Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM KRINGLUKAST 6.-10. MAÍ KRINGLAN - SKÓR.IS LandRoverDiscovery Sport Pan. ‘18, sjálfsk., ekinn 31þús. km. Verð: 5.990.000 kr. Greiðsla á mánuði: 42.688 kr.* 800006 Hótel um land allt 65 Orkustöðvar um land allt Notaðir bílar Meira úrval á notadir.benni.is Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 12-16 Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. *Forsendur: 7 ára lán hjá Lykli með 50% útborgun. Sjá nánari upplýsingar um kaupauka á notadir.benni.is Kaupauki með völdum notuðum bílum Sjö nætur á Fosshotel Eldsneytiskort Óvæntur ferðag laðningur Að verðmæti allt að 210.000 kr. Að verðmæti 50.000 kr. Dregið út vikulega Bílabúð Benna gefur þér tækifæri til að kynnast Íslandi betur í sumar og styðja við íslenska ferðaþjó nustu í leiðinni. ÍSLAND VILL SJÁ ÞIG Í SUMAR SsangYongTivoli Dlx ‘18, sjálfskiptur, ekinn 76þús. km. Verð: 2.290.000 kr. SsangYongKoranodHlx ‘18, sjálfskiptur, ekinn 74þús. km. Verð: 3.790.000 kr. Opel Astra Enjoy ST. ‘18, sjálfsk., ekinn 40þús. km. Verð: 2.990.000 kr. Toyota Corolla ActiveHybrid ‘19, sjálfskiptur, ekinn 37þús. km. Verð: 3.690.000 kr. Greiðsla á mánuði: 26.356 kr.* Greiðsla á mánuði: 21.386 kr.* Greiðsla á mánuði: 16.415 kr.* Greiðsla á mánuði: 27.066 kr.* 800043 800006 720134 446829 446836 Lengsta og erfiðasta vetri á minni starfsævi er lokið. Vetri kvíða, vetri álags, vetri áhyggna, vetri and- vöku en einnig vetri sigurs. Sigurs öldr- unarþjónustunnar yfir Covid-19-veirunni. Allt það frábæra starfsfólk öldrunarþjónustu landsins, Grund- arheimilanna þar á meðal, lagði á sig feikn mikið og fórnaði sínu hvers- dagslega lífi til að geta sinnt þeim sem hjá okkur búa. Voru meira og minna í sjálfskipaðri sóttkví síðast- liðið ár. Og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Einnig er ég þakklátur því mikla æðruleysi sem heimilisfólkið sýndi í vetur. Auðvitað áttu margir þeirra erfitt og ekki síður aðstand- endur þeirra. En með þrautseigju, góðu skipulagi og öllu þessu frábæra starfsfólki tókst okkur að komast í gegnum þessar hörmungar og getum borið höfuðið hátt. Þá sýndu aðstand- endur þessum erfiðu aðstæðum skiln- ing og nú er gaman að sjá hversu margir heimsækja sína nánustu. Tak- markanir á heimsóknum á Grund- arheimilin eru í lágmarki og hverfa alveg á næstunni. Fram undan er sumar og sól. Hlýja, notaleg- heit, heimsóknir, ferðir út í bæ, ferðir á kaffihús, sólbekkjaseta í görð- unum okkar og svo mætti lengi telja. Ekki förum við til útlanda á næstunni, í það minnsta ekki fyrri part sumars. Njótum íslenska sum- arsins saman og gerum eitthvað skemmtilegt. Bæði í vinnunni og í sumarfríinu langþráða. Að vakna snemma á morgnana og sjá daginn verða til, fuglana vakna og vita og hlakka til þess að þessi dagur verði fallegur og góður. Þvílík tilfinning. Njótum lífsins saman í sumar! Gleðilegt sumar Eftir Gísla Pál Pálsson Gísli Páll Pálsson » Fram undan er sum- ar og sól. Hlýja, notalegheit, heimsóknir, ferðir út í bæ, ferðir á kaffihús, sólbekkjaseta í görðunum okkar og svo mætti lengi telja Höfundur er forstjóri Grundarheimilanna. gisli@grund.is Reykjavíkurborg hefur ekki látið sitt eftir liggja í að bregðast við Covid- faraldrinum, hvorki í sóttvörnum né efnahagslega. Strax var ákveðið að fylgja leiðsögn helstu hagfræðinga og erlendra stofnana og fara ekki í mikinn niðurskurð og uppsagnir starfsmanna og ýta þannig enn frekar undir vand- ann. Þess í stað var ákveðið að sækja fram með kraftmiklu grænu plani og vaxa út úr vandanum. Faraldur kallaði á aukin útgjöld Ársreikningur Reykjavíkur, sem ræddur var í borgarstjórn á þriðjudag, ber þess merki. Hann ber merki þess að atvinnuleysi Reykvíkinga jókst úr því að vera 3.500 manns í upphafi árs í 8.600 í lok þess. Samdráttur í ferða- þjónustu og minni umsvif þýddu tekju- samdrátt hjá Faxaflóahöfnum, Strætó og Sorpu. Veiking krónunnar og óstöð- ugt gengi þýddi fimm milljarða bók- færðan kostnað hjá Orkuveitu Reykja- víkur. Ársreikningurinn ber þess líka merki að meirihlutinn í borgarstjórn ákvað að standa með fólki og fyr- irtækjum í Reykjavík á erfiðum tím- um. Borgarráð samþykkti á síðasta ári 2,3 milljarða fjárveitingu í aðgerðir til að styðja m.a. menningu, ferðaþjón- ustu, íþróttir, skóla, frí- stund og velferð í borg- inni. Aukin þrif, til að verjast faraldrinum, kostuðu hátt í 100 millj- ónir. Auk beinna framlaga eru ótaldar aðrar að- gerðir, svo sem frestun fasteignagjalda fyrir fyrirtæki sem urðu illa úti vegna faraldursins, lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og að- gerðir sem fjármagn- aðar voru úr fjárhags- ramma sviða borgarinnar. Þá eru líka ótaldar fjár- festingar borgarinnar, sem ákveðið var að flýta og styðja þannig við atvinnu- lífið. Vöxturinn þarf að vera grænn Við í meirihlutanum settum okkur þá stefnu við fjárhagsáætlun þessa árs að gefa í við nauðsynlegar fram- kvæmdir og taka stór græn skref til framtíðar. Sem betur fer sjáum við, m.a. á ársreikningi Reykjavík- urborgar, að ástandið varð ekki eins slæmt og svörtustu spár gáfu til kynna. Skrefin fram á við geta því orðið léttari. En nú er tíminn fyrir framkvæmdir og fjárfestingar. Reykja- víkurborg er öflugt sveitarfélag sem hefur góða burði til að auka við fjárfestingar og örva atvinnulífið. Lægstu skuldir á höf- uðborgarsvæðinu Stór orð hafa verið uppi um skuldastöðu Reykjavíkurborgar, sem gefa kolranga mynd. Skuldir sveitarfé- laga eru takmarkaðar af sveitarstjórnarlögum við 150% skuldaviðmið. Í ársreikningi 2020 er skuldaviðmið Reykjavík- urborgar 88%. Af öðrum sveit- arfélögum á höfuðborgarsvæðinu er skuldaviðmið Garðabæjar 71%, Mos- fellsbæjar 100%, Hafnarfjarðar 101% og Kópavogs 105%. Ef einungis er litið til þess hluta borgarinnar sem er fjármagnaður með skatttekjum og sinnir almennri þjón- ustu við borgarbúa (A-hluta) er hlut- fallið enn lægra og er skuldahlutfall Reykjavíkurborgar lægst á öllu höf- uðborgarsvæðinu. Skuldir Reykjavík- urborgar, þegar hlutur Orkuveitunnar er meðtalinn, hljóma kannski háar. En á móti koma 730 milljarða eignir borg- arinnar og er hrein eign á hvern íbúa hvergi meiri á höfuðborgarsvæðinu. Bjartir tímar fram undan Áætlanir um bólusetningar gefa til- efni til bjartsýni um að unnt verði að ráða niðurlögum faraldursins á þessu ári. Þríeykið hefur staðið sig vel í að verja þjóðina gegn faraldrinum og ég hef sjálf fengið að kynnast því hversu gott skipulag er á bólusetningum. Byrjað er að bólusetja síðasta for- gangshópinn, þar sem árgangar sem voru bara unglingar í gær hafa verið boðaðir. Með hækkandi sól mun Reykjavík áfram standa keik með fólki og fyrirtækjum í borginni. Veita stuðn- ing þegar á þarf að halda og standa við áætlanir um hvernig við ætlum að vaxa út úr kófinu. Eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur »Við ákváðum að sækja fram með kraftmiklu grænu plani og vaxa út úr vandanum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar. Vöxum út úr kófinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.