Morgunblaðið - 13.05.2021, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021
Eyjatónleikarnir verða með nýju
sniði á laugardaginn kemur, 15. maí, í
beinu streymi frá Hörpu. Yfirskriftin
er Á sama tíma – á sama stað. Þar
verða fluttar margar vinsælar perlur
íslenskrar dægurtónlistar.
„Þetta eru tíundu tónleikarnir okk-
ar,“ segir Bjarni Ólafur Guðmunds-
son tónleikahaldari. „Heimsfarald-
urinn setti strik í reikninginn og þess
vegna varð meðgangan svolítið lengri
nú en áður.“ Hann segir alla, hvar
sem er í heiminum, geta notið tón-
leikanna í gegnum streymi.
„Við tökum vinsælustu þjóðhátíð-
arlögin en líka vinsæl lög sem lista-
mennirnir hafa flutt. Þetta verða
sannkallaðir sumartónleikar. Flestir
listamennirnir hafa komið fram á
Þjóðhátíð eða sungið þjóðhátíðarlög
og sumir samið þjóðhátíðarlög.“
Jón Jónsson, Friðrik Dór, Ingó
Veðurguð, Sigga Beinteins, Matti
Matt, Katrín Halldóra og Alexander
Jarl syngja ásamt Kristjáni Gísla og
Ölmu Rut. Jón Ólafsson er hljóm-
sveitarstjóri. Logi Bergmann kynnir.
Miðar fást á harpa.is og kosta 3.900
krónur. Bjarni Ólafur hvatti fólk til að
kaupa miða sem fyrst og að virkja að-
ganginn strax til að tryggja að allt
virki rétt. gudni@mbl.is
Sumartónleikar
í beinu streymi
- Þekktir listamenn flytja vinsæl lög
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Miklar hræringar eru nú á veit-
ingamarkaði í miðborg Reykjavíkur.
Eftir erfiða tíma síðasta árið og
rúmlega það sjá nú margir tækifæri
vera að opnast á ný. Útlit er fyrir að
samkomutakmarkanir verði rýmk-
aðar hratt á næstunni og ferðamenn
eru farnir að streyma til landsins.
„Núna eru líka loksins farnir að
sjást leigusamningar sem eru hugs-
anlega í lagi. Hér hefur leiguverð
verið allt uppskrúfað enda standa
víða rými auð eða þar er rekstur
sem er ekki að ganga,“ segir Jón
Mýrdal Harðarson veitingamaður.
Jón er einn þeirra sem sér tæki-
færi í ástandinu og hyggst opna nýj-
an stað í byrjun júní. Sá hefur fengið
nafnið Skuggabaldur og verður
kaffihús á daginn en djassbúlla á
kvöldin. Skuggabaldur verður við
Austurvöll, í húsnæði þar sem Kaffi-
brennslan var lengi rekin. Tónlist-
armaðurinn Snorri Helgason verður
Jóni til halds og trausts í rekstrinum
og sér um að bóka tónleika á
Skuggabaldri.
Búast má við því að aukið líf fær-
ist í stemninguna á Austurvelli í
sumar. Auk djassbúllunnar nýju
stendur til að endurvekja veitinga-
og skemmtistaðinn á Hótel Borg og
verður sjálfur Helgi Björns í brúnni
þar. Þá má búast við því að líflegt
verði utandyra við Austurvöll enda
verður útisvæði við nokkra veit-
ingastaði stækkað eftir að frægur
grjótveggur var tekinn niður.
Skandinavísk stemning
Nýr bar verður opnaður á Skóla-
vörðustíg í byrjun júlímánaðar.
„Þetta verður krúttlegur skandi-
navískur staður,“ segir Magnús Már
Kristinsson veitingamaður sem opn-
ar staðinn ásamt félaga sínum, Vil-
hjálmi Kristjánssyni.
Nýi staðurinn hefur ekki enn
fengið nafn en hann verður á Skóla-
vörðustíg 8 þar sem Reykjavík
Sportbar var áður til húsa. Sá hefur
verið fluttur á Hverfisgötu.
„Við verðum auðvitað með góðan
bjór en ætlum nú að fara meira út í
kokteila. Við erum flinkir í að setja
vökva á kúta og munum einbeita
okkur að kokteilum á krana. Þetta
verður svolítið öðruvísi en verið hef-
ur annars staðar því við munum
nota nítró-gas til að dæla þeim. Það
mun koma kokteilbarþjónum á óvart
að það þarf ekki að hrista drykkina.
Einn vinsælasti drykkur borg-
arinnar, Espresso Martini, kemur til
dæmis beint af dælu í glasið með
froðu,“ segir Magnús. Hann segir að
nýi barinn verði samkomustaður
fyrir fullorðið fólk. Þar verði falleg
skandinavísk húsgögn og listaverk á
veggjum. „Þetta verður ekki
skemmtistaður, þarna getur fólk
komið og hitt vini sína og félaga. Við
ættum að geta opnað fyrstu helgina
í júlí, í seinasta lagi.“
Fleiri nýir staðir verða opnaðir á
sama svæði í sumar. Birgitta Líf
Björnsdóttir hefur tekið við hús-
næðinu þar sem b5 var rekinn í
Bankastræti um árabil og hyggur á
opnun skemmtistaðar. Við Lauga-
veg 12, þar sem Le Bistro var áður,
undirbúa þeir Arnór Bohic og bar-
þjónninn Orri Páll Vilhjálmsson
opnun veitingastaðarins Botanica
þar sem suðuramerískir straumar
verða áberandi í mat og drykk.
Perú mætir Japan í Hjarta-
garði
Skammt undan er húsnæði gamla
Skelfiskmarkaðarins. Þar verður
veitingastaðurinn Monkeys Reykja-
vík opnaður í lok júní og lítill kok-
teilbar við hlið hans. „Nýr húseig-
andi hafði samband við okkur og við
vildum auðvitað passa að það kæm-
ust ekki aðrir rebbar inn í hænsna-
kofann. Stundum er sókn besta
vörnin,“ segir Arnar Þór Gíslason,
einn aðstandenda.
Á Monkeys Reykjavík verður jap-
önskum matreiðsluhefðum blandað
við matarhefðir frá Perú og reiddir
fram spennandi smáréttir. „Við er-
um með hörkugaura í hverri stöðu
og spennandi matseðil. Svo verðum
við með útiborð í Hjartagarðinum og
spennandi kokteilbar í gamla Sirk-
ushúsinu,“ segir Arnar.
Bjórinn flæðir á Snorrabraut
Þar með er ekki allt talið því eins
og kom fram í Morgunblaðinu í byrj-
un vikunnar hyggja Ólafur Örn
Ólafsson veitingamaður og félagar
hans á Vínstúkunni Tíu sopum á
opnun þriggja nýrra staða í sumar;
Ó-le í Hafnarstræti, Brút í Póst-
hússtræti og Bruggstofunnar við
Snorrabraut en sá síðastnefndi verð-
ur í samstarfi við RVK Brewing.
Líf færist í veitingabransann
- Margir nýir barir og veitingastaðir opnaðir í miðborg Reykjavíkur á næstunni
- Leiguverð lækkar og ferðamenn snúa aftur - „Sókn er besta vörnin“
Morgunblaðið/Eggert
Líflegt Búast má við góðu sumri hjá veitingamönnum í miðborginni.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skandinavía Magnús Már og Vilhjálmur opna nýjan bar á Skólavörðustíg 8.
Jón Mýrdal
Harðarson
Arnar Þór
Gíslason
13. maí 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.0
Sterlingspund 175.45
Kanadadalur 102.47
Dönsk króna 20.293
Norsk króna 15.046
Sænsk króna 14.922
Svissn. franki 137.49
Japanskt jen 1.1423
SDR 178.9
Evra 150.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.2543
Hrávöruverð
Gull 1837.15 ($/únsa)
Ál 2565.0 ($/tonn) LME
Hráolía 68.74 ($/fatið) Brent
Þjónusta á
uppstigningardegi
Fréttaþjónusta verður á
mbl.is í dag, hægt er að senda
ábendingar um fréttir á net-
fangið netfrett@mbl.is. Vakt-
sími mbl.is er 669-1200.
Morgunblaðið kemur út á
morgun en áskriftarþjónustan
er opin í dag kl. 8-12 og verður
aftur í boði í fyrramálið kl. 7.
Síminn 569-1100.
Auglýsingadeildin er lokuð í
dag. Hægt er að bóka dánar-
tilkynningar á mbl.is.
Sauðfé fækkaði um 3,4% á milli
áranna 2019 og 2020 samkvæmt
tölum sem Hagstofa Íslands birti í
gær.
Holdakúm fjölgaði hins vegar
um 14% á milli ára, úr 2.891 í
3.295 og fullorðnum svínum fækk-
aði um 3%.
Alls var fjöldi sauðfjár 401.022 í
lok síðasta árs en var 415.949 í lok
ársins 2019. Um fjórðungur alls
sauðfjár var á Norðurlandi vestra.
Nautgripir voru 80.643 í lok ársins
2020 en voru 80.872 í lok ársins
2019. Hross voru 58.466 talsins.
Varphænsni voru 203.643 í lok síð-
asta árs en 205.079 árið 2019.
Þá má nefna að aliminkar voru
12.903 talsins í lok síðasta árs og
81 kanína.
Sauðfé fækkar en
holdakúm fjölgar