Fréttablaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 8
Það er búið að hanna
kerfi sem nær yfir allan
heiminn sem er ekki
ólöglegt en alltum-
lykjandi og peningar
streyma þarna hægri
vinstri.
Aðalsteinn Kjartansson,
blaðamaður á Stundinni
Félagsmálaráðuneytið auglýsir
styrki til félagasamtaka vegna
verkefna á sviði félagsmála
Auglýst er eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum til verkefna sem heyra
undir málefnasvið félagsmálaráðuneytisins. Félagasamtök sem hljóta styrki á árlögum eða
eru með samninga við ráðuneytið eða stofnanir þess, vegna skilgreindra verkefna, geta ekki
sótt um styrki af safnliðum árlaga fyrir sömu verkefni.
Veittir eru styrkir til afmarkaðra verkefna sem miða að því að veita einstaklingum eða hópum
stuðning, fræðslu og ráðgjöf samkvæmt áherslum félags- og barnamálaráðherra hverju sinni.
Styrkir eru ekki veittir til lengri tíma en eins árs í senn. Þá má meðal annars veita til verkefna
sem felast í því að:
• Útbúa fræðsluefni og standa fyrir fræðslustarfsemi.
• Vera málsvari og standa vörð um hagsmuni félagsmanna.
• Bjóða upp á stuðning og ráðgjöf.
Að þessu sinni verður lögð sérstök áhersla á verkefni sem stuðla að virkni, vellíðan
og valdeflingar einstaklinga í viðkvæmri stöðu s.s. þá sem búa við félagslega
einangrun, ofbeldi eða aðstæður sem hindra þátttöku í samfélaginu.
Hafi umsækjandi áður fengið styrk frá félagsmálaráðuneytinu til verkefnis skal fylgja
greinargerð með upplýsingum um framkvæmd þess og ráðstöfun styrkárins, til þess að ný
umsókn verði tekin til greina.
Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 8. nóvember 2021.
Umsókn sem berst eftir að umsóknarfresti er lokið verður ekki tekin til umöllunar.
Úthlutun fer fram eigi síðar en 15. febrúar 2022.
Sækja skal um á rafrænu formi. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um umsóknir
á rafrænum eyðublöðum er að finna á vef félagsmálaráðuneytisins (www.frn.is).
Pandóruskjölin, einn stærsti
leki fjármálaupplýsinga
sögunnar, afhjúpa auðævi
auðmanna og þjóðarleiðtoga.
Blaðamaður Stundarinnar,
sem rannsakaði hlut Íslend-
inga í skjölunum, segir lekann
staðfesta að aflandshagkerfi
heimsins sé alltumlykjandi og
kerfisbundið.
thorvaldur@frettabladid.is
AFHJÚPUN Pandóruskjölin eru
samansafn 11,9 milljóna ólíkra
skjala frá fyrirtækjum sem sérhæfa
sig í uppsetninga aflandsfélaga og
aflandssjóða. Skjölunum var lekið
til alþjóðlegra samtaka rannsóknar-
blaðamanna (ICIJ) sem deildi þeim
með fjölmiðlum í 117 löndum.
Blaðamenn Stundarinnar, þeir
Aðalsteinn Kjartansson og Ingi
Freyr Vilhjálmsson, fengu það verk-
efni að rýna í skjölin, ásamt Jóhann-
esi Kr. Kristjánssyni hjá Reykjavík
Media. Aðalsteinn segir verkefnið
hafa verið nokkuð umfangsmikið.
„Það er búið að vera nokkurra
mánaða vinna við að kemba þetta.
Ég og Jóhannes Kr. Kristjánsson,
hjá Reykjavik Media, höfum unnið
saman við að vinna fréttir upp úr
sams konar lekum sömu samtaka
þannig að það lá beint við að við
yrðum fengnir til að fara yfir þau
íslensku nöfn sem kynnu að vera í
þessum gríðarlega stóra leka.“
Gögnin eru af ólíkum toga. Upp-
runa þeirra má rekja til 14 fyrir-
tækja víða um heim og er heildar-
stærðin um 2,94 terabæti. Þótt
marga Íslendinga sé að finna í skjöl-
unum er fjöldi þeirra ekki nærri því
jafn mikill og í Panamaskjölunum
árið 2016 er Ísland sló heimsmet
miðað við höfðatölu. Að sögn Aðal-
steins eru Pandóruskjölin um margt
frábrugðin fyrri lekum.
„Þarna er verið að leka upplýsing-
um frá þjónustufyrirtækjum sem
stofna og reka aflandsfélög og sjóði
sem ekki voru í beinu viðskiptasam-
bandi við íslensk fyrirtæki eins og
íslensku bankana. Það er kannski
fyrst og fremst munurinn á þessum
skjölum núna og þeim sem við
köllum Panamaskjölin sem unnið
var úr árið 2016. Þar vorum við með
lögfræðiskrifstofu Mossack Fon-
seca sem var í beinum tengslum við
íslenska bankamenn.“
Gögnin í Panamaskjölunum
brugðu nýju ljósi á tímabilið um
og eftir hrun og staðfestu það
sem marga hafði lengi grunað um
útbreiðslu af landsfélaga innan
íslensks viðskiptalífs. Aðalsteinn
segir skrýtið andrúmsloft hafa ríkt í
íslensku viðskiptalífi á því tímabili.
„Bankarnir seldu sín aflandsfé-
lög eins og hverja aðra vöru. Það
var bara eins og að fá debet- eða
kreditkort eða sparnaðarreikning
fyrir barnið sitt. Peningarnir sem
voru í umferð á þeim tíma og regl-
urnar sem giltu um þetta voru bara
allt aðrar. Í dag sjáum við færri
íslenska einstaklinga í þessu en upp-
hæðirnar eru líka allt aðrar og eðli
þeirra gjörninga sem eru í gangi er
allt annað.“
Er leki skjalanna að segja okkur
eitthvað nýtt og heldurðu að hann
muni breyta einhverju í hinu stóra
samhengi umfram Panamaskjölin?
„Það sem þessi leki núna segir
okkur kannski fyrst og fremst er að
aflandshagkerfið er ekki afleiðing
þess að eitt og eitt fyrirtæki bjóði
upp á þjónustu sem er þess eðlis
eins og birtist í Panamaskjölunum.
Þarna erum við með leka úr fjórtán
ólíkum fyrirtækjum sem sýnir, eins
og ekki verður umflúið, að þetta er
kerfi sem er hannað til þess að funk-
era svona.“
Aðalsteinn og aðrir hafa áréttað
að ekki er ólöglegt að nota félög í
skattaskjólum. Máli skipti hvernig
skattgreiðslum sem snerta slík félög
og eigendur er háttað.
„En þetta auðveldar þeim sem
vilja stunda ólöglega starfsemi að
stunda þá starfsemi og gerir það
erfiðara fyrir yfirvöld, sama hvort
það er á Íslandi eða annars staðar,
að hafa hendur í hári þeirra sem
stunda ólöglega starfsemi. Það er
búið að hanna kerfi sem nær yfir
allan heiminn sem er ekki ólög-
legt en alltumlykjandi og peningar
streyma þarna hægri vinstri. Og það
er kannski það sem þessi leki sýnir
og staðfestir.“ ■
Fé streymir um alltumlykjandi aflandshagkerfi
Aðalsteinn Kjartansson segir skjölin af ólíkum toga. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
gar@frettabladid.is
DÓMSMÁL Landsréttur hefur dæmt
Hör pu og Sinfóníuhljómsveit
Íslands til að greiða sviðsmanni
þrjár milljónir króna í bætur vegna
slyss árið 2012. Varanleg örorka
mannsins var metin 22 prósent.
Slysið varð er maðurinn „leitaðist
við að stíga upp á um það bil 60 sentí-
metra háan pall af um það bil 25 til
30 sentímetra háum palli í hljóm-
sveitargryfju í Eldborgarsal Hörpu í
því skyni að kalla til ljósamanns sem
varð til þess að hann rann á brún efri
pallsins og rak hnéð í hana“, eins og
segir í dómi Landsréttar. ■
Borgi sviðsmanni
bætur vegna slyss
Í Eldborg. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
thorvardur@frettabladid.is
JARÐSKJÁLFTAR Laust eftir mið-
nætti aðfaranótt föstudags varð
skjálfti þrír að stærð við Keili en
lítil skjálftavirkni hefur verið þar
síðustu daga.
„Hrinan heldur áfram en ekki af
sömu ákefð og var fyrstu dagana,“
segir Elísabet Pálmadóttir, náttúru-
vársérfræðingur hjá Veðurstofunni.
Hægt hefur verið um eldgosið við
Fagradalsfjall síðustu vikur. Elísabet
segir að áfram sé vel sé fylgst með
stöðunni á gosinu. ■
Dregið hefur úr skjálftavirkni við
Keili. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Dauf skjálftavakt
8 Fréttir 9. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ