verið mjög gott á milli okkar. Yoko er einn af örfáum heiðurs- borgurum Reykjavíkur.“ Hefur hún boðað komu sína aftur til Íslands til að vera við tendrun friðarsúlunnar, hún er jú orðin 88 ára gömul. ,,Já hún er að eldast, og mér skilst að þetta hafi nánast verið einu ferðinar sem hún fór á síðustu árum, það var hingað til lands í tengslum við tendrun friðarsúlunnar. En hún treysti sér ekki til þess lengur, hún fylgist með og við fáum reglulega skilaboð frá henni. Hún býður til dæmis 500 manns út í eyjuna í kvöld og myndi bjóða fleirum ef ekki væru samkomutakmarkanir vegna Covid-19. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta verkefni og stoltur af Friðarsúlunni, sem er verk á heims- mælikvarða“. Þú hefur hitt hana margoft, hvernig kemur hún þér fyrir sjónir? Hún er svolítið eins og fólk sem maður kynnist fyrst í sjónvarpi, hún er miklu smá- vaxnari í eigin persónu en ég hafði gert mér grein fyrir. Hún er mikil tilfinningamann- eskja, með stórt og hlýtt hjarta sem ber mikla umhyggju fyrir umheiminum og Reykjavík.“ Friðarsúlan hugarfóstur Yoko Ono Friðarsúlan í Viðey er talin eitt af merkustu listaverkum Reykjavíkur. Hún er hugarfóstur eiginkonu Lennons, hinnar japönskættuðu Yoko Ono og hugsuð sem leiðarljós fyrir heimsfrið. Friðarsúlan var tendruð í fyrsta sinn á afmælisdegi Lennons árið 2007, en hún er táknmynd baráttu Lennons og Yoko Ono fyrir friði á jörð. Ono átti sjálf hugmyndina að friðarsúlunni, og hún er fjármögnuð af henni, Reykjavíkurborg og Orkuveitu Reykjavíkur, sem einnig greiðir rekstrarkostnaðinn. Um er að ræða ljóskastara sem lýsir upp í himininn. Friðarsúlan logar frá sólarlagi til miðnættis frá fæðingardegi Lennons í dag, 9 október til 8. desember, sem er dánardagur hans. Einnig logar súlan frá gamlársdegi og fram á þrettánd- ann og í eina viku í kringum jafndægur á vori. Einnig má kveikja á súlunni við sérstök til- efni. Til þess þarf leyfi frá listakonunni. Eins og áður segir verður sérstök athöfn í Viðey í kvöld. Viðeyjarstofa verður opin þar sem hægt verður að fá léttar veitingar fyrir og eftir tendrun. ■ Yoko Ono er tilfinningarík og hlý manneskja Yoko Ono með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við tendrun Friðarsúlunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HANNA elinhirst@frettabladid.is Segja má með sanni að ævi John Lennon hafi byrjað og endað með byssuhvelli. Hann fæddist í hafnarborginni Liverpool á Englandi árið 1940 í miðjum loftárásum Þjóðverja á borgina í síðari heimsstyrj- öldinni og féll fyrir morðingja hendi sem skaut hann til bana fyrir framan heimili hans og Yoko Ono í New York 8. desemb- er árið 1980. Lennon var aðeins fertugur að aldri þegar hann lést, en hefur skapað sér sess sem einhver helsti tónlistamaður sögunnar. Lennon var einn af fjórum meðlimum hinnar heimsfrægu hljóm- sveitar The Beatles, eða Bítlanna, ásamt þeim Paul McCartney, George Harrison og Ringo Starr, en Lennon var jafnan nefndur uppreisnargjarni bítillinn. Hæfileikaríkur og ódæll í æsku Lennon var óþekkur krakki og lét ófrið- lega í skólanum og kennurum hans var mörgum mjög í nöp við hann, því hann nennti ekki að læra og truflaði kennsl- una. Leiddar hafa verið að því líkur að Len- non hafi verið haldinn athyglisbresti og/ eða ofvirkni, ADHD, eins og svo margir aðrir snillingar sögunnar, þar á meðal tónskáldið Wolfgang Amadeus Mozart og uppfinningamaðurinn Thomas Alfa Edison. Börn með athyglisbrest eins og Lennon verða oft hornreka í skóla því að vanda- mál þeirra eru oft talin leti eða áhuga- leysi, en málið er mun flóknara en svo og tengist taugaþroskaröskun, sem kemur yfirleitt snemma fram hjá börnum. Með ADHD eins og fleiri snillingar Vitnisburðir frá kennurum Lennons sýna margt sem bendir til þess að hann hafi verið með ADHD. Skólastjórinn sagði: ,,Drengurinn getur ekki einbeitt sér að því sem skiptir máli og hann sóar allri orku sinni“. Frammistaða hans í trúarbragðafræði þótti algerlega ófull- nægjandi, og stærðfræðikennarinn hans sagði að drengsins hlyti að bíða glötun, miðað við hegðun hans. Lennon hittir Yoko Leiðir Johns Lennons og listakonunnar Yoko Ono lágu saman í listagalleríi í London árið 1966, en þá var Ono að und- irbúa opnun listasýningar sinnar. Þremur árum seinna voru þau gift og eyddu heilli viku í rúminu á Hilton hótelherbergi í Amsterdam til þess að mótmæla stríðinu í Víetnam, þangað sem þau buðu allri heimspressunni á hverj- um degi á milli klukkan níu árdegis og klukkan níu að kvöldi. Þessi uppákoma vakti að sjálfsögðu heimsathygli. Þau létu ekki þar við sitja heldur buðu upp á samskonar uppákomu á hóteli í Montreal í Kanada nokkrum vikum seinna. Boðberi friðar Yoko Ono ekkja Johns Lennons hefur haldið áfram sem öflugur boðberi friðar eftir dauða eiginmanns síns. Á blaða- mannafundi sem hún hélt á Íslandi þegar friðarsúlan var vígð árið 2006, sagði hún að hún vildi að fólk kæmi til Íslands til að sameinast í ósk um frið og senda strauma friðar um allan heim. ■ Lennon var með ADHD eins og Mozart Friðarsúlan er tendruð 9. október ár hvert. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR John Lennon var óþekkur í æsku og gekk ílla í skóla, en síðar átti snilli- gáfa hans á sviði tónlistar- innar eftir að koma í ljós. Listahjónin John og Yoko. Börðust fyrir friði úr hótelherbergjum. 30 Tímamót 9. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐTÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.