Fréttablaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 10
100 þúsund skammtar af bóluefni Pfizer fara beint frá Íslandi til Taí- lands. ● Egyptaland, Malí, Sambía og Taíland eru meðal þeirra landa sem fá umfram- skammta af bóluefnum gegn Covid-19 frá Íslandi. Alls eru þetta nokkur hundruð þúsund skammtar af öllum þeim bóluefnum sem hafa verið notuð hér á landi. kristinnhaukur@frettabladid.is COVID-19 Ísland mun gefa hundruð þúsunda skammta af bóluefnum á komandi mánuðum til fátækari landa, bæði í gegnum COVAX- samstarf Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar og í samvinnu við Evrópusambandið. Þegar hafa sendingar af bóluefni AstraZeneca farið til Afríku. Samkvæmt utanríkisráðuneyt- inu hafa 35.700 skammtar af bólu- efni AstraZeneca verið sendir til Fílabeinsstrandarinnar og 1.920 skammtar til Gana. Í þessum tveim- ur ríkjum eru innan við 3 prósent íbúanna fullbólusett við Covid-19 og aðeins um 3,5 prósent í álfunni allri. Þetta er þó aðeins byrjunin því að Ísland mun senda bóluefni til f leiri landa Afríku. Sveinn H. Guð- marsson, upplýsingafulltrúi utan- ríkisráðuneytisins, segir að fyrir liggi að skammtar af AstraZeneca fari meðal annars til Malí, Síerra Leóne, Egyptalands og Sambíu. Samanlagt gerir þetta tæplega 126 þúsund skammta, eða alla umfram- skammta Íslands af efninu. „Allt kapp er lagt á að umfram- skammtar renni inn í COVAX eins f ljótt og kostur er á,“ segir Sveinn. UNICEF sér um flutning á bóluefn- unum. Gjafir á öðrum bóluefnum eru enn á vinnslustigi en útdeiling þeirra mun hefjast bráðlega. Þar á meðal eru 153.500 skammtar af bóluefni Janssen, sem COVAX hóf nýlega móttöku á. Unnið er nú að áætlun um gjafa- sendingu af bóluefni Pfizer, en það verður gert í samræmi við áætlun sóttvarnalæknis um örvunarbólu- setningu. Það sama á við um bólu- efni Moderna, sem einnig er notað í örvunarbólusetningu. Enn sem komið er hefur COVAX ekki hafið móttöku á efni Moderna þó það sé í vinnslu. Fyrir utan COVAX, eða Gavi sem er bólusetningarhluti þess sam- starfs, hefur heilbrigðisráðuneytið í samstarfi við Evrópusambandið ákveðið að senda þá umfram- skammta sem þegar eru í landinu af bóluefni Pfizer til Taílands. Er það gert í gegnum tvíhliða samning því ekki er heimilt að gefa bóluefna- skammta sem þegar hafa borist til landsins til COVAX. Sveinn segir að tímasetning Taí- lands-sendingarinnar liggi ekki fyrir á þessari stundu. Alls eru þetta rúmlega 100 þúsund skammtar. Bólusetningarstaðan í Taílandi er skárri en í Afríku, en engu að síður eru aðeins rétt rúmlega 30 prósent tælensku þjóðarinnar fullbólusett. ■ Íslendingar gefa til Afríku og Asíu Síerra Leóne Fílabeins- ströndin Malí Egyptaland Sambía Tæland Gana Í Taílandi hafa rúmlega 30 prósent af íbúum fengið fulla bólusetningu og í Afríku er hlutfallið innan við 4 prósent. ■ COVAX-samstarf ■ Tvíhliða samningur thorvardur@frettabladid.is BÚRKÍNA FASÓ Réttarhöld vegna morðsins á Thomas Sankara í Búrk- ína Fasó hefjast á mánudag. Hann var fyrsti forseti landsins, frá 1983 til 1987 er hann var myrtur í valda- ráni undir stjórn Blaise Compaore. Compaore og tólf aðrir eru ákærð- ir fyrir fjölda glæpa sem tengjast morðinu. ■ Réttarhöld vegna forsetamorðs Thomas Sankara thorvardur@frettabladid.is ALÞJÓÐASAMNINGAR Í gær sam- þykktu 136 lönd að taka þátt í samkomulagi um 15 prósenta lág- marksskattlagningu á fyrirtæki frá árinu 2023 til að gera fyrirtækjum erfiðara að fela fé í skattaskjólum og koma undan skatti. Talið er að hann muni skila 150 milljörðum dollara í tekjur fyrir löndin sem taka þátt. ■ Samkomulag 136 landa um skatta 10 Fréttir 9. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.