Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARST með og án rafmagns lyftibú Komið og skoðið úrvalið ÓLUM naði Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þjóðverjinn Phillip Lahm, sem var fyrirliði þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það varð heims- meistari árið 2014, er kominn í sam- starf með íþróttadeild Morgunblaðs- ins og skrifar pistla um knattspyrnu. Þeir munu birtast reglulega í blaðinu undir heitinu „Mitt sjónarhorn“ en Lahm mun þar fjalla um eitt og ann- að sem tengist íþróttinni. Lahm er 37 ára gamall og lagði knattspyrnuskóna á hilluna fyrir fjórum árum eftir afar farsælan feril þar sem hann lék með Bayern Mün- chen í fimmtán ár og spilaði 113 landsleiki fyrir Þýskaland á ell- efu árum. Síðasti landsleikur hans var úrslitaleikur HM í Brasilíu árið 2014 þar sem Þjóðverjar sigr- uðu Argentínu 1:0, en fimm dög- um eftir leikinn tilkynnti Lahm að landsliðsferli sín- um væri lokið. Hann hefur verið ráð- inn mótsstjóri Evrópumóts karla sem fram fer árið 2024. Lahm skrifaði bók um sig og feril sinn árið 2011, þá 27 ára gamall. Hún vakti mikla í Þýskalandi, ekki síst vegna skrifa hans um vinnubrögð fyrrverandi þjálfara sinna. Pistlar Lahms eru skrifaðir í sam- vinnu við Oliver Fritsch, íþrótta- ritstjóra þýska netmiðilsins Zeit On- line, og birtast einnig í fjölmiðlum nokkurra annarra Evrópulanda. Morgunblaðið er samstarfsaðili Lahms og Zeit Online á Íslandi. Fyrsti pistill hans er í íþróttaopnu blaðsins í dag og fjallar um Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Man- chester City, en Lahm lék undir hans stjórn hjá Bayern frá 2013 til 2016. Lahm líkir þjálfunaraðferðum hans við stórmeistara í skák eða hljóm- sveitarstjóra sem nær því besta út úr hverjum hljóðfæraleikara. »63 Fyrirliði heimsmeistaranna skrifar pistla í Morgunblaðið Phillip Lahm - Phillip Lahm fjallar um Pep Guardiola í blaðinu í dag Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta er gríðarlega sjaldgæf auka- verkun,“ sagði Björn Rúnar Lúð- víksson, yfirlæknir ónæm- isfræðideildar Landspítalans og prófessor í ónæmisfræði, um óvenjulega blóðtappa í heila sem tengdir hafa verið við bóluefni Ast- raZeneca. „Þetta er mjög flókið mál og margþætt,“ bætti Björn Rúnar við. Hann sagði að því miður beri tölum um tíðni alvarlegra aukaverkana ekki alveg saman frá hinum ýmsu löndum. „Svo virðist sem alvarleg tilfelli aukaverkana sem tengjast AstraZeneca hafi verið hlutfallslega flest í Noregi og Danmörku. Nýlega var birt samantekt frá Hollandi og Austurríki. Þar var lýst blóðtöppum í um 15 tilfellum á hverja milljón bólusettra.“ Meiri hætta af sjúkdómnum Tilvik blóðtappa í heila á meðal bólusettra með AstraZeneca eru fá. Þau hafa verið frá einu tilviki af hverjum 70-80 þúsund bólusettra upp í einn af hverjum 200-230 þús- und bólusettra. Björn sagði að þetta væri gríðarlega lág tíðni. Til sam- anburðar nefndi hann að á meðal kvenna sem nota getnaðarvarn- arpilluna fái 3-7 konur af hverjum 10.000 blóðtappa. Mjög lítill hluti þeirra fær þá alvarlegu blóðtappa í höfði sem tengdir hafa verið við AstraZeneca-bóluefnið. „Við megum ekki gleyma því að þeir sem fá Covid-19-sjúkdóminn eru í verulega mikið meiri hættu á að fá blóðtappa en þeir sem fá bólu- setningu með AstraZeneca. Blóð- tappar sem fylgja sjúkdómnum geta myndast víða í líkamanum, ekki bara í höfðinu heldur líka í lungum, kálfa eða hjarta. Tíðnin á því getur verið frá 5-30% af þeim sem sýkj- ast,“ sagði Björn Rúnar. Tíðnin er líklega hæst hjá þeim eldri, fólki með undirliggjandi áhættuþætti og hjá þeim sem fá alvarlegustu sýk- ingarnar. Blóðtappamyndun er fá- tíðari hjá þeim yngri og þeim sem fá lítil einkenni eftir Covid-19-sýkingu. Hættan á alvarlegum aukaverk- unum eftir bólusetningu með Astra- Zeneca er mest hjá 20-40 ára kon- um en mjög óveruleg hjá konum 60 ára og eldri. „Ekki má gleyma því að þetta eru gríðarlega sjaldgæfar aukaverkanir,“ sagði Björn Rúnar. Hann kvaðst vera algjörlega sam- mála nálgun sóttvarnalæknis og taldi hana mjög skynsamlega. Kon- um sem fæddar eru 1962-1966, sem ekki hafa áhættuþætti sem auka hættu á segamyndun, er boðin bólu- setning með AstraZeneca. Yngri konum verða boðin önnur bóluefni. Tvær sprautur eða ein Þeir sem eru bólusettir með AstraZeneca, Moderna eða Pfizer fá tvær sprautur á meðan ein sprauta af Janssen dugar. Hvers vegna? „Janssen er af sama flokki og AstraZeneca en aðeins öðruvísi uppbyggt. Þeir hjá Johnson & Johnson, sem framleiða Janssen, hönnuðu sínar meðferðarrannsóknir frá byrjun út frá því að það þyrfti bara eina bólusetningu. Við vitum núna að vörnin eftir eina sprautu af hinum þremur bóluefnunum er mjög góð. Í sumum tilvikum ertu kominn með 75-85% vörn gegn þessum alvarlega sjúkdómi eftir að- eins eina bólusetningu,“ sagði Björn Rúnar. Komnar eru frumniðurstöður úr prófunum með bólusetningar hjá 12-16 ára börnum. Þær skiluðu mjög góðum árangri með litlum sem engum hliðarverkunum. Því aukast líkurnar á því að hægt verði að bólu- setja börn fyrr en seinna. Nýlega birtust einnig mjög góðar niðurstöður varðandi konur sem voru barnshafandi, en vissu ekki af því, og voru bólusettar. Þeim farn- aðist mjög vel og virtist ekki vera aukin hætta á því að bólusetningin hefði slæm áhrif á fóstrið eða með- gönguna. Bólusetning hættuminni en að veikjast - Aukaverkanir vegna bólusetninga gegn Covid-19 fátíðar - Góðar frumniðurstöður hjá börnum Morgunblaðið/Eggert Bólusetning Alls verða 40.000 bólusettir hér á landi í þessari viku. Þar af fá 14.000 Pfizer, 6.500 Janssen, um 15.000 AstraZeneca og 4.000 Moderna. Það er ekki nema von að landsmenn iði í skinninu að komast út til að fagna sumrinu. Veðrið síðustu daga í höfuðborginni hefur verið með eindæmum gott og starfsmenn borgarinnar hafa staðið í ströngu við að færa borgina í sumarham. Hluti af því er að mála heita pottinn á baðströndinni í Nauthólsvík, enda munu eflaust margir flatmaga þar í sumar, þegar sóttvarnatakmörkunum hefur verið aflétt. Óhætt er að fullyrða að sumarið verði ansi gott miðað við þann vetur sem nú er um garð genginn. Morgunblaðið/Baldur Arnarson Starfsmenn borgarinnar keppast við að vera á undan góða veðrinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.