Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 32
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fækkað hefur á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum síðustu vikur og eru nú 300 færri á skránni en í janúar. Um 3.450 manns voru þannig á skránni í janúar borið saman við 3.150 nú. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, kveðst binda miklar vonir við að talan fari talsvert undir 3.000 manns á næstu vikum, eftir því sem atvinnulífið tekur við sér. Það sé ekki síst að þakka bata í ferðaþjónustunni og endurráðning- um á Keflavíkur- flugvelli. „Við eigum eft- ir að fá tölur fyrir apríl en tilfinning okkar er að síðasta helgi hafi verið vendipunktur. Það létti yfir öllu og svo virtist sem viðspyrnan væri sannarlega að hefjast. Það birtist fyrst og fremst í því að störfin streyma inn í átakið Hefjum störf. Ef þetta er byrjunin á því sem koma skal, að bólusettir ferðalangar séu að horfa til Íslands, getum við gert okk- ur vonir um hraðan bata. Flugvöll- urinn er fljótur að draga til sín þegar starfsemin eykst. Hann er mannafls- frekur,“ segir Unnur. Aldrei jafn mörg störf borist Unnur segir átakið um að skapa 7.000 störf hafa haft mikið að segja á Suðurnesjum og um allt land. „Það hafa aldrei jafn mörg störf borist til vinnumiðlunar og núna. Frá því átakið hófst formlega 22. mars hefur verið mikill og jafn gang- ur í framboðinu og nú eru þetta orðin á sjötta þúsund störf (sjá graf) sem eru auglýst fyrir okkar atvinnuleit- endur sérstaklega. Þeir geta sótt um sjálfir innan okkar kerfis og svo er- um við með marga starfsmenn sem eru að miðla í þessi störf. Það fyllir mig bjartsýni hvað atvinnulífið tók vel á móti þessu úrræði. Þetta átak hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Atvinnuleysi á landsvísu mun ábyggilega minnka mjög mikið í sumar. Ég hef fulla trú á því,“ segir Unnur um árangurinn af verkefninu. Að hámarki 527 þúsund Með átakinu fær fyrirtæki sem ræður atvinnuleitanda sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í minnst 12 mánuði styrk sem nemur fullum mánaðarlaunum, eða að hámarki tæplega 473 þúsund krónur á mán- uði að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. Há- marksgreiðsla getur því orðið ríflega 527 þúsund. Að sögn Unnar hefur verið um 25% atvinnuleysi á Suðurnesjum síð- an faraldurinn hófst en 11-12% at- vinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu. „Þótt þetta séu háar tölur vitum við að stór hluti þessa fólks hefur lit- ið svo á að um tímabundið ástand væri að ræða. Það vill bíða ástandið af sér og geta gengið að störfum sín- um aftur þegar ferðaþjónustan fer í gang. Við erum að upplifa þetta í störfum okkar. Við erum í mjög miklum og nánum samskiptum við stóru fyrirtækin á Keflavíkurflug- velli varðandi atvinnumálin.“ Mest voru tæplega 3.400 manns á hlutabótaleiðinni á Suðurnesjum í apríl í fyrra. Að sögn Unnar er áformað að leggja leiðina niður 1. júní nk. Með því muni viðkomandi einstaklingar færast í hefðbundna ráðningarkerfið. Fyrirtæki vakna úr dvala - Forstjóri Vinnumálastofnunar væntir umskipta á Suðurnesjum í sumar - Keflavíkurflugvöllur muni draga til sín fólk þegar flugið fer í gang á ný Unnur Sverrisdóttir Fjöldi á hlutabótaleið á Suðurnesjum Frá apríl 2020 til mars 2021 4.000 3.000 2.000 1.000 0 apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars H ei m ild :V in nu m ál as to fn un 3.394 1.819 668 425455366 B A N K I 877 613 588 493 455 442 368 358 221 218 207 192 143 106 94 88 28 3 Skipting starfa eftir atvinnugreinum í verkefninu Hefjum störf H ei m ild :V in nu m ál as to fn un Gistiþjónusta Verslun og vöruflutn. Ferðaþjónusta ýmis Byggingariðnaður Veitingaþjónusta Opinber þjónusta, fræðsla Listir, söfn, tómst., félög Iðnaður Upplýsingatækni Fiskveiðar/-eldi/-vinnsla Sérfræðiþjónusta Ýmis þjónustustarfsemi Fasteignasala og -leiga Óvíst Fjármál og tryggingar Landbúnaður Sorp og veitur Farþegaflutningar 5.494 störfalls 32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 VOLVO XC90 D5 Dökkgrár með leðuráklæði og ríkulega útbúinn. Nýskoðaður, ekinn 160 þús. km, árg. 2011. Ásett verð 2.880.000 TIL SÖLU Bílasala Íslands | Sími 510 4990 | bilasalaislands@bilasalaislands.is Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 millj- arða króna á fyrsta fjórðungi þessa árs en á sama tíma fyrir ári nam tap af rekstri bankans 1,4 milljörðum króna. Eignir Íslandsbanka nema rúmum 1.385 milljörðum króna og hafa þær vaxið um rúmlega tíu prósent á milli ára. Eigið fé bankans er nú 185,5 milljarðar króna og hefur lækkað frá áramótum. Það nam 186,2 milljörðum um áramót. Eiginfjárhlutfall er 21,9%. Í takti við þróun 2020 Birna Einarsdóttir bankastjóri Ís- landsbanka segir í tilkynningu að það sé ánægjulegt að sjá að afkoma fyrsta ársfjórðungs komi vel út og sé í takti við þá þróun sem var á seinni hluta síðasta árs. Hún bendir á að hagnaður bankans skili arðsemi eigin fjár upp á 7,7% sem sé mikill viðsnúningur frá sama tímabili í fyrra. Í máli Birnu kemur fram að vöxtur hafi verið í heildar- tekjum á milli ára og virðisrýrnun hafi verið mun lægri en á fyrsta árs- fjórðungi síðasta árs. Hún nam 518 milljónum nú en nam 3,5 milljörðum yfir sama tímabil í fyrra. „Fjárfestingar undanfarinna ára í innviðum og stafrænum lausnum og aukin stafræn notkun viðskiptavina leiddu til lækkunar á kostnaðarhlut- falli bankans á milli ára. Innlán frá viðskiptavinum jukust um 2,8% og út- lán til viðskiptavina jukust um 2,3% frá árslokum,“ segir Birna í tilkynn- ingunni. Birna segir að aukninguna í útlán- um megi aðallega rekja til áframhald- andi aukinnar eftirspurnar á húsnæð- islánamarkaði. Hún segir að fjárhagsstaða bank- ans sé áfram sterk og undirstöður traustar. Efnahagsreikningur bank- ans sé traustur með eigin- og lausa- fjárhlutföll vel yfir innri markmiðum og kröfum eftirlitsaðila. Fjármál Arðsemi eigin fjár Íslands- banka á fjórðungnum er 7,7%. 3,6 ma. kr. hagn- aður Íslandsbanka - Eignir aukast um 10% frá fyrra ári Arion banki hagnaðist um 6 millj- arða króna á fyrsta árfsjórðungi. Á sama fjórðungi í fyrra nam tapið 2,2 milljörðum króna. Vaxtatekjur bankans lækka en mikill og jákvæð- ur viðsúningur verður í fjárfesting- artekjum bankans sem eru nú já- kvæðar um 1,5 milljarða en voru neikvæðar um 2 milljarða á sama fjórðungi í fyrra. Þá eru virðisbreyt- ingar útlána jákvæðar nú um 1,1 milljarð en voru neikvæðar um 2,9 milljarða á sama fjórðungi 2020. Rekstrarkostnaður bankans hefur lækkað milli ára og nam rúmum 6 milljörðum en var 6,2 milljarðar á fyrsta fjórðungi síðasta árs. Heildareignir bankans hafa aukist um 0,7% frá áramótum. Eiginfjár- hlutfall hans er nú 26,9%. Segir í til- kynningu frá bankanum að hann sé í „mjög góðri stöðu til að lækka eigið fé með útgreiðslum og mæta eft- irspurn viðskiptavina eftir lánsfé.“ Bankinn greiddi arð og keypti eigin hlutabréf fyrir 14,8 milljarða króna á fjórðungnum. Morgunblaðið/Eggert Afkoma Uppgjör Arion er mun betra en á sama tíma í fyrra. Arion hagnast um 6 ma. - Arðsemi eiginfjár 12,5% á fjórðungnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.