Morgunblaðið - 13.05.2021, Side 2

Morgunblaðið - 13.05.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 60+ meðGunnari Svanlaugs 13. október í 3 vikur Tenerife Verð frá kr. 299.900 AUKAFERÐ! Uppselt í ferðirnar 22. og 29. september Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ráðherrar funda á Íslandi - Sögulegur fundur utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands haldinn í Reykjavík - Rússland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu af Íslandi Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Antony J. Blinken, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rúss- lands, munu funda í Reykjavík 20. maí næstkomandi í tilefni af ráð- herrafundi Norðurskautsráðsins. Ísland hefur farið með formennsku í ráðinu undanfarin tvö ár en nú taka Rússar við keflinu. Þetta staðfesti Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunar- samvinnuráðherra Íslands, við mbl.is í gær. Fundurinn sögulegur Guðlaugur segir að fundurinn verði sögulegur og að Höfði, þar sem Reagan Bandaríkjaforseti og Gorbastjov, leiðtogi Sovétríkjanna, hittust árið 1986, komi vel til greina sem fundarstaður. „Þetta er fagnaðarefni. Það má alltaf búast við því að eitthvað gott komi út úr svona fundum, sérstak- lega þegar utanríkisráðherrar ríkja hittast augliti til auglitis,“ segir Guðlaugur. „Það liggur alveg fyrir að Höfði stendur til boða,“ bætir hann við. Ljóst er að fundurinn verði hald- inn í Reykjavík og þá er Höfði aug- ljós kostur. Síðast var haldinn álíka fundur í Höfða í september 2019 þegar Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, for- seta Íslands, og Katrínu Jakobs- dóttur forsætis- ráðherra. Allflestir Ís- lendingar annað- hvort muna eftir eða hafa heyrt um leiðtogafund- inn í Höfða 1986, þegar Reagan Bandaríkjafor- seti og Gorbat- sjov, leiðtogi Sovétríkjanna, hittust og ræddu saman. Það er gjarnan sagt hafa verið upphafið að endalokum kalda stríðsins. Við sama tilefni hittust utanrík- isráðherrar Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna, hinn nýlátni George Shultz og Eduard Ambrosiyevich Shevardnadze, í Höfða. „Við höfum komið því skýrt á framfæri að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að þessi fundur verði sem farsæl- astur. Það er auðvitað sögulegt að utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittist hér í Reykja- vík,“ segir utanríkisráðherra. Rússar taka við af Íslend- ingum Eins og fyrr segir er tilefni fund- arins ráðherrafundur Norðuskauts- ráðsins, sem fram fer í næstu viku. Í Norðurskautsráðinu sitja átta lönd, Ísland, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð, Kanada, Banda- ríkin og Rússland ásamt samtökum frumbyggja á svæðinu. Ísland hef- ur farið með formennsku í ráðinu undanfarin tvö ár og taka Rússar nú við keflinu. „Ég hef núna stýrt ráðinu fyrir hönd okkar Íslendinga síðastliðin tvö ár og það hefur verið sannur heiður að fá að leiða störf á þessum vettvangi. Við höfum fengið mikið lof fyrir störf okkar í ráðinu þessi tvö ár, og það við erfiðar aðstæður, og nú afhendum við Rússum kefl- ið,“ segir Guðlaugur. Sergei Lavrov Antony Blinken Guðlaugur Þór Þórðarson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það hefur allt gengið mjög vel til þessa. Æfingin á mánudag gekk betur en við þorðum að vona en annars höfum við mikið verið uppi á hóteli,“ segir Eurovision-farinn Daði Freyr Pétursson. Daði og Gagnamagnið komu til Rotterdam um síðustu helgi en þar fer Euro- vision-keppnin fram í næstu viku. Ísland stígur á svið seinna undan- úrslitakvöldið á fimmtudag. Mikil- væg æfing verður hjá hópnum í dag. „Það er búningaæfing. Við verðum í búningum, greidd og förð- uð. Mér skilst að ef eitthvað kemur upp á geti upptaka frá þessari æf- ingu verið notuð í keppninni. Þann- ig að það er alveg séns að við séum að keppa í dag,“ sagði Daði. Góð stemning er í íslenska hópn- um þrátt fyrir að sóttvarnaráðstaf- anir komi í veg fyrir að hann geti farið allra ferða sinna frjáls. Raunar mega Daði og félagar aðeins fara út í stuttar gönguferðir og þurfa reglulega að fara í kórónuveirupróf. Kvöldvaka var hjá íslenska hópnum á þriðjudagskvöld. Þar voru ýmsir leikir á dagskrá auk pöbbkviss. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson sigraði í kvissinu með nokkrum yfirburðum að sögn Daða. Daði hefur farið í fjölda viðtala síðustu daga og fram undan eru fleiri æfingar. Annað rennsli verður á miðvikudaginn í næstu viku og eftir helgi verður sömuleiðis við- burður þar sem keppendur labba á rauðum dregli og pósa fyrir mynda- vélar. Daði og Gagnamagnið gerðu sér- stakan Eurovision-bjór í samstarfi við Borg brugghús og kallast hann 10 Beers með vísan til lagaheitisins 10 Years. Bjórinn er að sjálfsögðu með í för á keppninni. „Ég held að það séu ekkert mjög margir sem ferðast með fulla tösku af bjór til Hollands. Okkur fannst nauðsynlegt að vera með 10 Beers á keppninni, þetta fullkomnar pakkann. Allir í merktum peysum og með merktan bjór. Og að sjálfsögðu skáluðum við eftir æfinguna á mánudaginn.“ Lykilæfing hjá Daða í dag - Góð stemning í Eurovision-hópn- um í Rotterdam Ljósmynd/Rúnar Freyr Gíslason Stuð Daði og Gagnamagnið við sér- merkta rafmagnsbíla í Rotterdam. Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Menningarsamningur mennta- og menningarmálaráðuneytis og Akur- eyrarbæjar var undirritaður á Akur- eyri í gær. Meginmarkmið hans er að efla hlutverk bæjarins í lista- og menningarlífi á Íslandi og stuðla að fleiri menningartengdum störfum í bænum. Samningurinn kveður á um 230 milljóna króna árlegan stuðning ríkisins við menningarstarf bæjarins og er hann til þriggja ára. Um er að ræða 15% hækkun frá fyrri samn- ingi. „Akureyrarbær státar af fjöl- breyttu menningarlífi og það er mik- ilvægur liður í okkar menningar- stefnu að stuðla að uppbyggingu, aðgengi og fagmennsku í listalífi íbúa um land allt. Þannig eflum við samfélög og stuðlum að auknum lífs- gæðum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra. Víðtæk áhrif Ásthildur Sturludóttir, bæjar- stjóri á Akureyri, segir að langt og farsælt samstarf hafi verið á milli ráðuneytisins og bæjarins og því sé ánægjulegt að staðfesta framhald þess. „Tilgangur samningsins er að byggja upp atvinnustarfsemi í list- um á Akureyri og við lítum svo á að með því styrkjum við mikilvæga inn- viði fyrir Norður- og Austurland því áhrifin teygja sig langt út fyrir bæj- armörkin. Svæðið sem heild eflist sem búsetukostur og atvinnufólk í listum á fleiri raunverulega valkosti en höfuðborgarsvæðið eitt þegar það velur sér vettvang,“ segir Ásthildur. Gerðu menn- ingarsamning - 230 milljóna króna árlegur stuðningur Morgunblaðið/Margrét Þóra Undirritun Lilja Alfreðsdóttir og Ásthildur Sturludóttir undirrituðu samninginn í Minjasafninu á Akureyri. Birgir Ármanns- son, formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, sem fram fer 4. og 5. júní næstkom- andi. Í tilkynn- ingu frá Birgi kemur fram að hann sækist eftir því að vera áfram í framlínusveit flokksins og óski eftir stuðningi í 2. til 3. sæti. Birgir hef- ur setið á Alþingi frá árinu 2003 og hefur frá ársbyrjun 2017 verið for- maður þingflokksins. Að sögn Birg- is eru framundan gríðarlega mikil- væg verkefni sem snúa að endurreisn atvinnulífsins og fjölg- un atvinnutækifæra eftir samdrátt og erfiðleika undanfarinna miss- era. Þar þurfi stjórnmálamenn að skapa hagstæð skilyrði til að einka- framtakið nái að blómstra en varast útþenslu hins opinbera. Hann legg- ur áherslu á að standa þurfi vörð um frelsi einstaklingsins, sem sótt sé að úr ýmsum áttum, og tryggja að ekki sé vegið að stoðum stjórn- skipunarinnar og réttarríkisins. Birgir sækist eftir öðru til þriðja sæti Birgir Ármannsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.