Morgunblaðið - 13.05.2021, Síða 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021
Atvinnuhúsnæði er okkar fag
S. 511 2900
Jón G. Briem
hrl. og löggiltur fasteignasali
Guðlaugur Ö. Þorsteinsson
rekstrarverkfræðingur og löggiltur leigumiðlari
Erum með í einkasölu um 1.200 m²
steinsteipt verslunar- og lagerhúsnæði
á tveimur hæðum á frábærum stað
miðsvæðis í Reykjavík með góðri
aðkomu og nægum bílastæðum.
Um er að ræða 4 verslunareiningar sem
eru samtals um 800 m² og hægt væri að
breyta í eina stóra verslun ef þörf væri á.
Stærsta einingin er um 448 m² með
innkeyrsludyrum að aftanverðu, en
hinar eru á bilinu 100-130 m².
Auk verslunarhúsnæðissins er um
400 m² nýuppgert lagerrými í kjallara
með innkeyrsludyrum og góðu aðgengi
um upphitaðan ramp.
Möguleiki á skrifstofuhúsnæði í sama
húsi ef þörf er á.
Eignin er öll í ótímabundinni útleigu.
Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur
í s. 896-0747.
Verð tilboð.
Til sölu gott 1.200 m² verslunar- og lagerhúsnæði í Hátúni 6a
Frelsari þessa heims
er Jesús Kristur, sem
við mörg leggjum allt
okkar traust á í blíðu og
stríðu, í lífi sem dauða.
Á hátíðunum í lífi okk-
ar, sem og í hversdeg-
inum og á sjúkrabeði
og dauðastund, gaf
hann okkur nýtt boðorð
sem full ástæða er til að
skerpa á daglega og
minna sig á hverja stund þegar kem-
ur að samskiptum við fólkið okkar og
þau önnur sem samferða okkur eru
um stundarsakir á ævinnar göngu.
„Elskið hvert annað. Eins og ég
hef elskað ykkur skuluð þið elska
hvert annað. Á því munu allir þekkja
að þið eruð mínir lærisveinar ef þið
berið elsku hvert til annars.“
Og þá höfum við það, hversu ein-
falt eða flókið það kann nú að hljóma
eða reynast.
Framtíðarsýn
Svo sagði Jesús við fylgjendur sína
að hann færi brátt burt úr þessum
heimi til að búa okkur öruggan sælu-
stað til framtíðar svo við myndum
einnig fá að vera þar sem hann er.
Þar sem við fengjum að njóta okkar
með okkar hætti í allri þeirri dýrð
með honum sem Guð hefur búið öll-
um hans elskuðu börnum. Öllum
þeim sem þiggja vilja og á hann trúa.
Að loknum okkar tíma hér á jörð,
sem greinilega er mislangur og eng-
inn skilur, kæmi hann og tæki okkur
til sín. Og svo sagði hann eitthvað á
þá leið að við þekktum veginn sem
við ættum að fara til að komast af og
rata heim í dýrðina.
Tómas, sem var einn af lærisvein-
um hans, spurði hann þá: „Við vitum
ekki hvert þú ferð. Hvernig getum
við þá þekkt veginn?“
Jesús sagði þá við hann: „Ég er
vegurinn, sannleikurinn og lífið.
Enginn kemur til föðurins nema fyrir
mig.“ „Ég er dyrnar. Sá sem gengur
inn um mig mun frelsast. Og hann
mun ganga inn og út og finna haga.“
„Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir
mér mun ekki ganga í
myrkri heldur hafa ljós
lífsins.“ „Hjarta ykkar
skelfist ekki né hræð-
ist. Trúið á Guð og trú-
ið á mig. Í húsi föður
míns eru margar
vistarverur. Væri ekki
svo hefði ég þá sagt
ykkur að ég færi burt
að búa ykkur stað. Þeg-
ar ég er farinn burt og
hef búið ykkur stað
kem ég aftur og tek
ykkur til mín svo að þið séuð einnig
þar sem ég er.“
„Ég mun ekki skilja ykkur eftir
munaðarlaus.“ „Ég lifi og þið munuð
lifa.“ Hver á annars meiri kærleika
en þann að leggja líf sitt í sölurnar
fyrir vini sína? Hvað þá svo þeir fái
lifað um eilífð?
Verð með ykkur alla daga
„Og Jesús sagði við þau: „Allt vald
er mér gefið á himni og á jörðu. Far-
ið því og gerið allar þjóðir að læri-
sveinum. Skírið þau í nafni föður,
sonar og heilags anda og kennið
þeim að halda allt það sem ég hef
boðið ykkur. Sjá, ég verð með ykkur
alla daga allt til enda veraldar.“
Síðan fór hann með þau út í nánd
við Betaníu, hóf upp hendur sínar og
blessaði þau. En það varð á meðan
hann var að blessa þau að hann skild-
ist frá þeim og var uppnuminn til
himins.“
Takk, Jesús. Dýrð sé Guði.
Með einlægri kærleiks- og friðar-
kveðju.
- Lifi lífið!
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
» „Ég er ljós heimsins.
Sá sem fylgir mér
mun ekki ganga í
myrkri heldur hafa ljós
lífsins. Og ég er dyrnar.
Sá sem gengur inn um
mig mun frelsast.“
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Vegurinn, sann-
leikurinn og lífið
Það er gaman að
eldast. Þegar
ákveðnum aldri er
náð, þá tökum við til
dæmis að líta jafn-
aldra okkar í nýju og
dálítið öðru vísi ljósi
en áður. Við förum
að gera okkur skýra
grein fyrir því, að al-
veg eins og við sjálf,
þá muna þau eftir
hansahillunum, Melavellinum,
Smart spæjara, gömlu Akraborg-
inni og tónstundaþættinum hans
Jóns Pálssonar, – og
þar að auki muna þau
þá tíð, þegar læknir-
inn blés tóbaksreyk
framan í sjúklinginn;
og þau muna ekki
bara eftir Kaffibrúsa-
körlunum, heldur líka
Baldri og Konna og
Bjarna Björnssyni og
Bílvísunum hans, og
Dairy Queen-mjólkur-
ísnum vestur á Hjarð-
arhaga. Þau muna
meira að segja eftir
því, þegar Guðmundur Jónsson
hélt langa tóninum í „Hraustir
menn“, Gestur Þorgrímsson söng
dúettinn úr óperu Verdis, La trav-
iata, og Vilhjálmur útvarpsstjóri
sagði að hlutirnir væru „merkilegt
rannsóknarefni“ og „í Guðs friði“.
Og eins og við muna þau eftir
kanasjónvarpinu og þau muna líka
þegar Vilhjálmur Einarsson stökk
16,26 metra í þrístökkskeppninni í
Melbourne.
Með árunum komum við ein-
hvern veginn alltaf og alls staðar
auga á þessa jafnaldra okkar,
sama þótt við séum stödd innan
um mikinn mannfjölda. En þeim
hefur fækkað talsvert með árun-
um; þau eru ekki jafn mörg og
einu sinni var. Það er eins líklegt,
að ekkert sé sagt, að hvorki höf-
um við orð á nokkrum sköpuðum
hlut, né heldur segi þau neitt. En
þrátt fyrir það er eins og það
hangi einhver leyniþráður á milli
okkar og þeirra. Þau eru af sama
meiði og við. Þau hafa orðið vitni
að mörgu því sama og við. Og þau
eru á leiðinni í þann áfangastað,
sem telja má líklegt að við munum
komast þangað um svipað leyti og
þau. Sumum þeirra mundum við
kannski ekkert endilega bjóða
heim, en þau eru ómótmælanlega
og samt sem áður og þrátt fyrir
allt samferðamenn okkar. Og við
getum ekki annað en óskað þeim
alls góðs.
Það er dapurlegt til þess að
hugsa, að það skuli hafa tekið okk-
ur svo mörg ár og langan tíma að
komast að jafn sjálfsagðri niður-
stöðu.
Páll postuli ritaði þeim í Kól-
ossuborg eftirfarandi: „Fyrst þið
því eruð uppvakin með Kristi, þá
keppist eftir því sem er hið efra
þar sem Kristur situr við hægri
hönd Guðs. Hugsið um það sem er
hið efra en ekki um það sem á
jörðinni er. Því að þið eruð dáin
og líf ykkar er fólgið með Kristi í
Guði. Þegar Kristur, sem er líf
ykkar, opinberast, þá munuð þið
og ásamt honum opinberast í
dýrð.“ (Kól. 3,1-4.)
Uppstigningardagur
– dagur aldraðra
Eftir Gunnar
Björnsson
Gunnar Björnsson
» „Þegar Kristur, sem
er líf ykkar, opinber-
ast, þá munuð þið og
ásamt honum opinber-
ast í dýrð.“
Höfundur er pastor emeritus.
Á blaðsíðu 14 í
Morgunblaðinu hinn
11. maí er grein eftir
menntamálaráðherra
Íslands, Lilju Dögg
Alfreðsdóttur, sem
ber titilinn „Endur-
reisn hafin!“
Á blaðsíðu 16 er
grein eftir dr. Ragn-
heiði Jónsdóttur, for-
stjóra og eiganda
Hannesarholts, sem ber titilinn „Líf-
ið í Hannesarholti – í þátíð“.
Og til hliðar við grein Ragnheiðar
í sama blaði er svo þriðja greinin,
sem er eftir Gunnar Kvaran selló-
leikara. Hún ber heitið: „Ákall til
forsætisráðherra og ráðherra
mennta- og menningarmála“. Grein-
in hefst með þessum orðum: „Það er
með hryggð og eftirsjá í hjarta er
mér berast nú þær fréttir frá Hann-
esarholti, að frá og með 20. júní
blasi við lokun þessa merka
menningarseturs.“
Augu mín fylltust tárum, og mín
fyrsta hugsun var – þetta má aldrei
verða. Hannesarholt hefur með tím-
anum skráð sig inn í sögu Reykja-
víkur og er orðið
ómissandi í hráslaga-
legum hversdagsleik-
anum, sem umlykur
allt í gerbreyttum
miðbæ. Húsið hefur sál
– gamla sál, sem er enn
á meðal vor og á enn
erindi við okkur.
Mér er það í fersku
minni, þegar ég steig
þar inn fyrir dyr í
fyrsta sinn. Mér fannst
ég vera komin heim –
eftir langa fjarveru.
Hver hlutur hafði sögu að segja,
borðin og stólarnir á neðri hæðinni,
bækurnar á þeirri efri, myndirnar á
veggjunum – og tónlistin, sem end-
urómaði um ganga og stiga.
Ragnheiður tók á móti mér með
opinn faðminn, leiftrandi augnsvip
og fallegt bros. Ég var velkomin,
fékk athvarf um stund í þessu sögu-
fræga húsi. Ég gat ekki annað en
dáðst að dugnaði, hugviti og atorku
þessa hrífandi gestgjafa, sem sá inn
í framtíðina og lét sig dreyma stóra
drauma. Hannesarholt er hennar
verk, hún er Hannesarholt, sem ber
vitni um stórhug hennar, næmt
söguskyn og bjartsýni.
Hannesarholt hefur áunnið sér
veglegan sess í menningarlífi
Reykjavíkurborgar. Hannesarholt
varðveitir hina sögulegu arfleifð og
þar með líftaug þess blómaskeiðs,
sem við nú upplifum. Við megum
ekki láta það um okkur spyrjast, að
framtíðin komi þar að luktum dyr-
um.
Kæra Lilja.
Í dag skrifar þú um endurreisn
og boðar okkur bjarta framtíð.
Á leiðinni þangað verðum við að
halda reisn okkar.
Þess vegna biðjum við þig einlæg-
lega að koma í veg fyrir það menn-
ingarslys, sem óneitanlega yrði, ef
við kæmum að lokuðum dyrum
Hannesarholts.
Þetta má ekki verða
Eftir Bryndísi
Schram
Bryndís Schram
»Hannesarholt hefur
með tímanum skráð
sig inn í sögu Reykja-
víkur og er orðið ómiss-
andi í hráslagalegum
hversdagsleikanum,
sem umlykur allt í ger-
breyttum miðbæ.
Höfundur er rithöfundur.