Fréttablaðið - 09.10.2021, Síða 10
100 þúsund skammtar
af bóluefni Pfizer fara
beint frá Íslandi til Taí-
lands.
●
Egyptaland, Malí, Sambía
og Taíland eru meðal þeirra
landa sem fá umfram-
skammta af bóluefnum gegn
Covid-19 frá Íslandi. Alls
eru þetta nokkur hundruð
þúsund skammtar af öllum
þeim bóluefnum sem hafa
verið notuð hér á landi.
kristinnhaukur@frettabladid.is
COVID-19 Ísland mun gefa hundruð
þúsunda skammta af bóluefnum
á komandi mánuðum til fátækari
landa, bæði í gegnum COVAX-
samstarf Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar og í samvinnu við
Evrópusambandið. Þegar hafa
sendingar af bóluefni AstraZeneca
farið til Afríku.
Samkvæmt utanríkisráðuneyt-
inu hafa 35.700 skammtar af bólu-
efni AstraZeneca verið sendir til
Fílabeinsstrandarinnar og 1.920
skammtar til Gana. Í þessum tveim-
ur ríkjum eru innan við 3 prósent
íbúanna fullbólusett við Covid-19
og aðeins um 3,5 prósent í álfunni
allri.
Þetta er þó aðeins byrjunin því
að Ísland mun senda bóluefni til
f leiri landa Afríku. Sveinn H. Guð-
marsson, upplýsingafulltrúi utan-
ríkisráðuneytisins, segir að fyrir
liggi að skammtar af AstraZeneca
fari meðal annars til Malí, Síerra
Leóne, Egyptalands og Sambíu.
Samanlagt gerir þetta tæplega 126
þúsund skammta, eða alla umfram-
skammta Íslands af efninu.
„Allt kapp er lagt á að umfram-
skammtar renni inn í COVAX eins
f ljótt og kostur er á,“ segir Sveinn.
UNICEF sér um flutning á bóluefn-
unum.
Gjafir á öðrum bóluefnum eru
enn á vinnslustigi en útdeiling
þeirra mun hefjast bráðlega. Þar
á meðal eru 153.500 skammtar af
bóluefni Janssen, sem COVAX hóf
nýlega móttöku á.
Unnið er nú að áætlun um gjafa-
sendingu af bóluefni Pfizer, en það
verður gert í samræmi við áætlun
sóttvarnalæknis um örvunarbólu-
setningu. Það sama á við um bólu-
efni Moderna, sem einnig er notað
í örvunarbólusetningu. Enn sem
komið er hefur COVAX ekki hafið
móttöku á efni Moderna þó það sé
í vinnslu.
Fyrir utan COVAX, eða Gavi sem
er bólusetningarhluti þess sam-
starfs, hefur heilbrigðisráðuneytið
í samstarfi við Evrópusambandið
ákveðið að senda þá umfram-
skammta sem þegar eru í landinu af
bóluefni Pfizer til Taílands. Er það
gert í gegnum tvíhliða samning því
ekki er heimilt að gefa bóluefna-
skammta sem þegar hafa borist til
landsins til COVAX.
Sveinn segir að tímasetning Taí-
lands-sendingarinnar liggi ekki
fyrir á þessari stundu. Alls eru þetta
rúmlega 100 þúsund skammtar.
Bólusetningarstaðan í Taílandi er
skárri en í Afríku, en engu að síður
eru aðeins rétt rúmlega 30 prósent
tælensku þjóðarinnar fullbólusett. ■
Íslendingar gefa til Afríku og Asíu
Síerra
Leóne Fílabeins-
ströndin
Malí
Egyptaland
Sambía
Tæland
Gana
Í Taílandi hafa rúmlega 30 prósent af íbúum fengið fulla bólusetningu og í Afríku er hlutfallið innan við 4 prósent.
■ COVAX-samstarf
■ Tvíhliða samningur
thorvardur@frettabladid.is
BÚRKÍNA FASÓ Réttarhöld vegna
morðsins á Thomas Sankara í Búrk-
ína Fasó hefjast á mánudag. Hann
var fyrsti forseti landsins, frá 1983
til 1987 er hann var myrtur í valda-
ráni undir stjórn Blaise Compaore.
Compaore og tólf aðrir eru ákærð-
ir fyrir fjölda glæpa sem tengjast
morðinu. ■
Réttarhöld vegna
forsetamorðs
Thomas Sankara
thorvardur@frettabladid.is
ALÞJÓÐASAMNINGAR Í gær sam-
þykktu 136 lönd að taka þátt í
samkomulagi um 15 prósenta lág-
marksskattlagningu á fyrirtæki frá
árinu 2023 til að gera fyrirtækjum
erfiðara að fela fé í skattaskjólum og
koma undan skatti. Talið er að hann
muni skila 150 milljörðum dollara í
tekjur fyrir löndin sem taka þátt. ■
Samkomulag 136
landa um skatta
10 Fréttir 9. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ