Fréttablaðið - 09.10.2021, Qupperneq 18
Ég vil að hráefnið fái
að njóta sín og sé ekki
of mikið að yfirkeyra
allt annað, ég segi alltaf
að það voru bara þrír
gæjar í Nirvana og það
virkaði.
Veitingastaðurinn Brút var
opnaður nú um helgina í
hinu sögufræga Eimskips-
húsi í Pósthússtræti 2. Þar er
ætlunin að bjóða upp á ferska
fiskrétti úr óhefðbundnu
hráefni.
bjork@frettabladid.is
Á bak við veitingastaðinn stendur
sama þrenningin og á bak við Vín-
stúkuna Tíu sopa, en það eru þeir
Ólafur Örn Ólafsson, Bragi Skafta-
son og Ragnar Eiríksson, en við
náðum tali af þeim síðastnefnda á
lokasprettinum fyrir opnun.
„Þetta er búin að vera löng fæðing
en ég held að við höfum verið farnir
að ræða að opna stað í þessu rými
áður en við opnuðum Vínstúkuna,“
segir Ragnar, en heimsfaraldur tafði
opnun sem upphaflega var ráðgerð
fyrir ári síðan. „Óli er því búinn að
sitja yfir þessu og ofhugsa þetta að
eigin sögn í tvö ár, en þetta er svo-
lítið hans hugarfóstur,“ segir Ragnar
og á þá við meðeiganda sinn Ólaf
Örn Ólafsson vínþjón.
Hráefni sem sést sjaldan
Ragnar stýrir eldhúsi staðarins en
hann var yfirkokkur á veitingahús-
inu Dill þegar það hlaut Michelin-
stjörnu.
„Við ætlum að gera sjávarréttum
mjög hátt undir höfði og nota óhefð-
bundið hráefni.“ Sem dæmi nefnir
Ragnar beitukóng sem framreiddur
verði eins og sniglar eru framreiddir
í Frakklandi. „Við erum líka með
reyktan ál og ufsa sem er frábær
fiskur en er sjaldnast notaður á
seðli.“
Boðið verður upp á íslenskan fisk
og stuðst við evrópska matreiðslu
með smá tvisti. Opið verður fyrir
bæði hádegis- og kvöldverð og eins
er ætlunin að bjóða upp á bröns frá
og með næstu helgi. „Við ætlum að
vera með óhefðbundið bröns hlað-
borð, fisk og svolítið heilsusam-
lega nálgun, það verður ekki allt
löðrandi í beikoni,“ segir Ragnar í
léttum tón. „Ég vil að hráefnið fái
að njóta sín og sé ekki of mikið að
yfirkeyra allt annað, ég segi alltaf
að það voru bara þrír gæjar í Nirv-
ana og það virkaði,“ segir hann að
lokum. n
Óhefðbundið á Brút
Þríeykið á bak
við Brút, þeir
Bragi Skafta-
son, Ólafur Örn
Ólafsson og
Ragnar Eiríksson.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Rýmið hefur verið fagurlega
endur hannað af bresku innanhúss-
hönnuðinum T. B. Bennett í útfærslu
Traðar arkitektastofu. MYND/AÐSEND
Bjart og létt yfirbragð einkennir
staðinn þar sem íslensk samtímalist
frá Gallerí Porti fær að njóta sín á
veggjunum.
Þarna fer
illa saman
hljóð og
mynd.
n Í vikulokin
Ólafur
Arnarson
Við mælum með
Er ég mamma mín?
Enn eru nokkrar sýningar eftir af
verkinu Er ég mamma mín? eftir
Maríu Reyndal. Í verkinu er saga
tveggja kynslóða íslenskra kvenna
túlkuð á snilldarlegan hátt, en það
er magnað, fyndið og nánast óþægi-
legt að rifja upp breytingarnar sem
orðið hafa á íslensku samfélagi frá
því verkið gerist í kringum 1980. Ef
þú ert fædd/ur fyrir þann tíma farðu
í Borgarleikhúsið og taktu mömmu
þína með. n Ævintýraheimur Fiska.is
Gakktu inn í ævintýraheim núðl-
unnar á Fiska.is á Nýbýlavegi. Þar er
tryllingslegt úrval af instant núðl-
um frá allri Asíu auk almennt góðs
úrvals af asískum mat, ávöxtum og
grænmeti. Það tekur mann fram
að jólum að smakka allar núðlu-
tegundirnar en það er um að gera
að taka nokkrar tegundir með úr
hverri ferð og prófa sig áfram. n
Skrímsladeildin vann þótt flokkurinn tapaði fylgi
En það
viðbjóðs-
legasta er
kannski að
afleiðingar
slíkra brota
eru engar.
BJORK@FRETTABLADID.IS
Össu r Skar phéðinsson telu r
skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins
vera sigurvegara kosninganna.
Henni hafi tekist að halda Gunnari
Smára og Sósíalistaflokknum utan
þings, klekkja á Kristrúnu Frosta hjá
Samfylkingunni og skaða Viðreisn,
reyndar með góðri aðstoð. Þar á
Össur við aðkomu seðlabankastjóra,
sem aff lutti tillögur Viðreisnar í
gjaldmiðilsmálum. Össur dáist að
tímasetningu áhlaups skrímsladeild-
arinnar, sem sé „frá tæknilegu sjón-
armiði líklega óaðfinnanleg. Menn
með áratugareynslu að störfum.“
Sjálfstæðisf lokkurinn segist
vera f lokkur athafnafrelsis, lágra
skatta, einkaframtaks og félags-
legrar umhyggju. Í kosningabaráttu
hamrar flokkurinn á stöðugleika og
varar við glundroða, skattahækkun-
um og vinstri slysum. Þarna fer illa
saman hljóð og mynd. Sjálfstæðis-
flokkurinn er ekki lágskattaflokkur
í dag, og situr raunar í vinstri stjórn.
Flokkurinn kallar reyndar veiði-
gjöld „skatta“ og fallist menn á það
má segja að Sjálfstæðisflokkurinn
lækki „skatta“. Sú „skattalækkun“
nýtist þó sægreifum einum. Skatt-
þrep staðgreiðslu voru lækkuð um
síðustu áramót en persónufrádrátt-
ur var jafnframt lækkaður þann-
ig að þeir launalægstu fengu enga
skattalækkun. Veiðigjöld lækkuðu
hins vegar talsvert vegna lagabreyt-
inga ríkisstjórnarinnar.
Í dag hefur Sjálfstæðisflokkurinn
það hlutverk helst að verja gífurlega
hagsmuni sem stórútgerðin hefur af
niðurgreiddum aðgangi að fisknum
í sjónum. Grunngildum sjálfstæðis-
stefnunnar hefur verið fórnað og
hætt er við að gamlir foringjar
f lokksins sneru sér við í gröfinni
sæju þeir hlutskipti hans í dag.
Sjálfstæðisf lokkurinn gengur
ekki lengur til kosninga með grunn-
gildi sín að vopni. Innantómum
klisjum er slengt fram, stefnan
skiptir ekki máli. Skrímsladeild-
inni sleppt lausri. Sannleikurinn er
afstæður. Tilgangurinn helgar með-
alið. Sérhagsmunir stórútgerðar-
innar skulu varðir. Össur er eldri en
tvævetur í pólitík og veit hvað snýr
fram og aftur á pólitískri skepnu.
Skrímsladeildin vann þessar kosn-
ingar. Spurningin er: Hver vinnur
stjórnarmyndunarviðræður? n
Christina Lamb, erlendur fréttaritari The Sunday Times, er væntanleg til landsins í næstu viku og mun hún tala á málþingi UN Women. Þar mun hún fjalla um nýjustu bók sína
Líkami okkar, þeirra vígvöllur, eða Our Bodies,
Their Battlefield.
Christina sem hefur starfað sem erlendur
fréttaritari í yfir þrjátíu ár hefur undanfarin sex
til sjö ár merkt mikla aukningu í kynferðislegu
ofbeldi gegn konum í stríði. Hún segir ofbeldið
notað sem vopn og það kerfisbundið. Þó við
flest höfum heyrt slíkar fréttir leyfi ég mér að
efast um að við höfum raunverulega horfst í
augu við þessa grimmd.
Þetta viðurstyggilega vopn er notað um allan
heim, ekki aðeins í fjarlægum löndum og það er
notað til að niðurlægja og brjóta niður óvininn,
sundra fjölskyldum og hræða fólk til flótta.
Christina segir frá reynslu sinni í átakanlegu
viðtali hér í blaðinu þar sem jafnvel má vara
viðkvæma við viðbjóðslegum lýsingunum. En
það viðbjóðslegasta er kannski að afleiðingar
slíkra brota eru engar. Engar! n
Afleiðingar engar
18 Helgin 9. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2021 LAUGARDAGUR