Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 arfsmannafatnaður rir hótel og veitingahús Hótelrúmföt Sérhæfum okkur í sölu á rúmfatnaði og öðru líni fyrir hótel Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | kristin@run.is | www.eddaehf.is Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Hótelstjórnandann Njótum sumarsins Guðni Einarsson gudni@mbl.is Alls 6.179 ferðamenn frá 48 löndum í sex heimsálfum, sem heimsóttu Týr- ól í Austurríki í febrúar og mars 2020 þegar kórónuveiran breiddist þar út eins og eldur í sinu, hafa gefið aust- urrísku neytendasamtökunum Der Verbraucherschutzverein (VSV) í Vín skýrslu. Þrír Íslendingar eru þeirra á meðal. Langflestir í hópnum eru frá Þýskalandi eða 3.981. Þar á eftir koma 798 Hollendingar, 229 Austur- ríkismenn, 223 frá Stóra-Bretlandi, 162 Belgar, 156 Svisslendingar, 85 Danir, 73 Svíar og 52 Norðmenn svo stærstu hóparnir séu taldir upp. Flestir, eða 73%, höfðu dvalið í skíða- bænum Ischgl. Langflestir í hópn- um, eða 80%, reyndust hafa smitast af Covid-19, samkvæmt upplýsing- um frá VSV. Af þeim sem gáfu skýrslur þurftu 42 að dvelja á gjörgæsludeild og 109 að liggja á sjúkrahúsi. Dauðsföll sem tengdust einhverjum í hópnum voru 32 talsins, flest á meðal Þjóðverja eða 22. Á meðal hinna látnu voru einn Dani og einn Norðmaður. Málsókn undirbúin Dr. Peter Kolba, formaður VSV, segir að um 1.500 úr hópnum hafi nú þegar veitt VSV umboð til að fara með mál sín fyrir dómstóla. Meira en eitt þúsund þeirra eiga aðild að rann- sókn saksóknarans í Innsbruck. Mál þeirra verða því könnuð nánar. VSV hefur einnig aðstoðað fórnar- lömb faraldursins, sem eru með mál- sóknartryggingu, við að fara í mál við austurríska ríkið og krefjast skaðabóta vegna veikinda og dauðs- falla. VSV mun einnig standa fyrir hópmálsókn fyrir fórnarlömb sem ekki eru með málsóknartryggingu. Viðræður standa yfir um fjármögn- un á málskostnaðinum. VSV kannaði hvort fólk sem þurfti að yfirgefa hótel og gististaði fyrr en áætlað var vegna faraldursins hefði fengið ónýttar gistinætur endur- greiddar. Það höfðu rúm 20% þeirra sem svöruðu fengið en tæplega 80% ekki. VSV er að kanna hvort grípa þurfi til aðgerða til að fólk fái endur- greiðslu. Þrír Íslendingar eru í hópnum - Fjöldi fólks frá 48 löndum hefur gefið skýrslur um smitið í Týról í Austurríki AFP Austurríki Þar eru mörg vinsæl skíðasvæði og fólk hefur flykkst þangað í vetrarfríum. Kórónuveirufaraldurinn dró stórt strik yfir þær ferðir. Andrés Magnússon andres@vb.is Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins (SA), segir að allar for- sendur efnahags- og atvinnulífs, þar á meðal forsendur kjarasamninga, hafi fokið út í veður og vind með heimsfaraldrinum. Þar hafi mestu varðað að viðhalda ráðning- arsambandi launþega og vinnuveit- enda. „Það er hrollvekjandi að hugsa til þess að fyrir aðeins ári voru hópar í samfélaginu, sem töldu [faraldurinn] aðeins vera minni háttar hraða- hindrun, sem ekki væri sérstök ástæða til þess að bregðast við,“ seg- ir Halldór Benjamín og vísar til sam- tals SA og verkalýðshreyfingar. „Við fórum í gegnum launahækkun í upp- hafi kreppunnar, sem ég tel að hafi verið mjög misráðin og ég held að við þurfum að halda því samtali til haga.“ Lífskjarasamningarnir fyrir tveimur árum hafi miðað við allt aðr- ar aðstæður, en verkalýðshreyfingin ekki tekið í mál að hrófla við því þeg- ar allar forsendur breytist á einni nóttu. „Afleiðingarnar af launahækk- unum í kreppu verða þær að at- vinnuleysi verður meira en ella, við- spyrnan verður hægari en ella og verðbólgan mun fara af stað. Og hvað hefur gerst? Nákvæmlega það, sem varað var við,“ segir Halldór Benjamín. Samt bjartsýnn Halldór er samt sem áður frekar bjartsýnn, ýmis jákvæð teikn séu á lofti og merkja megi að fólk og fyrir- tæki hafi trú á Íslandi og framtíð- inni. „Við erum sannfærð um að það sé fjölda tækifæra að sækja á Íslandi á næstu misserum og það er ekki bundið við einhverja eina atvinnu- grein.“ Hann telur ferðaþjónustuna skjótt geta náð fyrri styrk, þar sem eldgosið kunni að reynast happ- drættisvinningur. Halldór segir þetta ekki gerast af sjálfu sér og það muni reyna á stjórnvöld á næstunni, að þau þori að greiða götu atvinnulífsins. Ástandið erfið- ara en þyrfti - Halldór Benjamín í Dagmálum Morgunblaðið/Hallur Atvinnulíf Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er gestur í Dagmálum í dag. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir í nýrri skýrslu að verktaki, sem var tímabundinn veghaldari á Vest- urlandsvegi, hafi átt að stöðva um- ferð um veginn þegar grunur var uppi um að nýlagt malbik uppfyllti ekki kröfur um vegviðnám, en blæð- inga varð vart strax um morguninn eftir lögnina. Í skýrslunni er fjallað um banaslys sem varð síðdegis á Vesturlandsvegi í júní á síðasta ári. Þá var fjórum bif- hjólum ekið suður Vesturlandsveg. Ökumaður fremsta hjólsins missti stjórn á hjóli sínu á hálu nýlögðu malbiki og féll hjólið í götuna. Auk ökumanns var einn farþegi á hjólinu og runnu hjólið, ökumaðurinn og far- þeginn yfir á rangan vegarhelming framan á bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Bæði ökumaður og farþegi bifhjólsins létust í slysinu. Ökumaður næstfremsta bifhjólsins missti einnig stjórn á hjóli sínu vegna ástands malbiksins. Hann rann út af veginum og slasaðist. Fram kemur í skýrslunni, að dag- inn sem slysið varð hafi miklar blæð- ingar sést á vegkaflanum þar sem slysið varð en vegviðnámið var ekki mælt fyrr en daginn eftir slysið. Stórir feitir blettir voru í hjólförum akreina í báðar áttir og regnvatn á veginum jók enn á hálkuna og hættu á slysum, að því er segir í skýrslunni. Rannsóknarnefndin beinir í sinni skýrslu þeirri tillögu til Samgöngu- stofu að hún taki til skoðunar hvort þörf sé á bindandi reglum um örygg- isúttektir að loknum viðhalds- og ný- framkvæmdum á vegum. Þá segir nefndin að malbiksfram- leiðsla hafi ekki staðist gæðakröfur og er þeirri tillögu beint til framleið- anda malbiksins að yfirfara alla verkferla og gæðaeftirlit með mal- biksframleiðslu sinni. Bar að stöðva um- ferð vegna malbiks - Rannsóknarnefnd samgönguslysa skilar skýrslu um banaslys Morgunblaðið/Eggert Mótmæli Bifhjólafólk framan við hús Vegagerðarinnar eftir slysið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.