Morgunblaðið - 13.05.2021, Side 35
35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021
Eitt mikilvægasta
verkefni lögreglunnar á
næstu árum er bar-
áttan gegn skipulagðri
glæpastarfsemi. Lög-
reglan telur að 15 slíkir
hópar séu að störfum í
landinu. Margir þeirra
stunda rekstur sam-
hliða lögbrotunum til að
styðja við ólöglegu
starfsemina og til að
þvætta peninga. Hóp-
arnir eru af ýmsum þjóðernum og
starfa flestir bæði innanlands og ut-
an.
Þessi veruleiki kallar á nýja nálgun
í löggæslu og afbrotavörnum. Í stað
þess að afbrot séu öðru fremur tilfall-
andi verknaðir einstaklinga, stundum
undirbúin og framin af yfirlögðu ráði,
þá þarf lögregla nú að takast á við
hópa manna sem nálgast afbrot og
ólöglega starfsemi eins og viðskipti
eða rekstur.
Í tíð minni sem dómsmálaráðherra
hef ég lagt sérstaka áherslu á að
styrkja og efla lögregluna til að tak-
ast á við þessa ógn. Lögreglan verður
að hafa burði, getu og þekkingu til að
takast á við þau flóknu verkefni sem
við blasa í harðnandi heimi af völdum
skipulagðrar glæpastarfsemi.
Breytt vinnubrögð
og nýjar áherslur
Nýr veruleiki kallar á breytingar á
vinnubrögðum lögreglu. Land-
fræðilega afmörkuð lögreglulið sem
horfa aðeins þröngt á einstaka brota-
flokka án samhengis við
önnur afbrot ná ekki ár-
angri í baráttu við þessa
hópa. Starfsemi þeirra
teygir anga sína víða og
felur í sér ýmiss konar
afbrot á borð við fíkni-
efnabrot, pen-
ingaþvætti, mansal og
ógnanir.
Ég hef lagt áherslu á
að lögreglan endurskoði
og breyti því samstarfi
sem verið hefur á milli
einstakra lögregluliða.
Sett hefur verið á stofn
lögregluráð sem fundar reglulega um
samstarf lögregluliðanna og sameig-
inleg mál lögreglunnar. Í fyrsta skipti
frá stofnun embættis ríkislög-
reglustjóra árið 1997 hefur verið sett
reglugerð um embættið þar sem m.a.
er kveðið á um hlutverk, verkefni og
samskipti þess við önnur lögreglu-
embætti.
Samnýting mannafla
og aukin skilvirkni
Síðastliðið sumar fól ég ríkislög-
reglustjóra að efla sérstaklega sam-
starf innan lögreglu með því að sam-
nýta mannafla og búnað í því skyni að
vinna markvissar að aðgerðum gegn
skipulagðri brotastarfsemi. Fundir
voru haldnir með fulltrúum stærstu
lögregluembættanna til að auka sam-
hæfingu og samvinnu innan lögregl-
unnar. Lögð var áhersla á að setja að-
gerðir gegn skipulagðri
brotastarfsemi í forgang og efla sam-
starf á milli lögregluembætta með því
að leggja til mannafla í sameiginlegan
aðgerða- og rannsóknarhóp.
Sérstakur stýrihópur var stofn-
aður, skipaður fulltrúum embætta
ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans
á höfuðborgarsvæðinu, lögreglustjór-
ans á Suðurnesjum og héraðs-
saksóknara. Markmið stýrihópsins er
að tryggja samræmingu og samhæf-
ingu lögreglu á landsvísu til að
sporna gegn skipulagðri brota-
starfsemi og efla upplýsingaskipti
milli embættanna. Stýrihópurinn hef-
ur verið að störfum undanfarna mán-
uði og hefur það hlutverk að veita lög-
reglustjórum stuðning í málum er
varða skipulagða brotastarfsemi, efla
samvinnu milli lögreglustjóra og
samræma verklag. Hann vinnur jafn-
framt að því að efla fræðslu til lög-
reglustjóra og hafa yfirsýn í mála-
flokknum. Þá er það enn fremur
hlutverk hópsins að veita öðrum lög-
regluembættum aðstoð þegar um
skipulagða brotastarfsemi er að
ræða.
Nýverið voru samþykktar verk-
lagsreglur ríkislögreglustjóra um
samstarf lögregluembætta og ann-
arra viðeigandi stjórnvalda í aðgerð-
um gegn skipulagðri brotastarfsemi.
Með stofnun stýrihópsins hafa um-
rædd embætti sett málaflokkinn í
ákveðinn forgang með því að verja
mannafla, búnaði og öðrum aðföngum
lögreglu til verkefnisins.
Auknir fjármunir
og aukið samstarf
Hvað varðar fjárhagslega getu lög-
reglunnar til að sinna verkefnum á
þessu sviði hefur lögreglan byggt upp
búnað og tæki með fjármunum – um
350 milljónum króna – sem komu í
hlut íslensku lögreglunnar sem upp-
tökuandlag svonefnds „Silk Road“-
máls. Einnig má nefna að sá slaki
sem fækkun ferðamanna skapaði hef-
ur að hluta til verið nýttur til að berj-
ast gegn skipulagðri brotastarfsemi.
Á síðasta ári reyndist unnt að setja
meiri fjármuni en ella í rannsóknir á
þessu sviði – raunar meiri fjármuni
en áður hefur þekkst. Það er áskorun
til framtíðar að viðhalda þeirri getu
eftir að störf lögreglu færast í hefð-
bundnara horf.
Þess ber einnig að geta að á árinu
2019 var lagt 80 m.kr. framlag til lög-
reglustjórans á höfuðborgarsvæðinu
með sérstakri áherslu á aðgerðir
gegn fíkniefnasölu, innflutningi og
framleiðslu. Með fjárlögum 2020 var
framlagið gert varanlegt. Embættið
er því betur í stakk búið til til að
sporna við skipulagðri glæpastarf-
semi og styrkja rannsóknir á skipu-
lögðum brotahópum bæði hvað varð-
ar rannsóknir, beitingu sérstakra
rannsóknaraðferða sem og í fjár-
málagreiningar og peningaþvætt-
isrannsóknir.
Bætt lagaumhverfi
Á undanförnum árum hefur verið
unnið að lagabreytingum sem miða
að því að efla getu lögreglunnar í að-
gerðum gegn skipulagðri brota-
starfsemi. Í því sambandi má nefna
umfangsmiklar breytingar á lögum
um aðgerðir gegn peningaþvætti og
öðrum lagabálkum sem tengjast þeim
aðgerðum. Árið 2019 voru sett lög um
vinnslu persónuupplýsinga í lög-
gæslutilgangi auk þess sem sérstök
lagastoð fyrir vinnslu og miðlun per-
sónuupplýsinga var sett í lög-
reglulögin. Þá voru nýlega sett lög
um breytingu á lögum um framsal
sakamanna og aðra aðstoð í saka-
málum sem miða einkum að því að
gera málsmeðferð þeirra mála skil-
virkari.
Auk framangreinds ber að geta
þess að frumvarp til breytinga á lög-
reglulögum var samþykkt á Alþingi á
þriðjudag. Þar er lagt til að efla og
skýra heimildir lögreglu til alþjóðlegs
samstarfs og samráð lögreglu lögfest.
Þá er frumvarp um breytingu á man-
salsákvæði hegningarlaganna til
meðferðar á Alþingi. Mansal tengist
ýmislegri skipulagðri brotastarfsemi
og megintilgangur frumvarpsins að
bæta vernd þolenda þessara brota.
Alþjóðlegt samstarf
og öflug liðsheild
Í nýlegum skýrslum Europol hefur
verið lýst áhyggjum af framvindu
mála í mörgum löndum Evrópu.
Skipulögð brotastarfsemi kallar á
aukna samvinnu og samstarf lög-
gæsluyfirvalda þvert á landamæri.
Við munum halda áfram á þeirri
braut að styrkja lögreglunna, hæfni
hennar og getu, til að koma fram sem
ein öflug liðsheild í þessari baráttu.
Eftir Áslaugu Örnu
Sigurbjörnsdóttur » Skipulögð brota-
starfsemi kallar
á aukna samvinnu og
samstarf löggæslu-
yfirvalda þvert á
landamæri.
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skilvirkar aðgerðir gegn skipulögðum glæpum
Eðli stjórnmála- og
samfélagsumræðu hef-
ur breyst mikið á und-
anförnum árum. Um-
búðir og yfirlýst
markmið skipta nú öllu
máli á kostnað inni-
halds og raunveru-
legra áhrifa. Rétttrún-
aðurinn er að verða
allsráðandi á kostnað
rökræðu. Margir
stjórnmálamenn leitast nú við að
vera það sem enskumælandi fólk
kallar woke (vaknir). Þeir nota
hvert tækifæri til að sýna að þeir
hafi meðtekið rétttrúnaðinn og ótt-
ast hræðilega ásakanir um annað.
Afleiðinguna mætti kalla nýaldar-
stjórnmál.
Undir handleiðslu ráðandi flokks-
ins er ríkisstjórn Íslands orðin mest
„woke“ ríkisstjórn Íslandssögunnar.
Ríkisstjórn sem vill banna plast-
poka en leyfa eiturlyf. Hún hefur
verið meira vakin og sofin yfir rétt-
trúnaðinum en síðasta ríkisstjórn
(og er þá langt til jafnað). Vinstri-
stjórn áranna 2009-13 situr eftir í
þriðja sætinu.
Áhersla hefur verið lögð á að
tikka í hvert box ímyndarstjórnmál-
anna. Hér fylgja nokkur dæmi:
Umhverfismál
Umhverfismálin hafa einkennst af
þeirri yfirborðsmennsku sem áður
var fyrst og fremst beitt af öfga-
mönnum. Í stað þess að nálgast mál-
in af skynsemi eru stöðugt kynnt ný
boð og bönn og ný „græn“ gjöld,
þau svo hækkuð og refsisköttum
beitt til að hegna fólki fyrir að lifa
daglegu lífi.
Endalaust eru boðuð aukin út-
gjöld til málaflokksins (tugir millj-
arða) án þess að það sé ljóst hvernig
það bæti umhverfi. Boðaðar eru
skaðlegar (en sýnilegar) aðgerðir á
borð við að moka ofan í skurði. Á
meðan eru leikskólabörn farin að
þjást af loftslagskvíða og telja að
heimsendir sé í nánd.
Borgarlína
og samgöngur
Í samgöngumálum
virðist borgarstjórn-
armeirihlutanum í
Reykjavík hafa verið
falin stjórnin. Borg-
arstjóri útskýrir fyrir
ríkisstjórninni að hún
sé í raun búin að fall-
ast á brotthvarf
Reykjavíkurflug-
vallar. Stjórnin þakk-
ar fyrir sig með því að
styrkja borgarstjór-
ann um 50 milljarða af ríkisfé (til að
byrja með) til að hjálpa honum að
standa við helsta kosningaloforð
Samfylkingarinnar í Reykjavík. Gal-
in áform um að eyða endalausum
peningum í tvöfalt strætisvagna-
kerfi í Reykjavík og auka enn á um-
ferðarteppur. Almenningur fær að
borga með nýjum veggjöldum á þá
sem sitja fastir í umferðinni.
Kerfið og báknið
Kerfisræðið eykst og báknið
stækkar (það hefur aldrei verið
stærra).
ESB fer sínu fram enda jaðrar
það við guðlast að styggja ESB að
mati rétttrúnaðarmanna. Evrópu-
sambandið styrkir þannig völd sín
jafnt og þétt, meðal annars yfir
orkumálum landsins á sama tíma og
sambandið útskýrir að það þurfi að
hafa vald yfir orkumálum og allir
skuli leggja sitt af mörkum. Rík-
isstjórninni virðist þykja tal um full-
veldi óþægilegt og gamaldags.
Lýðræði minnkar og Ísland
líka
Nú áformar ríkisstjórnin að taka
stóran hluta landsins undan lýðræð-
islegri stjórn með stofnun svokall-
aðs hálendisþjóðgarðs. Landsmenn
munu þurfa leyfi til að njóta eigin
lands (og svo eflaust borga fyrir
það). Eftir mótbárur Miðflokksins
lýstu nokkrir þingmenn Sjálfstæðis-
og Framsóknarflokks yfir efasemd-
um um málið. En ætli megi ekki bú-
ast við gamla trikkinu, gerðar verði
málamyndabreytingar svo menn
geti sagst hafa bætt málið og til-
kynnt að eitt og annað verði skoðað
síðar (en kerfið mun sjá um það)?
Lýðræði og fjölmiðlar
Nú áformar ríkisstjórnin að gera
einkarekna fjölmiðla háða ríkinu, í
stað þess að létta af þeim álögum og
rétta samkeppnisstöðu þeirra, undir
stefnunni „ríkið í alla miðla“. Þó á
Ríkisútvarpið að halda yfirburða-
stöðu sinni („skoðum það seinna“)
enda öflugt við að boða rétttrún-
aðinn og ráðherrar geta verið róleg-
ir á meðan þeir halda sig á réttri
línu.
Heilbrigðisþjónusta
Marteins Mosdal
Ríkisstjórnin vill frekar borga allt
að þrefalt verð fyrir að senda sjúk-
linga í aðgerðir á heilbrigðisstofn-
unum erlendis en að leyfa sams kon-
ar stofnunum á Íslandi að
framkvæma aðgerðirnar og spara
þannig peninga og létta undir með
Landspítalanum. Sjálfstæður rekst-
ur virðist vera eitur í beinum heil-
brigðisráðherrans og þar með rík-
isstjórnarinnar. Það er talið skárra
að styrkja slíkan rekstur erlendis til
að geta svelt hann hér á landi.
Frjáls félagasamtök sem áratugum
saman hafa gert samfélaginu gríð-
arlegt gagn, Krabbameinsfélagið,
SÁÁ osfrv. virðast nú einnig litin
hornauga af ríkisvaldinu.
Lögleiðing fíkniefna
Á sama tíma og landsmenn hafa
sameinast um að fylgja leiðsögn sér-
fræðinga í viðureigninni við einn
faraldur vill ríkisstjórnin nú fara
þvert á leiðsögn sérfræðinga með
því að lögleiða annan og ekki síður
hættulegan faraldur. Hér er stefnt
að einhverri róttækustu lögleiðingu
fíkniefna í víðri veröld. Eins og jafn-
an í nýaldarmálum ríkisstjórn-
arinnar er það fyrst og fremst stutt
af vinstriflokkunum á þingi, einkum
pírötum sem hafa barist fyrir sams
konar máli um árabil.
Hælisumsóknum
beint til Íslands
Nú hyggst ríkisstjórnin innleiða
grundvallarbreytingu á hælisleit-
endakerfinu. Til stendur að tryggja
öllum sem fá hæli eða dvalarleyfi
jöfn réttindi hvort sem þeir fara lög-
formlegu öruggu leiðina og er boðið
til Íslands eða koma með öðrum
hætti, ólögmætum eða lögmætum.
Þetta gengur þvert á stefnu annarra
Norðurlanda ekki hvað síst Dan-
merkur undir stjórn jafnaðarmanna
þar sem markmiðið er nú að enginn
komi til Danmerkur til að sækja um
hæli. Öllum skuli beint í löglegu
öruggu leiðina. Hælisleitendur eru
þegar orðnir sexfalt fleiri á Íslandi
en í Noregi og Danmörku. Stefna
ríkisstjórnarinnar mun enn auka
þann mun.
Fóstureyðingar
Lengi hafði ríkt friður um fóstur-
eyðingalöggjöfina á Íslandi. Ein-
hverra hluta vegna sá ríkisstjórnin
ástæðu til að setja heimsmet í því
hversu lengi mætti eyða fóstri. Eng-
in rök voru færð fyrir hinum nýju
viðmiðum og forsætisráðherra lýsti
því ítrekað yfir að hann teldi að eng-
in tímamörk ættu að vera á fóstur-
eyðingum. Þær ættu að vera heim-
ilar fram að fæðingu barnsins.
Yfirlýsing sem víðast hvar annars
staðar teldist til öfgahyggju og hefði
vakið mikil viðbrögð. Samstarfs-
flokkarnir héldu fyrir eyru, augu og
munn og tryggðu heimsmetið.
Jafnréttið gleymdist
Á toppi nýaldarstjórnmálanna
tróna málefni transfólks. Erlendis
hefur verið mikil umræða um þann
málaflokk árum saman. Transfólk
hefur tekið virkan þátt í þeirri um-
ræðu og margir úr þeim hópi gagn-
rýnt stjórnvöld fyrir að nálgast mál-
ið ekki af skynsemi. Femínistar og
jafnréttissinnar hafa einnig látið
mikið til sín taka. En íslenska rík-
isstjórnin stökk fram nánast án um-
ræðu með frumvarp þar sem öllum
var gert kleift að ákveða hvoru kyn-
inu þeir tilheyrðu fyrirvaralaust.
Það lá svo á að gorta sig af heims-
metinu að það gleymdist einu sinni
sem oftar að huga að raunveruleg-
um áhrifum málsins, t.d. á íþróttir
kvenna, aðgengi að svæðum sem
eingöngu eru ætluð konum, ýmsum
jafnréttissjónarmiðum o.s.frv.
Nútímalæknavísindum fórnað
Svokölluð lög um kynrænt sjálf-
ræði voru svo notuð til að innleiða
öfgastefnu sem hefur fyrst og
fremst áhrif á aðra en transfólk.
Ríkisstjórn Íslands leiddi í lög bann
við því að börn (sem ekki hafa aldur
til að biðja sjálf um læknisaðstoð)
nytu nútímaheilbrigðisþjónustu sem
í mörgum tilvikum hefur verið veitt
áratugum saman. Málið sneri að
lækningum sem varða kyn- og þvag-
færi. Oft er mikilvægt að hægt sé að
veita lækningu sem fyrst. Helsta
framlag ríkisstjórnarinnar við af-
greiðslu málsins var að árétta að
skoðað yrði hvort þær tvær und-
antekningar sem þó voru heimilaðar
(með ýmsum hindrunum) skyldu af-
numdar.
Einkenni nýaldar-
stjórnmálanna
Brugðist var við tilraunum til
verja nútímalæknavísindi með því
að skilgreina slíkt sem öfgar og aft-
urhald. Rétttrúnaðurinn skipti
meira máli en lækningar og vísindi.
Þegar skynsemi er endurskírð öfgar
er orwellsk þróun rétttrúnaðarins
fullkomnuð.
Ég hvet því borgaralega sinnað
fólk á Íslandi til að staldra við, verja
grunngildi samfélagsins og frjáls-
lyndi, þá hugmynd að skoðanaskipti
séu af hinu góða. Annars höldum við
áfram niður braut raunverulegra
öfga.
Látum svo ekki blekkjast af því
þegar nýaldarpólitíkusar mæta fyrir
kosningar og segjast ætla að gera
eitthvað allt annað en þeir hafa ver-
ið að gera. Af ávöxtunum skulið þér
þekkja þá.
Ákall til borgaralega sinnaðs fólks
Eftir Sigmund
Davíð
Gunnlaugsson
»Undir handleiðslu
ráðandi flokksins er
ríkisstjórn Íslands orðin
mest „woke“ ríkisstjórn
Íslandsögunnar.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Höfundur er formaður Miðflokksins.