Morgunblaðið - 13.05.2021, Síða 28

Morgunblaðið - 13.05.2021, Síða 28
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin hyggt á næstu vikum bjóða út tvö viðamikil verk í Skaft- árhreppi. Um er að ræða nýjar tví- breiðar brýr yfir Hverfisfljót og Núpsvötn og tilheyrandi vegagerð. Verkin verða boðin út saman.Tæpir 17 kílómetrar eru á milli þessara tveggja vatnsfalla. Búist er við að framkvæmdir hefjist á árinu 2021 og að umferð verði hleypt á nýju brýrnar haustið 2022. Nýju brýrnar munu leysa af hólmi einbreiðar brýr á Hringvegi, þar sem mörg alvarleg bílslys hafa orðið. Um- ferðaröryggi á svæðinu mun stórauk- ast við þessar framkvæmdir. Umferð hefur farið vaxandi á und- anförnum árum vegna fjölgunar er- lendra ferðamanna. Skipulagsstofnun hefur tekið þá ákvörðun að þessar framkvæmdir þurfi ekki að fara í um- hverfismat, enda hafi framkvæmda- svæðum áður verið raskað við fyrri vegaframkvæmdir. Vegagerðin hefur kynnt opin- berlega fyrirhugaðar framkvæmdir við nýja 150 metra langa tvíbreiða brú á Hringvegi (1) um Núpsvötn í Skaft- árhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu. Í tengslum við byggingu nýrrar brúar verður Hringvegurinn endurbyggður í nýrri legu á um tveggja kílómetra löngum kafla. Nýja brúin verður norðan við núverandi brú og færist veglína Hringvegarins u.þ.b. 100 metra til norðurs, þar sem mest er. Kostar rúman milljarð Búist er við að verktakakostnaður við byggingu brúar á Núpsvötn, ásamt vegtengingum, verði rúmlega 1.000 milljónir króna. Framkvæmd- irnar verða fjármagnaðar á sam- gönguáætlun, með sérstakri fjár- mögnun Vegagerðarinnar eða hvort tveggja. Vegna umfangs verksins má reikna með að nokkur fjöldi starfa skapist á framkvæmdartíma. Reikna má með um 20 störfum í um níu mán- uði vegna brúar- og vegavinnu á svæðinu. Í greinargerð kemur fram að nýja brúin yfir Núpsvötn verði grunduð á steyptum staurum sem reknir verða niður í árfarveginn. Samtals þarf að reka niður staura á um 200 stöðum og þar sem staurarnir eru tvískiptir verði um að ræða u.þ.b. 400 staura sem hver er 10-12 metra langur. Tilboð í framleiðslu og flutning á steyptum niðurrekstrarstaurum fyrir brú á Núpsvötn voru opnuð 6. apríl sl. Eitt tilboð barst, frá Steypustöðinni ehf. í Borgarnesi. Hljóðaði það upp á krónur 68.046.294, sem var 91% af kostnaðaráætlun, sem var tæpar 75 milljónir króna. Sökklar og stöplar nýju brúarinnar verða steyptir landstöplar í báðum endum brúarinnar og fjórir stöplar á milli þeirra.Yfirbygging verður steypt. Brúin verður tvíbreið og hönnuð fyrir 90 km/klst. hámarks- hraða. Hún verður 10 metra breið með níu metra breiðri akbraut og 0,5 metra breiðum bríkum. Einnig verður byggður nýr áning- arstaður vestan Núpsvatna. Á þess- um stað er fallegt útsýni í vesturátt að Lómagnúpi og austurátt að Öræfajökli og því er nauðsynlegt talið að byggja nýjan öruggan áning- arstað. Enginn áningarstaður er við núverandi brú en ökumenn hafa freistast til að stoppa í vegköntum og taka myndir. Hönnun áningarstað- arins tekur mið af nýjum áningarstað sem fyrirhugaður er við Hverfisfljót. Gert er ráð fyrir stæðum fyrir rútu, húsbíla og 10 fólksbíla, þar af einu stæði fyrir hreyfihamlaða. Með nýj- um áningarstað verður sköpuð öruggari aðstaða fyrir vegfarendur til að njóta útsýnisins. Gamla brúin yfir Núpsvötn verður látin standa til að byrja með en mok- að frá henni við báða enda. Til fram- tíðar er litið til þess að rífa brúna, reyndar ásamt fleiri brúm en það er verulega kostnaðarsamt að rífa hana. Þarf sérstaka fjárveitingu til þess, upplýsir G. Pétur Matthíasson, upp- lýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að breytingar á Hring- vegi um Núpsvötn í Skaftárhreppi skuli ekki háðar mati á umhverfis- áhrifum. Almenningur getur kynnt sér niðurstöðuna á skipulag.is. Ákvörðunina má kæra til úrskurð- arnefndar umhverfis- og auðlinda- mála og er kærufrestur til 7. júní. Sem fyrr segir verða þessi tvö verkefni boðin út saman. Skipulags- stofnun hefur áður úrskurðað um brúna yfir Hverfisfljót. Morgunblaðið fjallaði ítarlega um hana 21. nóvem- ber 2020. Sú brú verður 74 metrar að lengd. Alræmd slysabrú aflögð - Vegagerðin hyggst á næstu vikum bjóða út smíði á nýrri brú yfir Núpsvötn - Samtímis verður boðin út smíði á brú yfir Hverfisfljót - Munu þær leysa af hólmi einbreiðar og hættulegar brýr Ljósmynd/Vegagerðin Brúin yfir Núpsvötn Brúin er 420 metra löng og einbreið, byggð árið 1973. Hún stenst ekki nútímaöryggiskröfur og því er talin mikil þörf á nýrri brú. Ný brú yfir Núpsvötn og færsla hringvegar Grunnkort/Loftmyndir ehf. Færsla vegar um 100 m til norðurs Ný 150 m löng tvíbreið brú Skaftafell Núpsvötn Kirkjubæjarklaustur Ló m ag nú pu r Skeiðarársandur Núverandi vegur og einbreið brú frá 1973 1 Nýr áningarstaður 28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021 Núverandi einbreið brú yfir Núps- vötn er 420 metra löng stálbitabrú með timburgólfi og var byggð árið 1973. Eftir að Súla hætti að renna í Núpsá og færðist yfir í Gígjukvísl eru hlaup hætt að koma í Núps- vötn. Því er ekki lengur talin þörf á svo langri brú, að mati Vegagerð- arinnar. Frá aldamótum hafa alls orðið 13 slys við brúna yfir Núps- vötn. Þar af var eitt slys í desem- ber 2018 þar sem þrír létust og fjórir slösuðust þegar jeppabifreið var ekið út af brúnni. Þetta voru breskir ríkisborgarar af indversk- um uppruna. Mörg alvarleg slys hafa orðið NÚVERANDI BRÚ VAR BYGGÐ ÁRIÐ 1973 Ljósmynd/Adolf Ingi Erlingsson Slysið 2018 Aðkoma á slysstað var skelfileg. Nær 50 manns komu að hjálparstarfi. PORSCHE CAYENNE – RN. 153690 Nýskráður 10/2014, ekinn 108 þ.km., dísel, grár, sjálfskiptur, hiti í sætum, hraðastillir, túrbína, USB, fjarlægðarskynjarar að framan, dráttarkrókur. Verð 5.890.000 kr. MERCEDES-BENZ GLS 350 4MATIC – RN. 340419 Nýskráður 4/2017, ekinn 13 þ.km. dísel, svartur, sjálfskipting, hraðastillir, 360° myndavél, litað gler, topplúga, bluetooth, GPS, dráttarkrókur, o. fl. Verð 14.500.000 kr. VW GOLF GTE PLUG IN HYBRID COMFORT RN. 331250. Nýskráður 3/2020, ekinn 11 þ.km., bensín/rafmagn, hvítur, sjálfskipting, hraðastillir, 360° nálgunarvarar, akreinavari, bluetooth, HDMI. Verð 4.890.000 kr. MERCEDES-BENZ C300 DE AMG PLUG IN HYBRID RN. 153592. Nýskráður 11/2019, ekinn 27 þ.km., dísel/rafmagn, svartur, sjálfskipting, 9 gíra, GPS, bluetooth, bakkmyndavél, litað gler, túrbína. Verð 7.490.000 kr. OKKUR VANTAR ALLAR GERÐIR BÍLA Á SKRÁ! Sími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.