Morgunblaðið - 13.05.2021, Blaðsíða 10
DAGMÁL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice-
landair Group, segir miklar áskor-
anir fylgja því að reka íslenskt flug-
félag. Það birtist m.a. í ákvæðum
þeirra kjarasamninga sem sam-
þykktir hafa verið á síðustu árum.
„[…] launahækkanir hér á Íslandi
hafa verið, leyfi ég mér að segja, al-
gjörlega út úr kortinu miðað við
samkeppnislöndin. Síðustu tólf mán-
uði hafa þetta verið ríflega 10% á
ársgrundvelli meðan við erum að
horfa upp á núll til tvö prósent hjá
samkeppnislöndunum. Þannig að
þetta verður alltaf mjög krefjandi
verkefni fyrir íslensk fyrirtæki að
standa í þessari samkeppni en við
erum að vinna í þessu módeli, þessu
íslenska módeli þannig að tekju-
módelið verður að endurspegla
það.“
Viðskiptalíkan sem virkar
Bogi Nils, sem er gestur í Dag-
málum á mbl.is, segir að þótt þessi
staða sé uppi sé framtíð Icelandair
Group björt. Reynslan hafi sýnt að
viðskiptalíkan félagsins hafi virkað
vel og flest bendi til að það eigi ekki
síður við þegar litið sé til framtíðar.
Spurður út í kjarasamningana
sem Icelandair undirritaði við flug-
stéttir sínar í aðdraganda hlutafjár-
útboðs í september í fyrra, segir
Bogi Nils að þeir hafi aukið hag-
kvæmni félagsins til muna. Félagið
sé sátt við lendinguna sem náðst
hafi í viðræðunum. Hins vegar þurfi
alltaf að hafa í huga að Icelandair
sinni flugþjónustu sem teygi sig yfir
mörg tímabelti og það setji nýtingu
áhafna talsverðar skorður. Tekur
hann sem dæmi að nýting Ryanair á
áhöfnum sínum sé meiri en hjá Ice-
landair. Það væri hins vegar ekki
staðan ef félagið sinnti þjónustu sem
teygði sig yfir til Bandaríkjanna
eins og í tilviki Icelandair.
Munu ekki semja við aðra
Greint hefur verið frá því að nýtt
lággjaldaflugfélag, Play, muni hefja
starfsemi í lok júní. Félagið mun
hafa gert kjarasamninga við Ís-
lenska flugstéttafélagið og hefur því
verið fleygt að þeir samningar séu
talsvert hagstæðari fyrir atvinnu-
rekandann en þeir sem Icelandair
hefur. Mun þar t.d. ekki vera stuðst
við svokallaða starfsaldurslista við
ráðningar eins og gert er þegar
kemur að ráðningarmálum flug-
manna hjá Icelandair. Bogi Nils
segir ekki koma til greina að semja
við önnur stéttarfélög en Félag ís-
lenskra atvinnuflugmanna og Flug-
freyjufélag Íslands.
Bogi er í Dagmálum spurður út í
hvort hann telji óheppilegt að nýtt
flugfélag, undir merkjum Play, skuli
skjóta upp kollinum nú, þegar Ice-
landair vinnur að því að ná vopnum
sínum eftir tvö stóráföll, kórónuveir-
una og kyrrsetningu MAX-vélanna.
Segir hann þvert á móti að félagið
fagni samkeppninni. Hún sé hvetj-
andi, ekki síst í ljósi þess að stefnt
er að skráningu Play á markað.
Hægt að horfa til Dublin
Hann segist vera á þeirri skoðun
að hægt sé að reka tvö íslensk flug-
félög eða fleiri. Hann er hins vegar
efins um að tvö slík félög geti reynst
sjálfbær til lengri tíma ef þau byggi
á sama viðskiptalíkaninu, þ.e. að
tengja saman markaðina vestanhafs
og austan.
„Við getum horft á Dublin sem er
með kjöraðstæður fyrir rekstur
svona tekjumódels. Þar er eitt félag,
Air Lingus, en mörg stór félög sem
eru að fljúga ótt og títt og Ryanair
er einnig þarna.“ Líkt og fram hefur
komið hyggur Play á að byggja upp
starfsemi með svipuðum áherslum
og Icelandair en áætlanir þess gera
ráð fyrir að flug til Bandaríkjanna
hefjist ekki fyrr en í lok þessa árs
eða byrjun þess næsta.
Launahækkanirnar út úr kortinu
- Forstjóri Icelandair segir keppinauta félagsins takast á við 0-2 prósenta launahækkanir
- Segir ólíklegt að hægt verði að reka tvö sjálfbær flugfélög á grunni sama módels hér á landi
Áskoranir Icelandair Group hefur staðið frammi fyrir mörgum stórum áskorunum frá árinu 2018. Bogi Nils ræðir
stöðuna á flugmarkaðnum í Dagmálum. Hann telur Icelandair búið að snúa vörn í sókn og að framtíðin sé björt.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021
Húsnæðið er vandað í alla staði, steypt og álklætt og skiptist í tvær samliggjandi skrif-
stofubyggingar á tveimur hæðum. Jarðhæðin er 1.623,7 fm og önnur hæðin er 1.456,3 fm.
Tæknirými er 150,5 fm. Rúmgott mötuneyti er á 2. hæð með útgengi út á þakgarð.
Lóðin fyrir framan húsið ermalbikuð og vel frá gengin, fjöldi bílastæða eru við húsið. Margir
inngangar eru og er lyfta til staðar. Eignin er á 5.075 fm lóð. Leiga á húsnæðinu að hluta eða
í heild kemur einnig til greina. Tilboð óskast.
Síðumúli 13
108 Reykjavík
S. 577 5500
atvinnueign.is
Fasteignamiðlun
KORNGARÐAR 2 - SKRIFSTOFU- OG ÞJÓNUSTUHÚSNÆÐI
Halldór Már Sverrisson
Viðskiptafræðingur
Löggiltur fasteignasali
Löggiltur leigumiðlari
898 5599
halldor@atvinnueign.is
Kynnum í einkasölu heildareignina við Korngarða 2,
104 Reykjavík, samtals 3.230,5 fm.