Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021
www.danco.is
Heildsöludreifing
yrirtæki og verslanir
Sumarleikföng í úrvali
Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is
Spaðasett
Frozen m/Bolta
Spiderman m/Bolta
Hlaupahjól
EVO - Inline ABEC
Plop up fidget
ainbow
Pop-Up tjald
PAW PATROL
og Unicorn
85x85x95cm
-
Hoppubolti
Frozen II - 50 cm
Plop up fidget
Lyklakippur
Boltar
FROZEN - 60 mm
Peppa Pig
Eldhús m/áhöldum
66x80 cm
»Kvikmyndin Alma í leikstjórn Kristínar
Jóhannesdóttur var forsýnd í Háskólabíói á
þriðjudagskvöld, en myndin fer í almennar sýn-
ingar frá og með morgundeginum. Eftirvænting
gesta í salnum var mikil enda eru 29 ár síðan
Kristín frumsýndi síðast kvikmynd á hvíta tjaldinu.
Kvikmyndin Alma í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur forsýnd í Háskólabíói
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Glaðbeitt Kristín Jóhannesdóttir ásamt Snæfríði Ingvarsdóttur sem leikur
titilhlutverk myndarinnar og Högna Egilssyni sem semur tónlistina.
Framleiðendur Guðbjörg Sigurðardóttir og Guðrún Edda Þórhannesdóttir.
Gestir Ingibjörg Jónsdóttir, Friðrik Steinn Kristjánsson og Sigrún Sandra
Ólafsdóttir voru meðal prúðbúinna gesta sem mættu á forsýninguna.
Vinir Leikstjórinn Kristín Jóhannesdóttir og Kristbjörg Kjeld sem fer með
hlutverk Högnu, sem ásamt Hlíf tók Ölmu að sér þegar hún var barn.
Eftirvænting Unnur Birgisdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir, sem leik-
ur móður geðlæknisins í myndinni sem Hilmir Snær Guðnason túlkar.
Boðið verður
upp á tvær leið-
sagnir í Lista-
safni Reykjavík-
ur í Hafnarhúsi í
kvöld kl. 20.
Ann-Sofie N.
Gremaud, menn-
ingarfræðingur
og lektor í
dönsku við Há-
skóla Íslands,
veitir leiðsögn um sýningu Ragn-
ars Axelssonar ljósmyndara, Þar
sem heimurinn bráðnar og ber
leiðsögnin yfirskriftina Tímaleysi
á tímum breytinga. Ann-Sofie mun
draga saman sjónarmið úr klass-
ískri listasögu og tengja við hug-
leiðingar um hvernig loftslags-
breytingum er miðlað og þann
aukna áhuga
sem merkja má
á norðurslóðum í
menningu sam-
tímans, eins og
segir í tilkynn-
ingu. Leiðsögnin
fer fram á ís-
lensku og er
nauðsynlegt að
skrá sig í hana á
vefsíðu safnsins,
listasafnreykjavikur.is. Auður Lóa
Guðnadóttir verður með leiðsögn
um sýningu sína Já/Nei í D-sal og
er skráning einnig nauðsynleg fyr-
ir hana. Auður fæst mest við
skúlptúr og vinnur gjarnan með
hversdagslegt myndefni og sterkt
myndmál og leitast við að túlka
hið óvænta en almenna.
Leiðsagnir um sýningar í Hafnarhúsi
Ann-Sofie N.
Gremaud
Auður Lóa
Guðnadóttir
Rannveig Marta Sarc leikur einleik
í Fiðlukonsert nr. 2 eftir Sergej
Prokofíev á tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands í Eldborg
Hörpu í kvöld kl. 20 undir stjórn
Bjarna Frímanns Bjarnasonar.
Rannveig hefur nýlokið meist-
aranámi við Juilliard-listaháskól-
ann í New York. Hitt verkið á efnis-
skrá kvöldsins er Sinfónía nr. 4,
sem einnig er nefnd „Ítalska sin-
fónían“, eftir Felix Mendelssohn.
Kynnir á tónleikunum er Árni
Heimir Ingólfsson og er þeim út-
varpað beint á Rás 1.
Hæfileikarík Rannveig Marta Sarc hóf
fiðlunám fjögurra ára gömul.
Rannveig Marta
einleikari í kvöld
Kvikmynd
Gríms Hákon-
arsonar, Hér-
aðið, hefur
fengið afar já-
kvæða dóma í
Bandaríkjunum
þar sem hún
kom út á föstu-
daginn var og
er nú komin
með ágætiseinkunnina „certified
fresh“ á vefnum Rotten Tomatoes
sem tekur saman gagnrýni fjölda
gagnrýnenda og metur jákvæða
og neikvæða þætti. Héraðið er nú
með 86% á vefnum sem þýðir að
hún er 86% fersk en myndir sem
hlotið hafa neikvæða gagnrýni
eru taldar „skemmdar“ eða „rott-
en“ á ensku. Einkunnina „certi-
fied fresh“, þ.e. staðfest að mynd-
in sé „fersk“, fá þær kvikmyndir
og sjónvarpsþættir sem hljóta
hvað jákvæðasta gagnrýni og
þurfa að uppfylla ákveðin skil-
yrði, m.a. að fimm eða fleiri af
virtustu gagnrýnendum síðunnar
gefi þeim jákvæða dóma.
Héraðið „ferskt“
Grímur Hákonarson
Á sjöundu tónleikum tónleikarað-
arinnar Síðdegistóna í Hafnarborg
sem fram fara á morgun, 7. maí,
koma fram Agnar Már Magnússon
píanóleikari og Andrés Þór gítar-
leikari. Þeir ætla að heiðra Jón Múla
Árnason í tilefni af 100 ára afmæli
hans með efnisskrá tileinkaðri hon-
um. Tónleikarnir eru að auki út-
gáfutónleikar en þeir Andrés og
Agnar hafa nýverið hljóðritað
hljómdiskinn Aldarfar af þessu til-
efni og munu leika úrval laga af
diskinum. Tónleikarnir hefjast
klukkan 18 og standa yfir í klukku-
stund og aðgangur er ókeypis.
Vegna sam-
komutakmark-
ana eru færri tón-
leikasæti í boði en
vanalega en
mögulegt er að
panta sæti í síma
585-5790 á þjón-
ustutíma safns-
ins. Tekið er fram
að grímuskylda
er á tónleikunum
sem verður einnig streymt beint og
hægt að horfa á streymið bæði á
heimasíðu Hafnarborgar og á fa-
cebookviðburði tónleikanna.
Heiðra Jón Múla
Agnar Már
Magnússon