Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 37
37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021
Á Herzl-hæð í Jerú-
salem stendur sérstæð
bygging sem nefnist
Yad Vashem. Hún er í
senn minningarreitur
og safn. Þar er gestum
opnaður heimur gyð-
ingahaturs sem í gegn-
um aldirnar hefur tekið
á sig ýmsar myndir,
flestar skelfilegar.
Lokahluti safnsins er
helgaður minningu
þeirra sem urðu fórnarlömb haturs-
ins á 20. öld og þar er ljósi varpað á
hvernig vítisvélar Þriðja ríkisins
reyndu að fullkomna drauma þeirra
sem hatast út í tilvist gyðinga og fóru
langt með að ná ætlunarverkinu, að
þurrka gyðinga út af jörðinni.
Einhverjir héldu að þegar tjaldið
féll um miðbik síðustu aldar og í ljós
kom hvernig Hitler og samverka-
menn hans breyttu Evrópu í slátur-
hús myndi hatrinu slota. Enn fleiri
töldu mikilvægt að gyðingar fengju
stofnað eigið ríki – í skjóli frá því fólki
sem hatar þá mest. Árið 1948 stóðu
Sameinuðu þjóðirnar að stofnun Ísr-
aelsríkis, á landsvæði þaðan sem gyð-
ingar hafa forðum verið herleiddir og
hraktir. Þar höfðu gyðingar leitað
skjóls á ný allt frá 19. öld og keypt
þar jarðnæði, ræktað upp og breytt
úr eyðimörk í gróðurvin.
En þá tók hatrið alræmda á sig
nýja mynd og strax við stofnun rík-
isins réðust nágrannaríkin á Ísrael.
Hefur það ástand varað með hléum
síðan og í hverju varnarstríðinu á
fætur öðru hafa Ísraelar unnið
stærra svæði í kringum upphafleg
landamæri ríkis síns, einkum í því
skyni að tryggja öryggi sitt. Á það við
um svæðin allt frá Gólanhæðunum í
norðri og niður að Sínaískaganum í
suðri. Sum af þessum svæðum verða
aldrei látin af hendi – öryggisráðstaf-
anir ráða því. Önnur svæði hefur Ísr-
ael látið eða boðið í skiptum fyrir frið.
Það á m.a. við um stór landsvæði á
Vesturbakkanum. Miðuðu Óslóar-
samkomulögin tvö að því marki og
lögðu leiðtogar á borð við Bill Clinton
og Itzak Rabin allt í sölurnar fyrir
sátt milli Palestínumanna og Ísraela.
Sá síðarnefndi galt raunar fyrir þá
viðleitni með lífi sínu (það hafa fleiri
gert, m.a. Anwar Sadat, forseti
Egyptalands).
Sáttin var sprengd í loft upp, eink-
um vegna framgöngu Yassirs Arafats
sem aldrei vildi frið og safnaði gríð-
arlegum auði persónulega í skjóli
átaka milli þjóðanna tveggja. Enn er
tekist á en reyndar hefur á síðustu ár-
um orðið friðvænlegra á svæðinu. Ísr-
aelar hafa friðmælst við sífellt fleiri
þjóðir í Mið-Austurlöndum og er sá
friður mikill þyrnir í
augum þeirra sem
gegnsýrðir eru af gyð-
ingahatri. Draumur
þeirra virðist sá að Ír-
anar reki Ísraela á haf
út eða sprengi í loft upp
með kjarnorku-
sprengjum sem þeir
paufast við að smíða.
Í þessum aðstæðum
gera almennir borg-
arar, jafnt Ísraelar og
Palestínumenn, tilraun
til þess að lifa eðlilegu
lífi og uppfylla vonir sín-
ar og væntingar til lífsins. Þar skiptir
efnahagsleg afkoma miklu máli. Er
aðdáunarvert að fylgjast með fólkinu,
m.a. á Vesturbakkanum, nýta sér
ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu
til þess að skapa sér og sínum góð
lífsskilyrði. Döðlurnar sem ræktaðar
eru við Dauðahafið eru engu líkar og
gestrisni og móttökur ferðaþjónustu-
aðila í Jeríkó eru eftirminnilegar. Þar
starfa gyðingar og Palestínumenn
hlið við hlið. Hagsmunir þeirra eru
gagnkvæmir og samofnir. Samstarfið
þar á milli hefur aukið á friðinn og
dregið úr spennu sem er ærin fyrir.
Um þetta samstarf leyfði ég mér
að fjalla í grein í ViðskiptaMogga í
liðinni viku og benti fólki á að gaman
sé að dreypa á rauðvíni úr smiðju
Psagot, vínræktanda sem starfar á
Vesturbakkanum. Komst vínið í frétt-
ir þegar það var skráð á vefsíðu Vín-
búðanna með upprunalandið Ísrael.
Hið rétta er að á umbúðum vínsins er
það sagt upprunnið á landsvæði „hins
forna Ísraels“ og er það rétt. Vín-
ræktin fer hins vegar fram á her-
numdu svæði, en lýtur yfirráðum
Ísraels. Á Vivino og víða annars stað-
ar er kirfilega greint frá því að vínið
er frá Vesturbakkanum og hefði farið
ágætlega á því að sami háttur væri
hafður á þegar kom að skráningunni
hér á landi.
Grein þessi um vínið varð til þess
að tveir kumpánar, Hjálmtýr V.
Heiðdal og Einar Steinn Valgarðs-
son, sem báðir segjast vera meðlimir í
félaginu Ísland-Palestína, rituðu
grein í Morgunblaðið sem birt var í
gær. Þar fullyrða þeir að undirritaður
sé stuðningsmaður mannréttinda-
brota Ísraelsríkis. Ganga þeir raunar
svo langt að halda því fram að ég hafi
sagt mig úr samfélagi siðaðra manna
með skrifum mínum. Þeim finnst það
ódýrt lymskubragð að segja viðskipti
og atvinnulíf skapa frið á svæði á borð
við Vesturbakkann. Bera þeir fyrir
sig Genfarsáttmálann og Mannrétt-
indasáttmála Sameinuðu þjóðanna og
reyna um leið að spyrða skoðanir
mínar saman við afstöðu stjórn-
málaflokks sem lýtur forystu núver-
andi forsætisráðherra Ísraels.
Einari Steini og Hjálmtý er aug-
ljóslega mikið í mun að enginn friður
náist milli Ísraela og Palestínumanna
og rímar sú afstaða mjög við opinbera
stefnu félagsskaparins sem þeir
tengja sig við. Þeir eru í grundvallar-
atriðum á móti tilveru Ísraelsríkis og
sú afstaða virðist byggjast á andúð og
hatri á gyðingum. Að saka menn um
slíkt er vissulega alvarlegur hlutur en
skrif þeirra bera hins vegar vott um
hina miklu heift. Birtist hún ekki að-
eins í afstöðunni til gyðinganna
sjálfra heldur einnig hvernig þeir
missa stjórn á sér vegna saklauss
greinarkorns um rauðvín.
En kannski á þessi afstaða þeirra
félaga ekki að koma á óvart.
Skemmst er að minnast þess að
Hjálmtýr vann sér til frægðar á fyrri
tíð að hafa gerst sérstakur talsmaður
Pols Pots hér á landi. Varði hann, svo
eftir var tekið, ófreskjuna sem stýrði
Kambódíu með harðri hendi á átt-
unda áratug síðustu aldar. Reyndi
hann æ ofan í æ að gera lítið úr þjóð-
armorðinu sem Pot stóð fyrir og sagði
tölur um mannfall í landinu hið
minnsta stórlega ýktar – eins og það
væri afsökun fyrir blóðbaðinu. Þessi
fylgispekt Hjálmtýs verður lengi í
minnum höfð og skipar honum á bekk
með ákveðnum hópi manna. Væri for-
vitnilegt að kalla eftir því hvernig
Hjálmtýr telur framgöngu andlegs
leiðtoga síns samræmast fyrr-
nefndum Genfarsáttmála eða mann-
réttindasáttmálanum. Best hefði þó
verið að geta borið þá spurningu und-
ir þær tvær milljónir manna sem féllu
fyrir hendi Pols og með velþóknun
þeirra sem studdu hann og styðja.
Sú hugmyndafræði sem Hjálmtýr
og Einar Steinn aðhyllast varð undir
á 20. öldinni. Það er ástæðan fyrir því
að þessi skoðanaskipti geta átt sér
stað. Hefðu skoðanir þeirra orðið of-
an á væri ekki um neitt slíkt að ræða.
Þeir sem taka undir ofstæki þeirra fé-
laga notast hvorki við SodaStream né
leggja sér til munns rauðvínið frá
Psagot. Þeir hinir sömu verða að lesa
vandlega á umbúðir bestu lyfja sem
framleidd eru í heiminum og neita
væntanlega að taka þau inn þótt lífið
liggi við.
Illa dulið gyðingahatur
Eftir Stefán Einar
Stefánsson » Skrif þeirra bera hins
vegar vott um hina
miklu heift. Birtist hún
ekki aðeins í afstöðunni
til gyðinganna sjálfra
heldur einnig hvernig
þeir missa stjórn á sér
vegna saklauss greinar-
korns um rauðvín.
Stefán Einar
Stefánsson
Höfundur er fréttastjóri viðskipta
á Morgunblaðinu.
Það hefur vakið at-
hygli á undanförnum
misserum að Arnar
Þór Jónsson héraðs-
dómari hefur oftsinnis
skrifað blaðagreinar
um viðhorf sín til hinn-
ar lagalegu aðferðar
sem og stundum um
önnur þjóðfélagsmál
sem til meðferðar hafa
verið í þjóðfélaginu. Að
baki greinum Arnars
hefur ávallt legið djúp hugsun og
málefnalegur heiðarleiki. Að þeim
hefur verið mikill fengur fyrir al-
menning.
Nú berast þau tíðindi að Arnar
hafi sagt sig úr Dómarafélagi Ís-
lands „vegna ágreinings um tjáning-
arfrelsi dómara og efni siðareglna
félagsins“. Gegnum þetta má lesa að
aðrir félagsmenn í DÍ hafi amast við
skrifum Arnars og vilji meina dóm-
urum að tjá sig um þjóðfélagsmálin.
Þetta eru kostuleg tíðindi. Auðvit-
að njóta dómarar allra sömu mann-
réttinda og aðrir borgarar, þ.m.t.
tjáningarfrelsis. Hafi þeir skoðanir
á málefnum sem deilum valda í þjóð-
félaginu, t.d. um innfluttar reglur
um orkupakka, er auðvitað heppi-
legt að þeir tjái þær opinberlega.
Vitneskja um slíkar skoðanir getur
síðan valdið því að dómari sem tjáir
sig geri sig vanhæfan til að sitja í
dómi í máli þar sem kann að verða
tekist á um málefnið sem um ræðir.
Öllu réttlæti er þá fullnægt með því
að málsaðilar geta gert kröfu um að
dómarinn víki sæti ef á þetta reynir.
Þeir hafa nefnilega fengið að vita
um skoðanir dómarans í tíma.
Nú skulu menn ekki telja eitt
augnablik að starfandi dómarar í
landinu hafi ekki skoðanir á marg-
víslegum ágreiningsefnum sem uppi
eru í samfélaginu á hverjum tíma.
Þær hafa þeir allir og oft getur verið
mikill tilfinningahiti í sálum þeirra,
þó að þeir hafi aldrei tjáð sig opin-
berlega um slíkar skoðanir sínar.
Flestir þeirra hika ekki við að taka
sæti sem dómarar í málum þar sem
reynir á slík ágreiningsefni. Þetta
finnst þeim í lagi, þar sem enginn
veit um þessar skoðanir. Hið sama
gildir þegar þeir eiga beinna hags-
muna að gæta sem enginn veit um,
eins og dæmin sanna. Þeir ganga
svo margir í dómsstörf blygð-
unarlaust í þágu þeirra viðhorfa sem
þeir aðhyllast eða
hagsmuna sem þeir
eiga. Væri nú ekki
betra að þeir hefðu
kunngjört opinberlega
um slík atriði sín, svo
að aðilar dómsmálanna
geti þá krafist þess að
þeir víki sæti ef þeim
þykir tilefni til?
Muna menn til dæm-
is eftir upplýsingunum
sem komu fram fyrir
nokkrum árum, um að
fjöldi dómara hefði átt
fjárhagsmuna að gæta sem fóru for-
görðum við bankahrunið 2008? Þeir
hikuðu samt ekki við að taka sæti
sem dómarar í málum, þar sem
menn voru sóttir til saka fyrir að
hafa valdið hruninu og þar með tapi
þeirra. Um þetta vissi enginn fyrr
en löngu eftir að dómar voru gengn-
ir. Nú eru að koma slag í slag óskir
frá Strassburg um upplýsingar um
fjárhagsmuni dómara sem svona
stóð á um.
Er þetta ekki dásamlegt? Svo
sitja þessir sömu dómarar á fundum
í DÍ og amast við því að aðrir dóm-
arar komi fram af þeim heilindum
sem þeir sjálfir forsmáðu. Má ég
frekar biðja um grandvaran og
hugsandi mann eins og Arnar Þór
Jónsson í dómarasæti.
Þess skal getið að siðareglur dóm-
aranna voru settar á aðalfundi í nóv-
ember 2017. Þar er m.a. að finna
reglu sem mælir fyrir um háttsemi
dómara sem látið hafa af störfum.
Það eina sem vantaði í regluna var
nafn mitt. Ég var samt ekki félagi í
þessu félagi eftir að ég lét af störf-
um sem hæstaréttardómari á árinu
2012.
Það eru miklir grínistar sem
sækja aðalfundi Dómarafélags Ís-
lands til að setja dómurum siða-
reglur.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
» Flestir þeirra hika
ekki við að taka sæti
sem dómarar í málum
þar sem reynir á slík
ágreiningsefni. Þetta
finnst þeim í lagi, þar
sem enginn veit um
þessar skoðanir.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er fyrrverandi dómari
við Hæstarétt Íslands.
Grínistar í
Dómarafélagi
Íslands
Við lifum að sönnu
sögulega tíma. Síðast-
liðin ár hafa einkennst
af sviptingum í al-
þjóðakerfinu. Yfir-
standandi heimsfar-
aldur hefur svo sett
samfélög um allan
heim úr skorðum og
breytt heimsmyndinni
til frambúðar. Við svo
hvikular aðstæður ríð-
ur á að standa vörð um
hagsmuni lands og þjóðar. Það hefur
utanríkisþjónustan gert undanfarin
misseri sem aldrei fyrr.
Í dag verða utanríkismál rædd á
Alþingi þegar ég flyt þinginu mína
árlegu skýrslu ráðherra um utanrík-
ismál, auk skýrslu um framkvæmd
EES-samningsins. Það er afar mik-
ilvægt að þingmenn eigi skoðana-
skipti um þessi mikilvægu mál og
sérstakt fagnaðarefni að utanríkis-
mál eru á nýjan leik að fá verðugan
sess í umræðunni.
Öflug utanríkis-
viðskipti eru und-
irstaða áframhaldandi
velsældar og aukinn
stuðningur við útflutn-
ingsgreinar mótar við-
spyrnu okkar við far-
aldrinum. Hjá
viðskiptavaktinni sem
leit dagsins ljós síðast-
liðið haust geta íslensk
fyrirtæki leitað að-
stoðar við brýnum úr-
lausnarefnum hvenær
sem er. Um leið höfum
við kappkostað að styrkja grundvöll
utanríkisviðskiptanna. Efnahags-
samráð sem sett var á fót með
Bandaríkjunum 2019 er orðið að ár-
vissum viðburði, framtíðarviðræður
við Bretland verða vonandi brátt til
lykta leiddar og hagsmunagæsla á
vettvangi EES-samstarfsins er
ávallt í öndvegi.
Að sama skapi er áhrifaríkasta
leiðin til að uppræta fátækt og bæta
lífskjör í heiminum að styðja við at-
vinnuuppbyggingu í þróunarlönd-
unum. Aðkoma einkageirans er lyk-
ilforsenda þess enda hafa
þróunarlöndin sjálf kallað eftir
henni. Heimstorg, samstarfsverk-
efni utanríkisráðuneytisins og Ís-
landsstofu, miðlar upplýsingum til
íslenskra fyrirtækja um möguleg at-
vinnuþróunarverkefni í þróunar-
löndum og víðar. Samstarfssjóður
atvinnulífs um heimsmarkmið Sam-
einuðu þjóðanna er líka kominn á
fullan skrið en hann er ætlaður ís-
lenskum fyrirtækjum sem stuðla
með starfsemi sinni að hagsæld í
þróunarríkjum.
Við höfum einnig lagt áherslu á að
tryggja enn betur öryggi Íslands
gagnvart þeim síbreytilegu ógnum
sem nú eru uppi. Sérstök deild fjöl-
þáttaógna hefur verið stofnuð í ráðu-
neytinu sem greinir nýjar áskoranir,
til dæmis á sviði netógna og upplýs-
ingaóreiðu, og mótar viðbrögð við
þeim. Öryggi grunninnviða á borð
við ljósleiðaraþræði er líka for-
gangsmál. Áfram leggjum við svo
okkar af mörkum til öryggis- og
varnarsamstarfs á vettvangi Atl-
antshafsbandalagsins svo og Norð-
urlanda og annarra líkt þenkjandi
ríkja.
Stigvaxandi þungi hefur færst í
samstarf um málefni norðurslóða
enda dylst engum þýðing þessa
svæðis gagnvart þeim áskorunum
sem mannkynið stendur nú frammi
fyrir. Loftslagsmálin eru eitt af
áhersluatriðum vel heppnaðrar for-
mennsku Íslands í norðurskauts-
ráðinu en henni lýkur með ráðherra-
fundi í Reykjavík í maí. Við höfum
sannarlega mikið fram að færa í
þessum efnum, bæði hvað varðar
nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa
en líka nýsköpun á sviði kolefnis-
bindingar.
Mannréttindi eru leiðarljós í öllu
okkur starfi sem og þau lýðræð-
islegu gildi sem alþjóðakerfið bygg-
ist á. Það er áhyggjuefni að sótt er
að þessum gildum, oft í skjóli Co-
vid-19. Fámenn herlaus ríki eins og
Ísland eiga mikið undir því að sátt
ríki um þessi grunngildi og al-
þjóðalög almennt. Við beitum okkur
á vettvangi alþjóðastofnana hér eftir
sem hingað til og í einstökum mál-
um.
Síðastliðin misseri hafa verið bæði
krefjandi og um margt þungbær en
um leið sýnt fram á þolgæði þjóð-
arinnar og styrk. Ég er stoltur af ár-
angri utanríkisþjónustunnar við að
styðja íslenskt atvinnulíf og gæta
hagsmuna borgaranna á slíkum
óvissutímum. Nú þegar við sjáum
ljósið við enda ganganna stendur Ís-
land sterkt að vígi í samfélagi þjóð-
anna.
Ljósið við enda ganganna
Eftir Guðlaug Þór
Þórðarson »Ég er stoltur af ár-
angri utanríkisþjón-
ustunnar við að styðja
íslenskt atvinnulíf og
gæta hagsmuna borg-
aranna á slíkum óvissu-
tímum.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Höfundur er utanríkis- og
þróunarsamvinnuráðherra.