Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 40 ÁRA Eva María Hallgríms- dóttir fæddist á Akureyri 6. maí 1981. Hún bjó fyrstu árin á Akur- eyri en bjó í eitt ár í Svíþjóð með foreldrum sínum. Níu ára flutti Eva María til Hafnarfjarðar en á unglingsárunum fór fjölskyldan á flakk og bjó í Kanada í eitt ár og að auki í Mexíkó í eitt ár. Eftir það átti Eva María heima í Hafnarfirði allt þar til hún fluttist í Kópavog með kærastanum þegar hún var 18 ára. Eva tók stúdentspróf frá Verzl- unarskóla Íslands árið 2001, tók sér svo árspásu frá námi og fór í fyrirtækjarekstur en fór svo ári síðar í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík þaðan sem hún útskrif- aðist árið 2004. Samhliða námi starfaði hún hjá Baugi Group og allt fram til 2009 og eftir það hjá Aurora invest og Aha.is. Vendipunktur í lífi Evu var þó þegar hún stofnaði fyrirtækið Sæt- ar syndir árið 2013. „Ég varð mamma árið 2009 og út frá því spratt upp mikill áhugi á bakstri og fór mikill metnaður í afmæliskökur drengsins sem með tímanum urðu flóknari og veigameiri. Þá kom sú hugmynd upp að skapa fyrirtæki sem sérhæfði sig í köku- skreytingum.“ Nú, átta árum síðar, er fyrirtækið með tvö útibú, köku- gerð og kökubúð í Hlíðasmára og kampavínskaffihús og kökubúð í Smáralind og starfsmannafjöldinn orðinn 13. FJÖLSKYLDA Eva trúlofaðist Halldóri Ólafssyni, f. 4.9. 1978, í mars 1999 og þau giftust 21.7. 2007. Börn þeirra eru Eyrún Björt, f. 16.6. 1998, og Hilmir Freyr, f. 29.6. 2009, og síðan bættist hund- urinn Úlfur við fjölskylduna árið 2017. Foreldrar Evu Maríu eru þau Hallgrímur Sverrisson, f. 1957, og Fanney Gerða Gunnarsdóttir, f. 1960. Eva á eina systur, Guðrúnu Jóhönnu, f. 1977. Eva María Hallgrímsdóttir Ljósmynd/Unnur Magna Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Sestu niður, skipuleggðu tíma þinn svo þú getir komið því í verk sem þú átt að gera. 20. apríl - 20. maí + Naut Það sem dregur fólk að þér eru allir þínir einstöku kostir – ekki hæfni þín til að falla í hópinn. Bjartar hugsanir hjálpa þér við að halda sól í sinni. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er engin skömm að því að leita sér aðstoðar þegar byrðarnar verða manni ofviða. Skipuleggðu samt tíma þinn og vinnubrögð betur. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skil- yrði. Ekkert vex þér í augum og þú mátt vera ánægður með sjálfan þig að loknu dags- verki. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Nú væri réttast að hugsa um þá stefnu sem líf þitt hefur tekið. Reyndu að grípa tækifærin til að koma þér áfram, einkum í tengslum við starfið. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú átt í vandræðum með að komast yfir öll þau boð sem til þín streyma. Fram- kvæmdu hugmynd þína áður en einhver annar verður fyrri til. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú þarft að láta vinnuna ganga fyrir öllu öðru svo að þér takist að ljúka við þau verk- efni sem fyrir liggja. Láttu ekki góðar hug- myndir renna út í sandinn. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Gættu þín að ganga ekki of langt þegar vinir þínir vilja gera þér greiða. Notaðu tækifærið til að gera upp gömul mál. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú hefur unnið lengi að sérstöku verkefni og nú er svo komið að þú kemst ekki lengra án aðstoðar annarra. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Nú er tími til að endurskoða stefnu þína í lífinu. Notaðu skynsemina og haltu þig við staðreyndir. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Láttu allar áhyggjur lönd og leið um stund og lyftu þér upp og njóttu augna- bliksins. Þú kemur meiru í verk ef þú ert út- hvíldur. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þegar um sameiginleg mál er að ræða þýðir ekkert fyrir þig að ætla að stjórna öllu. Eitthvað mun fara úrskeiðis, en þannig er það og þú skalt slappa af. um fræðslu um skógrækt og trjá- rækt, lögðum stund á plöntuuppeldi, ræktun, rannsóknir á runnum og trjátegundum. Félagið varð strax mjög vinsælt og félagar tóku virkan þátt í starfseminni. Við leituðum eftir samvinnu við félagasamtök um sjálf- boðavinnu og árið 1994 voru 54 land- nemafélög sem höfðu sinn gróðurreit í Heiðmörk. Frá upphafi útvegaði Skógrækt- arfélagið plönturnar en landnem- arnir gróðursettu þær. Árlega störf- Garðyrkjuskóla ríkisins. Hann sótti sér einnig frekari þekkingu með námi í Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn. Þúsundir unnið að skógrækt Vilhjálmur tók við sem fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur árið 1969 og lauk störf- um 1996. „Tilgangur félagsins var að vinna að skógrækt og trjárækt í Reykjavík og víðar og auka skilning og áhuga á þeim málum. Við sáum V ilhjálmur Sigtryggsson fæddist 6. maí 1931 í Reykjavík og ólst þar upp. „Ég man eiginlega fyrst eftir mér á hnakk- nefinu hjá pabba. Hestarnir áttu allt- af hug minn og hjarta þegar ég var barn. Pabbi gaf mér hryssu þegar ég var um fermingu, sem ég kallaði Grásu. Hún var skemmtilega viljug og ég ferðaðist mikið á henni um Skeiðin. Ég flutti austur á Votumýri þegar ég var 9 ára og var þar hjá frændfólki mínu til 14 ára aldurs. Ég var mikið í íþróttum sem barn, bæði í sundi og frjálsum. Þegar ég var 14 ára flutti ég aftur til Reykjavíkur til foreldra minna og pabbi byrjaði þá fljótlega að byggja Eskihlíð 5, þang- að sem við fluttum fjölskyldan. Vilhjálmur gekk í Brautarholts- skóla á Skeiðum en þegar hann flutti aftur til Reykjavíkur þá fór hann fyrst í Ingimarsskóla og svo í Aust- urbæjarskóla og lauk þaðan gagn- fræðaprófi 1949. „Þá um vorið sá ég auglýsingu í blaði um skógrækt- arferð, skiptiferð skógræktarfólks til Noregs. Ég hafði samband við Einar Sæmundsson og lýsti yfir áhuga mín- um á að fara í skógræktarnám. Hann hvatti mig áfram og með því var framtíð mín ráðin. Hákon Bjarnason, þáverandi skógræktarstjóri, ákvað að stofna skógræktarskóla á Íslandi og vorum við þrír, sem byrjuðum í skólanum, ég, Brynjar Skarphéð- insson og Indriði Indriðason. Í lok námsins var ákveðið að við færum í vettvangsnám til Alaska. Þar söfn- uðum við fræjum, unnum að stíga- gerð og við veiðivörslu í Anchorage. Við söfnuðum m.a. stafafurufræjum sem við fluttum með okkur heim til Íslands. Þarna úti lærðum við að bjarga okkur við frumstæðan og ein- faldan búnað og kost. Þetta var góð- ur tími og ævintýralegur.“ Þremenningarnir útskrifuðust sem skógræktarfræðingar vorið 1953 og hóf Vilhjálmur þá störf hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur þar sem hann vann nánast alla sína starfsævi auk þess sem hann tók að sér alls kyns verkefni eins og að teikna garða, skipuleggja útivist- arsvæði og sinna stundakennslu við uðu ungmenni hjá okkur á sumrin og gróðursettu plöntur í Heiðmörk og síðar Hólmsheiði, Öskjuhlíð og í Ell- iðaárdal. Má því segja að við höfum alið upp mörg þúsund einstaklinga í skógrækt, grisjun, hreinsun, stíga- gerð og gróðursetningu og ég lagði mig mikið fram að þjálfa vel okkar unga fólk í skógrækt og umhirðu við landið. Það er mér því mjög kært þegar ég hef hitt fullorðna ein- staklinga sem voru hjá mér sem ung- lingar í skógræktinni og minnast þeirrar kennslu sem þau fengu. Við þróuðum aðferð við uppeldi á plöntum sem gerði okkur kleift að gróðursetja um mitt sumar, sem áð- ur var ekki hægt. Á þessum árum héldum við úti öflugu fræðslustarfi fyrir almenning um trjárækt og skógrækt. Við rákum leiðbeining- arþjónustu í Fossvogi. Við buðum öllum 10 ára börnum í Reykjavík í skógræktarstöðina í mars ár hvert og kenndum þeim ýmislegt um sán- ingu, klippingu græðlinga o.fl. Við settum upp trjásýnireit í Vífils- staðahlíð, merktum göngustíga í Heiðmörk og opnuðum fræðslustofu á Elliðavatni. Vilhjálmur var mjög stoltur þegar Reykjavíkurborg var menningar- borg Evrópu árið 2000. „Það vita all- ir sem hafa lifað með þessari breyt- ingu að Reykjavík hefur breyst úr grárri borg í græna vin á þeim árum sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur starfað með borginni að rækt- un á borgarsvæðinu. Það hlýjar mér um hjartarætur að sjá Reykjavík- urborg græna og fallega í dag og hugsa til allra Íslendinga sem komu að þessari vinnu.“ Vilhjálmur var félagi í Kiwanis- klúbbnum Heklu og var forseti hans 1985-1986 og sat einnig í bygginga- nefnd Breiðholtskirkju. Áhugamál hans hafa verið margvísleg gegnum tíðina. „Við hjónin vorum áður mikið á gönguskíðum og á hestum og í al- mennri útivist, ferðuðumst mikið innanlands og erlendis. Ég var með mikla ljósmyndadellu, og tók mikið af myndum, en aðallega af trjám og náttúru. Ég skar einnig út og smíð- aði húsgögn og byggði hús fyrir okkur Dísu og börnin. Síðan eign- Vilhjálmur Sigtryggsson, fv. framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur – 90 ára Ásamt börnunum Í fermingu barnabarns Vilhjálms núna í apríl. Úr grárri borg í græna vin Skógræktarmaðurinn Vilhjálmur. Brúðhjón Herdís og Vilhjálmur. Til hamingju með daginn SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 17. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Í blaðinu verða kynntir margir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem vilja hafa fallegt í kringum sig, breyta og bæta heimilið. Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru. Heimili& hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 21. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.