Morgunblaðið - 13.05.2021, Síða 33

Morgunblaðið - 13.05.2021, Síða 33
FRÉTTIR 33Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Leiðtogar helstu stórvelda heims hvöttu til stillingar í átökum Ísraels og Palestínumanna, en óttast var að þau gætu leitt til „allsherjarstríðs“ fyrir botni Miðjarðarhafs. Rúmlega sextíu manns hafa nú látist í átökunum og rúmlega 300 hafa særst. Vígamenn Hamas-samtakanna, sem nú ráða ríkjum á Gaza-svæðinu, hafa skotið rúmlega þúsund eldflaugum á Ísrael að sögn ísraelska flughersins, sem hefur á móti gert hundruð loft- árása á Gaza-svæðið. Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, hét því í gær að loftárásum gegn Hamas og öðrum samtökum íslamista á svæðinu myndi ekki linna fyrr en hægt yrði að tryggja „algjöran og langvarandi frið“. Sérstök skylda á Ísrael Að minnsta kosti 56 Palestínumenn hafa látist í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza-svæðið, þar af 14 börn. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði í gær að Ísraelsmönnum bæri sérstök skylda til að gæta að því að mannfall yrði ekki meðal almennra borgara. Sagði hann myndir af látnum börnum vera hryllilegar, en varði á sama tíma rétt Ísraelsríkis til þess að verja sig. Eldflaugaárásir Hamas-samtak- anna og annarra öfgasveita hafa fellt að minnsta kosti sjö manns í Ísrael, en greint var frá því um kvöldmatarleytið í gær að sex ára drengur væri á meðal þeirra, sem hefðu látist í eldflaugaárás á borgina Sderot í suðurhluta Ísraels. Þá hefur einn indverskur ríkisborgari fallið í eldflaugaárásunum, en loft- varnakerfi Ísraelsmanna hefur náð að stöðva meirihluta eldflauganna. Óeirðir og mótmæli hafa skekið Ísr- ael, sér í lagi í borgum og byggðum þar sem bæði gyðingar og múslimar búa, og kom til skæra milli lögreglunnar og mótmælenda í gær. Þrír Palestínu- menn létust á Vesturbakkanum í þeim átökum. Hamas-samtökin greindu frá því í gær að nokkrir af helstu leiðtogum þeirra væru meðal þeirra sem hefðu fallið í loftárásum Ísraelsmanna. Þar á meðal var Bassem Issa, helsti herfor- ingi samtakanna á Gaza-svæðinu. „Þetta er einungis upphafið,“ sagði Benjamín Netanyahu, forsætisráð- herra Ísraels, þegar hann vék að vígi Issa og hét hann því að Hamas-sam- tökunum yrðu greidd frekari „þung högg“ sem þau gætu ekki séð fyrir, en árásir Ísraelsmanna náðu meðal ann- ars að eyðileggja bækistöð sem notuð var til þróunar eldflauga. Þá var einnig ráðist á lögreglustöð á vegum samtak- anna, auk þess sem Al-Sharouk-turn- inn var felldur í loftárásunum, en þar var palestínsk sjónvarpsstöð til húsa. Lögðust gegn ályktun ráðsins Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í gær um hið grafalvarlega ástand, en Tor Wennesland, fulltrúi SÞ í Mið-Austurlöndum, varaði við því í gær að þau römbuðu á barmi styrj- aldar. Ekki náðist samkomulag um sameiginlega ályktun ráðsins, þar sem Bandaríkjamenn, sem búa yfir neitun- arvaldi, lögðust gegn því. Blinken utanríkisráðherra skipaði hins vegar í gær sérstakan sendifull- trúa Bandaríkjastjórnar, sem hefur það hlutverk með höndum að ræða við bæði Ísraels- og Palestínumenn og reyna að draga úr spennunni fyrir botni Miðjarðarhafs. Aðrar þjóðir sem eiga fastafulltrúa í öryggisráðinu hafa einnig lýst yfir áhyggjum sínum af ástandinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti í gær báðar fylkingar til þess að „taka skref til baka“ frá styrjaldar- barminum. Lýsti hann yfir sérstökum áhyggjum sínum af mannfalli meðal óbreyttra borgara. Jean-Yves Le Drian, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði að leita yrði allra leiða til þess að koma í veg fyrir að ný styrjöld brytist út í Mið-Austur- löndum. Þá hvatti Vladimír Pútín Rússlands- forseti bæði Ísraels- og Palestínumenn til að stöðva skærur sínar og leita frið- samra lausna, en hann ræddi við Re- cep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í síma um ástandið. Sagði Erdogan að heimurinn yrði að veita Ísraelsmönn- um „sterka“ ráðningu vegna loftárása þeirra. AFP Loftárásir Al-Sharouk-turninn á Gaza-svæðinu sést hér hrynja til grunna eftir loftárás Ísraelsmanna í gær. Ramba á barmi styrjaldar - Rúmlega sextíu manns hafa fallið í átökum Ísraels og Palestínumanna - Örygg- isráðið náði ekki saman um ályktun - Stórveldin hvetja fylkingarnar til stillingar Sérfræðingaráð á vegum Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar WHO greindi í gær frá þeirri niðurstöðu sinni að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að kórónuveirufaraldurinn yrði að heimsfaraldri, hefðu rétt skref til varna verið stigin í upphafi hans. Sagði í skýrslu ráðsins að röð slæmra ákvarðana hefði orðið til þess að ýta faraldrinum á hættu- legra stig, en nú hafa rúmlega 3,3 milljónir manna farist af völdum veirunnar. Þannig hefðu ráðstafanir í Wuhan-borg verið of hægvirkar í upphafi, en slæleg viðbrögð ríkja í febrúar juku einnig á skaðann. WHO AFP Bólusetning Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á heimsbyggðina. Hefði verið hægt að afstýra faraldrinum Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær að víkja Liz Che- ney, fulltrúa flokksins fyrir Wyoming-ríki, úr forystusveit sinni. Cheney, sem er dóttir Dicks Cheney, fyrrverandi varafor- seta Bandaríkjanna, hefur verið af- ar gagnrýnin á Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og ásakanir hans um víðtæk svik í for- setakosningunum í nóvember. Cheney, sem gegndi þriðju æðstu stöðu flokksins í deildinni, sagði að hún myndi halda áfram að berjast fyrir íhaldssömum gildum, en sagði að hún myndi jafnframt gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að halda Trump frá forsetaembættinu. BANDARÍKIN Cheney vikið úr forystu repúblikana Liz Cheney Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: 11-18 virka daga og 11-15 laugardaga www.spennandi-fashion.is 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM TOPPUM OG PEYSUM - GILDIR ÚT 19.MAÍ - Ársfundur 2021 Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn föstudaginn 28. maí 2021 kl. 14 að Stórhöfða 23, 4. hæð, Reykjavík. Dagskrá: • Venjuleg ársfundarstörf. • Stjórnarkjör skv. samþykktum. • Önnur mál. Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu. Stjórn Lífeyrissjóðs bænda Lífeyrissjóður bænda | Stórhöfða 23 | 110 Reykjavík Sími 563 1300 | lsb@lsb.is | www.lsb.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.