Fréttablaðið - 09.10.2021, Side 4

Fréttablaðið - 09.10.2021, Side 4
Þau fá þá ekki bara ávítur eða vægar refsiaðgerðir heldur dóm sem er bindandi að þjóðarétti og slíkur dómur gæti jafnvel skyldað Ísland til greiðslu skaðabóta. Snjólaug Árna- dóttir, doktor við Lagadeild HR TRYGGÐU ÞÉR RAM Í FORSÖLU TIL AFHENDINGAR EFTIR ÁRAMÓT ÖRFÁ EINTÖK EFTIR TIL AFHENDINGAR STRAX ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 R A M Doktor í lögfræði varar við því að standa ekki við skuld- bindingar Parísarsáttmálans, Ísland geti reynst skaðabóta- skylt vegna annars alþjóða- samnings. arib@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Hætta er á að íslenska ríkið kunni að verða dæmt skaðabótaskylt á grundvelli hafrétt- arsamnings Sameinuðu þjóðanna og til greiðslu skaðabóta ef ekki verður staðið við skuldbindingar Parísarsáttmálans um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta segir Snjólaug Árnadóttir, nýdoktor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Líkt og greint var frá fyrr í vik- unni er ekkert sem bendir til að Ísland muni ná því markmiði að draga úr losun um einn tíunda hluta af 29 prósenta samdrætti ár hvert á tímabilinu 2021 til 2030, í þeim geirum sem íslensk stjórnvöld bera beina ábyrgð á. Það eru vegasam- göngur, sjávarútvegur, landbún- aður, úrgangur og smærri iðnaður. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, segir blasa við að Ísland verði á endanum beitt refsiaðgerðum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir ljóst að Ísland og önnur ríki þurfi að grípa til hertra og frekari aðgerða. Þar sé aðgerðaáætlunin frá 2020 lykil- stjórntæki sem efla þurfi og styrkja. „Umhverfisstofnun vinnur nú að uppfærðum framreikningum á losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, miðað við uppfærða elds- neytisspá Orkustofnunar. Þegar þeir útreikningar liggja fyrir fáum við gleggri mynd af stöðunni,“ segir Guðmundur. Snjólaug segir að sem aðili að hafréttarsamningnum beri Íslandi skylda til að draga úr mengun hafsins. Ef ekki takist að leysa úr ágreiningi þurfi málið að fara fyrir dómstóla. Umhver f isver ndar- ákvæði samningsins eru mörg hver opin, hefur þá verið litið til annarra samninga við túlkun þeirra. Vísar Snjólaug í Alan Boyle, einn fremsta fræðimann heims á sviði alþjóðlegs umhverfis- og hafréttar, sem fært hefur fyrir því rök að fyrr- nefnd ákvæði hafréttarsamningsins megi túlka með hliðsjón af Parísar- samningnum. „Það þýðir að losun gróður- húsalofttegunda í hafrýmið og afleiðingar þess, svo sem hækkandi sjávarmál og súrnun sjávar, varði fyrrnefnd ákvæði og ríki geti gerst brotleg við hafréttarsamninginn ef þau grípa ekki til fullnægjandi aðgerða til að draga úr þessari mengun,“ segir hún. Með tengingu Parísarsamn- ingsins við sáttmálann er hætta á að Ísland, sem og f leiri ríki, verði dæmd brotleg ef þau uppfylla ekki skuldbindingar sínar. „Þau fá þá ekki bara ávítur eða vægar refsiað- gerðir heldur dóm sem er bindandi að þjóðarétti og slíkur dómur gæti jafnvel skyldað Ísland til greiðslu skaðabóta,“ segir Snjólaug. Vanúatú hefur þegar beðið um álit Alþjóðadómstólsins í Haag á skyldum ríkja til að bregðast við loftslagsbreytingum. „Biðin eftir álitinu mun líklega taka einhver ár en í þessum efnum er þó ekki ráðlegt að bíða og vona það besta. Ísland þarf að grípa strax til aðgerða til að mæta þjóðréttar- legum skuldbindingum sínum um samdrátt í losun gróðurhúsaloft- tegunda. Hinn valkosturinn gæti orðið dýrkeyptur.“ Snjólaug hefur einnig ritað ítar- lega grein sem er aðgengileg á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, þar sem hún varar við því að standa ekki við gefin fyrirheit. n Ísland geti reynst skaðabótaskylt ef ekki er staðið við loftslagsmarkmið n Tölur vikunnar n Fjórar í fréttum Vanúatú hefur beðið um álit Alþjóðadómstólsins í Haag á skyldum ríkja til að bregðast við loftslagsbreytingum. Yfir- borð sjávar hefur hækkað um 6 millimetra á ári frá 1993. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ólöf Helga Adolfsdóttir trúnaðarkona hjá Icelandair „Þetta var mikið sjokk. Ég hef ekki verið rekin áður,“ sagði Ólöf við Fréttablaðið í vikunni eftir að henni, einu konunni í hlað- deildinni, var sagt upp hjá Icelandair. Hildur Þórisdóttir fulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings „Fólk er nátt- úrulega ennþá kvíðið. Það tekur langan tíma að komast yfir hamfarir sem ógna tilveru og lífi íbúa,“ sagði Hildur vegna hamfaraveðurs og flóða á Norður- og Austurlandi. Lenya Rún Taha Karim frambjóðandi til Alþingis „Er þetta ekki annars það sem allir svölu krakkarnir eru að gera?“ sagði Lenya Rún um kæru sína til Alþingis vegna talningar í Norðvesturkjör- dæmi til Alþingis. Sara Björk Gunnars dóttir knattspyrnukona „Ég vonast til þess að verða konum inn blástur til að gera þetta og sýna að það er val að þurfa ekki að kjósa á milli þess að eiga fjölskyldu og atvinnu- mannsferilsins,“ sagði Sara Björk um meðgönguna og ferilinn. n 11,9 milljónir skjala eru í Pandóruskjöl- unum. Skjölin koma frá fyrir- tækjum sem sérhæfa sig í að setja upp aflandsfélög og aflandssjóði. 7,7 milljarðar króna af 10 milljörðum fara í útboð í verkefni Reykjavíkur- borgar við stafræna umbreytingu. 89,5% Íslendinga á aldrinum 40-49 ára eru fullbólusett. 0,25% hækkun stýrivaxta þýðir að stýrivextir fara í 1,5% samkvæmt ákvörðun Seðlabankans í vikunni. 1.270 íbúðir á að reisa á Akranesi á næstu árum, þar af 400 á hinum eftirsótta Sementsreit. 4 Fréttir 9. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.