Morgunblaðið - 13.05.2021, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.05.2021, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021 Dj Dóra Júlía djdorajulia@gmail.com Alexandra Mjöll Guðbergsdóttir er dansari, íþróttakona og mikil fagkona. Hún fór af stað með svokallaða mömmutíma á dög- unum og ég fékk að forvitnast aðeins um námskeiðið hjá henni. Alexandra segir að hugmyndin hennar að mömmutímunum hafi upprunalega kviknað þegar hún sjálf fór í gegnum það ferli að fæða barn og upplifa þær breytingar sem áttu sér stað í líkamanum. Sjálf hafði hún verið í íþróttum nánast alla sína ævi og hafði klárað ýmsa menntun á þeim sviðum. Má þar meðal annars nefna Masters of Athletic training, eða íþróttameiðsla með- höndlun, og var Alexandra búin að þjálfa bæði hóptíma og einkaþjálfun í nokkur ár. Þrátt fyrir það fannst henni hana skorta almennilega þekkingu á líkamanum eftir fæðingu og þótti einnig vanta almenna þekkingu í samfélaginu hvað það varðar. Gríðarlegt álag á líkamann að ganga með barn „Þessi íslenska hugsun um að þetta redd- ist og ekkert væl stjórnar svolítið ferðinni. En í rauninni er það gríðarlegt álag á lík- amann að ganga með og fæða barn, þó svo það séu vissulega forréttindi,“ segir Alex- andra. Hún segist hafa tekið eftir því að margar af þeim konum sem hún var með í þjálfun sökum meiðsla og þess háttar áttu það flest- ar sameiginlegt að þær hugsuðu ekki mjög vel um líkamann eftir fæðingu, vegna skorts á þekkingu eða tíma. Margar hverjar hættu alveg að hreyfa sig sem var ýmist vegna verkja eða vanlíðanar sem þær tengdu flest- ar við hreyfingu eftir barnsburð. Alexandra segir að auðvitað geti margt skapað verki og vanlíðan en hún heldur að í grunninn sé þetta skortur á þekkingu á þessum nýja líkama sem konur öðlast eftir fæðingu og skortur á fræðslu í þessum mál- um. Lét egóið ráða för Hún fór svolítið að tengja við þessar kon- ur eftir að hún varð sjálf móðir og segist hún sjálf hafa gert þau mistök að láta egóið sitt ráða og fara allt of hratt af stað eftir barnsburð. „Ég tók mér ekki nægan tíma til að kynn- ast líkamanum mínum upp á nýtt og ég hugsaði að ef ég gerði það þá hljóta margar konur að vera í sömu sporum,“ segir hún. Þetta varð til þess að Alexandra sótti sér aukin réttindi í svokölluðu PCES (Pregn- ancy and Post Natal Corrective Exercise Specialist) sem er þjálfun á meðgöngu og eftir fæðingu. „Til þess að reyna að hjálpa konum að skilja magnaða líkamann sinn aðeins betur,“ segir Alexandra að lokum. Mömmutímanámskeiðið hófst þann 11. maí í World Class Tjarnarvöllum og er á þriðjudögum og fimmtudögum frá 10 til 11 og stendur yfir í fjórar vikur. Skráning fer fram á www.worldclass.is undir námskeið. „Gríðarlegt álag á líkamann að ganga með og fæða barn“ Skjáskot/Instagram/Alexandramjo Námskeið Alexandra Mjöll fór af stað með svokallaða mömmutíma á dögunum. Alexandra Mjöll Guðbergsdóttir fór af stað með mömmutíma eftir að hún eignaðist sjálf barn og upplifði breytingar á líkama sínum. Henni finnst skorta almennilega þekkingu á líkama kvenna eftir fæðingu. Fór of hratt af stað Alexandra lét egóið ráða för þegar hún hóf æfingar eftir barnsburð. Alexandra Mjöll Guðbergsdóttir Elskar ekkert meira en að vera móðir. Lifandi píanótónlist öll föstudags- og laugardagskvöld Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Borðapantanir í síma 558 0000 eða á www.matarkjallarinn.is TAKE AWAY 25% afsláttur af sérstökum Take Away matseðli ef þú sækir Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr. gildir ekki með öðrum tilboðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.