Morgunblaðið - 13.05.2021, Side 37
UMRÆÐAN 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021
Blóðgjafafélag Ís-
lands var formlega
stofnað hinn 16. júlí
1981 að frumkvæði þá-
verandi forstöðu-
manns Blóðbankans,
Ólafs Jenssonar yfir-
læknis, sem var fyrsti
formaður félagsins.
Blóðgjafafélag Ís-
lands, skammstafað
BGFÍ, hefur það
markmið að efla
blóðgjafarstarfsemi og gæta hags-
muna blóðgjafa, sem lengi hafa verið
mikilvægur og traustur hlekkur í
heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Tilgangur þess var og er annars
vegar að efla tengsl íslenskra blóð-
gjafa og almennings við Blóðbank-
ann og hins vegar að fræða bæði þá
sömu aðila og stjórnvöld um mikil-
vægi blóðs til lækninga. Auk blóð-
gjafa eru aðrir þeir sem vilja styrkja
blóðbankastarfsemi í lækninga- og
rannsóknaskyni og blóðsöfnunar-
störf mikilvægir liðsmenn. BGFÍ
hefur sinnt því að standa vörð um
málefni er snúa að blóðgjöfum, en
rétt er að minna á þá sjálfsögðu stað-
reynd að blóðgjafar eru sjálfboða-
liðar og fá ekki greitt fyrir blóðgjöf
eins og enn tíðkast víða annars stað-
ar í heiminum.
Markmið okkar er að gæta ýtrasta
heilbrigðis blóðgjafa og starfa í góðri
samvinnu við Blóðbankann að því að
efla blóðgjafarstarfsemi og tryggja
heilbrigt blóð.
Aðalfundur BGFÍ
Það var gleðistund
þegar tilkynning barst
um aðalfund Blóðgjafa-
félags Íslands sem hald-
inn verður miðvikudag-
inn 19. maí næstkomandi
kl. 19.30 í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti.
Covid-19-faraldurinn
hefur gert okkur öllum
skráveifu varðandi sam-
komur. Nú er bjartara
fram undan í þeim efn-
um. Gætt verður að öll-
um sóttvarnareglum. Nú standa von-
ir til þess að hægt verði að halda
alþjóðablóðgjafadaginn hátíðlegan í
ár, en hann er 14. júní ár hvert. Einn-
ig er mikilvægt að minnast þess að 40
ár eru liðin frá stofnun BGFÍ og nýta
þá tækifærið til þess að efla starfsemi
félagsins og fá til liðs við það þá sem
styrkja og efla vilja blóðsöfnun, blóð-
gjafa og Blóðbankann.
Að þessu sinni verður fundurinn
einnig með rafrænum hætti og þeir
sem skrá sig á hann með því að nýta
hlekkinn sem birtist hér í sviga
(https://forms.gle/buYLUDsCDs5yWQmr8)
munu fá sendan hlekk á rafrænt
fundarboð. Með þeim hætti gefst
kostur á að fylgjast með fundar-
störfum þótt ekki sé mætt í eigin per-
sónu á fundinn.
Blóðgjafar og aðrir áhugasamir
eru hvattir til þess að nýta sér þenn-
an möguleika. Aðalfundarstörf eru
með hefðbundnum hætti; skýrslur
fluttar og ársreikningar lagðir fram,
stjórn kosin og síðast en ekki síst eru
hetjublóðgjöfum veittar viður-
kenningar fyrir fjölda blóðgjafa.
BGFÍ er mikilvægur félagsskapur
fyrir blóðgjafa, velunnara Blóðbank-
ans og Blóðbankann, þennan mikil-
væga máttarstólpa í heilbrigðis-
kerfinu.
Aðalfundirnir eru ánægjulegar
samverustundir þeirra sem leggja líf-
inu lið með blóðgjöf, gjöf sem bjargar
lífi.
Blóðgjafafélag Íslands
40 ára í júlí
Eftir Ólaf Helga
Kjartansson »Blóðgjafafélag Ís-
lands var formlega
stofnað 16. júlí 1981 og
verður 40 ára í sumar.
Félagið, sem gætir hags-
muna blóðgjafa, heldur
aðalfund 19. maí nk.
Ólafur Helgi
Kjartansson
Höfundur er blóðgjafi og
fyrrverandi formaður BGFÍ.
olafur.helgi.kjartansson@outlook.com
Mikið hefur verið
þrengt að kristinni trú í
okkar samfélagi. Bæði í
fjölmiðlum og skólum
hefur okkar aldagömlu
kristnu arfleifð verið
nánast úthýst og talin
óþarfa fræðsla fyrir
börnin okkar. Þess
vegna gladdi það svo
innilega þegar Halldór
Laxness Halldórsson
lýsti því yfir í þætti Gísla Marteins að
hann vildi halda kirkjunni í sinni
hefðbundnu mynd. Það er ekki oft að
maður heyri slíka einarða skoðun um
þessi mál því það er ekki í tísku í nú-
tímanum að flíka trú sinni, síst
kristninni. Hvernig má það vera að
afneita því haldreipi sem kristnin er
manninum í lífsins ólgusjó? Á sama
tíma virðist þörfin til að leita leiða til
að öðlast lífshamingjuna og tilgang
endalaus og framboðið og gylliboðin
ótæmandi í þeim efnum.
Við þurfum á kristinni trú að halda
og megum ekki láta það gerast að
henni sé nánast útrýmt úr skólakerf-
inu, eins og það sé í lagi að henda
henni eins og einhverjum gömlum úr-
eltum kenningum. Kristin trú er hluti
af okkar menningarsögu og við eigum
að kenna hana börnum frá unga aldri
því hún er það dýrmætasta sem hver
manneskja á innra með sér.
Við erum óþyrmilega minnt á það
þessa dagana í þessum heimsveiru-
faraldri að allt í einu og eins og hendi
sé veifað fer tilveran á hliðina. Við
ráðum engu og höfum
enga stjórn þar sem
þjóðfélagið okkar og
okkar nánasti umheim-
ur er í einhvers konar
hægagangi með enda-
lausum takmörkunum
og skilyrðum. Í lífinu
verðum við fyrir svo
mörgu sem við höfum
enga stjórn á eins og
áföllum, sjúkdómum eða
styrjöldum. Einmitt þá
er það svo óendanlega
dýrmætt að eiga þessa bjargföstu trú
um að allt fari vel. Bænin býr yfir
miklu afli og hjá okkur sem erum
kristin er það Jesús Kristur sem
verður okkar bjargræði og klettur
sem aldrei bregst þó svo við skiljum
ekki alltaf leiðina sem hann velur.
Manninum var aldrei ætlað að vera
einn og þess vegna höfum við öll
guðsanda innra með okkur. Hvort
sem við kveikjum á þeim anda eða
ekki þá er hann þarna. Það hefur
margsannast að þegar öll sund virð-
ast lokuð hrópar fólk á Guð sér til
hjálpar þótt því hefði aldrei komið
það til hugar þegar lífið var gott og
viðráðanlegt. Þegar Geir Haarde bað
Guð að blessa Ísland þegar hrunið
blasti við, þá vorum við bænheyrð.
Við erum blessuð þjóð, gleymum því
ekki.
Klettur í lífsins
ólgusjó
Eftir Guðrúnu R.
Axelsdóttur
Guðrún R. Axelsdóttir
» Að standa með
kristinni trú.
Höfundur er kaupmaður.
Atvinna