Morgunblaðið - 13.05.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.05.2021, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021 BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Víninnflytjendur sem Morgunblaðið ræddi við um sölu á víni í gegnum netið, beint til viðskiptavina, í gegn- um erlenda netverslun, líkt og San- te.is er byrjuð að gera, segja að framtakið sé spennandi og þeir fylgist vel með framvindunni. Þeir sem kaupa vín í netversl- uninni Sante.is kaupa í raun vöruna af franskri netverslun sem heldur úti vörulager hér á landi. Arnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri franska fyrirtækisins Santewines SAS, sem rekur vefverslunina, seg- ir að framtakið sé allt í samræmi við lög og reglugerðir hér á landi, þó svo að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi einkaleyfi á smásölu áfengis hér á landi. Fara ekki sömu leið Jón Erling Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri víninnflytjandans Mekka Wine & Spirits, segir í sam- tali við Morgunblaðið að fyrirtækið sé ekki með neinar áætlanir um að feta sömu leið og Sante hefur nú gert. „Enda er ég nokkuð viss um að þetta sé ólöglegt,“ segir Jón Er- ling. Hann segir málið þó athyglisvert. Ljóst sé að ef komi á daginn að sal- an sé lögleg, spretti upp vefversl- anir með vín um allt land. „Það er alveg ljóst að ekki eitt einasta vín- fyrirtæki muni sitja með hendur í skauti ef svo fer. Það sama myndi eiga við um matvöruverslanir sem allar myndu byrja að bjóða það sama.“ Í því ljósi má rifja upp ummæli Árna Péturs Jónssonar, forstjóra Skeljungs, á vb.is á síðasta ári þar sem hann segir félagið vilja vera undir það búið ef netverslun með áfengi verður gerð heimil hér á landi. Í sömu frétt kom fram að Skeljungur hefur sótt um skrán- ingu á vörumerkinu Ríkið hjá Hug- verkastofu, sem vefverslun með áfengi. Smásölurisinn Hagar er nú þegar stórtækur í innflutningi á víni en fyrirtækið áætlaði í fjárfestakynn- ingu á síðasta ári að áfengissala Vínfanga, sem eru hluti af Aðföng- um, dótturfélagi Haga, næmi 750 milljónum króna árið 2020. Í sömu kynningu fagnaði félagið lagafrum- varpi um innlenda netsölu áfengis þar sem ýmis tækifæri fælust í slíkri verslun. Myndu fara sambærilega leið Birkir Ívar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Vínness, sem flytur inn margar gerðir bjórs og víns, segir að fyrirtækið muni klárlega fara sömu leið, fari svo að yfirvöld bregðist ekki við. „Þá hlýtur þetta að vera löglegt og við myndum fara einhverja sambærilega leið.“ Agnes Anna Sigurðardóttir, eig- andi brugghússins Kalda á Ár- skógssandi, segist ætla að bíða og sjá hvernig þetta þróast. „En ef þetta er löglegt þá er þetta mjög sniðugt. En ég stekk ekki hæð mína af fögnuði strax. Í mínum huga er ÁTVR sá eini sem má dreifa víni í dag.“ Vínbúðin lögleg Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur Santewines SAS sent kvörtun til Neytendastofu undan því að Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins noti heitið Vínbúðin um starfsemi sína. Hún eigi sér enga stoð í lögum og brjóti lög um viðskiptahætti og markaðssetningu. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að- stoðarforstjóri ÁTVR, segir í skrif- legu svari að ÁTVR hafni því að notkun fyrirtækisins á auðkenninu „vínbúðin“ feli í sér brot gegn lög- um, eins og nánar verði rökstutt, taki Neytendastofa kvörtun þess efnis til formlegrar meðferðar. Víninnflytjendur fylgjast með Sante Morgunblaðið/Heiddi Vín Áfengis- og tóbaksverslun ríksins hefur einkarétt á smásölu áfengis. - Aðstoðarforstjóri ÁTVR hafnar því að fyrirtækið brjóti lög Baldur Arnarson baldura@mbl.is Búið er að leigja út um 85% af nýju atvinnurými í Sunnukrika 3 í Mos- fellsbæ. Atvinnurýmið er tæplega 3.800 fermetrar á tveimur hæðum. Daníel Þór Magnússon, sjóðstjóri hjá Gamma, segir Nettó og Apótek- arann hafa leigt rými á jarðhæðinni ásamt Kjötbúðinni. Á annarri hæð hafi heilsugæslan leigt samsvarandi rými og Nettó á jarðhæð. Eftir sé óleigt rými á annarri hæð sem svari til 15% flatarmálsins. Horft sé til heilsutengdrar starfsemi í því rými, til dæmis sjúkraþjálfunar. „Heilsugæslan er búin að opna en vegna kórónuveirufaraldursins hef- ur ekki verið formleg opnun. Apó- tekarinn opnaði samhliða heilsu- gæslunni og svo verður Nettó opnað í byrjun júní,“ segir Daníel Þór. Íbúafjölgun skapar tækifæri „Þessi eftirspurn eftir atvinnu- rými segir okkur fyrst og fremst að Mosfellsbær er ört stækkandi bæjarfélag. Íbúum þar hefur fjölgað hlutfallslega örast í þeim bæjar- félögum sem við höfum haft til skoð- unar,“ segir Daníel Þór. Íbúar Mos- fellsbæjar voru 9.134 í byrjun árs 2016 en 12.227 í byrjun þessa árs sem er ríflega 33% íbúafjölgun. Jafnframt eru um 950 fermetrar af íbúðarhúsnæði á hæðum þrjú til sex í vesturbyggingunni í Sunnu- krika 3, alls 11 íbúðir. Þær fóru í sölu síðustu helgi og hefur mikill áhugi verið á íbúðunum, að sögn Daníels Þórs. Íbúðirnar hafi þá sérstöðu á markaðnum að þær séu settar á sölu fullbúnar og því möguleiki að flytja strax inn. Íbúðirnar afhendist með gólf- efnum, ísskáp og uppþvottavél. Frá öllum hæðum sé gott útsýni til Esj- unnar og fellanna í kring. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýbygging Atvinnurýmið er á hæðum 1 og 2 og íbúðir á efri hæðum. Ásókn í rými í Sunnukrikanum - Búið að leigja út 85% af atvinnurými Íbúðir Mikið útsýni er á efri hæðum. SÓLGLERAUGU frá Aspinal of London LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Tryggingafélagið Sjóvá hagnaðist um 2.065 milljónir á fyrsta fjórðungi ársins, samanborið við 465 milljóna króna tap yfir sama tímabil í fyrra. Hagnaður af vátryggingastarfsemi jókst og nam 556 milljónum, saman- borið við 185 milljónir í fyrra, og fjárfestingastarfsemin sneri við blaðinu. Hagnaður af henni nam 1.652 milljónum, en tap varð af henni í fyrra sem nam 552 milljónum. Rekstrarkostnaður félagsins dróst saman milli ára. Nam nú 1.178 millj- ónum en nam 1.203 milljónum yfir sama fjórðung í fyrra. Samsett hlutfall batnaði verulega og reyndist 91,4%, samanborið við 98,5% yfir sama tímabil 2020. Sjóvá hagnast um 2.065 milljónir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.