Morgunblaðið - 13.05.2021, Síða 26

Morgunblaðið - 13.05.2021, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is AYJA - K129 3ja sæta, 2ja sæta og stóll. Margir litir af áklæði eða leðri. Komið og skoðið úrvalið Kartell Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is JELLIESMATARSTELL Glæsilegur borðbúnaður úr slitsterku plasti Fullkomið í húsbílinn – fellihýsið – á pallinn – í sumarbústaðinn Hönnun: Patricia Urquiola hann hlustaði ekki á þær, enda ekki hjátrúarfullur maður. Aðrir hvöttu hann til að byrja á þessum degi. „Ekki síst var það pabbi sem hvatti mig til að byrja föstudaginn þrettánda og rifjaði upp sögu úr Slippstöðinni frá því þeir réðu þar ríkjum, afi Skapti og hann, seint á sjöunda áratugnum. Þá var verið að smíða stálskipið Eldborg GK-13, skipið var tilbúið til af- hendingar á 12. degi mánaðarins en útgerðarmaðurinn vildi endi- lega taka við því hinn 13. Hann sá jafnframt til þess að 13 meðlimir úr fjölskyldunni yrðu viðstaddir afhendinguna. Pabbi mundi eftir þessu, og hann sagði engan vafa uppi um að ég ætti að opna vefinn föstudaginn þrettánda. Ég lét bara vaða og það hefur greinilega ekki skemmt fyrir,“ segir Skapti. Hann segist hafa rennt blint í sjóinn með þetta verkefni, og við- tökurnar verið framar vonum. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Viðtökurnar hafa verið hreint út sagt frábærar, sem ég er auðvitað mjög þakklátur fyrir. Greinilegt er að margir kunna að meta fjölmiðil þar sem fjallað er ítarlega um þetta samfélag með mörgum frétt- um og greinum á hverjum degi,“ segir Skapti Hallgrímsson, rit- stjóri á frétta- og mannlífsvefnum Akureyri.net, sem fór í loftið fyrir sléttum sex mánuðum, nánar til- tekið föstudaginn 13. nóvember. Síðan þá hafa verið skrifaðar um 1.500 fréttir, fjöldi aðsendra greina og pistla birst, sem og gríð- arlegt magn af myndum. Þeir sem unnið hafa á fréttavef hafa talað um að það sé dálítið eins og að fæða og ala lítið barn, sem hefur sínar þarfir allan sólar- hringinn. Skapti tekur undir þetta, ritstjórnarskrifstofa akureyri.net er á heimili hans og vefurinn því „litla barnið“. Byrjaði 16 ára í blaðamennskunni Ritstjórinn býr að langri reynslu í blaðamennsku. Hann byrjaði 16 ára menntskælingur að skrifa um íþróttir á Akureyri fyrir Morgun- blaðið og var síðan fastráðinn starfsmaður blaðsins í 36 ár, blaðamaður, fréttastjóri og ljós- myndari, frá 1982 til 2018, fyrri hluta þess árabils í höfuð- stöðvunum í Reykjavík en á Akur- eyri frá 2002. Skapti er með nokkra pistlahöf- unda á sínum snærum. Á meðal þeirra eru Hildur Eir Bolladóttir, Jón Óðinn Waage, Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, Sigurður Kristinsson og Jóna Jónsdóttir og nýverið bættist Guðrún Una Jónsdóttir í hópinn, en hún skrifar um veiði. Þá hefur Sverrir Páll Erlendsson bæði skrifað pistla og fjallað um menningarmál. Skapti segist hafa fengið ein- hverjar viðvaranir um að byrja ekki á föstudeginum þrettánda en Honum bauðst lénið akureyri.net að láni skömmu eftir að honum var sagt upp á Morgunblaðinu haustið 2018. Lénið hafði verið notað nokkrum árum áður en legið niðri um tíma. Allt Reyni að „kenna“ „Ég var ekki alveg tilbúinn í slaginn strax. Fór að sinna lausa- mennsku í skrifum og ljósmyndun en síðan fann ég þörfina á ný. Fékk flott lið hjá hugbúnaðarfyr- irtækinu Stefnu til að hanna fyrir mig vefinn nákvæmlega eins og ég vildi hafa hann. Ég fékk fljótt að vita að fólk kunni að meta vefinn,“ segir Skapti. Hann hefur verið eini starfs- maður akureyri.net, skrifar fréttir og pistla, tekur myndir og hefur komið að því að safna auglýs- ingum. „Á dögunum gat ég svo ráðið viðskiptafræðinginn Ölmu, dóttur mína, í vinnu, meðal annars til þess að selja auglýsingar og sinna markaðsmálum auk þess sem hún sér um bókhaldið og alla þá galdra. Svo verð ég að nefna æskuvin minn, Reyni Eiríksson, því þetta er eiginlega allt honum að kenna. Það var hans hugmynd að við sóttum um djobbið hjá Mogganum nýbyrjaðir í mennta- skóla og ég gegndi. Hann hvatti mig svo mjög til þess að láta vaða með Akureyri.net og ég lét auðvit- að tilleiðast – þegar hann sagðist myndu hjálpa mér að halda utan um fjármálin! Við stofnuðum sam- an félagið Eigin herra ehf. um rekstur vefsins, og þá fannst mér ég loksins orðinn alvöru eigin herra, sem er ansi gott,“ sagði Skapti og bætir við: „Ég hef lagt mikið upp úr því að hafa vefinn lifandi alla daga og setja inn efni um allt það helsta sem er í gangi, hvort sem það eru hefðbundin fréttamál, íþróttir, menningin eða mannlífið almennt. Ég birti margar ljósmyndir dag- lega af því helsta sem gerist og einnig birtist vikulega á vefnum gömul mynd frá Minjasafninu. Fólki býðst að senda safninu upp- lýsingar og það er geysilega vin- sælt efni,“ segir Skapti en auk frétta og pistla hefur einnig verið tekið á móti minningargreinum. 7.500 innlit einn daginn Spurður um aðsókn á vefinn segist hann mjög sáttur og nefnir sem dæmi að dag einn í síðustu viku voru rúmlega 7.500 innlit á vefinn. Það hljóti að teljast mjög gott í 19 þúsund manna samfélagi. „Lesturinn hefur verið stöðugur og góður. Sala auglýsinga hefur gengið ágætlega en mætti auðvitað vera meiri. Styrkjakerfinu hefur verið vel tekið, en fólki og fyrir- tækjum býðst að styrkja vefinn með reglulegum framlögum. Ég hef sem dæmi tekið fengið fín við- brögð frá Akureyringum búsettum erlendis, sem vilja fylgjast með sinni gömlu heimabyggð. Þeir hafa verið mjög þakklátir fyrir að það hafi verið opnaður „gluggi heim til Akureyrar“, eins og nokkrir þeirra hafa orðað það,“ segir Skapti og bendir á að hann fjalli um Akur- eyri og Akureyringa hvar sem þeir eru í heiminum, ekki aðeins um fólk búsett í bænum. Skapti er þakklátur fyrir jákvæð viðbrögð, það sé gaman að geta glatt nærsamfélagið. „Þetta er vissulega langhlaup en markmiðið er að festa vefinn í sessi því mér finnst samfélagið eiga skilið góðan fjölmiðil sem fjallar ítarlega um nánast allt sem er að gerast hérna,“ segir hann en töluvert hef- ur verið vitnað í vefinn í öðrum fjölmiðlum. „Draumurinn er að geta þróað vefinn áfram og jafnvel ráðið ann- an blaðamann. Þá gæti ritstjórinn hugsanlega tekið sér einn og einn frídag, auk þess sem vefurinn yrði örugglega fjölbreyttari og enn skemmtilegri. Frídagana frá 13. nóvember má víst telja á fingrum annarrar handar enda nóg að gera,“ segir Skapti og þar með er ritstjórinn rokinn úr viðtalinu, „barnið“ bíður eftir að því sé sinnt. Með nýtt barn á heimilinu - Hefur haldið úti fréttavefnum akureyri.net í hálft ár - Fréttirnar orðnar um 1.500 - Viðtökur mjög góðar - Hikaði ekki við að byrja föstudaginn 13. Ritstjóri Skapti Hallgrímsson á skrifstofu sinni á heimilinu á Akureyri, þar sem hann hefur skrifað daglega á vefinn akureyri.net síðasta hálfa árið. Origo hefur keypt heilbrigðislausn- ina Lumina af Lumina Medical Sol- utions. Origo þróar sjúkraskrárkerf- ið Sögu sem nýtt er af meginhluta heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi. Fyrirtækið hyggst nýta Lumina- lausnina í áframhaldandi þróun á nýju notendaviðmóti Sögukerfisins. Stefnt er að því að það komi á inn- lendan markað á næstunni. Guðjón Vilhjálmsson, forstöðu- maður heilbrigðislausna Origo, segir að þeir hafi lengi haft áhuga á þeim nýstárlegu hugmyndum sem not- endaviðmót Lumina byggist á. Heilbrigðislausnin Lumina mun gera læknum og hjúkrunarfræð- ingum kleift að greina og skrá upp- lýsingar um heilsufar sjúklings á fjölmörgum tungumálum. Einnig að senda lyfseðla í apótek og tilmæli til sjúklings með mun hraðvirkari hætti en gert er í dag. Stefnan er sett á Spán með nýja kerfið. Nafni Lumina Medical Sol- utions verður breytt í Dicino vegna sóknar á erlenda markaði. Fyrir- tækið hefur fengið tíu milljóna styrk frá Tækniþróunarsjóði til að sækja inn á Spánarmarkað. Það hyggst afla meira fjármagns til að hraða tækniþróun og að efla sóknina á Spáni. gudni@mbl.is Hugbúnaður Frá gerð samnings, f.v.: Guðjón Vilhjálmsson, Arnar F. Reynisson og Steingrímur Árnason. Origo keypti Lumina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.