Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Ég átti ýmsar frásagnir og myndir
sem mér fundust vera merkilegar
heimildir um fólkið í landinu. Þetta
voru léttir og skemmtilegir kaflar sem
gátu verið yndislestur. Ég umskrifaði
allar greinarnar og bjó þær í nýjan
búning sem hentaði bókarforminu,“
sagði Sigurður Bogi Sævarsson,
blaðamaður á Morgunblaðinu. Hann
var að gefa út bókina Allskonar fólk.
Hún geymir 39 viðtöl, pistla og mann-
lífsmyndir auk fjölda ljósmynda. Höf-
undur gefur bókina út.
„Margbreytileiki mannlífsins er
meginstef bókar þessarar. Titill henn-
ar kom því af sjálfu sér, því þetta er
bók um fólk. Allskonar fólk,“ segir í
formála. Efnið er fjölbreytt, auðlesið
og flæðir vel. Það spannar breitt litróf
mannlífsins og má segja að höfundur
hafi lagt eyrað að grasrótinni og hlust-
að eftir því sem liggur á hjörtum fólks
til sjávar og sveita. Á meðal viðmæl-
enda er þjóðþekkt fólk eins og Guðni
Th. Jóhannesson forseti Íslands, lista-
maðurinn Erró, Sigþrúður Guð-
mundsdóttir, framkvæmdastýra
Kvennaathvarfsins, Gunnar Þórð-
arson tónlistarmaður, Wioletta Mas-
zota veðurathugunarmaður, Sigurður
Ingi Jóhannsson, ráðherra og formað-
ur Framsóknarflokksins, og Sæmi
Rokk. Einnig er rætt við fólk sem ekki
er eins áberandi í þjóðlífinu en hefur
frá mörgu að segja.
Þverskurður af mannlífinu
„Allt tengist þetta þeirri upp-
sprettu lífsgleði sem ég finn í því að
hitta fólk og heyra sögur þess. Mér
finnst mikilvægt að halda því til haga
hvernig lífið er í landinu. Oft finnst
mér ég vera að erja allt annan garð
eða róa á önnur mið en aðrir fjölmiðla-
menn gera,“ sagði Sigurður Bogi.
Hann byrjaði í blaðamennsku á ung-
lingsárum og stendur nú á fimmtugu.
Greinasafnið er því orðið mikið að
vöxtum. „Ég hef verið að rifja upp síð-
ustu daga ýmsar greinar sem hefðu
mátt vera með í bókinni, en plássið var
takmarkað. Ég reyndi að hafa safnið
fjölbreytt. Þarna eru karlar og konur,
Ísland og útlönd og allir landshlutar.
Góður þverskurður af mannlífinu,“
sagði Sigurður Bogi.
Fleiri viðmælendur eru úr dreifð-
um byggðum en úr þéttbýlinu.
Hvernig stendur á því?
„Mér hefur alltaf þótt gaman að
vera úti á landi og þar hef ég hitt
margt áhugavert fólk. Þegar ég lít yf-
ir farinn veg virðist mér vera gegn-
umgangandi stef í mínu skrifum:
Landið og fólkið. Oft finnst mér fólk
úti á landi vera í betri snertingu við
umhverfi sitt en algengt er á höf-
uðborgarsvæðinu. Mér hefur alltaf
þótt gaman að tengja saman manninn
og umhverfið,“ sagði Sigurður Bogi.
„Ég á efni í margar bækur til við-
bótar. Svo er alltaf nýtt efni að bæt-
ast við. Framhaldið ræðst af því
hvernig þessari bók verður tekið.“
Sótt í uppsprettu lífsgleðinnar
- Meginstefið í bókinni Allskonar fólk er margbreytileiki mannlífsins
- Frásagnir og myndir af fólkinu í landinu - Viðfangsefnið er landið og fólkið
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þingvallavatn Jóhannes Sveinbjörnsson bóndi á Heiðarbæ stímir á murtumiðin. Hann er einn viðmælenda.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Myndlistarkona Sigrún Jónsdóttir á Ásvelli í Fljótshlíð.
Morgunblaðið/Höskuldur Daði
Bókarhöfundur Sigurður Bogi með nýju bókina sína.
Á fundi bæjarráðs Kópavogs í síðustu
viku var meðal annars fjallað um
framkvæmdir vegna viðhalds gatna
og vega í sveitarfélaginu. Frestað var
til næsta fundar afgreiðslu á útvegun
malbiks í kjölfar útboðs, en Malbik-
unarstöðin Höfði átti lægsta tilboð
upp á tæpar 80 milljónir. Colas bauð
næstlægst, 81,8 milljónir.
Í Kópavogspóstinum fjallar Karen
Elísabet Halldórsdóttir, varafor-
maður bæjarráðs, um málið og segir
meðal annars undir fyrirsögninni
Malbik, lægstbjóðandi er Reykjavík:
„Reglulega þarf að bjóða út fram-
kvæmdir og meðal annars efnisút-
vegun malbiks. Sú sérstaka staða
kom upp nýverið að Malbikunar-
stöðin Höfði, sem er í eigu Reykjavík-
urborgar, var lægstbjóðandi í útboði
hjá Kópavogi. Þessi rekstur hefur
vakið hörð viðbrögð hjá Samtökum
iðnaðarins sem benda á brot á jafn-
ræði á þessum markaði gagnvart öðr-
um fyrirtækjum sem ekki eru rekin
fyrir skattfé Reykjavíkurbúa.
Bæjarráð frestaði erindinu en í
mínum huga er þetta einfaldlega
rangt og í því samhengi mætti velta
fyrir sér að Kópavogur stofnaði
steypustöð og myndi bjóða í sínar eig-
in framkvæmdir eða í öðrum bæjar-
félögum,“ skrifar Karen Elísabet.
Knýjandi þörf
Í bókun óskar bæjarráð eftir upp-
lýsingum frá Vegagerðinni um stöðu
hreinsunar og malbiksyfirlagna Ný-
býlavegar. „Knýjandi þörf er orðin á
lagfæringu vegarins,“ segir í bókun-
inni. aij@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Kópavogur Vorverk við Nýbýlaveg.
Lægst-
bjóðandi
Reykjavík
- Höfði bauð lægst
í malbik í Kópavogi
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Heilbrigðisráðuneytið hefur birt til
umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda
drög að aðgerðaáætlun fyrir bráða-
þjónustu og sjúkraflutninga til árs-
ins 2030.
Aðgerðaáætlunin er byggð á til-
lögum starfshóps sem Svandís Svav-
arsdóttir heilbrigðisráðherra fól að
móta stefnu á þessu sviði ásamt
drögum að þjónustuviðmiðum. Um-
sagnarfrestur er til 21. maí næst-
komandi.
Þyrlan ekki hluti af áætlun
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs-
ins kemur fram að heilbrigðisráð-
herra hafi í október 2019 skipað
starfshóp um stefnumótun í sjúkra-
flutningum til ársins 2030. Í byrjun
árs 2020 skilaði starfshópurinn ráð-
herra tillögum að stefnu og drögum
að þjónustuviðmiðum.
Á grundvelli þeirrar vinnu hefur
heilbrigðisráðuneytið unnið drög að
aðgerðaáætlun fyrir sjúkraflutninga
og bráðaþjónustu og notið liðsinnis
fagráðs sjúkraflutninga í þeirri
vinnu.
Tekið skal fram að tillaga um
rekstur á sérhæfðri sjúkraþyrlu er
ekki hluti af þessari áætlun.
Vilja heyra í hagsmunaaðilum
Í fréttatilkynningu á vef Stjórn-
arráðsins segir að heilbrigðisráðu-
neytið leggi áherslu á víðtækt sam-
ráð við lokagerð framkvæmda-
áætlunarinnar og birti hana til
umsagnar með áherslu á að hags-
munaaðilar á breiðum grunni fái
tækifæri til að koma sjónarmiðum
sínum og efnislegum ábendingum á
framfæri.
Birta drög að nýrri
aðgerðaáætlun
- Ný áætlun fyrir sjúkraflutninga
Morgunblaðið/Eggert
Sjúkraflutningar Ný drög birt.