Morgunblaðið - 13.05.2021, Síða 42

Morgunblaðið - 13.05.2021, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021 Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is „Það var því ekkert annað í stöð- unni en að stofna eigin fyrirtæki. Í nóvember 2019 létum við vaða og draumurinn rættist,“ segir Hrefna um tilurð þess að Fiskvinnsla Hrefnu er stofnuð. „Fljótlega eftir að við hófum rekstur bauðst okkur að kaupa vörumerkið Ísfirðing sem fyrrverandi eigandi hafði þá byggt upp og komið á markað. Við vor- um afar hrifin af vörunni og sáum að kaupin myndu auðvelda okkur verulega að koma okkur af stað í framleiðslu og dreifingu. Ísfirð- ingur varð okkar og við fram- leiðum allar okkar vörur undir því vörumerki,“ segir Hrefna en Ís- firðingur hefur vakið athygli fyrir afar frambærilegar og vandaðar vörur. Hrefna segir þetta hafa verið mikið ævintýri og auðvitað hafi verið hæðir og lægðir. „Að hefja rekstur í miðjum heimsfaraldri er kannski heldur dýpri lægð en við hefðum kosið en við höfum sett undir okkur höfuðið og erum stað- ráðin í að komast upp úr henni. Sem við munum gera. Vill breyta því hvernig fólk borðar reyktan lax Áhugi fólks á vörunni hefur frá byrjun verið mikill enda er varan okkar einstaklega góð. Við vinnum eingöngu með fyrsta flokks hráefni úr næsta nágrenni okkar hér á Flateyri. Laxinn og regnbogasil- unginn vökvareykjum við og erum við þau einu á landinu sem notum þessa framleiðsluaðferð. Vökv- areykingin felur í sér að trjákurl er sett í ofn og eimað, reykurinn þéttist og fellur í vökva. Vegna framleiðsluaðferðarinnar verður varan hollari og bragðið mildara. Það hefur farið afar vel í neyt- endur.“ Hrefna segir áhugavert að skoða hvernig fólk notar reyktan og grafinn laxfisk. Flestir nýti hann eingöngu sem álegg en því vill hún breyta. „Reyktur lax og regnboga- silungur er nefnilega herramanns- matur sem nota má sem uppistöðu í ýmsar nýstárlegar uppskriftir sem elda má við hversdagsleg og hátíðleg tækifæri. Á vefsvæðinu okkar, isfirdingur.is, höfum við nú þegar komið á framfæri tíu upp- skriftum að afar gómsætum rétt- um og hyggjumst bæta enn frekar í og benda neytendum á enn fleiri leiðir til að nota okkar frábæru vöru í daglega eldamennsku sem og tilraunaeldhúsið.“ Hráefni úr heimabyggð Hrefna segir að hráefnið sé allt frá fyrirtækjum í næsta nágrenni, sem heldur kolefnisspori í öflun aðfanga til framleiðslu í algjöru lágmarki. Hún sé afar stolt af því að notast við hráefni úr heima- byggð. Þessa dagana sé verið að þróa spennandi nýjungar auk þess sem markmiðið sé að auka sölu á þeim vörum sem fyrirtækið fram- leiðir nú þegar. „Við höfum unnið að því að koma með ýmsar nýj- ungar á markaðinn sem við erum bjartsýn á að muni njóta mikilla vinsælda. Reyktur laxfiskur er frá- bær uppspretta prótína, fjöl- margra vítamína og omega-3- fitusýra. Með aukinni áherslu á heilnæmt og hreint fæði má búast við að áhugi neytenda á neyslu á eldislaxi og silungi muni halda áfram að aukast og að mikil tæki- færi séu í framleiðslu og markaðs- setningu á mismunandi afurðum úr þessum tegundum. Við erum þó og viljum vera smáframleiðandi sem starfar í heimabyggð, nálægt uppruna hráefnisins sem við vinnum með. Þannig tryggjum við áfram þau gæði sem við erum stolt af og stuðlum á sama tíma að at- vinnuuppbyggingu í okkar dásam- lega þorpi.“ Leggja allt í sölurnar Fyrirtækið og framleiðslan skapa í dag atvinnu fyrir Hrefnu sem framkvæmdastjóra og tvo starfsmenn til viðbótar auk þess sem tveir eru í hlutastarfi við sölu og dreifingu á höfuðborgarsvæð- inu. „Unnusti minn og foreldrar eru meðeigendur í fyrirtækinu og vinnum við öll saman við áfram- haldandi þróun þess enda höfum við öll mikla reynslu í öllu sem tengist fiskverkun og -vinnslu. Við höfum öll lagt mikið á okkur til að láta þennan draum rætast og leggjum allt í sölurnar til að halda honum lifandi.“ Vestfirsku valkyrjurnar Blaðamaður getur ekki varist því að spyrja hvort um sé að ræða vestfirskt fyrirbæti að skíra fyrir- tæki í höfuðið á konum. Besta dæmið um þetta sjálfsagt Mjólk- urvinnslan Arna. „Já, þú segir nokkuð,“ segir Hrefna. „Vestfirskar konur eru auðvitað engir aukvisar og hafa margar verið áberandi í gegnum tíðina. Svo mjög að um það hafa verið skrifuð merkileg fræðirit. Ef ég man rétt er nafnið á Örnu kom- ið frá dóttur stofnanda fyrir- tækisins sem heitir Arna. Okkur þótti nafnið Fiskvinnslan Hrefna eiga hreint ágætlega við og setja einhvern persónulegan blæ á fyrir- tækið, eitthvað sem okkur er annt um að halda í. Ég kem stolt fram fyrir hönd fyrirtækisins. Við stundum heiðarleg viðskipti í sátt við náttúruna og samfélagið hér enda er það forsenda þess að fyrirtækið fái blómstrað á Flat- eyri,“ segir Hrefna en þeir sem þekkja Flateyri vita að það er ein- stakur staður og tekur Hrefna heilshugar undir það. „Hér er ynd- islegt að búa. Þorpið er ein- staklega staðsett eyri í ægifögrum Önundarfirðinum. Hér er vítt til fjalla og náttúran alltumlykjandi og á nokkrum mínútum erum við komin út í guðsgræna náttúruna til að njóta. Flateyri er rólegur staður, hér er einstök kyrrð. Hér er lítil umferð og tíminn einhvern veginn lengur að líða en annars staðar. Hér er frábært að ala upp börn, í þorpi þar sem allir þekkja alla og vel er haldið utan um sam- félagið.“ Ísfirðing finnur fólk í verslunum Hagkaupa, Iceland og Nettó, í Krambúðum og Kjörbúðum um allt land. Vörur fást einnig í Mela- búðinni, í Fjarðarkaupum, í sæl- kerabúðinni Gott og blessað og í netverslun Heimkaupa auk smærri verslana hér á svæðinu og víðar. Draumurinn að stofna fiskvinnslu Það hafði alltaf verið draumur Hrefnu Valde- marsdóttur að stofna fiskvinnslu enda hafði hún unnið í fiski nánast allt sitt líf. Þegar at- vinnuástandið bauð ekki upp á marga möguleika ákvað hún að leggja allt í sölurnar til að geta bú- ið áfram á Flateyri og látið draum sinn rætast. Heimabyggð Hrefna leggur mikla áherslu á að nota hráefni úr nærumhverfinu. Lét drauminn rætast Hrefna Valdemarsdóttir er konan á bak við fiskvinnsluna Hrefnu á Flateyri. Vinsælar Vörurnar eru fáanlegar víða um land. STOFNAÐ 1953 Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími 553 1380 20% afsláttur af vetrarflíkum Tilboðið gildir út maí

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.