Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 62
62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 Chelsea og Manchester City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evr- ópu karla í knattspyrnu. Chelsea sló í gær sigursælasta lið í sögu keppninnar, Real Madríd, út í und- anúrslitum 3:1 samanlagt. Chelsea hafði betur 2:0 í síðari leik liðanna í London en mörkin skoruðu Timo Werner og Mason Mount á 28. og 85. mínútu. Þjóðverjinn Thomas Tuchel er því búinn að koma Chelsea í úrslit Meistaradeildarinnar á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri en hann tók við í janúar. Chelsea í úrslit í þriðja sinn AFP Kátir Andreas Christensen og Thomas Tuchel fagna sigri Chelsea. Gömlu stórveldunum ÍBV og Fram er spáð tveimur efstu sætunum í 1. deild karla í fótbolta, Lengjudeild- inni, en keppni hefst þar í kvöld. Ís- lensk getspá og Íslenskur topp- fótbolti fengu formenn, þjálfara og fyrirliða til að raða liðunum upp. Fjölnir og Grindavík voru sett í þriðja og fjórða sæti en Þrótti R og Aftureldingu spáð falli. Keppni í Lengjudeild kvenna hefst einnig í kvöld og þar var FH og Aftureldingu spáð tveimur efstu sætunum, síðan KR og Haukum, en ÍA og Grindavík var spáð falli. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Líkleg Eyjamenn og Framarar þykja með sigurstrangleg lið. Gömul stórveldi á leiðinni upp? TINDASTÓLL – ÞRÓTTUR 1:1 1:0 Hugrún Pálsdóttir 35. 1:1 Katherine Cousins 90. MM Amber Kristin Michel (Tindastóli) Katherine Cousins (Þrótti) M Hugrún Pálsdóttir (Tindastóli) Bryndís Rut Haraldsdóttir (Tindastóli) Andrea Rut Bjarnadóttir (Þrótti) Dómari: Sveinn Arnarsson – 8. Áhorfendur: 150. VALUR – STJARNAN 2:1 1:0 Ída Marín Hermannsdóttir 18. 2:0 Anna Rakel Pétursdóttir 56. 2:1 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir 77. M Sandra Sigurðardóttir (Val) Elísa Viðarsdóttir (Val) Sigríður Lára Garðarsdóttir (Val) Ásdís Karen Halldórsdóttir (Val) Elín Metta Jensen (Val) Anna Rakel Pétursdóttir (Val) Chanté Sandiford (Stjörnunni) Anna María Baldursdóttir (Stjörnunni) Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjörn) Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjörn) Dómari: Bríet Bragadóttir – 7. Áhorfendur: 143. KEFLAVÍK – SELFOSS 0:3 0:1 Brenna Lovera 45. 0:2 Brenna Lovera 66.(víti) 0:3 Hólmfríður Magnúsdóttir 82. MM Brenna Lovera (Selfossi) M Natasha Anasi (Keflavík) Dröfn Einarsdóttir (Keflavík ) Marín Rún Guðmundsd. (Keflavík) Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfossi) Anna María Friðgeirsdóttir (Selfossi) Þóra Jónsdóttir (Selfossi) Caity Heap (Selfossi) Dómari: Atli Haukur Arnarsson – 7. Áhorfendur: 57. FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þeir spádómar að Valur og Breiða- blik yrðu áfram í sérflokki í kvennafótboltanum á komandi sumri virðast geta alveg átt við gild rök að styðjast. En ólíkt höfðust liðin að í fyrstu umferðinni. Blikar voru með flugeldasýningu gegn Fylki í fyrrakvöld en Valskonur máttu þakka fyrir að halda fengn- um hlut og sigra Stjörnuna 2:1 á Hlíðarenda í gærkvöld. _ Ída Marín Hermannsdóttir, sem fyllir skarð Hlínar Eiríks- dóttur í byrjunarliði Vals, skoraði fyrra markið gegn Stjörnunni og Akureyringurinn Anna Rakel Pét- ursdóttir sem hefur leikið í Svíþjóð undanfarin tvö ár bætti við marki með skoti af 30 metra færi. _ Hildigunnur Ýr Benedikts- dóttir, sem skoraði sex mörk fyrir Stjörnuna sextán ára gömul sum- arið 2019 en náði ekki að skora í fyrra, kom Garðabæjarliðinu inn í leikinn með marki á 77. mínútu. Stjarnan fékk tvö ágæt færi und- ir lokin og Garðbæingar heimtuðu vítaspyrnu í uppbótartímunum. „Valskonur voru stálheppnar gegn spræku Stjörnuliði,“ sagði Bjarni Helgason í lýsingu á mbl.is. Mikil umskipti hafa orðið á liði Selfyssinga á milli ára en byrjunin er fín, nokkuð sannfærandi úti- sigur á nýliðum Keflavíkur, 3:0. _ Brenna Lovera er komin aftur til landsins eftir að hafa skorað sex mörk í níu leikjum fyrir ÍBV árið 2019 og hún lét strax að sér kveða í Keflavík þegar hún kom Selfyss- ingum yfir á lokamínútu fyrri hálf- leiks. Lovera bætti við marki úr vítaspyrnu og hefur því gert átta mörk í tíu leikjum í efstu deild. _ Hólmfríður Magnúsdóttir, sem er markahæst núverandi leik- manna í deildinni, innsiglaði 3:0 sigur Selfoss með sínu 123. marki í deildinni. Nálægt sigri í fyrsta leik Nýliðum Tindastóls hefur verið spáð botnsætinu af nær öllum fyrir þetta tímabil en litlu munaði að Skagfirðingarnir hæfu fyrsta tíma- bil sitt í efstu deild með sigri þegar Þróttarar komu í heimsókn á Sauð- árkrók. _ Hugrún Pálsdóttir skoraði fyrsta mark Tindastóls í efstu deild þegar hún kom liðinu yfir á 35. mínútu. Hugrún, sem er 24 ára gömul, er að hefja sitt tíunda tíma- bil með meistaraflokki Tindastóls og hefur áður skorað fjórtán mörk fyrir félagið í B-deildinni. _ Katherine Cousins bjargaði stigi fyrir Þrótt á Sauðárkróki í sínum fyrsta leik hér á landi en hún kom til Þróttar frá Bandaríkjunum í vor. _ Allir leikmenn Tindastóls léku sinn fyrsta leik í efstu deild gegn Þrótti. Í byrjunarliðinu voru sex uppaldir leikmenn Tindastóls, einn frá Akureyri og fjórir erlendir leik- menn. Allar sem komu inn á sem varamenn eru uppaldar hjá félag- inu og engin af þeim níu skagfirsku konum sem tóku þátt í leiknum hef- ur spilað fyrir annað félag. Stálheppnar Valskonur Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlíðarendi Nýsjálenska landsliðskonan Betsy Hassett úr Stjörnunni rennir sér fram hjá tveimur Valskonum í viðureign liðanna í gærkvöld. - Unnu nauman sigur á Stjörnunni - Selfyssingar voru sannfærandi Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll – Þróttur R.............................. 1:1 Valur – Stjarnan....................................... 2:1 Keflavík – Selfoss ..................................... 0:3 Staðan: Breiðablik 1 1 0 0 9:0 3 Selfoss 1 1 0 0 3:0 3 Valur 1 1 0 0 2:1 3 Þór/KA 1 1 0 0 2:1 3 Tindastóll 1 0 1 0 1:1 1 Þróttur R. 1 0 1 0 1:1 1 ÍBV 1 0 0 1 1:2 0 Stjarnan 1 0 0 1 1:2 0 Keflavík 1 0 0 1 0:3 0 Fylkir 1 0 0 1 0:9 0 Meistaradeild karla Undanúrslit, seinni leikur: Chelsea – Real Madrid ............................ 2:0 _ Chelsea sigraði 3:1 samanlagt og mætir Manchester City í úrslitaleiknum. Hvíta-Rússland Bikarinn, undanúrslit, seinni leikur: Torpedo Zhodino – BATE Borisov ....... 1:1 - Willum Þór Willumsson lék allan leikinn með BATE Borisov. _ BATE í úrslit, 5:2 samanlagt. Grikkland Meistarakeppnin: AEK Aþena – PAOK ............................... 1:2 - Sverrir Ingi Ingason var ekki í leik- mannahópi PAOK. Aris – Olympiacos.................................... 1:1 - Ögmundur Kristinsson var ekki í leik- mannahópi Olympiacos. _ Olympiacos 83, PAOK 61, Aris 59, AEK Aþena 55, Panathinaikos 52, Asteras Tri- polis 46. Lettland Riga – Ventspils ....................................... 3:0 - Axel Óskar Andrésson lék ekki með Riga vegna meiðsla. Þýskaland Eintracht Frankfurt – Essen ................. 3:1 - Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Eintracht á 90. mínútu. _ Efstu lið: Bayern München 54, Wolfs- burg 52, Hoffenheim 37, Turbine Potsdam 32, Leverkusen 32, Eintracht Frankfurt 30. >;(//24)3;( Dominos-deild kvenna Breiðablik – Skallagrímur ................... 82:72 Fjölnir – KR........................................ 105:67 Haukar – Keflavík ................................ 67:63 Staðan: Valur 20 17 3 1542:1234 34 Haukar 20 14 6 1457:1335 28 Keflavík 20 14 6 1579:1446 28 Fjölnir 20 13 7 1559:1453 26 Breiðablik 20 8 12 1320:1356 16 Skallagrímur 20 8 12 1390:1471 16 Snæfell 20 4 16 1435:1601 8 KR 20 2 18 1339:1725 4 _ Valur er deildarmeistari og fer í undan- úrslit ásamt Keflavík, Haukum og Fjölni. KR er fallið niður í 1. deild. Meistaradeild Evrópu 8-liða úrslit: Nizhnij Novgorod – Zaragoza ........... 78:86 - Tryggvi Snær Hlinason tók þrjú fráköst fyrir Zaragoza á 11 mínútum. _ Zaragoza mætir Pinar Karsiyaka frá Tyrklandi í undanúrslitum keppninnar á morgun. NBA-deildin Cleveland – Phoenix ................ (frl.) 118:134 Detroit – Charlotte............................. 99:102 Milwaukee – Brooklyn ..................... 124:118 Miami – Dallas .................................. 113:127 New Orleans – Golden State ........... 108:103 Oklahoma City – Sacramento ........... 99:103 LA Clippers – Toronto..................... 105:100 >73G,&:=/D KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Kópavogsvöllur: Augnablik – KR ....... 19.15 Varmá: Afturelding – Grindavík ......... 19.15 Vivaldi-völlur: Grótta – ÍA................... 19.15 Ásvellir: Haukar – FH ......................... 19.15 Víkingsvöllur: Víkingur R. – HK ........ 19.15 1. deild karla, Lengjudeildin: Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Fjölnir . 19.15 Framvöllur: Fram – Víkingur Ó ......... 19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: HS Orkuhöll: Grindavík – Tindastóll.. 18.15 Ásvellir: Haukar – Höttur ................... 18.15 MG-höllin: Stjarnan – KR ................... 19.15 TM-hellirinn: ÍR – Njarðvík................ 20.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Origo-höllin: Valur U – HK ...................... 20 BLAK Forkeppni karla, seinni leikur: Álftanes: Álftanes – Þróttur V. (1:0)... 19.30 Í KVÖLD! Haukar fóru upp að hlið Kefla- víkur í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í gær með sigri 67:63 þegar liðin mættust á Ás- völlum í Hafnarfirði. Erfitt er að segja til um hvern- ig leikirnir munu raðast niður í úrslitakeppninni en Valur, Hauk- ar, Keflavík og Fjölnir munu hafna í fjórum efstu sætunum. Valur tryggði sér deildarmeist- aratitilinn í vikunni og Fjölnir er tveimur stigum á eftir Haukum og Keflavík með 26 stig þegar ein umferð er eftir. Í lokaumferðinni eigast við: Snæfell - Breiðablik, Keflavík - Valur, Skallagrímur - Fjölnir og KR - Haukar. Miðað við gengi KR-liðsins sem er þegar fallið niður í næstefstu deild eru allar líkur á því að Haukar fái tvö stig í lokaumferðinni þótt ekkert fáist gefins í íþróttunum. Leikur Keflavíkur og Vals verður áhuga- verður svo nálægt úrslitakeppn- inni. Alyesha Lovett skoraði 25 stig fyrir Hauka og tók 10 fráköst. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 17 stig og tók 14 fráköst fyrir Hauka gegn uppeldisfélaginu. Daniela Wallen Morillo skoraði 22 stig fyrir Keflavík og tók 12 frá- köst. Fjölnir rauf 100 stiga múrinn gegn KR og vann 105:67 í Graf- arvogi. Lina Pikciuté skoraði 22 stig fyrir Fjölni og Ariel Hearn náði þrefaldri tvennu með 21 stig, 10 fráköst og 10 stoðsend- ingar. Annika Holopainen skoraði 19 stig fyrir KR. Þá vann Breiðablik sigur gegn Skallagrími 82:72 í Smáranum. Jessica Kay Loera var mjög at- kvæðamikil og skoraði 28 stig fyrir Breiðablik og þá tók lands- liðskonan Ísabella Ósk Sigurð- ardóttir 15 fráköst fyrir Blika. Keira Breeanne Robinson var stigahæst hjá Skallagrími með 20 stig og Embla Kristínardóttir skoraði 18 stig. sport@mbl.is Mikil barátta um annað sætið Ljósmynd/Árni Torfason Öflug Alyesha Lovett skoraði 25 stig fyrir Hauka gegn Keflavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.