Morgunblaðið - 13.05.2021, Qupperneq 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021
Það er mér ljúft
og skylt að kveðja
Ólaf Örn Arnarson,
samstarfsmann og
félaga til fjölda ára,
sem lézt 1. maí síðastliðinn. Ég
heyrði Ólafs fyrst getið árið 1969.
Hann var nýkominn heim frá
námi í þvagfæraskurðlækning-
um. Hann lærði þvagfæraskurð-
lækningar við Cleveland Clinic
Educational Foundation í Ohio.
Við komuna heim vakti hann
strax athygli fyrir vönduð lækn-
isstörf, fyrst og fremst á Landa-
koti, sem varð hans helzti starfs-
vettvangur.
Þegar ég fór í framhaldsnám
Ólafur Örn
Arnarson
✝
Ólafur Örn
Arnarson
fæddist 27. júlí
1933. Hann lést 1.
maí 2021.
Útför hans fór
fram 12. maí 2021.
leitaði ég aðstoðar
hjá Ólafi. Ólafur
hvatti mig til að
læra þvagfæra-
skurðlækningar.
Við Ólafur urðum
síðan nánir sam-
starfsmenn á
Landakoti um tutt-
ugu ára skeið. Sam-
starf okkar var með
ágætum.
Ólafur var far-
sæll skurðlæknir. Hann gerði all-
ar aðgerðir mjög snyrtilega og af
lipurð. Ólafur tók virkan þátt í
uppbyggingu Landakotsspítala.
Ólafur áttaði sig strax á nauðsyn
þess, að sterk göngudeildarstarf-
semi þrifist við hlið sjúkrahúss-
ins. Það þótti engan veginn sjálf-
sagt á þessum árum. Hann vann
því ötullega að því, að Landakots-
spítali keypti nokkur hús í ná-
grenninu til að reka læknastofur.
Landakotsspítali keypti einnig
húsnæði fyrir barnaheimili. Til
aðstoðar við kaupin lögðu læknar
spítalans til 4% af mánaðarlaun-
um sínum. Ólafur og fleiri komu
því einnig svo fyrir, að læknum
spítalans var skylt að uppfylla
reglur um símenntun. Starfsferill
Ólafs var því sterkt samofinn
Landakoti. Starfsfólk Landa-
kotsspítala minnist spítalans ætíð
með væntumþykju.
Þegar rekstur Landakotsspít-
ala naut ekki lengur stuðnings
hins opinbera sneri Ólafur sér af
krafti að stofnun Sjúkrahúss
Reykjavíkur. Mikil skipulagsgáfa
Ólafs hefði getað komið þeirri
stofnun að mun meira gagni en
varð. Þetta voru Landakotsfólki
erfiðir tímar. Ólafur þurfti oft við
sameiningu Landakots og Borg-
arspítala að glíma á tvennum víg-
stöðvum. Hann sagði mér síðar
frá þeim áhyggjum, sem hann
hann bar á þessum tímum.
Ólafur hafði ekki aðeins mikla
skipulagsgáfu heldur var hann
líka fylginn sér með afbrigðum.
Þegar hann veiktist fyrir all-
nokkrum árum og var sagt, að
engin lækning væri í boði hér-
lendis vegna mikillar áhættu,
hafði hann samband við sinn
gamla spítala í Cleveland og fann
þar lausn. Nokkru síðar ræddum
við Ólafur saman um nafna hans
og móðurafa, Ólaf Ó. Lárusson
lækni, en hjá honum í Arnar-
drangi í Vestmannaeyjum bjó
Ólafur Örn nýfæddur. Ólafur Örn
sagði þá: „Hann var þverhaus
hann afi minn,“ og bætti síðan
við: „En það er ég líka.“ Ég full-
yrði hins vegar, að þverhaus var
Ólafur ekki, en einbeittur og
fylginn sér.
Ólafur fylgdist alltaf vel með
nýjungum. Þegar fyrstu Apple-
tölvurnar komu á markað var
hann ekki seinn að stökkva á
þann vagn. Og tók fleiri með sér.
Ólafur skrifaði nokkrar greinar í
fagrit. Merkast á þeim vettvangi
finnst mér grein um síðkomna
berkla í nýrum, tugum árum eftir
lungnaberkla. Ólafur var heið-
ursfélagi í Félagi íslenskra þvag-
færaskurðlækna.
Ég kveð Ólaf vin minn með
þökk í huga. Það er gæfa og
mannbætandi að hafa verið sam-
ferða slíkum manni.
Aðstandendum öllum sendi ég
samúðarkveðjur.
Þorsteinn Gíslason.
Við kveðjum í dag kæran vin
og félaga.
Við Ólafur Örn unnum hlið við
hlið hvor í sínu sérfagi og bar
aldrei teljandi skugga á um ald-
arfjórðungs skeið.
Það var gæfa okkar beggja að
sinna störfum á stofnun þar sem
samvinna og virðing milli kollega
og starfsstétta var í heiðri höfð.
Á Landakotsspítala voru boð-
leiðir stuttar og gagnkvæmt sam-
ráð fór fram við kaffiborðið innst
á skurðstofugangi í bland við
fróðleik og lífsreynslu, sem þeir
miðluðu okkur af kynslóðinni á
undan, dr. Bjarni, Úlfar, Þórður
Þ. og Björn Guðbrandsson.
Það voru forréttindi að mæta
þessu viðmóti þegar tekin voru
fyrstu skrefin í sjálfstæðu starfi
að loknu sérnámi.
Ólafur var einstaklega farsæll
í starfi, vandasamar aðgerðir á
nýrum og þvagvegum gátu verið
krefjandi, er mér minnisstætt
varfærnislegt handbragð hans
við aðgerðir á nýrnahettum, einn-
ig leysti hann ótrúlegustu verk-
efni með blöðruspeglun.
Ekki man ég að nokkurn tíma
þyrfti að kalla út skurðstofu til að
bjarga misgripum við hans að-
gerðir, nokkuð sem ekki verður
sagt um þann sem hér skrifar.
Sjálfur kvaddi ég hann til hjálpar
þegar í nauðir rak og getið er í
endurminningum mínum.
Einnig á ég honum að þakka
aðgerð á sjálfum mér og hef ég
notið góðrar ævi með eitt nýra æ
síðan.
Við nutum forystu hans við
stofnun læknastofunnar í Marar-
götu og við starfslok dr. Bjarna
tók hann við forystu okkar
lækna.
Féll það í hans hlut ásamt
Loga Guðbrandssyni, forstjóra
spítalans, að vera í forsvari fyrir
okkur á stormasömum tíma þeg-
ar yfirvöld heilbrigðismála
ákváðu að loka spítalanum og
sameina Borgarspítala eftir miðj-
an tíunda áratuginn.
Ekki skal orðlengja að þetta
var ekki aðeins þungt högg fyrir
okkur lækna heldur allt starfslið
spítalans.
Nokkru síðar fór Ólafur að
kenna meinsemdar, æðaflækju í
heila, sem ekki var talin á valdi
lækna hérlendis að leysa.
Hann fór því á stúfana sjálfur
og þurfti ekki að leita langt yfir
skammt því á hans fyrri heima-
slóð, Cleveland í Ohio, fann hann
lækni, sem taldi fært að leysa
þetta með þræðingu. Aðgerðin
hafði tilætluð áhrif og skamm-
vinn brottfallsáhrif gengu til
baka en létu samt á sér kræla eft-
ir aðgerð í svæfingu nokkrum ár-
um seinna, en gengu til baka þó,
án eftirkasta.
Eftir að leiðir skildi á Landa-
koti lauk að mestu okkar sam-
skiptum. Báðir höfum við séð á
bak okkar lífsförunautum auk
þess sem aldur og heilsufarsleg
áföll hafa sett mark á okkar líf.
Ég kveð vin minn Ólaf Örn
með söknuði og votta fjölskyldu
hans mína dýpstu samúð.
Sigurgeir Kjartansson.
Elsku amma mín,
ég trúi því ekki
ennþá að við munum
ekki hittast aftur en
ég veit að þú ert ennþá hjá okkur.
Þú varst svo yndisleg kona, svo
hlý og vildir allt fyrir mann gera.
Þú talaðir alltaf svo fallega til mín
og ég gleymi því aldrei þegar þú
sást Ísold mína í fyrsta skiptið. Þú
fylltist af gleði í hvert sinn sem þú
sást okkur barnabörnin þín og svo
síðar meir langömmubörnin þín.
Það var alltaf svo gott að koma til
ykkar afa, manni leiddist aldrei og
aldrei var maður svangur. Það var
hreinlega ekki í boði. Það voru
alltaf nýbakaðar pönnsur, rúg-
Erna Bergmann
Gústafsdóttir
✝
Erna Berg-
mann Gúst-
afsdóttir fæddist
18. nóvember 1940.
Hún lést 2. maí
2021. Útför Ernu
fór fram 12. maí
2021.
brauð með smjöri og
kæfu og svo kakó
með, skyr og rjómi
eftir kvöldmat og
kvöldkaffi áður en
maður fór að sofa,
enda völdum við
Sessa oftast að gista
hjá ykkur þegar hún
var í Keflavík. Ég er
svo þakklát fyrir all-
ar minningarnar
sem við eigum sam-
an. Öll ferðalögin sem við Oddur
og Sessa fórum með ykkur afa á
Vestfirðina, á Akureyri, sumarbú-
staðarferðirnar í Munaðarnesi og
á öll ættarmótin. Takk fyrir allt
saman, elsku amma mín, fyrir að
hafa gert æskuna mína fulla af
dásamlegum minningum og takk
fyrir að hafa verið góð fyrirmynd
fyrir mig, ég mun alltaf líta upp til
þín.
Þar til við hittumst aftur.
Þín
Eva.
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og
útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
MATTHILDAR INGVARSDÓTTUR,
Möttu á Bjargi,
Lóulandi 9, Garði.
Magnús Þór Magnússon
Einar Jón Pálsson Hildur Hauksdóttir
Elmar Þór Magnússon Helga Andersen
Harpa Lind Magnúsdóttir
Sigmar Víðir Magnússon
Ingibjörg María Ólafsdóttir Sveinn H. Zophoníasson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
REYNIR GUNNAR HJÁLMTÝSSON
vélfræðingur,
Dvergholti 3, Mosfellsbæ,
lést fimmtudaginn 29. apríl.
Útförin fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 14. maí
klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins
fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir en streymt verður frá
www.streyma.is
Anna M. Charlesdóttir
Aron Reynisson Ragnheiður B. Sigurðard.
Arna Reynisd. Goldsmith Bruce Goldsmith
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
BRYNHILDUR SÆMUNDSDÓTTIR,
Fannafold 77, Reykjavík,
lést mánudaginn 12. apríl.
Útförin fer fram í Grafarvogskirkju
mánudaginn 31. maí, á 93 ára afmælisdegi hinnar látnu,
klukkan 13. Öll velkomin. Streymt verður frá athöfninni á
facebook.com undir Grafarvogskirkja.
Ólína M. Ásgeirsdóttir Sighvatur Lárusson
Helga F. Ásgeirsdóttir Kári Guðmundsson
Sturla Sighvatsson
Una Sighvatsdóttir
Kári Sighvatsson
Brynhildur Sighvatsdóttir
Arna Dögg Arnardóttir
Aron Jarl Arnarson
Ásgeir Örn Arnarson
Atli Fannar Arnarson
og barnabarnabörn
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR HALLGRÍMSSONAR
rafvirkjameistara,
Hlíðargötu 38, Fáskrúðsfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalar- og
hjúkrunarheimilisins Uppsala Fáskrúðsfirði fyrir frábæra
umönnun og þá alúð og hlýju sem honum var sýnd.
Guð blessi ykkur öll.
Dóra Gunnarsdóttir og fjölskylda
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, systir
og mágkona,
HUGRÚN HÖGNADÓTTIR,
Grænukinn 5, Hafnarfirði,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
þriðjudaginn 4. maí.
Útförin fer fram þriðjudaginn 18. maí klukkan 13 frá
Hafnarfjarðarkirkju. Útförinni verður streymt á
https://www.youtube.com/watch?v=-zDmyMyn_80
Víkingur A. Erlendsson
Viðar Örn Víkingsson Brynjar Víkingsson
Elfar Högnason Sigurlaug Valdís Jóhannsd.
Helena Högnadóttir Ólafur Árni Torfason
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÓLÖF HULDA SIGFÚSDÓTTIR,
Hólabergi 84,
lést þriðjudaginn 4. maí í faðmi eiginmanns
síns og barna. Útförin fer fram frá
Fella- og Hólakirkju mánudaginn 17. maí klukkan 13.
Starfsfólki á Miklatorgi á Hrafnistu eru færðar sérstakar þakkir
fyrir góða umönnun.
Kristinn Eyjólfsson
Jóna S. Kristinsdóttir Ragnar Breiðfjörð
Gyða Kristinsdóttir Sigurður L. Stefánsson
Kristinn Kristinsson Birna Andrésdóttir
Bryndís H. Kristinsdóttir Snorri Guðmundsson
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubarn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
HÖRÐUR AGNAR KRISTJÁNSSON
húsasmíðameistari,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 9. maí.
Útförin fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi þriðjudaginn 18. maí
klukkan 15. Vegna fjöldatakmarkana verður athöfninni streymt á
www.lindakirkja.is/utfarir.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hins látna er bent á Blindrafélagið, rn. 0115-26-47017,
kt. 470169-2149.
Sigríður Birna Lárusdóttir
Bjarni Lárus Harðarson Nína Vilborg Hauksdóttir
Kristján Þór Harðarson Geirlaug B. Geirlaugsdóttir
og barnabörn
Stjúpfaðir og bróðir okkar,
MAGNÚS Þ. JÓNSSON
málari,
Hjarðarhaga 38,
lést á hjartadeild Landspítala við Hringbraut
laugardaginn 8. maí. Útför fer fram frá
Lindakirkju í Kópavogi mánudaginn 17. maí klukkan 15.
Guðmundur Guðbjörnsson Friðbjörg Blöndahl
Hallur Steinar Jónsson Jóhanna Valgerður Magnúsd.
Ragnheiður Hrefna Jónsd. Magnús Stefánsson