Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 49
reitum og trillukarlar í fjöru.
Hey á túnum. Skólaárin með öllu
sínu. Rigmor Hansen kom innan
að með segulband og kenndi
dansspor. Við settum upp lim-
bóslá og æfðum limbódans.
Matta hrókur alls fagnaðar, létt á
fæti, gat látið til sín heyra, vinur
og leikfélagi af bestu gerð. Ár-
gangurinn okkar var óvenju fjöl-
mennur og við héldum vel hópinn
í bernsku og æsku. Sífelld tæki-
færi til leikja og uppátækja.
Hjartað og tilfinningin segir til
um hve gott var að eiga Möttu
sem skólafélaga og vin. Minning-
in frá þessum tíma gefur hlýju í
hjartað og bros á vör.
Svo urðum við fullorðin og
hver hélt sína leið. Þó svo að liði
jafnvel löng tímaspönn milli hitt-
ings þá var gengið til orðræðu og
léttleika rétt sem skömm stund
væri liðin. Þannig leið tíminn.
Svo einn daginn gerðust þau
Matta og Maggi staðarhaldarar á
veitingastaðnum á Garðskaga.
Og þá lifnuðu tengslin við að
nýju. Hópar ferðalanga komu í
mat og kaffi, vel tekið við gestum
á Garðskaga, heimilislegur mat-
ur, kaffibrauð og þykkar tertur
með rjóma fyrir þá sem vildu.
Jafnvel opinn bar eins og þurfti.
Lífsgleði réð ríkjum. Vinahópur
með Jens Sævar í fararbroddi
stóð fyrir samkomum. Matta eld-
aði, eins og ávallt hress og kát.
Gestum látið líða vel.
Nú er svo komið að Matta á
Bjargi er hluti af minningu okkar
sem höldum fram veginn um
sinn. Sex fermingarsystkini okk-
ar eru gengin. Þeirra er minnst
með hlýju og virðingu. Við áttum
góðan tíma saman í Garðinum
sem börn og unglingar. Eitt af
því góða sem lífið færir eru
traustir vinir.
Magga, fjölskyldu og vinum
eru sendar samúðarkveðjur.
Megi Matta á Bjargi eiga góð-
an farveg á nýjum lendum.
Hörður Gíslason.
Kveðja frá Knattspyrnu-
félaginu Víði
Þau sorgartíðindi bárust á
dögunum að Matthildur Ingv-
arsdóttir hefði fallið frá og er þar
stórt skarð höggvið í hóp fé-
lagsmanna Víðis.
Matta á Bjargi eins og hún var
kölluð hóf að starfa fyrir félagið
fyrir u.þ.b. 40 árum og var sér-
staklega virk á gullaldarárum
Víðis þar sem hún sinnti ýmsum
störfum utanvallar af mikilli
ósérhlífni og ástríðu fyrir félag-
inu.
Það er varla til það sjálfboða-
starf sem Matta hefur ekki geng-
ið í en hún var ávallt tilbúin að
aðstoða við verkefni eins og fjár-
aflanir, viðburði, leiki o.fl. Þá var
Matta sérlega lagin við að hita
hamsatólgina og mörinn og
kenndi unga fólkinu þá kúnst því
það var víst alls ekki sama hvern-
ig það var gert.
Allt gat hún Matta okkar og
var ávallt reiðubúin fyrir félagið
okkar.
Matta var harðákveðin og
hreinskilin og það var gaman að
vera í kringum hana. Hún var
oftar en ekki hrókur alls fagn-
aðar hvar sem hún kom og hlát-
urinn ómaði glatt.
Eftirlifandi eiginmaður Möttu,
Magnús Þór Magnússon, starfaði
lengi vel fyrir félagið m.a. sem
liðsstjóri og er enn tíður gestur á
leikjum félagsins og hefur ávallt
stutt vel við liðið í gegnum tíðina.
Til merkis um það hversu
stórt Víðishjartað var hjá þeim
hjónum þá skírðu þau son sinn
nafni félagsins, Sigmar Víðir, en
hann kom í heiminn sama dag og
Víðir tryggði sér deildarmeist-
aratitil árið 1982 og kom víst
ekkert annað til greina en að
skíra drenginn í höfuðið á félag-
inu.
Á kveðjustund viljum við
þakka Möttu fyrir allt það mikla
og óeigingjarna starf sem hún
innti af hendi í þágu félagsins og
samfélagsins alls í Garði. Ljúfar
og góðar minningar um góðan og
traustan félaga munu lifa og
verða okkur leiðarljós í átt að öfl-
ugra starfi og betra félagi.
Það er með mikilli virðingu og
þakklæti sem Knattspyrnufélag-
ið Víðir Garði sendir Magnúsi og
öðrum aðstandendum sínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Matthild-
ar Ingvarsdóttur.
Fyrir hönd Víðis,
Eva Rut Vilhjálmsdóttir.
Ég hitti Möttu á Bjargi í
fyrsta skipti á Flösinni þegar
hún rak veitingastaðinn sem var í
eigu sveitarfélagsins í Garði. Ég,
nýlega ráðinn bæjarstjóri og
kom til að kynna mér starfsem-
ina. Mjúk en svo hressileg röddin
sem gat líka verið hryssingsleg
eins og norðanáttin sem tók á
móti mér. Sagan segir að Lýð-
veldisvitinn skýli lágreistri
byggðinni við ysta nes Skagans
fyrir kaldri norðanáttinni sem
kemur askvaðandi yfir Flóann.
Þar skellur hún á land þar sem
fyrirstaðan er engin og þá þarf
konan sem skýlir mörgum fyrir
norðannepjunni að vera það
bjarg sem aldrei bifast. Hún tók
ekki sérstaklega hátíðlega á móti
nýjum bæjarstjóra. Sagði honum
að hún hefði nóg annað að gera
en að sitja á rassgatinu í ein-
hverju óþarfa spjalli þegar nóg
væri að gera í vinnunni. Bæjar-
stjórinn gæti bara komið þegar
róaðist um og viðskiptavinirnir
farnir. Það er svona fólk sem allir
vilja hafa í vinnunni hjá sér.
Starfsfólk sem tekur starfið fram
yfir spjall við bæjarstjóra sem
kemur á röngum tíma og nóg að
gera. Matta var líka þeirrar
gerðar að horfa beint í augun á
bæjarstjóranum og þeim sem
hún talaði við og sagði alltaf sína
meiningu. Kona með bjargfasta
meiningu og trú. Það er kostur
við starfsmann sem vinnur sér
inn traust með slíkum hætti.
Samstarf okkar Möttu varð gott
og þróaðist í vináttu og virðingu í
garð hvors annars. Tíminn var
ekki nýttur í meiningarlaus sam-
töl en við áttum góðar stundir
þegar við hittumst. Í veikindum
hennar fylgdist ég vel með en
Covid-fjandinn kom í veg fyrir
heimsóknir til hennar. Við heyrð-
umst reglulega í síma og í þeim
samtölum upplifði ég þessa
sterku konu sem var óbifanlegt
bjarg í veikindum sínum sem
öðru. Þar upplifði ég þennan
sterka grunn og arfleifð sem hún
reisti líf sitt á. Matta sagði mér í
hispursleysi frá veikindum sín-
um. Gerði ekki mikið úr stöðunni,
en ég vissi betur. Matta endaði
alltaf stutta yfirferð af veikind-
um sínum með því að segja á sinn
einlæga hátt: „Það eru nú marg-
ir, Ási minn, sem hafa það verr
en ég.“ Þannig stóð hún sjálf af
sér norðanáttina í sínu lífi, það
voru nefnilega alltaf einhverjir
sem höfðu það verr en hún. Líkn-
andi meðferðin gaf henni gleði-
stund daginn fyrir andlátið.
Helga Tryggvadóttir, nágranni
hennar frá Laufási, sat hjá henni.
Það var kærleiksstund fyrir vin-
konurnar frá Laufási og Bjargi
að hittast eftir allt Covid-fargan-
ið. Þær sátu í sólhúsinu og vissu
báðar að þetta gat verið síðasti
sólardagurinn þeirra á æskuslóð-
um. Maggi bakaði vöfflur og kom
með rjóma og sultu. Þær sátu
saman og spjölluðu en Guð hlust-
aði. Þær eru báðar í hans liði og
að handan biðu margir sem þær
söknuðu. Matta dó innan sólar-
hrings og tók með sér kveðjuna
til Eyjólfs og hún mun kasta
kveðjum á fleiri gamla vini í
Garðinum við sjónarrönd. Bjarg-
ið sem skýldi svo mörgum fyrir
napri norðanáttinni hafði gengið
frá öllu á lokadegi. Talað við
prestinn, valið sálmana í útförina
og gert sjóklárt fyrir síðustu sigl-
inguna gegn norðanáttinni þegar
Matta sigldi út Flóann á ný mið.
Votta Magnúsi og fjölskyld-
unni hjartans samúð.
Ásmundur Friðriksson.
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021
✝
Þjóðbjörn Jó-
hannsson
fæddist á Akranesi
þann 30. apríl
1974. Hann lést 25.
apríl 2021 að
heimili sínu. For-
eldrar Þjóðbjarnar
eru Guðríður
Hannesdóttir, f.
22.3. 1948, og Jó-
hann Þóroddsson,
f. 27.10. 1942.
Systur Þjóðbjarnar eru
Valgerður Jóhannsdóttir og
Rannveig Jóhannsdóttir. Val-
gerður er gift Saikou Badje.
Valgerður á dæturnar: 1) Marí-
önnu Vestmann Grétarsdóttur,
sambýlismaður hennar er Aron
Örn Jónsson og 2)
Sigurrós Vest-
mann Þórð-
ardóttur. Rannveig
er gift Sigurbrandi
Jakobssyni og eiga
þau saman börnin:
Emblu Rós Vest-
mann, Anítu Sif
Vestmann, Einar
Snæ Vestmann, Jó-
hann Pétur Vest-
mann, Jakob
Hannes Vestmann og Magnús
Bjarma Vestmann.
Þjóðbjörn lætur ekki eftir
sig nein börn.
Útför hans fer fram frá
Akraneskirkju 6. maí 2021
klukkan 13.
Í dag kveðjum við frænda okk-
ar og vin, Þjóðbjörn (Bjössa). Við
viljum minnast hans í nokkrum
orðum. Bjössi fæddist á Akranesi
og ólst þar upp. Hann var góður
drengur, rólegur í fasi og bros-
mildur. Barngóður var hann og
hjálpsamur. Bjössi átti góða for-
eldra og fjölskyldu. Þegar hann
var unglingur veiktist hann af
flogaveiki, sem breytti lífi hans.
Bjössi hugsaði mikið og spurði oft
heimspekilegra spurninga um lífið
og tilveruna. Hann fylgdist líka vel
með þjóðfélagsmálum. Bjössi
hafði ýmis áhugamál, var handlag-
inn, m.a. varðandi tölvur og tækni-
mál tengd þeim. Hann gaf einnig
út nokkrar smásögur. Bjössi hafði
góða söngrödd og hafði mikinn
áhuga á tónlist, þá helst þunga-
rokki. Hann átti mikið af geisla-
diskum og spólum með myndum
og músík. Hann fór einn vetur í pí-
anónám og var líka einn vetur í
lúðrasveitinni. Bjössi fór til Þýska-
lands og lærði þar nudd og var þar
í eitt ár. Við og hans fjölskylda
höfum alltaf verið í góðu sambandi
og oft hist við hin ýmsu tækifæri í
gegnum árin. Við hittum Bjössa af
og til þegar hann kom í heimsókn
til foreldra sinna. Svo kom hann
stundum í heimsókn til okkar. Það
var alltaf gaman að hitta hann.
Bjössi bjó í Reykjavík um tíma en
flutti síðan til Selfoss þar sem
hann bjó í eigin íbúð. Hann kunni
vel við sig á Selfossi.
Við fjölskyldan þökkum Bjössa
fyrir allar góðar samverustundir í
gegnum tíðina.
Megi guð geyma hann og varð-
veita.
Við sendum foreldrum hans,
systrum og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Bjarni og Kristín, Þóroddur,
Rúnar Dýrmundur, Freyr,
Valur Oddgeir og
fjölskyldur.
Nú ertu farinn elsku bróðir
minn og við munum ekki eiga fleiri
gæðastundir saman. Þú áttir oft
auðvelt með að láta mann brosa
með þinni dásamlegu kaldhæðni,
eins og þegar þú bjóst til jólakort
handa fjölskyldunni og í því stóð:
„Það er ekkert grín að vera svín
og vera étinn á jólunum.“ Eða
þegar við fórum saman á Titanic í
bíó rétt áður en ég fór til Portú-
gals 20 ára gömul og þú sást svo
mikinn húmor í frekar sorglegri
mynd að fólk fyrir aftan okkur var
farið að sussa á okkur því við hlóg-
um svo mikið. Þú varst alltaf stóri
bróðirinn minn sem hugsaði vel
um litlu systur frá því að við vor-
um krakkar og þú dróst mig
áfram á kassabílnum út um allt, ég
fékk oft að vera með þér og vinum
þínum í bíló eða playmó. Svo
kenndir þú mér líka að gera sumt
sem mamma var ekki hrifin af eins
og að fara út um gluggann þinn
upp á bílskúrsþak og hoppa niður
eða klifra niður vegginn í garðin-
um. Þú hafðir mikla hlýju að gefa
og varst góður við þá sem áttu
bágt og fjölskyldu þína og vini. Þú
tókst því mjög illa ef einhver vog-
aði sér að abbast upp á litlu systur
þína og reyndir meira að segja að
vernda mig gegn vinum sem þú
sást í gegnum en ég neitaði að sjá
að væru ekki góðir vinir. Þú hafðir
nefnilega einstakt lag á því að sjá í
gegnum fólk og varst fljótur að
finna hverjum þú vildir kynnast
betur eins og sýndi sig þegar þú
kynntist Steina vini þínum sem þú
áttir alveg sérstakt samband við
með alveg einstakri vináttu þar
sem þið studduð hvor annan gegn-
um súrt og sætt. Við vorum vön að
gera grín að veðrinu á afmælis-
daginn þinn; alltaf var sól á mínum
afmælisdegi en oftast rigning á
þínum, en þú lést rigninguna ekki
stoppa þig í að grilla á afmælis-
daginn þinn og gerðir bara grín að
því en fórst ekkert í fýlu yfir því.
Þú sást oft spaugilegar hliðar á
hlutum sem aðrir sáu kannski ekki
og kvartaðir aldrei þótt þú hafir
oft á tíðum átt erfitt sérstaklega
vegna flogaveikinnar. Ég mun
aldrei gleyma öllum góðu stund-
unum sem við áttum saman þegar
við bjuggum bæði í Reykjavík, þá
brölluðum við ýmislegt saman. Þú
mættir alltaf í partí hjá mér hress
og kátur og þegar þú vannst sem
dyravörður á skemmtistöðum í
bænum kíkti ég stundum við bara
af því að þú varst að vinna þar. Þú
tókst þig svo vel út í því starfi og
varst svo virðulegur og stóðst þig
líka alltaf mjög vel. Minningarnar
um þig eru of margar til að geta
talið þær allar upp hér. En hvíldu í
friði elsku bróðir minn og ég vona
að þú hafir það gott þarna hinum
megin, hver veit; kannski siturðu
með Óðni og drekkur mjöð! Megi
englarnir vaka yfir þér alltaf.
Þín systir,
Rannveig Jóhannsdóttir.
Þjóðbjörn
Jóhannsson
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
STEINUNN PÉTURSDÓTTIR,
lést 22. apríl.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 7. maí klukkan 13.
Steymt verður frá útförinni á facebook-síðunni: Jarðarfarir í
Akureyrarkirkju - Beinar útsendingar.
Kristinn Jóhannesson Tuula Jóhannesson
Pétur Jóhannesson Berit Jóhannesson
Sigurjóna Jóhannesdóttir
Anna Jóhannesdóttir Ágúst Hafsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ÁGÚSTA TÓMASDÓTTIR
frá Ólafsvík,
en bjó lengst af í Hjálmholti 10
í Reykjavík,
lést þriðjudaginn 27. apríl.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. maí
klukkan 15 og verður einnig streymt á eftirfarandi slóð:
https://youtu.be/yS_u7iQ1E1A.
Sérstakar þakkir til heilbrigðisstarfsfólks á Blóð- og
krabbameinslækningadeild Landspítalans.
Erla Berglind Tryggvadóttir Þórður Ófeigsson
Ragnhildur Ýr Tryggvadóttir
Ástþór Hugi Tryggvason
Jónína Margrét Þórðardóttir
Steinunn Ágústa Þórðardóttir
Þórdís Erla Þórðardóttir
Ástkær sonur okkar, bróðir og barnabarn,
KRISTÓFER INGI KJÆRNESTED,
lést sunnudaginn 25. apríl.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju
miðvikudaginn 12. maí klukkan 15.
Streymt verður frá útförinni og hægt er að
nálgast það á: www.mbl.is/andlat.
Ásgerður Ósk Jakobsdóttir Stefán Kjærnested
Viktoría Ósk Kjærnested
Arndís Ósk Kjærnested
Hrafnhildur Ósk Kjærnested
Elínborg S. Kjærnested Símon Ingi Kjærnested
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
INGIMAR ÞORBJÖRNSSON
frá Andrésfjósum,
lést á Heilbrigðisstofnum Suðurlands
fimmtudaginn 29. apríl.
Útförin fer fram frá Ólafsvallakirkju laugardaginn 8. maí
klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verður aðeins nánasta fjölskylda
viðstödd. Athöfninni verður streymt á promynd.is/ingimar.
Magnea Ástmundsdóttir
Ingigerður Ingimarsdóttir Guðjón Guðmundsson
Bjarni Ingimarsson Valgerður Rún Heiðarsdóttir
Ingunn Helgadóttir Lárus Guðmundsson
Ingimundur Kristinsson Ingibjörg Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur vinur minn og eiginmaður,
ÍVAR KOLBEINSSON,
lést föstudaginn 28. apríl.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju
þriðjudaginn 11. maí kl. 13.
Vegna fjöldatakmarkana verður athöfninni
streymt á slóðinni:
https://youtu.be/hxQBBTxOJbE og einnig á
vefsíðunni: mbl.is/andlat.
Hafþór Haraldsson