Morgunblaðið - 13.05.2021, Page 6

Morgunblaðið - 13.05.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021 BYLTING Í PALLBÍLUM ISUZUD-MAX 3.500 kg dráttargeta Fimm stjörnu öryggi Fimm ára ábyrgð Nýr og fullkominn Isuzu D-Max sameinar byltingarkennda hönnun, ótrúlegan vinnukraft með 3,5 tonna dráttargetu og framúrskarandi öryggi. Skoðaðu þennan frábæra kraftajötun á bl.is eða í sýningarsalnum okkar við Sævarhöfða. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Eftir að þriðja leiguþyrla Land- helgisgæslunnar, TF-GNA, kom til landsins í síðustu viku er ekki leng- ur pláss fyrir öll loftför Landhelg- isgæslunnar í flugskýli hennar á Reykjavíkurflugvelli. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsinga- fulltrúi Gæslunnar, aðspurður. Landhelgisgæslan hefur nú yfir að ráða þremur þyrlum af tegund- inni Airbus Helicopters og einni flugvél af gerðinni Dash 8 Q 300 sem er sérhönnuð til eftirlits-, leit- ar-, björgunar- og sjúkraflugs á Norður-Atlantshafi. „Nú er svo komið að geyma þarf eina þyrlu eða flugvélina TF-SIF utandyra vegna plássleysis. Mik- ilvægt er að þetta ófremdarástand sem komið er upp verði leyst sem fyrst enda gegna loftförin sérstak- lega þýðingarmiklu hlutverki eins og flestum er kunnugt,“ segir Ás- geir. Hann segir að aðstaða flug- deildar Landhelgisgæslu Íslands á Reykjavíkurflugvelli sé barn síns tíma. Flugskýli Landhelgisgæsl- unnar var byggt árið 1943 og upp- fyllir ekki kröfur um brunavarnir auk þess sem almenn aðstaða starfsfólks er alls ófullnægjandi og langt frá kröfum nútímans. Þá sé ekki hægt að viðhafa almennar öryggiskröfur sem gerðar eru til aðstöðu þar sem viðhald loftfara fer fram. Ráðuneytið sendi bréf 2018 Dómsmálaráðuneytið sendi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur bréf í júlí 2018 þar sem athygli var vak- in á þeirri stöðu sem upp kæmi þegar Landhelgisgæslan hefði end- urnýjað flugflotann með nýjum björgunarþyrlum. Mikilvægt væri að lausn lægi fyrir varðandi að- stöðu á Reykjavíkurflugvelli áður en af endurnýjun þyrluflotans yrði. „Þess er hér með formlega farið á leit að skipulagsyfirvöld í Reykja- vík móti tillögur um staðsetningu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á flugvallarsvæðinu til framtíðar,“ sagði í bréfinu. Þetta hefur ekki gengið eftir. Með bréfi ráðuneytisins fylgdi skýrsla Þorgeirs Pálssonar, fv. flugmálastjóra, frá 2017 um hlut- verk Reykjavíkurflugvallar í örygg- iskerfi landsins. Þorgeir sagði í inn- gangi skýrslunnar að sjúkraflug væri sú samfélagsþjónusta sem væri hvað sýnilegust af þeim fjöl- breyttu hlutverkum sem flugvellir gegndu til að tryggja almennt ör- yggi og velferð landsmanna. „Ef Landhelgisgæslan hefði ekki lengur aðstöðu á Reykjavíkur- flugvelli, þ.m.t. flugleiðsögu, er að- flug þyrlu að Landspítalanum ill- mögulegt eða með öllu ófært samkvæmt skýrslunni. Það skiptir því miklu máli að það gangi eftir að ásættanleg lausn finnist, svo sem stefnt er að,“ segir m.a. í bréfi dómsmálaráðuneytisins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjavíkurflugvöllur TF-GNA er nú geymd við flugskýli Landhelgisgæslunnar. Hin nýja björgunarþyrla kom til landsins á dögunum og verður væntanlega tilbúin til notkunar í vikulokin. Flugskýlið rúmar ekki öll loftförin - Geyma þarf eina þyrlu eða flugvélina utandyra - Þrýst á borgina að finna þyrlum framtíðarstað Samfylkingin leggur til að veittur verði tímabundinn skattaafsláttur þegar einstaklingar koma aftur til starfa eftir atvinnuleysi. Nánar tiltekið tvöfaldur persónuafsláttur í jafn marga mánuði og einstak- lingur var atvinnulaus. Þessu er ætlað að koma til móts við heimili sem hafa orðið fyrir miklu tekju- falli og einnig að gera einstakling- um kleift að vinna sig hraðar upp. Þá vill Samfylkingin fjölga störfum og styðja við nýsköpun, setja fram ný úrræði fyrir náms- menn og ungt fólk og styðja við listafólk í sumar svo það geti haldið viðburði um land allt. Tillögurnar eru hluti af pakka sem Samfylkingin kynnti í gær „til að hraða ráðningum, auka virkni á vinnumarkaði, verja af- komuöryggi og leggja grunn að kraftmikilli endurreisn,“ segir á vef Samfylkingarinnar. Hún met- ur kostnað við viðbótarúrræðin sex sem lögð eru til ígildi 3% at- vinnuleysis eða 18 milljarða króna. Vilja tvöfaldan persónuafslátt - Tímabundið úrræði - Samfylkingin kynnti sex tillögur Morgunblaðið/Eggert Pakki Frá kynningu tillagna í gær. Kjartan Magnússon hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar í haust. Kjartan óskar eftir stuðningi í 3.-4. sæti í prófkjörinu, sem fram fer helgina 4. og 5. júní. Kjartan varð borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1999 og sat í borgarstjórn til ársins 2018. Hann var í borgarráði síðari hluta þess tíma, formaður Menntaráðs og Íþrótta- og tómstundaráðs og var um hríð stjórnarformaður Orku- veitu Reykjavíkur. Undanfarin ár hefur Kjartan starfað á vegum Evrópuráðsins í Strassborg, þar sem hann gegndi framkvæmda- stjórastörfum stjórnarnefndar hjá Héraðs- og sveitarstjórna- þingi Evrópu- ráðsins, sem Ísland á aðild að. Kjartan er 53 ára gamall Reyk- víkingur og á þrjú börn. Kjartan Magnússon sækist eftir 3.-4. sæti í Reykjavík Kjartan Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.