Morgunblaðið - 13.05.2021, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Afurðaverð á markaði
11. maí 2021, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 261,03
Þorskur, slægður 249,91
Ýsa, óslægð 272,16
Ýsa, slægð 273,46
Ufsi, óslægður 92,72
Ufsi, slægður 131,23
Djúpkarfi 158,09
Gullkarfi 191,63
Blálanga, slægð 21,19
Langa, óslægð 136,71
Langa, slægð 90,55
Keila, óslægð 34,63
Keila, slægð 63,00
Steinbítur, óslægður 90,42
Steinbítur, slægður 131,04
Skötuselur, slægður 10,00
Skarkoli, óslægður 128,48
Skarkoli, slægður 233,04
Þykkvalúra, slægð 606,77
Langlúra, óslægð 202,00
Langlúra, slægð 112,00
Sandkoli, óslægður 156,00
Sandkoli, slægður 165,00
Bleikja, flök 1.425,55
Gellur oslaegt 556,47
Grásleppa, óslægð 12,95
Hlýri, óslægður 16,88
Hlýri, slægður 131,53
Hrogn/langa 21,00
Hrogn/þorskur 15,00
Lúða, slægð 545,93
Lýsa, óslægð 23,20
Lýsa, slægð 65,00
Rauðmagi, óslægður 3,82
Skata, óslægð 51,00
Skata, slægð 47,87
Stóra brosma, óslægð 10,00
Stóra brosma, slægð 19,00
Stórkjafta, slægð 106,82
Undirmálsýsa, óslægð 183,00
Undirmálsýsa, slægð 61,31
Undirmálsþorskur, óslægður 146,59
Undirmálsþorskur, slægður 200,91
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
Það var rólegt á höfninni á Raufar-
höfn þegar blaðamaður Morgun-
blaðsins sló á þráðinn í gær til
Gunnars Páls Baldurssonar hafn-
arvarðar.
„Það má segja að síðustu bátarn-
ir séu nú að taka upp grásleppu-
netin í dag og á morgun,“ sagði
Gunnar Páll.
„Svo eru menn að búa sig á
strandveiðar, aðrir eru byrjaðir. Jú
jú, menn eru að fá skammtinn, það
er svo sem frekar óvanalegt á þessu
svæði.“
Fjórir strandveiðibátar róa eins
og er frá Raufarhöfn en gera má ráð
fyrir töluvert meiri fjölda þegar líð-
ur á sumarið. Iðulega er mikið líf á
höfninni á Raufarhöfn á sumrin.
„Nanna Ósk er að draga restina af
sínum grásleppunetum, Björn Hólm-
steinsson ÞH á eftir að fara í einn
róður á grásleppu held ég,“ segir
Gunnar Páll.
Mok við Kópasker
Kristinn ÞH-163 sem er með
heimahöfn á Raufarhöfn hefur
landað í nokkra daga á Kópaskeri.
Óhætt er að segja að aflinn sé
góður en frá því að þeir færðu sig
til Kópaskers hefur meðalafli verið
um sex tonn af vænum vorþorski.
Tveir strandveiðibátar róa frá
Kópaskeri, Helga Sæm og Snarti,
sem ekki virðast vera í vandræðum
með að ná skammtinum.
„Þeir ná ekki einu sinni að hella
upp á kaffi, það er svo stutt á mið-
in,“ segir vanur sjómaður sem er
kunnugur staðháttum í samtali við
Morgunblaðið.
Ljósmynd/Gunnar Páll Baldursson
Grásleppuvertíðin Síðustu grásleppunetin eru tekin upp í dag á Raufarhöfn. Menn búa sig undir strandveiðar.
Síðustu grásleppunetin
tekin upp fyrir norðan
- Stutt á miðin og mokveiði frá Hellunni við Kópaskersvita
Loðnuvinnslan hf. (LVF) og Skag-
inn 3X sömdu nýlega um nýtt
vinnslukerfi fyrir frystihús Loðnu-
vinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Það
mun bæði auka sjálfvirkni og af-
kastagetu Loðnuvinnslunnar. Af-
kastagetan mun aukast um allt að
400 tonn á sólarhring sem er um
70% afkastaaukning frá því sem nú
er. Nýja kerfið er hannað til að
framleiða hágæðavöru á sem hag-
kvæmastan hátt, samkvæmt frétta-
tilkynningu frá Skaganum 3X.
Sérhæft í uppsjávarfiski
Frystihús Loðnuvinnslunnar er
sérhæft til að vinna uppsjávarfisk,
það er loðnu, síld og makríl. „Loðn-
an er heilfryst á markaði í Austur-
Evrópu og Asíu en einnig eru
hrogn unnin fyrir sömu markaði,“
segir í tilkynningunni.
Vinnsla uppsjávarafla er háð árs-
tíðabundnum veiðum og skiptir því
miklu að geta nýtt auðlindina á
réttum tíma og með réttum aðferð-
um. Skaginn 3X segir að tækni-
lausnir fyrirtækisins séu hannaðar
til að viðhalda gæðum vörunnar og
ná þannig hámarksafrakstri í
vinnslu. Með þessum endurbótum
verði Loðnuvinnslan mun betur í
stakk búin til að nýta auðlindina
sem best á næstu vertíðum.
Uppsjávarkerfin frá Skaganum
3X eru afar skilvirk. Þessi tækni
hefur þjónað nokkrum stærstu upp-
sjávarvinnslum í heiminum.
Þjarkar auka á sjálfvirkni
Í nýja kerfinu sem verður sett
upp hjá Loðnuvinnslunni er poka-
kerfi, nýir plötufrystar og sjálfvirkt
brettakerfi. Búnaðurinn verður
tengdur vélum sem fyrir eru og
nýjum búnaði frá öðrum framleið-
endum. Þar á meðal eru þjarkar
sem auka enn á sjálfvirknina í
frystihúsinu.
„Skaginn 3X hefur mikla reynslu
í hönnun og uppsetningu á stórum
heildarkerfum fyrir uppsjávar-
vinnslu. Það tók því ekki langan
tíma fyrir þrjá sérfræðinga fyrir-
tækisins að hanna kerfið fyrir LVF.
Þeir mættu austur, teiknuðu kerfið
upp á staðnum og tæpum mánuði
seinna var samningur undirrit-
aður,“ segir enn fremur í tilkynn-
ingunni. gudni@mbl.is
Samið um nýtt
vinnslukerfi
- Loðnuvinnslan og Skaginn 3X
Ljósmynd/Skaginn 3X
Samningur F.v.: Þorri Magnússon LVF, Friðrik Mar Guðmundsson LVF,
Ingvar Vilhjálmsson Skaginn 3X, Steinþór Pétursson LVF, Einar Brands-
son Skaginn 3X og Rúnar Björn Reynisson Skaginn 3X.