Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 Stærðir: 36-40 7.996.- / 9.995.- Vnr.: MAR28302 Stærðir: 36-41 10.396.- / 12.995.- Vnr.: MAR28344 KRINGLUKAST 20% afsláttur af völdum skóm Stærðir: 36-40 12.796.- / 15.995.- Vnr.: MAR23787 Stærðir: 37-40 12.796.- / 15.995.- Vnr.: MAR23744 KRINGLAN - SKÓR.IS S K Ó V E R S L U N STEINAR WAAGE Óháð og sjálfstæð eftirlitsnefnd með starf- semi samfélagsvefjarins Facebook staðfesti í gær áframhaldand útskúfun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, af vefnum. Nefndin lagði hins vegar fyrir fyrirtækið að endurskoða bannið innan hálfs árs. Talið er að það gæti haft víðtæk áhrif á reglur um málfrelsi og tjáningarfrelsi á vefmiðlum. Ákvarðanir nefndarinnar eru bindandi fyr- ir Facebook. Skírskotaði hún til atburðanna 6. janúar sl. en þar hefði „Trump skapað um- hverfi þar sem veruleg hætta var á ofbeldi“ en þann dag létu stuðningsmenn hans öllum illum látum í og við þinghúsið í Washington DC. „Miðað við alvarleika ofbeldisverkanna og viðvarandi hættu á ofbeldi var það réttlæt- anleg ákvörðun hjá Facebook að loka áskrift hans að síðunni 6. janúar og framlengja bann- ið daginn eftir,“ sagði nefndin. Aftur á móti var það „ekki viðeigandi af Facebook að þröngva hinni ómarkvissu og óstöðluðu refs- ingu ótímabundið upp á forsetann fyrrver- andi“. Lagði nefndin að Facebook að taka bannið til skoðunar innan sex mánaða og ákveða og réttlæta hlutfallsleg viðbrögð. Fyrrverandi starfsmannastjóri Trumps, Mark Meadows, sagði ákvörðun endurskoð- unarnefndarinnar hrollverkjandi fyrir um- ræður og brjóta þyrfti Facebook-fyrirtækið upp eða koma reglum yfir það. „Hryggð- ardagur fyrir Ameríku, hryggðardagur fyrir Facebook,“ sagði Meadows. agas@mbl.is Facebook íhugi bannið á Trump AFP Ný samskiptasíða Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verður áfram í banni á samfélagsvefnum Facebook og verður að finna sér fót- stall fyrir boðskap sinn og stjórnmálabaráttu á öðrum vefjum. Opnaði hann nýverið eigin vettvang fyrir skilaboð sín til stuðningsmanna. Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Franska ríkisstjórnin hefur varað Breta við því að hún gæti gripið til þess ráðs að rjúfa raf- magn til bresku Ermarsundseyjarinnar Jersey vegna deilna um fiskveiðiréttindi í kjölfar Brexit-samningsins. Sjávarútvegsráðherrann Annick Girardin sagði í franska þinginu að nýjar reglur um veiðistýringu við eyjarnar í Ermarsundi væru óviðunandi. Sagði hún Frakka „tilbúna að beita … hefndaraðgerðum“ í samræmi við samning um viðskipti Evrópusambandsins (ESB) og Frakka eftir Brexit. „Það er leitt að til þessa skyldi koma en við verðum að gera það ef við verðum.“ Jersey er stærst Ermar- sundseyjanna og fær um 95% raforku sinnar um neðansjávarstreng frá Frakklandi. „Einskis verðar“ aflaheimildir Sjávarútvegsráðuneytið í París segir Breta hafa kynnt til sögu „nýjar tæknilegar út- færslur“ við úthlutun aflaheimilda við eyjarnar fyrrnefndu sem þeir hafa ekki komið á fram- færi við ESB. Því væru þær „einskis verðar“. Þessar nýjustu yfirlýsingar þykja til marks um stigmögnun deilnanna um fiskveiðiréttindi sem voru einn helsti ásteytingarsteinn í við- ræðum um samskiptin eftir útgönguna. Franskir sjómenn hafa kvartað undan því að þeim hafi verið útskúfað úr breskri efnahags- lögsögu vegna þessu hversu erfitt sé að verða sér úti um aflaheimildir. Forsenda þess að fá kvóta samkvæmt samningi ESB, segja þeir, er að geta sýnt fram á veiðisögu á svæðinu. Ráða- menn einir á Jersey geta úthlutað veiðiheim- ildum í lögsögu eyjunnar og frá og með síðustu viku eru allar veiðar þar bundnar leyfi. Á föstudaginn var deildi stjórn Jersey út 41 veiðileyfi til franskra fiskiskipa sem búin eru staðsetningarbúnaði þann veg að hægt er að fylgjast með ferðum þeirra. Franska stjórnin segir að böggull hafi fylgt skammrifi og Bretar gert kröfur til skipanna sem útgerðarmönnum þeirra hafi ekki verið gerð grein fyrir áður. Sjávarútvegsráðuneytið í París segir nýju reglurnar „mæla fyrir um hvert skip geta farið og hvert ekki“ ásamt því hversu marga daga þeir geti verið í lögsögunni. „Þetta er ótækt með öllu,“ sagði frú Girardin. „Samþykkjum við þetta fyrirkomulag fyrir Jersey mun það vinna gegn aðgangi okkar alls staðar annars staðar.“ Samtímis þessu hafa útflytjendur sjávar- fangs í Bretlandi goldið hart fyrir bann ESB við útflutningi lifandi skelfisks frá Bretlandi. Mikill meirihluti þessara fyrirtækja er skoskur og við mörgum þeirra blasir fátt annað en gjaldþrot. Bretum hefur og enn sem komið er mistekist að ná nýjum fiskveiðisamningi við Norðmenn. Af þeirri ástæðu fá breskir togarar ekki sótt í þorsk undan ströndum Norður-Noregs. Frakkar hóta að myrkva Jersey AFP Brexit Breskur sjómaður beinir trollinu sína leið á veiðum undan suðvesturströnd Englands. - Saka Breta um að reisa nýjar hindranir við fiskveiðum í lögsögu sinni - Skelfisksbann bítur hart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.